Bill Gates: Vill að róbótar sem fækki störfum borgi skatta

Bill Gates, einn af stofnendum og aðaleigendum Microsoft-fyrirtækisins og auðugasti maður heims, telur að greiða eigi skatta af róbótum sem fækki störfum. Þannig megi vega upp á móti því skattalega tapi sem …

Penni

Icelandair og SAS í eina sæng?

Andri Geir Arinbjarnarson

Loftslagsmál – já,takk

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna skrifar Lítill vafi leikur á að Parísarsamkomulagið boðar merk tímamót. Allt of langur tími leið með slappa Kyoto-bókun frá 1997 sem alþjóðagrunn að átaki gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. Enda hefur hallað hratt á verri hlið í þeim efnum og kapphlaup um að nýta sem mest jarðefnaeldsneyti verið í […]

Ný meðferðarstöð SÁÁ á Kjalarnesi: Stærsta heilbrigðisframkvæmdin í dag

Það er kannski tímanna tákn að félagasamtök, en ekki ríkið, standa fyrir mestu einstöku fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu núna. Loftmyndin hér til hliðar var tekin í síðustu viku og sýnir húsakostinn sem nú er í Vík á Kjalarnesi. Vinstra megin eru eldri byggingarnar frá 1990 sem nú verða gerðar upp. Hægra megin eru svo nýju byggingarnar […]

Brynjar ítrekar andstöðu við jafnlaunavottun: Gerði fyrirvara við hana í stjórnarsáttmála

Ljóst er að ekki er meirihluti í stjórnarliðinu á Alþingi fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun sem á að hamla gegn kynbundnum launamun á vinnumarkaði. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um það mál. Jafnlaunavottunin er eitt af helstu baráttumálum Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson ráðherra félags- og jafréttismála hefur lýst því yfir að frumvarp um jafnlaunavottun verði það fyrsta […]

Sjómenn og útgerðir náðu að semja í nótt

Í nótt voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli sjómanna og útvegsfyrirtækja. Eining mun hafa náðst um breytingar á olíuverðsviðmið, sjómenn fá allan öryggis- og hlífðarfatnað í té frá útgerðum, bætt verður úr fjarskiptamálum og menn fá sérstaka kaupskráruppbót. Auk þessa skal heildarendurskoðun fara fram á kjarasamningum á samningstímanum. Skattaafsláttur á fæðispeningum sjómanna mun ekki vera hluti […]

Fréttaskýring: Vegagjöld – landsbyggðarskattur eða flýtileið framkvæmda

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, velti því upp nýverið hvort rétt væri að leggja vegatolla á leiðir inn og út úr Reykjavík til að fjármagna nýframkvæmdir á vegum landsins. Allt að10 milljarða vanti upp á framlög til vegamála á þessu ári til að fjármagana framkvæmdir sem eru á samgönguáætlun og bregðast þurfi við því. Suðri kannaði viðhorf […]

Gústaf Níelsson vill að Bjarni Benediktsson setji formanni Varðar stólinn fyrir dyrnar vegna málaferla múslima

Gústaf Níelsson sagnfræðingur er ekki alls kostar sáttur við að Stofnun múslima á Íslandi og tveir stjórnarmenn hennar hér á landi, þeir Karim Askari og Hussein Aldaoudi, hafi nú höfðað mál gegn 365 miðlum og RUV. Tilefnið mun vera fréttir frá síðasta sumri. Þessi fjölmiðlafyrirtæki eru sökuð um að hafa í þeim tengt Stofnun múslima […]

Gamalt íslenskt fiskiskip á að færa Norðmönnum gull

HB Grandi hefur selt uppsjávarveiðiskipið Lundey til Noregs. Skipið hefur legið ónotað að mestu um misseraskeið í Akraneshöfn og algerlega verkefnalaust síðan nýsmíðarnar Venus og Víkingur komu til landsins. Lundey sem að upphafi til hefur verið í þjónustu Íslendinga síðan 1960 er þegar farin til Noregs. Þangað var hún seld fyrir 124 milljónir íslenskra króna. […]

