Þrjár konur í fjórum efstu sætunum: Jón Ágústsson skattakóngur ársins

Jón A. Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri, er skattakóngur ársins, en hann greiddi mest­an skatt Íslend­inga sam­kvæmt yf­ir­liti frá rík­is­skatt­stjóra um álagn­ingu ein­stak­linga 2014. Jón greiddi 412 …

Penni

Hrós á dag #1: Útvarpsfeðgin

Ragnar Þór Pétursson

Norðmenn taka vel í að Ísland verði tuttugasta fylkið: „Velkomin heim!“

„Ég býð Íslendinga velkomna heim aftur!,“ segir einn lesandi norska vefmiðilsins abcnyheter sem fjallaði í dag um Fylkisflokkinn svokallaða. Gunnar Smári Egilsson kom á fót Facebookhóp undir flokkinn á dögunum sem þegar hefur notið mikilla vinsælda. Stefna Fylkisflokksins er að vinna að endursameiningu Íslands og Noregs með því að Ísland verði tuttugasta fylki Noregs og [...]

Fyrsta konan ráðin til að gegna embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að gegna embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Þá hefur embættum lögreglustjóra á landinu verið fækkað í 9 úr 15 með nýjum lögum um lögregluumdæmi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað í stöður lögreglustjóra hinna nýju embætta og í heildina [...]

Biðlistar eftir félagslegu húsnæði: Leita svara um hvort sveitarfélög fullnægi lögboðnu hlutverki sínu

Velferðarráðuneytis hefir krafið stærstu sveitarfélög landsins svara um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu. Ráðuneytið óskar eftir skýrum svörum fyrir 8. ágúst næstkomandi um hversu langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði séu hjá sveitarfélögunum og hvort þau fullnægi umræddu lögboðnu hlutverki sínu. Eyjan fjallaði í vikunni um mikinn skort á [...]

Stefán Eiríksson ráðinn sem sviðsstjóri velferðarsviðs

Borgarráð samþykkti í dag að ráða Stefán Eiríksson sem sviðsstjóra velferðarsviðs frá 1. september næstkomandi. Stefán hefur starfað sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2007. Samkvæmt fréttatilkynningu frá ráðhúsi Reykjavíkur var Stefán talinn uppfylla best allra umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra velferðarsviðs. Hann búi yfir leiðtogahæfileikum og farsælli reynslu af stjórnun hjá [...]

Flutningur Fiskistofu óboðleg stjórnsýsla: „Hvaða stofnanir eru næstar?“

„Fjölskyldu- og vinabönd skulu rofin vegna pólitískrar ákvörðunar sem er ólögmæt, verður þjóðfélaginu afar dýr, er afskaplega óviturleg og flestum starfsmönnum Fiskistofu óbærileg. Enn er bætt í og nú sáð frækornum ótta og uggs í hjörtu margra opinberra starfsmanna og fjölskyldna þeirra um lífsviðurværi sitt, því boð hafa út gengið af munni stjórnarherranna að fleiri [...]

„Proj­ect Ir­min­ger“: Tímasettri áætlun um afnám hafta hrundið í framkvæmd á næstunni

Tíma­settri áætl­un ís­lenskra stjórn­valda um af­nám hafta verður hrundið í framkvæmd á næstu mánuðum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Verkefnið hafi hlotið vinnuheitið „Proj­ect Ir­min­ger“, og sé þar vísað til Ir­min­ger hafstraums­ins sem vermir Íslandsstrendur – vísun til mikilvægi þess að gæta hags­muna Íslands við los­un hafta en koma Ir­min­ger-straums­ins upp að land­inu trygg­ir bú­setu­skil­yrði hér­lend­is. Í [...]

Kennaramenntun ábótavant: „Fyrirlestrar um það hvað fyrirlestrar eru vonlaus kennsluaðferð“

Kristján G. Arngrímsson, framhaldsskólakennari, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að menntun kennara á Íslandi sé ábótavant. Megingallinn við núverandi fyrirkomulag sé sá að kennsla miðist ekki við það sem kennaranemarnir komi raunverulega til með að þurfa að gera þegar þeir hefja störf í grunn- og framhaldsskólum, heldur miðist menntun þeirra fyrst og [...]

Sigmundur Davíð sendi Netanyahu bréf: Kallar eftir tafarlausu vopnahléi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza þar sem mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins. Hátt í 700 manns hafa nú látið lífið í átökum Ísraela [...]

Tvær úkraínskar herþotur skotnar niður: Lík farþega Malaysia Airlines á leið til Hollands

Mikið hefur verið um átök á yfirráðarsvæðum uppreisnarmanna í Úkraínu í dag, en samkvæmt upplýsingum frá úkraínska hernum voru tvær Su-25 herþotur skotnar niður nærri þorpinu Dmytrivka í austurhluta landsins. Sérfræðingar segja að um sé að ræða þungt högg fyrir Úkraínuher sem hefur yfir að ráða takmarkaðri fluggetu. Tildrög málsins eru enn óljós, en áður [...]

Þingflokkur Samfylkingarinnar vill að ríkisstjórnin hafi frumkvæði að viðskiptaþvingunum gagnvart Ísrael

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem aðgerðir Ísraelsstjórnar á Gazasvæðinu síðustu vikur eru fordæmdar. Ísrael eins og önnur ríki hafi rétt til sjálfsvarnar, en sá réttur geti aldrei réttlætt árásir á borgaraleg skotmörk og almenna borgara. Grundvallarkrafa þingflokks Samfylkingarinnar  er að vopnahlé verði strax að veruleika og Ísraelsmenn samþykki friðsamlega lausn sem [...]

Íslenskir bændur hafa stuðlað að lægra verði á matvælum frekar en hærra

Hátt matvælaverð hér á landi er ekki hægt að rekja til íslenskra bænda heldur frekar langra opnunartíma matvöruverslana og stærð verslana. Þvert á móti hafi íslenskir bændur lagt sitt af mörkum við að halda niðri verðlagi á matvörum á Íslandi. Þetta segir Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, í  aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann [...]

Stefán

Eva Hauks

Pennar

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is