Ísland valið uppáhalds evrópski áfangastaður lesendaverðlauna Guardian Travel Awards

Íslandsstofa hlaut verðlaun á hátíð The Guardian og Observer í Agadir, Marokkó, um helgina. Fulltrúi Íslandsstofu, Ingvar Örn Ingvarsson, tók á móti verðlaununum en verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum á …

Penni

Fréttaskýring: Grænland í gini dauðans

Á föstudaginn ganga Grænlendingar að kjörborðinu og kjósa til þings. Stemningin er ekki góð hjá almenningi fyrir kosningarnar því siðferðið í grænlenskum stjórnmálum þykir ekki upp á marga fiska þessa dagana og landið rambar á barmi efnahagslegs hyldýpis sem hefur verið nefnt gin dauðans. Leiðtogar fimm af þeim sex stjórnmálaflokkum sem bjóða fram eru nýir [...]

Eru drónar töfralausnin gegn hryðjuverkum?

Allt frá því að Bandaríkjaher notaði dróna í fyrsta sinn til árása árið 2002 hefur verið mikil umræða um þessi fjarstýrðu drápstæki. Staðreyndin er að drónar hafa drepið leiðtoga al-Kaída en það er einnig staðreynd að drónar hafa drepið saklaust fólk sem átti sér einskis ills von. Á þriðjudag í síðustu viku voru sjö félagar [...]

Sigmundur boðar aukin framlög til heilbrigðis- og menntastofnana: Lyf lækka í verði

„Svigrúmið margumrædda vegna uppgjörs slitabúa bankanna, sem eru í eigu kröfuhafanna margumræddu, er þegar byrjað að myndast með skattlagningu sem nemur tugum milljarða á ári og telja má líklegt að það dragi enn frekar til tíðinda í haftamálum áður en langt um líður,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem fram fer um [...]

Hatrið sem ræktað er í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein

„Ég tel mig þekkja samfélagið vel og þörfina fyrir öflug og jákvæð vinnubrögð við stjórn landsins. Þegar ég sá viðbrögð stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna við afsögn innanríkisráðherra fékk ég það staðfest sem ég raunar taldi mig vita að hatrið sem er ræktað í samfélaginu er skaðlegt þjóðarmein.,“ Þetta segir Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi og fyrrverandi [...]

Skelfilegt að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar skuli láta frá sér fara svona dóm

„Sl. fimmtudag var kveðinn upp dómur í Hæstarétti með þeirri niðurstöðu að ekki bryti í bága við meiðyrðalöggjöf landsins þegar einn maður segir við annan opinberlega: „Fuck you rapist bastard“. Á íslensku útleggjast þessi orð eitthvað á þessa leið: „Til fjandans með þig nauðgarakvikindi.“ Í þeim felst augljós staðhæfing um að maðurinn sem ummælin beinast [...]

Hanna Birna gæti orðið ráðherra á ný á kjörtímabilinu

„Það kemur allt til greina í pólitík. Það er eitt sem er alveg öruggt að það kemur allt til greina í þeim efnum,“ segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort það komi til greina að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði ráðherra seinna á kjörtímabilinu. Hanna Birna sagði af sér í gær sem innanríkisráðherra. Í yfirlýsingu sem [...]

Sigmundur Davíð: Eyða þarf hatrinu sem einkennir umræðuna

„Hanna Birna hef­ur jafn­vel þurft að sæta mjög ógeðfelld­um árás­um og hót­un­um gagn­vart sér og fjöl­skyldu sinni,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar hann var spurður um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Sigmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að gengið hefði verið fram af mikilli grimmd gegn Hönnu Birnu og þá sé nauðsynlegt að eyða hatrinu [...]

Mál er ekki að linni

„Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur loksins beðist lausnar sem ráðherra innanríkismála. Yfirlýsing ráðherrans til fjölmiðla í dag veldur þingmönnum Pírata hins vegar vonbrigðum“, segir í yfirlýsingu frá Pírötum í tilefni þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hún vilji ekki lengur gegna embætti innanríkisráðherra Þar segir ennfremur: Forherðing Hönnu Birnu er slík að hún krefst [...]

Gísli Marteinn tekur upp hanskann fyrir Hönnu Birnu: „Reykjavík missir einn sinn besta bandamann úr ráðherrastóli

Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi fjallar um afsögn Hönnu Birnu á Fésbókarsíðu sinni.  Líkt og alþjóð veit tilkynnti Hanna Birna oddvitum ríkisstjórnarinnar og nánasta samstarfsfólki sínu hún vilji ekki lengur gegna embætti innanríkisráðherra. Gísli Marteinn tekur upp hanskann fyrir Hönnu Birnu og segir að ekki beri mikið á stuðningi við ráðherrann fyrrverandi. Ég [...]

Hanna Birna segir af sér: „Játning hans vegna málsins var mér mikið persónulegt áfall“

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hún vilji ekki lengur gegna embætti innanríkisráðherra. Eyjan greindi frá málinu fyrr í dag. Hefur hún jafnframt óskað eftir því að formaðurinn geri sem fyrst tillögu við þingflokkinn um arftaka hennar í embætti. Hanna Birna segir [...]

Hanna Birna hyggst segja af sér sem innanríkisráðherra

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem innanríkisráðherra. Hún hefur tilkynnt oddvitum ríkisstjórnarinnar og nánasta samstarfsfólki sínu þessa ákvörðun og mun gera hana opinbera síðar í dag, samkvæmt öruggum heimildum Eyjunnar. Hanna Birna hyggst þó ekki hætta í stjórnmálum og hún verður því áfram alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mjög hefur verið þrýst á [...]

Stefán

Þorsteinn Pálsson

Pennar

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is