Gagnrýndu sjávarútvegsráðherra fyrir slæleg vinnubrögð í sjómannaverkfalli

Þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokki) voru gestir hjá Birni Inga Hrafssyni í sjónvarpsþættinum Eyjan á ÍNN í gærkvöldi. Þar kom sjómannaverkfallið strax til umræðu. Björn Ingi benti á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefði hafnað því alfarið að vera með beina íhlutun í deiluna en hefði í fyrradag kynnt minnisblað um að […]

Skúli Mogensen forstjóri: WOW sennilega stærra en Icelandair á næsta ári

Skúli Mogensen forstjóri og aðaleigandi flugfélagsins WOW AIR var gestur í þættinum Eyjunni hjá Birni Inga Hrafnnsyni á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi. Þar fór Skúli yfir stöðu félagsins og helstu framtíðaráform. Fjölmargt áhugavert kom viðtalinu. Björni Ingi ræddi mikinn og hraðan vöxt WOW AIR á undanförnum árum. Velgengni félagsins minnir á önnur lággjaldafélög sem hafa […]

Trump hélt blaðamannafund: Segist hafa fengið algeran glundroða í arf eftir Obama

Donald Trump hélt um það bil fimm stundarfjórðunga langan blaðamannfund fyrr í kvöld að íslenskum tíma. Augljóst er að forsetinn er enn í kosningaham. Hann var stóryrtur um andstæðinga sína og fjölmiðla sem hann sakar um að flytja ítrekað hatursfullar og falskar fréttir af sér og sínu fólki. Trump atyrti fréttamenn sem honum þótti koma með […]

Fiskuðu sjálfa sig næstum í kaf og engir að hlusta

Engu mátti muna að línubáturinn Hjördís HU 16 sykki síðsdegis í gær þar sem báturinn var að veiðum í Breiðafirði, skammt norðvestur af Gufuskálum á Snæfellsnesi. Tveimur mönnum var bjargað um borð í björgunarskipið Björgu frá Rifi eftir að þeir kölluðu á hjálp seint á fimmta tímanum í gær. Á vef Landhelgisgæslunnar má sjá ótrúlegar […]

Einar Kárason

Ritstjóri, fyrrum þingmaður og ráðherra varar við uppgangi fasisma í vestrænum ríkjum

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri og fyrrum alþingismaður Samfylkingar og viðskiptaráðherra skrifar harðorðan leiðara í nýjasta tölublaði héraðsfréttablaðsins Suðra sem kom út í dag. Björgvin er ritstjóri blaðsins. Leiðarinn ber titilinn „Trump og tónarnir frá þriðja ríkinu.“ Þar skrifar Björgvin: Framrás popúlískra rasistaflokka í kjölfar kreppu og vantrausts á hefðbundnum stjórnmálum hófsemi, mannúðar og lýðræðis er […]

Pennar

Bandaríkjamenn stilla NATO-ríkjum upp við vegg: Krefjast meiri fjármuna til hermála

Bandaríkin hafa sett öðrum NATO-ríkjum úrslitakosti. Annað hvort greiði þau meira til bandalagsins eða Bandaríkin dragi að öðrum kosti úr sínum fjárframlögum til þess. Þetta kom fram á tveggja daga fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Brussel í Belgíu í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu þá var rætt þar um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og […]

Barnaheill, UNICEF, umboðsmaður barna og Krabbameinsfélagið sameinast gegn áfengisfrumvarpinu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu, Krabbameinsfélagið gerði slíkt hið sama í morgun. Telja Barnaheill, UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna gagnrýna frumvarpið harðlega og telja það ganga þvert á hagsmuni barna og brjóta gegn […]

Sjómannaverkfall í hnút: Sjómenn fá hvatningu frá skipstjóra við Svalbarða

Kjaradeila sjómanna og útgerðarfyrirtækja virðist komin í mjög harðan hnút eftir að slitnaði upp úr viðræðum í nótt. Ljóst er að mikill þrýstingur er að verða á að deilan leysist ef loðnuvertíðin á ekki að fara gersamlega í vaskinn með milljarða tjóni fyrir þjóðina.   Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á eistneska rækjutogaranum Reval Viking sem er […]

