Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar úthlutuðu 9 milljónum af skúffufé eftir stjórnarslit

Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar úthlutuðu rúmlega 17 milljónum af skúffufé sínu til ýmissa mála það sem af er þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og var en hún …

Penni

Furðufréttir úr Árborg

Arnar Sigurðsson

Ferðaþjónustan um verkfall flugvirkja: „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðs verkfalls flugvirkja. Þar er sagt að aðgerðirnar muni raska flugi hjá 10.000 farþegum á degi hverjum og gagnrýnt að flugvirkjafélagið hafi frá 2009 boðað til verkfalls á eins og hálfs árs fresti, að meðaltali, með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna.       Tilkynningin […]

Hagræðingarkrafa sett á HSN meðan aðrir fá hækkun í fjárlögum

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst var yfir vonbrigðum með nýtt fjárlagafrumvarp, þar sem 20 milljón króna hagræðingarkrafa er sett á heilbrigðisstofnunina. Á meðan eru fjárframlög til greinarinnar í heild sinni aukin yfir landið allt og því er Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN, skiljanlega svekktur yfir stöðu mála. „Þegar […]

Hannes Hólmsteinn: „Ömurlegri samsetning hef ég ekki lesið lengi“

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, er ekki par hrifinn af nýjustu bók Karl Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, sem ber heitið Hinir Ósnertanlegu, ef marka má færslu Hannesar á Facebook. Bókin fjallar um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar og tengslin við pólitíkina, auk þess sem fjallað er um föður, afa og frændur fjármálaráðherra, sem allir hafa […]

Skarphéðinn Berg skipaður í embætti ferðamálastjóra

Skarphéðinn Berg Steinarson hefur verið skipaður í embætti ferðamálastjóra af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála. Skarphéðinn var valinn úr hópi 23 umsækjenda og hefur störf í janúar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvegaráðuneytinu. Hæfnisnefnd mat þrjá umsækjendur best til þess fallna að gegna embætti ferðamálastjóra og samkvæmt heimildum Túrista voru þar nöfn Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra […]

Háttsettur NATO yfirmaður óttast að Rússar rjúfi sæstrenginn – Ísland án internets ?

Samkvæmt Sir Stuart Peach, marskálki innan breska flughersins og nýskipuðum formanni hernefndar NATO, hafa herskip og kafbátar Rússa sést á hafsvæðum þar sem sæstrengir liggja í Atlantshafinu. Ef þeim tækist að rjúfa sæstrenginn, gæti það þýtt að England, auk fjölda annarra NATO ríkja, til dæmis Ísland, yrðu án internets auk þess sem viðskipti landanna við […]

Landsframleiðsla Íslands yfir meðaltali ESB ríkjanna

Landsframleiðsla per mann á Íslandi var 28% yfir meðaltali ESB ríkjanna árið 2016, eða í fimmta sæti Evrópuríkjanna 37. Ísland var í 10. sæti árið 2015. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands:   Lúxemborg var í fyrsta sæti þar sem landsframleiðsla á mann var 158% yfir meðaltali ESB ríkjanna og Írland í öðru sæti, […]

Lilja Alfreðsdóttir: „Liður í þeirri stórsókn sem ríkisstjórnin hefur boðað í menntamálum“

Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gærmorgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Með auknum fjárveitingum til háskólastigsins er ætlunin að efla bæði kennslu og […]

Klakki bakkar með kaupaukagreiðslur – „Auðvitað fagnar maður því“ segir formaður VR

Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu nú undir kvöld. Eyjan birti fyrr í dag frétt þess efnis að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ásamt fleirum, ætluðu sér að mótmæla bónusgreiðslum í hádeginu á […]

Formaður Öryrkjabandalagsins um fjárlagafrumvarpið: „Þetta eru umtalsverð vonbrigði“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands var ekki hress með kjarabætur til örorkulífeyris þega í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Hún afhenti þá þingflokksformönnum jólagjöf, nýtt borðspil sem nefnist „Skerðing – ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna.”   Hópur frá Öryrkjabandalaginu kom á Austurvöll við þingsetninguna í dag og spilaði spilið, sem ómögulegt er að […]

„Glepjast af skammtímagróðasjónarmiðum ofurlauna, fyrir langtímahagsmuni heillar þjóðar“

Boðað hefur verið til mótmæla við skrifstofur Klakka á morgun, vegna áforma stjórnenda fyrirtækisins (áður Exista) um að greiða sér 550 milljónir króna í bónusa, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum. Yfirskrift mótmælanna er “Mótmæli gegn sjálftöku auðstéttarinnar.“ Að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, er um að ræða algert siðleysi og græðgi […]

Samtök ferðaþjónustunnar : „Skora á Isavia að endurskoða áform sín “

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á Isavia að endurskoða hugmyndir sínar um fyrirhugaða gjaldtöku á hópbifreiðum, en sú gjaldtaka hefur farið fyrir brjóstið á mörgum innan ferðaþjónustunnar þar sem kostnaðurinn þykir ansi hár. Þá er einnig farið er fram á að skipuð verði nefnd um tekjuöflun ríkis og […]

Einar Kárason

Andri Geir

Hafþór Eide aðstoðar mennta- og menningarmálaráðherra

Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf. Hafþór er 28 ára viðskiptafræðingur, með B.Sc próf frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hann hefur lokið prófi til verðbréfamiðlunar frá sama skóla. Hann hefur starfað í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka undanfarið ár en starfaði áður […]

