Bjarni: „sókn til styrkingar á mikilvægum innviðum“

„Síðastliðin átta ár hafa einkennst af bankahruninu og afleiðingum þess en nú horfum við fram á við til annarra og bjartari tíma. Mikill kraftur er í efnahagslífinu og staða ríkissjóðs fer ört batnandi. Það …

Penni

Sá á fund sem finnur

Arnar Sigurðsson

Vantar enn 2.862 íbúðir upp í kosningaloforð Samfylkingarinnar

Halldór Halldórsson oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir kosningaloforð Samfylkingarinnar um 3 þúsund leiguíbúðir verði ekki uppfyllt, Guðfinna J. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina tekur í sama streng og segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra halda að fólk geti búið í áætlunum og stefnum. Í grein sem birt var hér á Eyjunni segir Halldór að ekki sé vanþörf […]

Birgitta Jónsdóttir hefur verið í beinu sambandi við Chelsea Manning

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur verið í beinu sambandi við Chelsea Manning. Þetta sagði hún í viðtali við Frosta Logason á Harmageddon í morgun. En Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, náðaði Manning í gær. Chelsea hét Bradley áður en hún tilkynnti að hún væri kona í karlmannslíkama eða „transgender“.  Hún var í bandaríska hernum í Írak árið […]

Vinstri grænir komnir í 24,3%

Nýtt fylgi ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar er 39,9% í skoðanakönnun MMR (Market and media research) sem var birt í dag. Könnuninni var lokið 10 .janúar en birt í hádeginu í dag. Fylgi stjórnarflokkanna var 46,7% í kosningunum. Viðreisn tapar mestu fylgi eða 3,6% en mesta sóknin er hjá VG sem vinnur á um 8,4%. Er þá […]

Laufey Rún aðstoðar Sigríði

Laufey Rún Ketilsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Þetta segir í tilkynningu á vef innanríkisráðuneytisins, en Laufey Rún hefur þegar hafið störf. Laufey Rún er fædd 18. júní 1987 í Reykjavík. Hún er lögfræðingur að mennt, með BA gráðu frá Háskóla Íslands og MA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Þá lauk […]

Virðist sem umræðustjórum fari fækkandi

Það er margt sem bendir til þess að almenningur sé að brjótast undan elítunni og að áhrif umræðu stjóranna sé að minnka, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðislfokksins, í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Þar talar hann um Icesave kosningarnar, þarsem þjóðin hafi kosið gegn því sem helstu sérfræðingar, álitsgjafar og umræðustjórar hefðu boðað. […]

Bjarni vegur að eftirlitshlutverki Alþingis

„Mér finnst algjörlega ótækt að forsætisráðherra vilji ekki gera grein fyrir verkum sínum fyrir nefndinni. Með slíkri neitun vegur hann að eftirlitshlutverki Alþingis. Það að hafa veitt fjölmiðlum svör er allt annað en að hafa veitt þinginu viðunandi svör. Ég ítreka því ósk um fund með forsætisráðherra vegna málsins,“ sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata um […]

Bjarni Benediktsson mun skipa nýjan bankastjóra Seðlabankans á kjörtímabilinu

Að því gefnu að ný ríkisstjórn starfi út heilt kjörtímabil mun Bjarni Benediktsson skipa bæði Seðlabankastjóra Íslands, sem nú er Már Guðmundsson, og aðstoðarseðlabankastjóra sem er Arnór Sighvatsson. Árið 2018 rennur út skipunartími aðstoðarseðlabankastjóra og árið 2019 rennur út skipunartími bankastjórans. Um þetta fjallar blaðamaðurinn Jón Hákon Halldórsson sem vinnur á Fréttablaðinu í dag. Í […]

