Viðskiptablaðið borgar Facebook til að dreifa óhróðri um Kötu Jak

Viðskiptablaðið er komið í kosningaham. Í nokkuð harðorðum nafnlausum pistli sem merktur er Týr er spjótunum beint að Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og skattahugmyndum flokks hennar. Vísað er á pistilinn af - …

Penni

Ákall til frambjóðenda í komandi Alþingiskosningum

Lögfræði - Sævar Þór Jónsson

Meirihluti landsmanna á móti lögbanninu – Sjálfstæðismenn mest fylgjandi

Meirihluti Íslendinga er andvígur lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar úr gögnum Glitnis, eða 77%. Einungis 11,4% Íslendinga var fylgjandi lögbanninu og kváðust 11,6% hvorki fylgjandi né andvígir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Athygli vekur að stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins var líklegra til að segjast fylgjandi lögbanninu, borið saman við aðra stjórnmálaflokka. Þannig […]

„Mannætunni“ Jóni Trausta er ekki skemmt

Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, teiknar Jón Trausta Reynisson, ritstjóra Stundarinnar, sem mannætu í mynd dagsins í blaðinu. Aðalrétturinn hjá Jóni Trausta er svo Bjarni Benediktsson forsætisráðerra sem situr í súpunni í mannætupottinum, Jón Trausti sér ekkert fyndið við teikninguna sem hann birtir á Facebook og spyr: „Hvers vegna er ég teiknaður sem mannæta í skopmynd […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gekk af nefndarfundi: „Ég nenni ekki að sitja undir svona bulli“

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði svar lögmanns Stundarinnar vera bull og yfirgaf fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líkt og greint var frá í morgun fundar nefndin vegna lögbanns sýslumanns á Stundina. Fram kom í máli sýslumanns í morgun að lögbannið byggi á lögum og væri ekki frábrugðið öðrum lögbönnum, lögbannið sneri ekki að umfjöllun Stundarinnar um […]

Sýslumaður segir starfsfólk hafa tekið ásakanir nærri sér – Ekki lögbann á umfjöllun heldur illa fengnar upplýsingar

Ekki er verið að leggja lögbann á umfjöllun Stundarinnar, heldur er lagt lögbann á að Stundin megi nota illa fengnar upplýsingar þar sem það bryti í bága við lög að nota þær upplýsingar. Þetta kom fram í máli Brynjars Kvaran sviðsstjóra fullnustusviðs hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Brynjar mætti ásamt Þórólfi Halldórssyni sýslumanni og Þuríði […]

Oddviti Viðreisnar hjólar í Miðflokkinn, Framsókn, Flokk fólksins og verkalýðsleiðtoga: „Blekking“ og „glæfraleg vitleysa“

„Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson […]

Össur segir Sigmund Davíð kominn langt með að tryggja vinstri stjórn eftir kosningar

„Sigmundur Davíð er kominn langleiðina með að tryggja að einhvers konar vinstri stjórn er líklegasta niðurstaða komandi þingkosninga,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, á Facebook-síðu sinni. „Hann er búinn að ryksuga upp fylgi Flokks fólksins, rústa Framsókn, og hefur séð til þess ásamt Þórólfi sýslumanni Halldórssyni, lögbannara, að læsa Sjálfstæðisflokkinn fastan í 21-22% […]

Urgur í vinstra fólki vegna „lyga“ og „ógeðs“ í skjóli nafnleyndar

YouTube-myndband sem kennt er við „Skatta glöðu skatta Kötu“ hefur farið víða undanfarið Vinstri grænum til lítillar gleði. Myndbandið tekur til ýmsar upphæðir með hvassri gagnrýni á skattahugmyndir VG og er eitt dæmi um nafnlausan kosningaáróður sem flæðir yfir internetið í aðdraganda kosninga. Enginn er skráður fyrir myndbandinu en því fylgir þessi orðsending: Vinstri mönnum […]

