Læknafélagið gagnrýnir landlækni vegna hýsingu persónugagna hjá „einkafyrirtæki út í bæ“

Læknafélag Íslands (LÍ) lýsir áhyggjum sínum í bréfi til heilbrigðisráðherra, yfir því að embætti landlæknis hafi flutt persónugreinanleg gagnasöfn sín til Advania, en Persónuvernd gerði alvarlegar við …

Orðið á götunni

Penni

Alþingi breytir skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum

Rétt í þessu samþykkti Alþingi frumvarp Viðreisnar um breytingu á kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og er markmið þess að setja samþykki í forgrunn við skilgreiningu á nauðgun. Samkvæmt nýju lögunum eru öll tvímæli tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka: Núgildandi ákvæði 194. gr Hver sem […]

„Skilvirk aðlögunarstefna mun ekki aðeins bæta líf fólks heldur styrkja norræna velferðarkerfið“

Samkvæmt nýrri skýrslu Nordregio sem unnin er fyrir hönd Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, kemur fram að innflytjendur geti verið lausn á skorti mannafla á vinnumarkaði sem og liður í að hægja á öldrun íbúa Norðurlandanna. Þsesi niðurstaða fékkst við greiningu á tölfræðigögnum, en tölfræðilegar upplýsingar um fólksflutninga hafa verið áberandi og um leið viðkvæmar, bæði pólitískt og […]

Sérframboð óánægðra Sjálfstæðimanna í Eyjum í smíðum

Verst geymda leyndamálið í Vestmannaeyjum er óánægja sumra Sjálfstæðismanna með framboðsmál flokksins, sem stafar af því að flokkurinn felldi tillögu um að haldið yrði prófkjör til að ákveða röðun á lista flokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Flokkurinn hefur ekki haldið prófkjör í Vestmannaeyjum í 28 ár, en Elliði Vignisson bæjarstjóri ku ekki vera allra í Eyjum, […]

Marzellíus leiðir lista Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma í gær á fjölmennum félagsfundi. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi fólks sem kemur allsstaðar af úr víðfeðmu sveitarfélaginu. Áhersla var lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumeiri frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Listann skipa 8 konur og 10 karlar en jafnt kynjahlutfall er í […]

Siggi Stormur leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði

Almennur félagsfundur Miðflokksins í Hafnarfirði hefur samþykkti tillögu uppstillinganefndar um framboðslista Miðflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði 26. maí n.k.  Oddvitasæti listans skipar Sigurður Þ. Ragnarsson veður- og jarðvísindamaður og í öðru sæti er Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari. „Við erum ákaflega stolt af þessum sterka lista sem við bjóðum fram hér í Hafnarfirði. Hafnarfjörðurinn er sterkt […]

Sigríður Arndís kjörin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir var kjörin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík seint í gærkvöldi, að því er segir í tilkynningu. Magnús Már Guðmundsson sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár gaf ekki kost á sér áfram. „Mér hefur verið treyst til að leiða nýjungar, þróa betri þjónustu, tengja saman fólk og félagasamtök og koma að jafn ólíkum […]

Framboðlisti Samfylkingarinnar í Árborg samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í kvöld.         Listinn í heild sinni: Eggert Valur Guðmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Klara Öfjörð, grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi. Viktor S. Pálsson, lögfræðingur. Hjalti Tómasson, eftirlitsfulltrúi. Elsie Kristinsdóttir, stjórnmálafræðingur og leiðbeinandi í grunnskóla. Sandra […]

Birkir Jón leiðir lista Framsóknar í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var einróma samþykktur á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í kvöld. Tillaga að framboðslista Framsóknarflokksins til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi vorið 2018: 1. Birkir Jón Jónsson 240779-5289 38 ára Baugakór 13 bæjarfulltrúi 2. Helga Hauksdóttir 270978-4019 39 ára Fífuhvammi 21 lögfræðingur 3. Baldur Þór Baldvinsson 190641-2959 76 ára Lækjasmára 6 formaður FEBK 4. Kristín […]

Ungir Píratar þakklátir Andrési Inga

Stjórn Ungra Pírata fagnar breiðri samstöðu allra flokka í annarri umræðu á Alþingi um lækkun kosningaaldurs. Verði frumvarpið að lögum lækkar kosningaaldur í sveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16. Þetta er mikilvægt skref í þágu lýðræðis og aukinnar þáttöku ungs fólks. Breytingin er stór og okkur Unga Pírata hlakkar til að bjóða stóran og glæsilegan […]

Píratar fordæma árásir Tyrkja

Þingflokkur Pírata hefur fordæmt árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi sem fer fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Okkur ber ávallt skylda til að […]

Ójöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytisins

Velferðarráðuneytið hefur birt upplýsingar um hluföll kynjanna í þeim nefndum sem skipaðar voru á vegum velferðarráðherra á síðasta ári. Þar kemur í ljós að nokkuð hallar á karlmenn, en hlutföllin eru 60,7% konur og 39,3% karlar á síðasta ári. Samkvæmt lögum skal hlutur kynjanna vera sem jafnastur og hluti hvors kyns má ekki fara undir […]