Lilja segir ráðherra hrekjast í sjómannadeilunni

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins vill kalla Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og að hún geri grein fyrir þjóðhagslegum kostnaði af verkfalli sjómanna og hvaða almennu aðgerðir hún hugi að. Lilja sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að það líti út fyrir að það hafi skort undirbúning af hálfu […]

Vilhjálmur sendir neyðarkall til þingmanna: „Þetta er réttlætismál!“

Það eina sem stóð út af að sjómenn kláruðu kjarasamninga í gærkvöldi við útgerðarmenn var að fá vilyrði frá sjávarútvegsráðherra fyrir því að stjórnvöld myndu liðka fyrir því að dagpeningar sjómanna yrðu meðhöndlaðir með sambærilegum hætti og hjá öðru launafólki sem þarf að greiða fyrir fæðiskostnað vegna starfs síns víðsfjarri heimili sínu. Þetta segir Vilhjálmur […]

Hluthafar í Borgun fái 4,7 milljarða í arð

Lagt verður til að hlut­hafar í Borgun fái greiddan allt að 4,7 millj­­arða króna arð á stjórnarfundi félagsins á morgun. Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­­blaðs­ins er búið að kynna helstu hlut­höf­um til­­lög­una og þeir hafa ekki mótmælt, verður gengið út frá því að tillagan verði samþykkt einróma þar sem hagnaður Borgunar var nærri 8 milljarðar króna í […]

Ásakanir um tengsl ráðgjafa Trump við Rússa valda skjálfta í Washington

Fréttaflutningur bandaríska stórblaðsins New York Times um að fjölmargir af fremstu ráðgjöfum Donalds Trump í kosningabaráttunni hafi átt ítrekuð samtöl við rússneska leyniþjónustumenn í heilt ár fyrir forsetakosningarnar í nóvember sl. valda nú titringi í höfuðborginni Washington DC og víðar í Bandaríkjunum. Þessar upplýsingar bæta gráu ofan á svart eftir að Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, […]

Hefðu aldrei greitt reglulega í lífeyrissjóð ef þeir hefðu vitað af skerðingum

Mikill áhugi er nú á þvi í Félagi eldri borgara í Reykjavík að fara í mál við ríkið til þess að hnekkja skerðingum á lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum, en þeir sem fá lífeyri úr lífeyrissjóðum verða að sæta miklum skerðingum lífeyris hjá Tryggingastofnun enda þótt lífeyrir úr lífeyrissjóðum hafi átt að vera viðbót við […]

Icelandair Group  gefur út skuldabréf fyrir tæpa 4,5 milljarða króna

Í ljósi hagstæðra kjara hefur Icelandair Group selt óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 40 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna, til fjárfesta. Um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala. Í skilmálum skuldabréfaflokksins er gert ráð fyrir […]

Flutningskerfi raforku komið að þolmörkum: Orkuöryggi ekki tryggt á næsta ári

Raforkuflutningskerfið er komið að þolmörkum og á næsta ári er mögulegt að orkuöryggi sé ekki tryggt. Staðan er einfaldlega sú að eftirspurn eftir raforku er umfram framboð. Til greina kemur að leita að staðbundnum lausnum og kanna hvaða smærri virkjanakostir koma til greina bæði í vatnsafli og jarðvarma. Þetta kom fram á málstofu Orkustofnunar, í […]

Alþjóðleg samtök kvenþingmanna halda ársfund sinn hér á landi

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, og Silvana Koch-Mehrin, stofnandi Women in Parliaments Global Forum, undirrituðu síðastliðinn föstudag, 10. febrúar 2017, sameiginlega yfirlýsingu um að halda ársfund þessara alþjóðlegu samtaka kvenþingmanna á Íslandi í lok nóvember nú í ár. Markmið samtakanna er að efla tengslanet kvenna á þingum og allar konur sem eiga sæti á þjóðþingum, […]

Guðlaugur Þór fundaði með Stoltenberg: Versnandi öryggishorfur í Evrópu

Þróun öryggismála í Evrópu og tengslin vestur um haf vorum meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í tengslum við fund varnarmálaráðherra bandalagsins, sem haldinn er í Brussel í dag og á morgun. Stoltenberg er fv. forsætisráðherra Noregs, eins og kunnugt er. Á fundinum var ennfremur […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is