Samningar undirritaðir um nýja Vestamanneyjaferju – Smíðuð í Póllandi

Í dag voru undirritaðir samningar milli vegamálastjóra og fulltrúa pólsku skipasmíðamiðstöðvarinnar Crist S.A. um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í dag og verður hún afhent sumarið 2018. Ríkiskaup sáu um útboð sem lauk með því að tilboði Crist S.A. í borginni Gdynia var tekið eftir norsk skipasmíðamiðstöð féll frá sínu tilboði. Nýja ferjan mun rista grynna en […]

Páll Rafnar aðstoðar Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, útvegs- og landbúnaðarráðherra Viðreisnar hefur ráðið Pál Rafnar Þorsteinsson sem aðstoðarmann sinn. Þetta kemur fram á Kjarnanum. Páll var í þriðja sæti framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu Alþingiskosningar. Menntun Páls Rafnars er umtalsverð en hann er með doktorsgráðu í heimspeki frá Cambridge háskólanum í Bretlandi, með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá […]

May: Bretland verður ekki aðili að innri markaði ESB

Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir það ekki koma til greina að Bretland verði áfram aðili að innri markað Evrópusambandsins, ef svo yrði væri landið ekki í raun að ganga úr ESB. Þetta sagði May í ræðu sinni í morgun, en ræðunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Sagði May að það væri svo í höndum […]

Þórunn og Steinar ráðnir aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Þórunn Pétursdóttir og Steinar Kaldal hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku. Þetta segir í tilkynningu sem Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sendi á fjölmiðla fyrir stuttu. Þórunn Pétursdóttir nam umhverfisfræði við Garðyrkjuskóla ríkisins og landfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu (MSc) í landgræðsluvistfræði frá Landbúnaðarháskóla […]

Einar Kárason

Deilt um formennsku í fastanefndum – Birgitta: „Klént“

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir lið í því að ná góðri samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu sé að bjóða minnihlutanum formennsku í fleiri fastanefndum Alþingis. Greint hefur verið frá því að stjórnarflokkarnir þrír hygðust vera með formennsku í sex af átta fastanefndum Alþingis, Sjálfstæðisflokkurinn með fimm og Viðreisn í einni. Stjórnarandstöðuflokknunum verður boðin formennska í […]

Pennar

Bretar yfirgefa ESB alfarið – Engin aukaaðild

Bretland mun yfirgefa innri markað Evrópusambandsins á sama tíma og öll sambærileg tengsl við sambandið verða rofin þegar Bretland gengur úr ESB. Þetta fullyrða breskir miðlar að komi fram í ræðu Theresu May forsætisráðherra Bretlands sem hún heldur síðar í dag. Ræðunni hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þar mun May útlista ferlið sem […]

Þjóðernisflokkar blása til sameinaðrar leiftursóknar í Evrópu

Flokkar sem iðulega eru skilgreindir yst til hægri á litrófi stjórnmálanna í Evrópu ætla nú að leggja á ráðin um sameiginlega baráttu fyrir auknum völdum í álfunni á nýju ári. Þessir flokkar eru gjarnan kallaðir „hægri-lýðskrumflokkar“ eða „hægri-öfgaflokkar“. Þeir eiga það helst sameiginlegt að hneigjast til þjóðernisstefnu og vera andvígir alþjóðavæðingu, Evrópusambandinu og innflytjendastefnu landa innan […]

Lokun gatna hefur veruleg áhrif á verslanir

Ákvarðanir um lokun gatna í miðborg Reykjavíkur hafa veruleg áhrif á eigendur fasteigna á svæðinu sem og verslanir og veitingastaði. Akbrautir vega séu fyrst og fremst ætlaðir fyrir umferð ökutækja. Þetta segir í áliti Umboðsmanns Alþingis og greint er frá í tilkynningu frá Miðbæjarfélaginu, sem leitaði eftir áliti umboðsmanns vegna lokana gatna í miðborginni yfir […]

