Ungir Píratar þakklátir Andrési Inga

Stjórn Ungra Pírata fagnar breiðri samstöðu allra flokka í annarri umræðu á Alþingi um lækkun kosningaaldurs. Verði frumvarpið að lögum lækkar kosningaaldur í sveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16. er …

Orðið á götunni

Penni

Ómar Stefánsson fer Fyrir Kópavog

Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna daganna 20.-21. mars. Fyrir Kópavog er nýtt framboð sem mun bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 í Kópavogi. Á framboðslistanum er fjölbreyttur hópur áhugafólks um að setja aftur kraft í Kópavog. Helstu áherslur snúa að menntamálum, húsnæðismálum, viðhaldi mannvirkja, gatna og göngustíga, bættri sumarþjónustu leikskólanna og svo […]

Borgin boðar víðtækar aðgerðir í leikskólamálum

Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800, samkvæmt tilkynningu.  Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á […]

Vilhjálmur ver Ragnar gegn Mogganum: „Látið í veðri vaka að launakostnaður hafi hækkað“

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi, kemur kollega sínum Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, til varnar í pistli á Facebooksíðu sinni í dag. Ástæðan er grein Morgunblaðsins um laun og bifreiðarstyrki formanna og yfirstjórnar VR, en þar segir að laun yfirstjórnar hafi numið 54,2 milljónum á síðasta ári, hækkað úr 42,6 milljónum frá því 2016. Þá […]

Jón Þór spyr um kostnað vegna upplýsingaskyldu til þingmanna

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, biðlar til þingheims í dag með fjöldatölvupósti, að sameinast um að óska eftir stjórnsýsluúttekt frá Ríkisendurskoðun á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild. Píratar hafa verið flokka duglegastir á þingi við fyrirspurnir og er Björn Leví Gunnarsson þar fremstur í flokki. Fyrirspurn hans […]

Prófessor segir innblöndun í laxeldi ekki hafa miklar afleiðingar

Kven Glover, yfirmaður rannsókna  Hafrannsóknarstofnunar Noregs og prófessor við Bergenháskóla, segir í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv þann 18. mars, að samkvæmt niðurstöðum rannsókna sinna sé innblöndum í laxeldi ekki eins skaðleg og áður var haldið. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta, bb.is. Glover segir að þó svo að um sé að […]

Eyþór Arnalds: „Monty Python hefði ekki getað orðað þetta betur.“

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í nýjasta hefti Þjóðmála, hvar hann fer um víðan völl í gagnrýni sinni á núverandi borgarstjórnarmeirihluta og fer yfir það sem honum finnst að betur megi fara. Eyþór hefur áður nefnt tilhneigingu borgarstjórnar til að skipa starfshópa. Eyþór ítrekar að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi skipað starfshóp þriðja hvern […]

Atvinnuleysi var 2,4% í febrúar

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.500 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%. Samanburður mælinga fyrir febrúar […]

Pawel um spítalatillögu Sigmundar Davíðs: „Vond hugmynd“

Pawel Bartoszek, sem skipar 2. sæti framboðslista  Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, skrifar pistil í Fréttablaðið í dag, þar sem hann útskýrir af hverju hann telur það vonda hugmynd ef Landspítalinn verði færður í „úthverfi Garðabæjar“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lengi talað fyrir þeirri hugmynd að byggja nýjan spítala á Vífilstöðum, eða […]

RÚV leiðréttir leiðara Morgunblaðsins

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV, lætur tölurnar tala sínu máli í pistli í Morgunblaðinu í dag til að kveða niður í kútinn rangfærslur blaðsins í gær. Leiðréttir Vilhjálmur þar leiðarahöfund Morgunblaðsins, sem lét gamminn geysa um hversu fáir hlustuðu eða horfðu á miðla Ríkisútvarpsins sjónvarps:   „Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fór í gær ranglega með staðreyndir um áhorf […]

Segja sjálftöku launa stjórnenda vera ögrun við launafólk

Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sjálftöku launa stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótmælt harðlega og er hún sögð ögrun við launafólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn LÍV:       Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmannamótmælir harðlega þeirri sjálftöku launa sem á sér stað meðal stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum. […]

Þórdís vill endurskoða úrelt átaksverkefni en virðist áfellast „tregðu“ embættismannakerfisins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og  nýsköpunar, segist í pistli sínum „Já, skattgreiðandi“ í Þjóðmálum, vilja láta endurskoða tvö átaksverkefni sem ríkið stofnaði til fyrir mörgum árum, en séu enn í gangi, löngu eftir að markmiðum þeirra sé náð. Hún virðist áfellast embættismannakerfið, en sjálf segist hún finna fyrir „tregðu“ í sínu starfi: […]

Bjarnheiður nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla DMI, sigraði í formannskjöri á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem nú fer fram á Hótel Sögu. Þrír bauðu sig fram og fékk Bjarnheiður 72 atkvæðum meira en Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line og fráfarandi varaformaður samtakanna og miðað við atkvæðamagn þá var mjótt á munum í kjörinu. Bjarnheiður er fyrsta konan sem gegnir þessu […]

Pennar

Freyja ráðin aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar

Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar.  Freyja hefur síðustu ár starfað við stjórnun herferða og almannatengsl, nú síðast fyrir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnastjóri fyrir Evrópuþingkosningar, unnið að upplýsingamálum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og sinnt stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf víða um Evrópu og […]

Sindri grillaði oddvita Viðreisnar í beinni á Stöð 2: „Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, mætti sigri hrósandi í viðtal við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gær, eftir að listi Viðreisnar í borginni var kynntur. Sindri tók ekki á viðmælanda sínum með neinum silkihönskum, heldur þjarmaði vel að Þórdísi þar sem honum fannst hún gefa heldur loðin svör við spurningum sínum. „Þórdís, […]

Karl Th. um Pál Magnússon: „Á viðkomandi þingmaður að hafa vit á – svo við tölum nú bara íslenzku – að grjóthalda kjafti“

  Ritstjórinn Karl Th. Birgisson skrifar ansi beinskeyttan pistil um Pál Magnússon á vefrit sitt Herðubreið, hvar hann lýsir þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem skaphundi, sem hafi froðufellt yfir skrifum Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins fyrir Stundina:   „Það er til skýring á froðufellingum Páls Magnússonar vegna pistla Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni (sjá hér og hér. Páll er […]

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is