Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á frá og …

Penni

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Áhrif lækkunar kosningaaldurs í 16 ár misjöfn á Norðurlöndunum – Er sms galdurinn ?

Fyrir liggur frumvarp á Alþingi um lækkun kosningaaldurs í 16 ár, úr 18. Frumvarpið nýtur stuðnings þingmanna úr öllum flokkum, en fyrsti flutningsmaður er Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum, líkt og Eyjan hefur áður fjallað um. Verði frumvarpið að lögum fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí, þýðir það að hátt í 9000 ungmenni fá að nýta atkvæðisrétt […]

Guðrún Ingvarsdóttir skipuð forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Guðrún er með M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um umbætur í samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar. Þá er hún með M.Sc. gráðu í arkitektúr og löggildingu sem arkitekt. Guðrún hefur víðtæka […]

Sóley Ragnarsdóttir ráðin aðstoðarmaður Ásmunds Einars

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Sóley útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og lauk réttindum til að starfa sem héraðsdómslögmaður vorið 2012. Undanfarin sjö ár hefur Sóley starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Áður vann hún um tveggja ára skeið hjá Útlendingastofnun. […]

Græðgi á sterum

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Talsmaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi heldur því fram í Morgunblaðinu í byrjun ársins að veiðigjaldið, sem útgerðarfyrirtæki greiða ríkinu fyrir afnot af fiskimiðunum, sé komið langt fram úr hófi og sé skaðlegt sjávarútveginum og þar með samfélaginu öllu. Hátekjuskattur á sterum er nafngiftin sem hlutur ríksins fær. Staðreyndirnar tala öðru máli. […]

Listi Samfylkingar í Kópavogi tilbúinn – Pétur Hrafn áfram oddviti

Samfylkingin í Kópavogi ákvað að stilla upp á lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum og í gærkvöld skilaði uppstillingarnefnd tillögu að skipun lista Samfylkingarinnar og var hann samþykktur á fundi flokksins samhljóða. Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi verður áfram í 1. sæti og Bergljót Kristinsdóttir varabæjarfulltrúi mun skipa 2. sætið en Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi […]

Einar Kárason

Andri Geir

Áhersla lögð á börn og ungmenni við úthlutun úr þróunarsjóði innflytjendamála

Um fjörutíu manns sóttu opinn fund innflytjendaráðs fyrir helgi þar sem fjallað var um ferli umsókna eftir styrkjum úr þróunarsjóði innflytjendamála, reglur sjóðsins og áherslur stjórnvalda við val á verkefnum að þessu sinni. Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum rennur út 31. janúar. Úthlutað er árlega úr þróunarsjóði innflytjendamála og fyrir hverja úthlutun […]

Pennar

Gulli Helga sagður ætla í framboð með slagorðið „Gulli byggir betri borg“ – Gefur ekki kost á sér

Samkvæmt Litlu frjálsu fréttastofunni er hart lagt að Gunnlaugi Helgasyni, fjölmiðlamanni og smið, að bjóða sig fram undir nýjum lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Er sagt að hann muni fara fram undir slagorðinu „Gulli byggir betri borg“ með vísun í sjónvarpsþætti hans, „Gulli byggir“.       Eyjan hafði samband við Gulla vegna málsins þar sem […]

Utanríkisráðherra segir að hverfi Reykjavíkurborgar gætu orðið sjálfstæð sveitafélög

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 um helgina. Þar ræddi hann stuttlega um málefni Reykjavíkurborgar, en borgarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og sagði Guðlaugur að ástandið í borginni væri ekki boðlegt:           „Þetta fer vel af stað, það er gott fólk sem er […]

Forseti og frú til Svíþjóðar í opinbera heimsókn

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn, 17. janúar. Með í för verður Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Á fyrsta degi heimsóknarinnar verður formleg móttökuathöfn […]

Enn dregst skýrsla Hannesar – Átti að koma út á morgun

Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurasonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ, um efnahagshrunið, sem koma átti út á morgun, hefur aftur verið frestað. Þetta staðfesti Hannes við Eyjuna í morgun. Skýrslan sjálf er tilbúin, en Hannes sagði um miðbik nóvember mánaðar að hann ætlaði að gefa þeim sem minnst er á í skýrslunni ráðrúm til þess að […]

Skattadagurinn á morgun

Á morgun er Skattadagurinn svokallaði. Því miður er ekki um að ræða alþjóðlegan frídag, né niðurfellingu á greiðslu skatta þennan dag, heldur morgunverðarfund Deloitte á Íslandi í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Þetta er 15. árið sem fundurinn fer fram.       Opnunarávarp flytur fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Þá flytur Bjarni Þór Bjarnason, […]

Eyþór gagnrýnir borgarlínuna: „19. aldar hugmynd um línulegar samgöngur“

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstkomandi borgarstjórnarkosningar og einn af eigendum Morgunblaðsins, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann gagnrýnir samgöngustefnu núverandi meirihluta í borginni, undir yfirskriftinni „Reykvíkingar eiga betra skilið.“ Segir hann „markvisst þrengt“ að fjölskyldubílnum með þrengingu og lokun gatna og fækkun bílastæða. Þá segir hann að tækifærið til að […]

Kjartan vill fá hverfislögreglustöð í Breiðholti – Segir fleiri afbrot upplýst

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir umræðu um málefni Breiðholts á fundi Borgarstjórnar þann 9. janúar síðastliðinn. Flutti hann þar tillögu sína um að setja á fót lögreglustöð í Breiðholti. Slík stöð var starfrækt í hverfinu um tuttugu ára skeið, áður en hún var lögð niður árið 2009, í tengslum við sparnaðaraðgerðir og skipulagsbreytingar. Lögreglan […]

Barist um bronsið í flokksvali Samfylkingar – Kristín liggur undir feldi

Í gærmorgun samþykkti fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík að valið yrði á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar með flokksvali þann 10. febrúar næstkomandi. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi stefnir á 2. sætið, en borgarfulltrúarnir Skúli Helgason og Hjálmar Sveinsson stefna báðir á 3. sætið.   Borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ekki gert upp hug sinn um […]

Smári McCarthy: Margir með fordóma fyrir Pírötum

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir marga vera með fordóma gagnvart flokknum. Í viðtali við Smára í helgarblaði DV hafnar hann því alfarið að Píratar séu aðeins stefnulausir stjórnleysingjar sem vilji sitja fyrir framan tölvuna á borgaralaunum. Slík sjónarmið hafa komið fram í skrifum Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Sirrýar Hallgrímsdóttur. Þetta er upplifun sem hefur […]

Gray Line kærir Isavia til Samkeppnieftirlitsins – Segja ofurgjaldtöku halda farþegum í gíslingu

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line (Allrahanda GL ehf.) hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Gray Line telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af hópferðabílum við flugstöðina sé margfalt hærri en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda.   Gray Line segir í kæru sinni að á Heathrow flugvelli sé tekið 3.900 […]

Reykjavíkurborg kaupir Sævarhöfða af Faxaflóahöfnum

Í dag var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna.  Lóðin Sævarhöfði 33 er alls um 76 þús. […]

Sífellt fleiri flýja þjóðkirkjuna – Flestar úrsagnir í kjölfar ummæla biskups

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands um breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild, sögðu 3019 manns sig úr kirkjunni árið 2017. Þetta kemur fram í samantekt Kjarnans í dag. Á síðustu þremur mánuðum ársins sögðu 2477 manns sig úr þjóðkirkjunni en málefni biskups voru í brennidepli frétta á þeim tíma. Seint í október sagði biskup það ekki […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is