Ómar Stefánsson fer Fyrir Kópavog

Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna daganna 20.-21. mars. Fyrir Kópavog er nýtt framboð sem mun bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 í Kópavogi. Á framboðslistanum er fjölbreyttur hópur áhugafólks um að setja aftur kraft í Kópavog. Helstu áherslur snúa að menntamálum, húsnæðismálum, viðhaldi mannvirkja, gatna og göngustíga, bættri sumarþjónustu leikskólanna og svo […]

Pennar

Borgin boðar víðtækar aðgerðir í leikskólamálum

Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800, samkvæmt tilkynningu.  Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á […]

Vilhjálmur ver Ragnar gegn Mogganum: „Látið í veðri vaka að launakostnaður hafi hækkað“

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi, kemur kollega sínum Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, til varnar í pistli á Facebooksíðu sinni í dag. Ástæðan er grein Morgunblaðsins um laun og bifreiðarstyrki formanna og yfirstjórnar VR, en þar segir að laun yfirstjórnar hafi numið 54,2 milljónum á síðasta ári, hækkað úr 42,6 milljónum frá því 2016. Þá […]

Jón Þór spyr um kostnað vegna upplýsingaskyldu til þingmanna

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, biðlar til þingheims í dag með fjöldatölvupósti, að sameinast um að óska eftir stjórnsýsluúttekt frá Ríkisendurskoðun á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild. Píratar hafa verið flokka duglegastir á þingi við fyrirspurnir og er Björn Leví Gunnarsson þar fremstur í flokki. Fyrirspurn hans […]

Prófessor segir innblöndun í laxeldi ekki hafa miklar afleiðingar

Kven Glover, yfirmaður rannsókna  Hafrannsóknarstofnunar Noregs og prófessor við Bergenháskóla, segir í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv þann 18. mars, að samkvæmt niðurstöðum rannsókna sinna sé innblöndum í laxeldi ekki eins skaðleg og áður var haldið. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta, bb.is. Glover segir að þó svo að um sé að […]

Eyþór Arnalds: „Monty Python hefði ekki getað orðað þetta betur.“

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í nýjasta hefti Þjóðmála, hvar hann fer um víðan völl í gagnrýni sinni á núverandi borgarstjórnarmeirihluta og fer yfir það sem honum finnst að betur megi fara. Eyþór hefur áður nefnt tilhneigingu borgarstjórnar til að skipa starfshópa. Eyþór ítrekar að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi skipað starfshóp þriðja hvern […]

Atvinnuleysi var 2,4% í febrúar

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.500 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%. Samanburður mælinga fyrir febrúar […]

Pawel um spítalatillögu Sigmundar Davíðs: „Vond hugmynd“

Pawel Bartoszek, sem skipar 2. sæti framboðslista  Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, skrifar pistil í Fréttablaðið í dag, þar sem hann útskýrir af hverju hann telur það vonda hugmynd ef Landspítalinn verði færður í „úthverfi Garðabæjar“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lengi talað fyrir þeirri hugmynd að byggja nýjan spítala á Vífilstöðum, eða […]

RÚV leiðréttir leiðara Morgunblaðsins

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV, lætur tölurnar tala sínu máli í pistli í Morgunblaðinu í dag til að kveða niður í kútinn rangfærslur blaðsins í gær. Leiðréttir Vilhjálmur þar leiðarahöfund Morgunblaðsins, sem lét gamminn geysa um hversu fáir hlustuðu eða horfðu á miðla Ríkisútvarpsins sjónvarps:   „Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fór í gær ranglega með staðreyndir um áhorf […]

Segja sjálftöku launa stjórnenda vera ögrun við launafólk

Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sjálftöku launa stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótmælt harðlega og er hún sögð ögrun við launafólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn LÍV:       Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmannamótmælir harðlega þeirri sjálftöku launa sem á sér stað meðal stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum. […]

Þórdís vill endurskoða úrelt átaksverkefni en virðist áfellast „tregðu“ embættismannakerfisins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og  nýsköpunar, segist í pistli sínum „Já, skattgreiðandi“ í Þjóðmálum, vilja láta endurskoða tvö átaksverkefni sem ríkið stofnaði til fyrir mörgum árum, en séu enn í gangi, löngu eftir að markmiðum þeirra sé náð. Hún virðist áfellast embættismannakerfið, en sjálf segist hún finna fyrir „tregðu“ í sínu starfi: […]

Bjarnheiður nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla DMI, sigraði í formannskjöri á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem nú fer fram á Hótel Sögu. Þrír bauðu sig fram og fékk Bjarnheiður 72 atkvæðum meira en Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line og fráfarandi varaformaður samtakanna og miðað við atkvæðamagn þá var mjótt á munum í kjörinu. Bjarnheiður er fyrsta konan sem gegnir þessu […]

Freyja ráðin aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar

Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar.  Freyja hefur síðustu ár starfað við stjórnun herferða og almannatengsl, nú síðast fyrir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnastjóri fyrir Evrópuþingkosningar, unnið að upplýsingamálum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og sinnt stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf víða um Evrópu og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is