Bjarni Benediktsson skaut fast á aðra flokka í ræðu á flokksráðsfundi Sjálfstæðismanna í dag

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í dag. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, flutti ræðu og er óhætt að segja að hann hafi skotið fast á aðra stjórnmálaflokka í ræðu sinni. Hann sagði …

Penni

Breytinga er þörf - burt með afturhaldsöflin

"Some people's idea is that they are free to say what they like, but if anyone else says anything back, that is an outrage.” Winston Churchill

Þingmenn Framsóknarflokksins vilja lítið tjá sig um formannskosninguna

Eins og fram kom í fréttum í gær þá tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns flokksins á flokksþingi flokksins um næstu helgi. Þingmenn flokksins hafa lítið vilja tjá sig um þessa ákvörðun Sigurðar Inga og halda spilunum þétt að sér nema Vigdís Hauksdóttir, Sigrún […]

Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins sagði í kvöldfréttum RÚV að hann ætli að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins. Í kvöldfréttum RÚV sagði hann að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram og nú lætur hann verða af því. Það stefnir því í spennandi formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi eftir viku. Mikil […]

Smári McCarthy forsætisráðherraefni Pírata

Smári McCarthy, oddviti framboðslista Pírata á Suðurlandi, er forsætisráðherraefni Pírata, komist flokkurinn í stöðu til að krefjast þess embættis. Þetta herma næsta öruggar heimildir Eyjunnar. Smári er einn stofnenda Pírata og enn fremur einn aðalhugmyndafræðingur flokksins. Smári steig fram í viðtali við héraðsfréttablaðið Suðra nú í vikunni þar sem hann var spurður að því hvaða […]

Ungversk yfirvöld halda því fram að lögleysa ríki á 900 svæðum í Evrópu – Harðlega gagnrýnd af ESB

Samkvæmt því sem fram kemur í nýjum bæklingi, sem ungversk yfirvöld hafa látið gera, þá eru 900 svæði í Evrópu svokölluð „no-go zone“ fyrir Ungverja því þar ráði innflytjendur lögum og lofum og yfirvöld hafi misst stjórn á svæðunum. Fram kemur að hlutar af Lundúnum, París, Berlín, Stokkhólmi og fleiri borga séu undir stjórn innflytjenda. […]

„Ætla ekki að fara í kvenkynsútgáfu af hrútskýringu“ – Hildur segir stöðu kvenna ekki skelfilega í Sjálfstæðisflokknum

„Ég ætla ekki að fara í kvenkynsútgáfu af hrútskýringu og segja þeim konum sem hafa kosið að segja sig frá Sjálfstæðisflokknum hvernig þeim líður. En ég ætla að leyfa mér að biðja um að það sé þá heldur ekki fullyrt fyrir hönd allra sjálfstæðiskvenna hvernig þeim líður.“ Þetta skrifar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í færslu […]

Samfylkingin braut kynja- og aldursreglur sínar – Gert í samráði við frambjóðendur segir framkvæmdastjóri

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum báðum voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í gærkvöldi. Athygli vekur að vikið er frá bæði reglum um kynjaskiptingu og aldursskiptingu á listunum. Framkvæmdastjóri flokksins segir að það hafi verið gert í samráði við frambjóðendur sem kjörnir voru í prófkjöri flokksins. Flokksval Samfylkingarinnar var haldið í byrjun þessa mánaðar og hafði Össur […]

„Skammastu þín“ – Ásmundur Friðriksson veldur reiði í þinginu með orðum sínum um hælisleitendur

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, olli uppnámi í þinginu í morgun þegar hann steig í ræðustól og taldi upp útgjöld vegna komu flóttafólks og hælisleitenda hingað til lands. Bar hann kostnaðarliði saman við ýmis önnur útgjöld, til að mynda ellilífeyri og kostnað við rekstur skurðstofa. Hlaut hann bágt fyrir og mátti heyra þingmenn kalla úr sal […]