Pennar

Samfylkingin gagnrýnir fjárlagafrumvarpið – „Skortur á velferðaráherslum“

Samfylkingin hefur sent frá sér yfirlýsingu hvar hún gagnrýnir nýja fjárlagafrumvarpið sem sett var fram í dag: Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin […]

Sif og Orri Páll aðstoða umhverfisráðherra

Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Orri Páll Jóhannsson er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og með BSc-gráðu í vistfræði og stjórnun náttúrusvæða frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs á Ási. Undanfarið hefur hann einnig stundað meistaranám í hagnýtri siðfræði, […]

Nóbelsverðlaunahafar ræða stuðning Íslands við kjarnorkuvopn – Fyrirlesturinn hefst klukkan 12

Nú í hádeginu hefst fyrirlesturinn Kjarnorkuvopn: Er Ísland með eða á móti ? Fundurinn er á vegum Höfða friðarseturs, Samtaka hernaðarandstæðinga, Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og Róttæka sumarháskólans. Aðalræðumenn eru þeir Ray Acheson og Tim Wright frá alþjóðasamtökunum um útrýmingu kjarnavopna (ICAN) og munu ræða hinn nýja alþjóðasáttmála og færa rök fyrir því hvers […]

Bjarni kynnir nýtt fjárlagafrumvarp – 35 milljarða króna afgangur

Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar nú í morgun. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, eða sem nemur 1,3% af vergri landsframleiðslu á komandi ári. Það er aukning frá fjárlögum 2017, sem var 24,7 milljarðar.         Helstu áherslur frumvarpsins eru eftirfarandi:   „Aukið er við framlög til heilbrigðismála,meðal […]

Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Lára Björg er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað við almannatengsl og ráðgjöf, fyrst hjá KOM almannatengslum og síðar hjá eigin ráðgjafarfyrirtæki, Suðvestur. Þá starfaði hún í utanríkisráðuneytinu og hjá fastanefnd Íslands hjá NATO á […]

Áslaug, Páll og Óli Björn fá formennsku fastanefnda hjá Sjálfstæðisflokknum

Í gærkvöldi lagði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins til  hverjir færu með formennsku í þeim þremur fastanefndum sem flokkurinn hefur að skipa. Tillaga þingflokksins er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði formaður utanríkisnefndar, Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar og Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er gert ráð fyrir að Haraldur Benediktsson verði fyrsti varaformaður fjárlaganefndar og Jón […]

Bergþór verður formaður umhverfis- og samgöngunefndar

Þá er orðið ljóst hverjir verða formenn þeirra fastanefnda sem stjórnarandstaðan mun fara með á komandi þingi. Í dag ákvað Miðflokkurinn að Bergþór Ólason yrði formaður umhverfis- og samgöngunefndar, en hann kemur úr Norðvesturkjördæmi og er fyrrum aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hjá Samfylkingingu verður Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrstu tvö árin […]

Aldís tapaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur – Íslenska ríkið sýknað

Íslenska ríkið þarf ekki að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrum yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, skaðabætur vegna stefnu hennar þess efnis, að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, færði hana til í starfi í janúar í fyrra. Var íslenska ríkið sýknað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og málskostnaður felldur niður.       Aldís taldi tilfærslu Sigríðar vera […]

Páll Magnússon: „Er ekki að íhuga formannsframboð á næsta landsfundi.“

Eftir að ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar lá fyrir, var ljóst að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, væri ósáttur við sitt hlutskipti að verða af ráðherrasæti í annað skipti á árinu. Sagðist hann hafa mótmælt þessu við Bjarna Benediktsson og studdi ekki ráðherralista formannsins. Hann greiddi hinsvegar atkvæði með stjórnarsáttmálanum og styður ríkisstjórnina.     […]

Björn Bjarnason ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra – Ver Kristján Þór fyrir „vinstri“ miðlum

Björn Bjarnason fjallar um hæfi tveggja ráðherra á heimasíðu sinni í dag. Hann gagnrýnir RÚV og fleiri „vinstrisinnaða“ miðla fyrir fréttaflutning af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og tengslum hans við Samherja, sem Björn gerir lítið úr. Hann virðist frekar hafa áhyggjur af hæfi Guðmundur I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, ef marka má þessi orð: „Líklegt er að […]

Jón Steinar hefur málsvörn sína – Lagði fram greinargerð í morgun

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, sem stefnt var af Benedikti Bogasyni hæstaréttardómara fyrir meiðyrði, lagði fram greinargerð og aðilaskýrslu í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Benedikt stefnir Jóni Steinari fyrir að nota orðið „dómsmorð“ í bók sinni Með lognið í fangið, hvar hann fjallar um störf Hæstarétts í máli Baldri Guðlaugssonar, sem dæmdur var fyrir innherjasvik árið 2012, en […]

Launþegum fer fjölgandi í ferðaþjónustu – Fækkar í sjávarútvegi

Samkvæmt vef Hagstofu Íslands hefur launþegum í sjávarútvegi fækkað undanfarið ár, meðan launþegum fjölgar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Á tímabilinu, frá nóvember 2016 til október 2017, voru 17.411 launagreiðendur á Íslandi að jafnaði, sem er fjölgun um 642 frá árinu áður. Á sama tímabili fengu 186.900 einstaklingar laun, sem er aukning um 8.400 frá tímabilinu […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is