Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð: Innanríkisráðherra er ekki lengur sætt í embætti

„Að vera í forystu fyrir land og þjóð er mikill heiður. Því fylgir að viðkomandi verður að njóta trausts, vera heiðarlegur í verkum sínum og gjörðum og landsmenn verða að geta treyst því að sagt sé satt …

Penni

Af hverju vildi meirihlutinn þegja?

Svandís Svavarsdóttir

Sakar minnihlutann um að nýta sér neyð fólks í Palestínu til að slá pólitískar keilur

Nefndarmenn í utanríkismálanefnd Alþingis senda hver öðrum tóninn eftir að ekki náðist samstaða um bókun vegna átakanna á Gaza. Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem málefni Palestínu og Úkraínu voru rædd að viðstöddum utanríkisráðherra. Líkt og fram kom á Eyjunni í gær lagði minnihlutinn fram bókun þar sem bréfi Sigmundar Davíðs forsætisráðherra [...]

Hanna Birna þarf að svara öllu, undanbragðalaust, strax og fyrirvaralaust

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, misskilja eðli valdsins í lýðræðisþjóðfélagi. Hún þurfi að svara öllum ávirðingum sem á hana eru bornar „strax og undanbragðalaust“. Í vikulegri fjölmiðlarýni sinni í Viðskiptablaðinu fjallar Andrés Magnússon um nýjustu vendingar í lekamálinu svokallaða. Tilefnið er frétt DV um að Stefán Eiríksson hafi ákveðið að hætta sem lögreglustjóri [...]

Fjórði hver íbúi á Gaza er nú heimilislaus

Samkvæmt nýrri skýrslu frá OCHA, sem er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem samhæfir aðgerðir vegna mannúðarmála, er fjórði hver íbúi á Gaza nú heimilislaus vegna átaka Ísraelshers og Hamas. Samkvæmt skýrslunni hafa 440.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín og leita skjóls annarsstaðar, þar af hafa um 240.000 manns leitað skjóls í opinberum byggingum [...]

Hvað rekur kínverskan bankarisa hingað yfir hálfan hnöttinn?

Hvað fær kínverskan bankarisa með eigið fé upp á 154 milljarða dollara og rúmlega 405 þúsund starfsmenn til að sýna áhuga á að kaupa íslenskan banka í örhagkerfi með ónýta mynt? Þessarar spurningar spyr Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið. Tilefni skrifa hans er frétt sem birtist í Morgunblaðinu á [...]

Greiðslufall Argentínu staðreynd: Landið er gjaldþrota

Í annað sinn á 13 árum hefur ríkissjóður Argentínu ekki getað greitt af skuldum sínum og því kom til greiðslufalls ríkissjóðs í nótt eftir að samningaviðræður enduðu án þess að samkomulag næðist. Landið er því tæknilega séð gjaldþrota. Það voru svokallaðir „hrægammasjóðir“ eða vogunarsjóðir sem kröfðust þess að fá greidda 1,3 milljarða dollara í vexti [...]

Geir H. Haarde og Árni Þór Sigurðsson skipaðir sendiherrar

Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson, alþingismann og fyrrverandi formann utanríkismálanefndar, sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. janúar 2015. Geir H. Haarde hætti stjórnmálastörfum 2009 en Árni Þór hefur setið á þingi á þessu kjörtímabili fyrir Vinstri græna. Hann var áður borgarfulltrúi og [...]

Utanríkismálanefnd vildi ekki samþykkja yfirlýsingu um átökin á Gaza - „Ekkert annað en stríðsglæpir hjá Ísrael“

„Það eru ekkert annað en stríðsglæpir hjá Ísrael þegar herlið skýtur á skóla Sameinuðu þjóðanna, þar sem fólk sem hefur hrakist af heimilum sínum, leitar skjóls. Þeir skjóta ekki einu sinni, heldur þrisvar, jafnvel þó SÞ hafi mörgum sinnum gefið upp staðsetningarhnitin á skólanum.  Það er sjálfsagt að utanríkismálanefnd í fjarveru Alþingis, fordæmi bæði þennan [...]

Segja tap vegna verkfallsaðgerða nema 400 milljónum

Icelandair Group áætlar að tap félagsins vegna verkfallsaðgerða flugstétta nemi 400 milljónum króna. Eigi að síður jókst hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi frá því í fyrra. Icelandair Group birti í dag uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung. Félagið var mikið í fréttum á þessu tímabili vegna verkfallsaðgerða flugmanna og flugliða. Alls þurfti að fella niður 157 [...]

Ástæða til að óttast að ebóla berist til Evrópu: Bretar boða til neyðarfundar

Ebólufaraldurinn sem hefur herjað á vesturhluta Afríku undanfarna mánuði virðist vera gjörsamlega stjórnlaus og nú er svo komið að margir þeirra sem vinna við hjálparstarf í Afríku telja að vírusinn muni breiðast út til Evrópu og Bandaríkjanna. Olaf Thommessen, aðalritari Plan Norge, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að þetta væri versti ebólufaraldur sögunnar. Síðan [...]

Þrýsta á bandarísk stjórnvöld að stöðva allan vopnaflutning til Ísrael

„Ísraelsher hefur beitt margvíslegum herbúnaði samanber byssum, byssukúlum, flugskeytum, drónum, stórskotaliði, skriðdrekum, herskipum og flugvélum, til að fremja alvarleg mannréttindabrot á Gasa. Það er löngu tímabært að bandarísk stjórnvöld stöðvi samstundis allan flutning á hernaðarvarningi til Ísraels og þrýsti á að vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna á alla aðila átakanna verði samstundis komið á.“ Þetta segir í [...]

Umboðsmaður krefur Hönnu Birnu svara um samskipti við lögreglustjóra

Umboðsmaður Alþingis hefur í dag ritað innanríkisráðherra bréf og óskað eftir tilteknum upplýsingum um samskipti hans við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lögreglurannsókn sem embætti hans vann að er beindist að meðferð trúnaðarupplýsinga í innanríkisráðuneytinu. Tilefni þessa er frétt DV um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hafi haft ítrekuð afskipti af störfum lögreglunnar vegna rannsóknar á [...]

Stefán

Eva Hauks

Pennar

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is