Upplausn í Sjálfstæðisflokknum – Þríþættur vandi segir Össur

„Það er ekki ólíklegt að uppstokkun hægri vængsins endi um síðir með lítilli Þjóðfylkingu, þokkalega stórri Viðreisn á hægri-miðjunni, og Sjálfstæðisflokkurinn þróist yfir i dæmigerðan norrænan hægri flokk.“ Þetta skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í færslu á Facebook. Óhætt er að segja að Össur dragi upp fremur dökka mynd af stöðu Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Segir […]

MRSA bakterían berst með dönskum svínum út um allan heim

Megnið af þeim milljónum svína sem Danir flytja úr landi árlega eru smituð af hinni fjölónæmu bakteríu MRSA. Svínin fara til ýmissa landa og eiga líklegast sinn þátt í að bakterían breiðist út víða um heim. Batkerían getur smitast úr svínum yfir í fólk. Á síðasta ári fluttu Danir, sem eru stærstu útflytjendur svína í […]

Kári, heitir hann það ekki? Hvað fannst þér um umræður kvöldsins?

Tólf oddvitar stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum mættust í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins svaraði þar fyrir Winstrismálið og sagðist geta beðist afsökunar á mörgum hlutum sem hann hefði viljað gera betur, en hann gæti ekki beðist afsökunar á því hvernig komið hefði verið fram við hann í frægum […]

Ólöf Nordal snuprar Lilju Rafneyju – Segir hana ekki vilja hlusta

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, var óhress með framgöngu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, í fyrirspurnartíma Alþingis í dag. Sagði Ólöf þar að svo virtist sem Lilja Rafney hefði engan áhuga á að heyra þau svör sem ráðherran hefði fram að færa. Lilja Rafney bendi fyrirspurn til Ólafar varðandi vegaframkvæmdir í landinu í fyrirspurnartíma á Alþingi […]

Stefán

Einar Kárason

Andri Geir

Mark Zuckerberg ætlar að gefa 3 milljarða dollara til baráttunnar gegn sjúkdómum

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og eiginkona hans, Pricilla Chan, ætla að gefa 3 milljarða dollar til baráttunnar gegn sjúkdómum. Markmiðið er að þeirra sögn að „lækna, koma í veg fyrir eða hafa stjórn á öllum sjúkdómum“. Þessu markmiði á að ná á næstu áratugum. Fjármunirnir eiga að fara í rannsóknir á krabbameini og smitsjúkdómum sem […]

Pennar

Vill afgreiða nýtingarflokk rammaáætlunar en bíða með biðflokk og verndarflokk

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, vill afgreiða nýtingarflokk rammaáætlunar á þessu þingi en að biðflokkur og verndarflokkur áætlunarinnar verði látinn bíða. Faghópur sem leggja átti mat á samfélagsleg og efnahagsleg áhrif virkjana treysti sér ekki til að klára það verkefni vegna tíma- og fjárskorts. Fréttablaðið greinir frá þessu. Þar kemur fram að Jón telur nauðsynlegt […]

Sjálfstæðisflokkur og Píratar mælast hnífjafnir

Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast nákvæmlega jafnstórir í nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Báðir flokkar mælsast með 22,7 prósenta stuðning. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú rétt tæpum 2 prósentustigum lægra en í síðustu könnun sem birt var 29. ágúst síðastliðinn en breytingin er innan tölfræðilegra vikmarka. Píratar mælast með nánast sama fylgi og í síðustu könnun. […]

Formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna ganga úr flokknum vegna íhaldsemi í jafnréttismálum

Helga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Það hafa einnig tveir fyrrverandi formenn gert, þær Þórey Vilhjálmsdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir. Þórey var foramaður á árunum 2013 til 2015 og Jarþrúður á árunum 2011 til 2013. Ástæðuna segja þær vera óviðunandi stöðu kvenna í flokknum og aðgerðarleysi flokksforystunnar við að breyta þeirri […]

Gunnar Bragi segir Björt tala niður til bænda með svívirðilegum hætti – Björt frábiður sér ummælin