Borgarfulltrúi um berbrjóstamálið

„Fólk sem á erfitt með að horfa á þá sem eru berbrjósta ættu kannski að hugsa sinn gang,“ sagði Þórgnýr Thoroddsen, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í viðtali hjá stjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2. En einsog þekkt er orðið var ung kona fyrir skömmu rekin uppúr sundlaug á Akranesi fyrir að vera ber […]

Mismunandi sjónarhorn á misskiptingu auðsins

„Meira öfundargenið sem þjakar þá sem bölsótast yfir þessu!“ Skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur, háðslega við frétt The Guardian af skýrslu bresku hjálparsamtakanna Oxfam en hún sýndi að átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Niðurstaða skýrsunnar var að bilið á milli ríkra og fátækra sé meira en talið […]

Þjóðhetjan Óttarr

„Vinstri kantur íslenskra stjórnmála hafði lítið á móti Óttari þegar fundað var um ríkisstjórnarsamstarf á Lækjarbrekku. Samt er ekkert í stefnu Óttars eða Bjartrar framtíðar sem hefur breyst, en hann hefur nú fundið flokk sínum farveg til að koma stefnumálum sínum í verk,“ skrifar dálkahöfundurinn Týr á Viðskiptablaðinu en hann gerir þar að umfjöllunarefni sínu […]

Löggæslan sett í forgang

„Það eru allir sammála því að löggæslan hefur orðið útundan,“ sagði Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í viðtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Sigríður sagði margar ástæður fyrir því að það þyrfti að efla lögregluna. Ekki aðeins hefði hún orðið útundan við fjárlagagerð heldur hefðu verkefnum hennar fjölgað verulega. Mikil […]

Ekkifrétt um leiðtogafund Trump og Pútín í Höfða?

Stjórnmálaskýrendur eru ekki tilbúnir að slá það út af borðinu að Trump og Pútín muni funda í Reykjavík þótt nokkrir ráðgjafar Trumps hafi sagt fréttir um það vera vitleysu. Eyjan.is greindi frá málinu á bæði laugardag og sunnudag. En það hófst með því að Sunday Times birti frétt á forsíðu sinni um að leiðtogafundur yrði […]

Stjórnarþingmaður: Ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekki fyrsti kostur

Njáll Trausti Frið­berts­son þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi segir ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn og Bjartri framtíð ekki hafa verið sinn fyrsta kost og tekur hann undir sjónarmið um að ríkisstjórnin hafi of mikinn svip höfuðborgarsvæðisins. Njáll segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann telji að flugvöllurinn eigi áfram að verra í Vatnsmýrinni og að íslensk […]

Eðlilegt og sanngjarnt að Páll og Ásmundur fái formennsku í veigamiklum nefndum

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum telja eðlilegt að þingmenn í forystu flokksins í Suðurkjördæmi sé tryggð formennska í veigamiklum nefndum Alþingis. Þetta kemur fram í ályktun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem samþykkt var einróma á fundi í gær. Lýsir fulltrúaráðið yfir miklum vonbrigðum með að Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi ekki fengið ráðherraembætti og að […]

„Reynt að koma rasistastimpli á þá sem benda á ósómann“

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir enga tilviljun að hælisumsóknum hafi fjölgað um 220% á árunum 2015 til 2016, en langflestir hælisleitendanna koma frá Makedóníu og Albaníu. Björn segir í vefdagbók sinni að þróunina megi rekja til máls tveggja fjölskyldna frá Albaníu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt fyrir jólin 2015, en í báðum fjölskyldunum […]

Ráðherra ósammála fullyrðingum um mestu hægristjórn sögunnar: Vill endurskoða fjármagnstekjuskatt

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra er ekki sammála fullyrðum um að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé sú hægrisinnaðasta í sögunni, það sé heilmargt í stjórnarsáttmálanum sem sé til þess gert að draga úr ójöfnuði. Bendir Björt á menntunarkafla stjórnarsáttmálans, þar sé hugað að félagslegum þáttum, til dæmis með endurskoðun á 25 ára reglunni […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is