Þingmaður fengið fregnir af því að glæpamenn ætli að bregðast við byssunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir vísbendingar séu um að glæpamenn séu farnir að tala um að vígbúast vegna fjölmiðlaumfjöllunar og málflutnings einstakra þingmanna. Þetta kom fram í …

Penni

Bretland: Stuðningur við ESB-aðild ekki mælst meiri síðan 1991

Samkvæmt nýrri könnun myndu 56 prósent Breta  kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við aðild hefur ekki mælst hærri síðan árið 1991, eða áður en Maastricht sáttmálinn var undirritaður. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur gefið út að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands innan ESB verði haldin árið 2017. Bretar, einkum og sér í lagi [...]

Helgi um vopnavæðinguna: Fólki finnst eins og verið sé að koma aftan að því

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur tekur undir að viðbrögð innanríkisráðuneytið og Ríkislögreglustjóra við fréttum um stórfellda nýja vopnaeign lögreglunnar í gær hafi verið óheppileg. Eins og kom fram í fréttum í gær hefur lögreglan eignast fjölda af sjálfvirkum skammbyssum og um 200 MP5 vélbyssur en óljóst er hvort vopnabúnaðurinn felur í sér stefnubreytingu og hvort vopnin verða [...]

Hryðjuverkaárás í Ottawa í Kanada? Skothríð á mörgum stöðum

Eins og Eyjan skýrði frá fyrr í dag var hermaður skotinn við þinghúsið í Ottawa og árásarmaður var skotinn til bana inni í þinghúsinu. Fleiri byssumenn virðast hafa verið á ferðinni því tilkynnt hefur verið um skothríð víða um miðborgina. Tveir eru særðir og einn árásarmaður hefur verið skotinn til bana af lögreglunni en fleiri [...]

Þingmaður um vopnavæðingu: Fjölmiðlar og þingmenn ættu að skammast sín

Vopnavæðing lögreglunnar var helsta umræðuefnið á Alþingi í dag. Formaður VG segir upplýsingagjöf fyrir neðan allar hellur á meðan þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjölmiðlum og þingmönnum að skammast sín fyrir það hvernig þeir hafa fjallað um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hóf umræðuna undir liðnum störf þingsins og sagði  að það hvernig haldið hefur verið á [...]

Skotárás við kanadíska þinghúsið - Byssumaðurinn enn laus

Lögreglan í Ottawa í Kanada hefur staðfest að skotið hafi verið á hermann við War Memorial, sem er rétt við þinghúsið Ottawa. Ekki er vitað með ástand hermannsins. Einnig er sagt að skothríð sé inni í kanadíska þinghúsinu. Verið er að loka byggingunni af að sögn VG. Sá sem skaut hermanninn hljóp að þinghúsinu að [...]

Landhelgisgæslan tjáir sig ekki um norsku skotvopnin

Landhelgisgæslan vill ekki upplýsa hvort og þá hvaða vopn hún hafi undir höndum frá Norðmönnum. Margt er enn á huldu varðandi innflutning lögreglunnar á MP5 vélbyssum frá Noregi. DV greindi fyrst frá málinu í gærmorgun og síðdegis í gær upplýsti aðstoðarmaður forsætisráðherra að um hafi verið að ræða gjöf frá Norðmönnum. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá [...]

Íslamska ríkið fékk vopnasendingu frá Bandaríkjaher

Svo virðist sem hluti vopnasendingar sem ætluð var Kúrdum sem berjast um yfirráð yfir borginni Kobani hafi endað í höndum vígamanna Íslamska ríkisins (IS). Myndband sem dreift hefur verið á netinu sýnir hvar liðsmaður IS opnar kassa sem bundinn er við fallhlíf. Kassinn er fullur af vopnum, bæði nýjum og gömlum, og sést IS-liði meðal [...]

Lesið í Sigmund Davíð: „Þú ert listamaður. Þú ert sveigjanlegur. Þú skynjar vindáttirnar.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er í eðli sínu listamaður. Hann er næmur og hlustar á hvað fólk vill heyra auk þess að vera hugmyndaríkur og sveigjanlegur. Hann hefur mikið ímyndunarafl og á til að vera utan við sig. Hugsanlega háir viðkvæmni honum í hörðum  heimi stjórnmálanna. Þetta segir stjörnuspekingurinn Gunnlaugur Guðmundsson um forsætisráðherrann. Gunnlaugur birtir [...]

Verður að leggja annað til umræðunnar en háðsglósur og dónaskap

Formaður Samfylkingarinnar segir það algerlega óhugsandi að grundvallarbreyting á aðgangi lögreglumanna að vopnum í daglegum störfum sé ákveðin af fáeinum yfirmönnum í lögreglunni. Umræðan eigi heima á vettvangi stjórnmálanna og því verði dómsmálaráðherra að „leggja annað til hennar en háðsglósur og dónaskap“. Greint hefur verið frá því að lögreglan hafi fengið að gjöf 150 MP5 [...]

WHO stefnir að tilraunum með bólusetningu við ebólu í janúar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO vonast til að geta hafið tilraunir með tvær tegundir bóluefna í Vestur-Afríku í janúar og að eftir tvær vikur verði hægt að byrja að nota blóðvökvameðferð í Líberíu.Í tilkynningu frá WHO segir að vonast sé til að hægt verði að hefja tilraunir með tvær tegundir bóluefna við ebólu og að þá verði rúmlega [...]

Össur: Aðstoð til mannúðarmála óvanalega lítil af hálfu Íslendinga

,,Það verður líka að segjast alveg eins og er að Íslendingar hafa ekki staðið sig neitt sérstaklega vel. Alþingi gerði á sínum tíma góða samþykkt um framlög til þróunarmála og Íslendingar hafa ekki staðið við hana“. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar en hann vakti athygli á málinu undir liðnum störf þingsins. [...]

Stefán

Þorsteinn Pálsson

Ragnar Þór

Pennar

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is