Þau Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, tókust harkalega á í þingsal nú í morgun. Deilur þeirra áttu sér stað í umræðum, og í kjölfar umræðna, um undirbúning búvörusamninga. Sagði Gunnar Bragi að hann óttaðist að málflutningur Bjartrar væri ekki tilkominn vegna þess að hún bæri hag bænda fyrir […]

„Við kallarnir spjöllum saman“ – Engin kona á fundi Samkeppniseftirlitsins

Enginn kona var þátttakandi í pallborðsumræðum á opnum fundi Samkeppniseftirlitsins um samkeppnisaðstæður á eldsneytismarkaði sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag í Hörpu. Þá voru birt myndbandsviðtöl við ýmsa sérfræðinga í málaflokknum og voru það allt karlmenn. Eina konan sem þátt tók í fundinum var fundarstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, bendir […]

Jóna Sólveig leiðir Viðreisn á Suðurlandi

Jóna Sólveig Elínardóttir mun leiða framboðslista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar í Suðurkjördæmi. Jóna Sólveig er alþjóðastjórnmálafræðingur, ættuð úr Mýrdal. Héraðsfréttablaðið Suðri greinir frá þessu. Í öðru sæti listans verður Jóhannes Albert Kristbjörnsson, héraðsdómslögmaður, úr Reykjanesbæ. Jóhannes lék körfubolta um árabil með ógnarsterku liði Njarðvíkur og er þekktur úr íþróttalífinu á Reykjanesinu. Í þriðja sæti situr […]

Njósnarar herja í auknum mæli á Svíþjóð

Í viku hverri skráir sænski herinn í norðurhluta Svíþjóðar atburði sem ógna öryggi landsins. Hermönnum hafa nú verið gefin fyrirmæli um að vera sérstaklega á varðbergi vegna þessa. Þau atriði sem valda hernum áhyggjum bera einkenni þess að verið sé að njósna og þeim fer sífellt fjölgandi. Sem dæmi má nefna að fylgst hefur verið […]

„Ummæli ráðuneytisstjórans voru ósamboðin stöðu hans og virðingu“

Eyjunni hefur borist svofelld yfirlýsing frá Haraldi Benediktssyni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem meðal annars kemur fram að hann hafi ráðfært sig við Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu Guðmundar Árnasonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og einnig skýrt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra frá málinu. Hefur hann lagt fram forlega kvörtun vegna málsins: „Síðastliðið föstudagskvöld um kl. 20.00 hringdi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, […]

1,3 prósent Íslendinga bjuggu við sárafátækt á síðasta ári

Um 1,3 prósent Íslendinga bjuggu við sárafátækt árið 2015 og er það svipað hlutfall og árin 2014 og 2013. Hlutfallið þeirra sem búa við sárafátækt hækkað verulega eftir hrun en árið 2012 mældist sárafátækt mest 3 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofu Íslands sem unnin var fyrir velferðarvakt velferðarráðuneytisins. Byggt var á skilgreiningu evrópsku […]

Haraldur Benediktsson þingmaðurinn sem fékk hótanir – Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri embættismaðurinn

Þingmaðurinn sem fékk hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Þetta staðfestir Haraldur við Eyjuna. Haraldur staðfestir ennfremur að embættismaðurinn sem um ræðir sé Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu. Í bókun meirihluta fjárlaganefndar frá því í morgun segir að „þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið […]

Sagt að George Bush eldri ætli að kjósa Hillary Clinton í forsetakosningunum

Repúblikaninn George HW Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Nú ber svo við að hann ætlar að kjósa Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, í forsetakosningunum í nóvember en Bush hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við flokksbróður sinn, Donald Trump, fram að þessu. Það hefur lengi verið vitað að Bush fjölskyldan er ekki hrifin […]

Guðlaugur Þór ekki lengur sagður höfundur skýrslunnar – Þingmönnum verið hótað vegna skýrslunnar

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hrindi af stað rannsókn á því sem nefnt hefur verið einkavæðing bankanna hinna síðari. Var bókun þess efnis lögð fram á fundi nefndarinnar í morgun í framhaldi af því að Vigdís Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, lagði fram skýrslu um efnið á fundi nefndarinnar. Þingmönnum í meirihluta fjárlaganefndar […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is