Fyrst BREXIT, síðan Trump, og í dag nötrar Ítalía

Ítalir ganga í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá sinni. Hverjar sem niðurstöðurnar verða þá er ljóst að komið er að miklum vatnaskilum í ítölskum stjórnmálum eins og Jóhannes í …

Penni

Óþarfi hjá forsetanum að veita Birgittu stjórnarmyndunarumboðið fyrir helgina

Það var óþarfi hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands að veita Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð fyrir helgina. Allir séu að tala saman og pörunartími standi yfir fram að næstu ríkisstjórn. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar. Hún var gestur í þættinum Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi og ræddi þar stöðuna í […]

Birgitta er komin með stjórnarmyndunarumboðið

Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er komin með stjórnarmyndunarumboðið. Þetta kom fram í máli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands í kjölfar fundar hans með Birgittu á Bessastöðum. Birgitta er þriðji flokksleiðtoginn til að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands, en hvorki Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins né Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna tókst að mynda ríkisstjórn. Píratar eru […]

Ef hið sama tíðkaðist í Bandaríkjunum og á Íslandi sæti verðandi Bandaríkjaforseti nú á bak við lás og slá

Í dag verður mál Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu, Jóns Vals Jenssonar guðfræðings og fleiri einstaklinga tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjavíkur. Er þeim gefið að sök að hafa viðhaft hatursfulla orðræðu í tengslum við hinseginfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar vorið 2015. Ummælin sem voru látin falla á Útvarpi Sögu á sínum tíma vöktu mikla athygli […]

Efi meðal Vinstri grænna um fimm flokka stjórn – Katrín: Ástæða til að skoða þjóðstjórn

Lítill áhugi er meðal þingmanna Vinstri grænna um myndun fimm flokka stjórnar með Pírötum, Viðreisn, Bjartri framtíð og Samfylkingunni. Segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG að slík stjórn strandi fyrst og fremst á Viðreisn sem hafi ekki viljað gefa eftir í viðræðum flokkanna sem var slitið fyrir rúmri viku. Frá þessu er greint í DV og […]

„Það er tímaspursmál hvenær Danmörk yfirgefur Evrópusambandið“

Forystumenn Danska Þjóðarflokksins hittu Nigel Farage, fyrrverandi formann Breska Sjálfstæðisflokksins, UKIP, í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. Þar voru skýr tákn á lofti um að flokkurinn væri að íhuga að styðja við þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Danmerkur í Evrópusambandinu. Þessi tíðindi endurspegla strauma í átt að aukinni þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, en líkt og Eyjan greindi frá nýverið er […]

Yfirlýsing Matvælastofnunar vegna Brúneggja: ,,Varð okkur á?“

Matvælastofnun segir ljóst að margt þurfi að bæta vegna Brúneggjamálsins svokallaða, hafa margir gagnrýnt stofnunina fyrir aðgerðir og aðgerðaleysi í tengslum við málið.  Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu MAST í heild sinni: Mikil umræða hefur orðið um málefni eggjaframleiðandans Brúnegg eftir að Kastljós RÚV fjallaði um málið í byrjun vikunnar. Meðal annars er fullyrt […]

Katrín og Bjarni fara ekki í viðræður

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn munu ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður, þetta sagði Katrín Jakobsdóttir formaður VG við RÚV. Segir hún viðræðurnar ekki hafa strandað á tilteknu málefni, það hafi einfaldlega verið of langt á milli flokkanna. Katrín vildi ekki gefa upp hvort hún ætli aftur í viðræður með Viðreisn, Pírötum, Bjartri framtíð og Samfylkinguna, sem hafa […]

Fimm flokka stjórn aftur á teikniborðinu?

Formenn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar ásamt Pírötum eiga í óformlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar, samkvæmt heimildum RÚV er beðið eftir að Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna klári viðræður VG við Sjálfstæðisflokkinn til að freista þess að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Enn hefur ekkert verið gefið upp um stöðu viðræðna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins eða […]

Langt á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks – ,,Líst ekkert á hugmyndir um fjórflokkastjórn‘‘

Alþingi kemur aftur saman þann 6. desember, hvort sem ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eður ei. Að sögn Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna eru viðræður hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins enn á byrjunarstigi. Flokkur hennar er reiðubúinn til viðræðna við alla flokka. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun er helsta vandamálið í viðræðunum að öðrum flokkum […]

„Við vitum árangurinn af IceSave og ég þakka það Morgunblaðinu“

Menn voru með alveg skýra sýn, eigendur blaðsins voru með þrjá sem þeir vildu fá öðruvísi tök á í þjóðfélaginu. Það var IceSave fyrst og fremst, ESB og svo sjávarútvegsmál. Við vitum árangurinn af IceSave og ég þakka það Morgunblaðinu mjög. Við vitum hvar ESB er statt, sjávarútvegsmálin eru enn í óvissu og uppnámi og […]

Forseti fellst á tillögu forsætisráðherra: Tímabært að Alþingi komi saman og afgreiði fjárlög

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember nk. kl. 13.30. Ríkisstjórnin fjallaði um fyrirhugaða þingsetningu á fundi sínum í morgun og þar var jafnframt fjallað um framlagningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2017 og tengdra þingmála sem lögð verða fram í upphafi þings. „Nú er rúmur mánuður liðinn […]

Einar Kárason

„Samfylkingin svífur því um í tómarúmi“

Fylgishrun Samfylkingarinnar í síðustu kosningum hefur verið tíðrætt undanfarið og virðist sem ekkert lát verði á því í bráð. Fór flokkurinn niður í 5,7% í síðustu kosningum, en flokkurinn var áður með stuðning um þriðjungs þjóðarinnar, 31% árið Alþingiskosningunum 2003, 28,9% árið 2009 og var kominn niður í 12,9% árið 2013. Hafa margir velt fyrir […]

