Spennan magnast í Skotlandi: Sjálfstæðissinnar sækja hratt á

Bilið á milli sjálfstæðissinna og þeirra sem eru andvígir sjálfstæði Skotlands hefur minnkað hratt á undanförnum vikum. Einungis sex prósent skilja að fylkingarnar samkvæmt nýjustu um sjálfstæði Skotlands …

Penni

Gegn misnotkun barna

Eygló Harðardóttir

Sveinn Andri vill afsökunarbeiðni og 10 milljónir frá DV

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur krafið DV, Reyni Traustason ritstjóra og blaðamanninn Viktoríu Hermannsdóttur um afsökunarbeiðni og 10 milljónir króna vegna umfjöllunar blaðsins um einkahagi hans. DV fjallaði á dögunum um meint ástarsamband Sveins Andra við 16 ára stúlku. Að því er fram kemur á vef RÚV hefur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sent kröfubréf fyrir [...]

Pútín: „Við getum tekið Kænugarð á tveimur vikum“

Ekki er að sjá að samskipti Rússlands og Vesturlanda fari batnandi, þvert á móti. Deilurnar um Úkraínu harðna sífellt en Vesturlönd saka Rússa um að hafa sent hermenn til austurhluta Úkraínu til að berjast við hlið aðskilnaðarsinna. Nú síðast hafa ummæli sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét falla í samtali við José Manuel Barroso, fráfarandi formann [...]

Ólíklegt að Blatter fái mótframbjóðanda frá Evrópu - KSÍ sagt leiða stuðninginn við Blatter

Knattspyrnusambönd Íslands og Finnlands eru sögð hafa verið í fararbroddi þeirra ríkja sem lögðust gegn því að Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) tefldi fram mótframbjóðanda gegn Sepp Blatter, sitjandi forseta FIFA. Frá þessu er greint á vef Daily Mail.  Sepp Blatter, sem er frá Sviss, hefur stýrt Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) frá árinu 1998. Hann hefur þrívegis verið endurkjörinn. [...]

Vogunarsjóðir ekki endilega erfiðastir í samningum

Þótt nafnið kunni að hræða þurfa skuldug ríki ekki endilega að óttast vogunarsjóði, eða hrægammasjóði eins og þeir eru gjarnan kallaðir. Í sumum tilvikum geta slíkir sjóðir jafnvel verið auðveldari viðfangs í samningaviðræðum en upprunalegir kröfuhafar. Þetta segir Hans Humes, framkvæmdastjóri bandaríska vogunarsjóðsins Greylock Capital, sem farið hefur fyrir hópi kröfuhafa í yfir 20 ríkjum [...]

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig þrátt fyrir lekamálið

Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi á milli mánaða. Samfylkingin sækir einnig í sig veðrið. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var dagana 29. júlí til 28. ágúst, mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28 prósenta fylgi sem myndi færa honum 19 þingmenn, sama fjölda og hann hefur yfir að ráða nú. Það vekur athygli að lekamálið, [...]

Hræringar í stjórnsýslunni: Lilja úr Seðlabankanum í forsætisráðuneytið

Lilja D. Alfreðsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í stöðu verkefnastjóra hjá forsætisráðneytinu, en þangað fer hún „úr láni“ frá Seðlabankanum. Þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að ákveðið hafi verið að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, muni fyrst um sinn jafnframt gegna embætti aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og hafa aðstöðu í innanríkisráðuneytinu. Sem kunnugt er [...]

19 málum frá FME hefur lokið með ákæru

Af þeim 108 málum sem embætti sérstaks saksóknara hefur borist frá Fjármálaeftirlitinu hafa 29 mál farið í ákærumeðferð. Þar af hefur verið ákært í 19 málum. 48 málum hefur lokið án ákæru. Þetta kemur fram í svörum sérstaks saksóknara við fyrirspurn Eyjunnar. Um ræðir öll mál sem komið hafa frá Fjármálaeftirlitinu fram til 1. ágúst, [...]

Belgía og Danmörk sjá öfgahópum í Sýrlandi fyrir fjölda liðsmanna

Belgía og Danmörk eru með smærri löndum í Evrópu en njóta samt sem áður þess vafasama heiðurs að frá þessum löndum fara fleiri ungir menn til Sýrlands og Íraks til að ganga til liðs við hina ýmsu hópa íslamskra öfgamanna, sem berjast þar á banaspjótum, en frá nokkru öðru Evrópulandi ef miðað er við höfðatölu. [...]

Spara ekki stóru orðin: Rithöfundur og lögmaður deila vegna DV

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson og hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson skiptast á hörðum skotum í greinum um átökin um DV. Í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu fjallar Guðmundur Andri um átökin um eignarhaldið á DV. Hann segir að fréttir af 15 milljóna króna láni útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar til Reynis Traustasonar rýra orðspor DV og til þess [...]

Allt veltur á svörum Hönnu Birnu til umboðsmanns

Verði það niðurstaða umboðsmanns Alþingis að einhverju hafi verið ábótavant í embættisfærslu innanríkisráðherra hlýtur staðan að blasa öðruvísi við, bæði ráðherranum og ríkisstjórn, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ræddu lekamálið og önnur þingstörf í sjónvarpsþættinum Eyjan sem hóf göngu sína að nýju á Stöð 2 í gær. Ragnheiður [...]

Obama og Cameron hvetja NATO-ríki til aukinna framlaga til varnarmála

Barack Obama og David Cameron munu mæta til NATO fundar í Wales nú í vikunni og þar munu þeir hvetja bandalagsríkin til að auka framlög sín til varnarmála. Breskir herforingjar styðja þetta og segja að önnur ríki verði að taka á sig meiri hluta af útgjöldunum og hætta að reiða sig á að aðrar bandalagsþjóðir [...]

Stefán

Eva Hauks

Pennar

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is