Áherslur flokkanna: Umhverfismálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá heilbrigðismálum til hvað flokkarnir telji að kjósendur eigi að varast. Í dag er spurt: Hver er stefnan í umhverfismálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   […]

Biggi lögga: Þjóðin tekin í gíslingu – sleppið henni lausri

„Sama hver óskaði eftir eða þrýsti á lögbannið á fréttir Stundarinnar og sama hver hagnast eða tapar á þeim gjörningi þá er gjörsamlega óþolandi að kosningar um mikilvæg málefni þjóðarinnar séu teknar í gíslingu af þessu máli.“ Þetta segir Biggi lögga í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Þar tjáir hann sig um lögbann sem sýslumaður […]

Sjálfstæðisflokkur og Vg undir 20%

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9 prósent. Vinsti græn fylgja strax á eftir með 19,1 prósent fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu könnunar MMR á fylgi flokkanna en athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna heldur áfram að dragast saman. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1 prósent fylgi […]

Frægt fólk á framboðslistum

Það er gaman að renna augunum yfir framboðslista til að sjá hvort maður þekkir fólk á þeim, jafnvel einhverja sem maður átti ekki von á að væru í framboði. Fréttablaðið birti í morgun tólf blaðsíðna aukablað sem er auglýsing frá landskjörstjórn um framboðslista við kosningarnar 28. október. Þar er að finna nöfn allra frambjóðenda.

Einar Kárason

Andri Geir

Vilhjálmur: „Galið og þessu þarf að breyta eins og skot“ – Lífeyrissjóðirnir graftarkýli í íslensku samfélagi

„Það er morgunljóst í mínum huga að þau stjórnvöld sem taka við stjórnartaumunum eftir kosningar verða að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að stinga rækilega á það graftarkýli sem íslensku lífeyrissjóðirnir eru í íslensku samfélagi.“ Þannig hefst pistill eftir Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Pressunni. Þar hjólar Vilhjálmur í lífeyrissjóðina. Segir hann kerfið […]

Pennar

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Bjarna: „Ekkert fjarri einhverjum almenningi“

„Fimmtíu milljón króna viðskipti eru ekkert langt frá venjulegu fólki. Fólk kaupir íbúðir fyrir fimmtíu milljónir. Það er fullt af lífeyrisþegum sem eiga fimmtíu milljónir. Það er ekkert verið að gambla, það er verið að fjárfesta,“ sagði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Ræddi hann, ásamt Helgu Völu Helgadóttir oddvita […]

Davíð ber saman lekamálið og lögbannið: „Hvar voru allir riddarar málfrelsisins þá?“

„Eru all­ir bún­ir að gleyma því hvernig látið var þegar „lekið“ var upp­lýs­ing­um um vafa­sam­an mann sem stór hóp­ur stóð op­in­ber­lega þétt með og krafðist að fengi sér­staka og óvenju­lega fyr­ir­greiðslu,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag, en þar heldur Davíð Oddsson ritstjóri að öllum líkindum á penna. Vitnar Davíð í bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar þar sem […]

Vissi Bjarni af lögbanninu?: „Því miður spurði Jóhann Bjarni ekki út í þetta sérkennilega svar“

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, veltir upp þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni hvort orðalag Bjarna Benediktssonar í viðtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson, fréttamann á RÚV, gefi mögulega til kynna að Bjarni hafi vitað að sýslumaður hygðist setja lögbann á fréttaflutning Stundarinnar. Jóhann Bjarni svarar sjálfur í athugasemd við færslu Illuga og segir þetta réttmæta athugasemd hjá […]

Björn Bjarnason segir óvinaher Bjarna á brauðfótum

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og náfrændi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, segir á vef sínum að „óvinaher“ Bjarna leggi sig fram um að gera ákvörðun sýslumanns, um að setja lögbann á fréttatlutning Stundarinnar upp úr gögnum frá slitabúi Glitnis, að „flokkspólitísku máli eða óvildarmáli“ í garð Bjarna. Aðför þessi hafi síðan alþjóðlega hlið með aðkomu breska blaðsins The […]

