Sigrún ætlar aldrei í Costco: Óttast ófrosið Costco-kjöt

Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins óttast að Costco komi til með að flytja til landsins ófrosið kjöt sem leiði til heilsuleysis landsmanna. Frétt frá árinu 2014 þar 2 …

Penni

Íslenski verslunarkúrinn

Arnar Sigurðsson

Erla Hlynsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Pírata

Erla Hlynsdóttir og Kristján Gunnarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Pírötum. Kristján og Erla taka bæði við hlutverki framkvæmdastjóra Pírata sem áður var í höndum Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur, og ennfremur hlutverki framkvæmdastjóra þingflokks Pírata. Þetta kemur orðrétt fram í tilkynningu frá Pírötum. Sigríður Bylgja lætur af störfum en mun áfram vinna fyrir Pírata. Erla […]

Þingmaður Viðreisnar um árásirnar í Manchester: Við erum heppin að búa á Íslandi

Jóna Sólveig Elínardóttir þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir að í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gærkvöldi þá séum við minnt á hvað við erum heppin að búa á Íslandi og við öryggistilfinninguna sem því fylgir: „Á svona dögum, þegar sem hörmulegar árásir hafa átt sér stað í næstu nágrannaríkjum, finnst manni dálítið eins […]

„Stjórnvöld eiga að vera á tánum en ekki hnjánum“

Í nýjum pistli á Pressunni vandar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, forsvarsmönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og forsvarsmönnum HB Granda ekki kveðjurnar. Skemmst er að minnast þess að HB Grandi tilkynnti um hópuppsagnir á Akranesi í kjölfar þess að tekin var sú ákvörðun að færa botnfiskvinnslu fyrirtækisins til Reykjavíkur. Þetta var gert í hagræðingarskyni að […]

Forseti Íslands sendir samúðarkveðju til Bretadrottningar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendi í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í Manchester í gærkvöldi og beindist sérstaklega að unglingum. Í kveðjunni segir Guðni meðal annars að ekkert réttlæti hryðjuverk, enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi. Hugur okkar Íslendinga […]

Suður-Kóreumenn skutu með vélbyssu yfir landamærin

Suður-Kóreskir hermenn skutu með vélbyssu yfir landamærin við Norður-Kóreu. Bloomberg-fréttaveitan hefur þetta eftir hermálayfirvöldum í Suður-Kóreu. Suður-Kóreskir fjölmiðlar segja að skotið hafi verið á norður-kóreskt flygildi, eða dróna. Hermálayfirvöld í suðri segja að viðbúnaður í lofti hafi verið aukinn og hefur kalltæki verið notað til að koma þeim skilaboðum norður að notkun flygilda verði ekki […]

Forsætisráðherra: „Engin orð geta lýst sorginni og sálarkvölunum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá þeim sem hafa misst ástvini, eru slasaðir og hjá breskum almenningi. Þetta kemur fram í færslu á Twitter sem birtist í nótt vegna atburðanna í Manchester á Englandi. 22 liggja í valnum og tugir liggja slasaðir eftir sprengingu í tónleikum Ariönu Grande á Manchester Arena-tónleikahöllinni í […]

Leynileg skjöl frá ESB: Öll aðildarríkin eiga að taka upp evru – Nýr valdakjarni er að myndast innan sambandsins

Framkvæmdastjórn ESB vill að öll aðildarríki sambandsins taki evruna upp sem gjaldmiðil fyrir 2025 en í dag er evran gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum. Hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar ganga út á að þing ESB eigi að hafa æðsta vald í gjaldmiðlismálum í stað fjármálaráðherra evruríkjanna sem funda öðru hvoru á lokuðum fundum um evruna og mál […]

Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki fjármálaáætlunina

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styður ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að óbreyttu. Skiptir þar mestu áætluð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna úr 11% í 22,5% á næsta ári. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Í síðustu viku var greindi RÚV frá því að meirihluti fjárlaganefndar hafi lagt það til að fresta ætti hækkuninni á ferðaþjónustuna til ársins […]