Pennar

Steinþór hættir hjá Landsbankanum

Steinþór Pálsson lætur af stöfum sem bankastjóri Landsbankans, en hann hefur verið bankastjóri frá 1. júní 2010. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að bankaráð Landsbankans og Steinþór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum hjá bankanum. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri Fjármála og staðgengill bankastjóra tekur við tímabundið, staða bankastjóra verður auglýst svo fljótt […]

Skora á stjórnvöld að gefa út opinn innflutningskvóta á egg

Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirséðum eggjaskorti fyrir jólin. Stefán Ragnar Guðjóns­son fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa­sviðs Sam­kaupa sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þar sem Brúnegg væri með um 20% hlutdeild á eggjamarkaðnum hér á landi gæti komið upp […]

Katrín og Bjarni funda áfram – Fjórflokkastjórn raunhæfur möguleiki

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna munu funda áfram í dag um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf flokkanna. Samkvæmt Vísi fundar situr þingflokkur VG nú á fundi, Katrín vildi lítið tjá sig um fund sinn við Bjarna í gær annað en að hann kláraðist ekki, vildi hún ekki leggja mat á hvort viðræðurnar gengju […]

Benedikt: „Kannski eru að opnast nýir möguleikar sem ekki voru áður“

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar fékk tilboð í gær um að taka sæti í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Afþakkaði hann boðið, en Benedikt vildi ekki útiloka samstarf með Framsóknarflokknum. Það var löngu ljóst að við ætluðum ekki að ganga inn í þessa rík­is­stjórn, sagði Benedikt við Morgunblaðið. Sagði hann við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins, að viðræðurnar […]

Þorsteinn Már kærir Arnór og Ingibjörgu til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur kært Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóra og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, til lögreglunnar. Sakar Þorsteinn Már þau um að hafa borið sig röngum sökum í kæruskjali sem þau Arnór og Ingibjörg sendu fyrir hönd bankans til sérstaks saksóknara í september 2013. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Í […]

Lætur Kastljós ekki eiga neitt inni hjá sér

Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum formaður Fjárlaganefndar Alþingis hefur ekki í hyggju að biðja ritstjórn Kastljóss Ríkisútvarpsins afsökunar á ummælum sem hún skrifaði við færslu á Fésbókarsíðu sinni fyrr í dag. Þar sakaði Vigdís Kastljós um að stunda falsanir í fréttaflutningi af Brúneggjamálinu svokallaða. Það væri á dagskrá stofnunarinnar að knésetja íslenskan landbúnað. Sjá nánar með […]

Birgitta hafnar stjórnarsamstarfi með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum: „Nei takk“

Píratar eru ekki á leiðinni í ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum ef marka má orð Birgittu Jónsdóttur þingmanns flokksins. Líkt og fram kom í morgun munu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræða saman í dag til að sjá hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Katrín segist „ekkert endilega bjartsýn“ […]

Kastljós svarar Vigdísi fullum hálsi: „Atvinnurógur“

Þáttastjórnendur og dagskrárgerðarfólk Kastljóss svara Vigdísi Hauksdóttur fullum hálsi og segja hana vega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV. Í yfirlýsingu sem Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV, Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður og Guðmundur Bergkvist og  Ingi R. Ingason dagskrárframleiðendur skrifa undir er þess krafist að Vigdís dragi ummæli sín til baka: Vigdís Hauksdóttir, […]

Bjarni og Katrín ræða stjórnarsamstarf – Þingflokkur Sjálfstæðisflokks klofinn gagnvart samstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna munu hittast í dag og ræða hvort flokkarnir geti mögulega starfað saman í ríkisstjórn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands kemur fram að Bjarni og Katrín hafi sagt forseta að þau hafi komist að samkomulagi um að kanna möguleika á samstarfi, fari svo að sátt […]

Vigdís: Kastljós stundar falsanir – „Leikurinn gerður til þess að knésetja íslenskan landbúnað“

Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar ber Kastljós og RÚV þungum sökum. Hún segir Kastljós stunda falsanir. Það sé á dagskrá stofnunarinnar að knésetja íslenskan landbúnað. Í kjölfar Kastljóssþátts gærkvöldsins um Brúnegg birti Vigdís blaðsíðu úr fjárlögum ársins 2016 á Facebook síðu sinni þar sem kemur fram að Matvælastofnun (MAST) fékk alls 1,6 […]

Gunnar Bragi var orðlaus eftir Kastljós gærkvöldsins: „Þetta er algjör viðbjóður“

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist hafa orðið orðlaus yfir Kastljósþætti gærkvöldsins. Í þættinum var varpað ljósi á hryllilegan aðbúnað dýra í eggjabúum Brúneggja og að starfsfólk Matvælastofnunar hafi árum saman talið fyrirtækið blekkja neytendur. Í samtali við RÚV í morgun segir Gunnar Bragi að mistök hafi valdið því að málið fór ekki lengra […]

Bjarni forsætisráðherra: Hægrisinnaðasta stjórn lýðveldissögunnar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, færist nær því með hverjum deginum að verða nýr forsætisráðherra. Þótt enginn flokksleiðtogi fari formlega með stjórnarmyndunarumboð hafa óformlegar þreifingar staðið yfir undanfarna daga og svo virðist sem Bjarna sé að takast að berja saman þriggja flokka stjórn, þótt meirihlutinn verði aðeins einn þingmaður. Vinstri grænum hefur verið boðið að vera […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is