Bjarni opnar sig um lögbannið: Kemur á mjög óheppilegum tíma

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar vera út í hött og komi á mjög óheppilegum tímapunkti. Sjá einnig: Lögbann staðfest gegn Stundinni Sjá einnig: Beðið eftir viðbrögðum Bjarna Segir hann í samtali við RÚV að hann hafi aldrei reynt að stöðvar fréttaflutning um sig: Í fyrsta lagi […]

Aðsóknarmet hjá Eyjunni: 145 þúsund einstakir notendur

Eyjan setti aðsóknarmet í vikunni sem leið, aldrei áður hafa jafn margir lesið Eyjuna frá því vefurinn opnaði árið 2008. Það kom í ljós þegar lestrartölur voru birtar á Gallup í dag. Gallup sér um að mæla vinsælustu vefsvæði landsins. Eyjan hefur lengi verið miðstöð pólitískrar umræðu. Nú þegar kosningar nálgast hefur aðsókn á Eyjuna […]

Sönnunarbyrðin hvílir á bannvaldinu og öllum hinum sem þegja!

Ögmundur Jónasson skrifar: Lögbann hefur verið sett á Stundina og sömu tilburðir munu vera uppi gagnvart Guardian líka, eftir því sem fréttir herma, til að koma í veg fyrir að okkur berist upplýsingar um siðleysi í fjármálaheiminum sem í þokkabót kunni sumar hverjar að tengjast stjórnmálum. Frá Möltu berast fréttir af því að blaðakona hafi […]

Össur segir ESB-aðild í kortunum: „Við Valsmenn myndum kalla þetta dauðafæri“

Össur Skarphéðinsson segir að aðstæður hafi skapast fyrir Samfylkinguna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Fyrir þessu eru að hans mati tvíþættar aðstæður: Annars vegar sýnir skoðanakönnun að meirihluti kjósenda VG vill ganga inn í ESB. Hins vegar er Samfylkingin á blússandi uppleið í skoðanakönnunum þannig að ekki verður hægt að ganga […]

Áherslur flokkanna: Það sem kjósendur ættu að varast

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá utanríkismálum til heilbrigðismála. Í dag er spurt: Að ykkar mati, hvað er það helsta sem kjósendur ættu að varast? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   […]

Stundin fær stuðning úr óvæntri átt: „Þeir eru líka hluti af lýðræðislegri umræðu“

Lögmaðurinn Jón Magnússon fordæmir lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar úr gögnum Glitnis. Líkt og greint hefur verið frá mættu fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík ásamt lögmanni Glitnis á skrifstofu Stundarinnar og kröfðust þess að fá gögnin sem Stundin hafði undir höndum. Samþykkti sýslumaður lögbann á frekari umfjöllun sem byggir á gögnunum. Jón segir þetta […]

Vinstri græn áberandi stærst – Sjö flokkar ná inn

Sjö stjórnmálaflokkar næðu mönnum á þing ef kosið yrði í dag. Vinstri græn yrði stærsti flokkurinn með 27% fylgi og 19 þingmenn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22% fylgi. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 11% fylgi. Samfylkingin og Píratar mælast með 10% fylgi. Framsóknarflokkurinn […]

Múlbinding sem virkar öfugt og kemur sér tæplega vel fyrir Bjarna

Lögbann á fjölmiðil er aðgerð sem yfirleitt virkar öfugt. Eitt og sér gefur það til kynna að eitthvað búi á baki sem ástæða er til að fela. Og skilningur gagnvart banni á birtingu upplýsinga úr gömlu, föllnu og illa þokkuðu bönkunum er afar lítill. Þeir eru á svarta listanum hjá þjóðinni.

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is