Verkamannaflokkurinn sækir í sig veðrið

Forskot Íhaldsflokksins breska á Verkamannaflokkinn fer minnkandi ef marka má nýjustu skoðanakannanir í Bretlandi. Þegar Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins boðaði til kosninga í apríl síðastliðum benti allt til stórsigurs Íhaldsflokksins þar sem flokkurinn hafði rúmlega 20 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Nýjasta könnunin, sem gerð var dagana 19. og 20. maí og náði til […]

Tekst Trump að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs?

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alla tíð gefið sig út fyrir að vera frábær samningamaður og það er enginn samningur sem er stærri heldur en friðarsamningur milli Ísrael og Palestínu. Trump er nú kominn á svæðið eftir helgardvöl í Sádi-Arabíu og er að eigin sögn vongóður sem aldrei fyrr um að hægt sé að koma á […]

Lilja „hirti“ stjórnarþingmann – Tímaspursmál hvenær hún verður formaður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins tók sterklega til orða á þingi í morgun í kjölfar orða Jónu Sólveigar Elínardóttur þingmanns Viðreisnar og formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Í svari sínu við spurningu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna sagði Jóna Sólveig að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri í öðrum flokki en hún, flokki sem talaði […]

Einar Kárason

Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs í dag – „Ég bind miklar vonir við störf þess“ segir forsætisráðherra

Í fréttatilkynningu frá Forsætisráðuneytinu kemur fram að þjóðaröryggisráð hafi fundað í dag í fyrsta skipti. Þetta er í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í september á síðasta ári og tóku gildi í sama mánuði. Verkefni ráðsins er að framfylgja þjóðaröryggistefnu Íslands eins og hún liggur fyrir á hverjum tíma, standa fyrir reglulegri […]

Pennar

Costco staðfestir að menn hafa komist upp með ofurálagningu

„Þetta er mikið uppbrot á þeim fákeppnismarkaði sem íslenski olíumarkaðurinn er og við höfum séð það að félögin hafa fylgst mjög vel að og það hefur myndast svona eitthvað þegjandi samkomulag um verðmyndun á markaðnum og það er ekki langt síðan samkeppniseftirlitið birti mjög viðamikla og vandaða skýrslu um olíumarkaðinn hér heima og fór þá […]

Tæplega séð að Sigmundur Davíð eigi möguleika á að endurheimta formannssætið

Ákveðið var á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að flokksþingi Framsóknarmanna verði flýtt til janúar 2018, en upphaflega stóð til að halda flokksþingið um haustið. Því fagnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður flokksins og sagði hann það mikinn sigur en hann mun líklega freista þess að fella Sigurð Inga Jóhannsson formann, sem felldi Sigmund Davíð eftirminnilega úr […]

Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?

Sigurður Jónsson ritstjóri Reykjaness skrifar:  Miklu moldviðri er nú þyrlað upp af mörgum vinstri mönnum og reynt að telja okkur trú um að allt sé best til þess fallið ríkið sjái um rekstur þess.Hefur reynslan sýnt það að ríkisvaldið sé best til þess fallið að allt sé undir forsjá þess? Ætla vinstri menn virkilega að […]

Ari Trausti: Til þess þurfa félagshyggjuflokkar að ráða för

Reykjanes bað Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna að svara eftirfarandi spurningum. Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári. Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðamannastaður landsins þurfi áfram að bíða? Spurningin er ekki skýr. […]

Magnús Stefánsson: Unnið að því að deiliskipuleggja íbúasvæði í tveimur hverfum

Það er margt að gerast í Garðinum. Íbúðir hafa rokið út, hótel að opna, Garðskagi laðar til sín ferðamenn, Sveitarfélagið stendur vel, Víði gengur vel í fótboltanum. Reykjanes heyrði hljóðið í Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra. Búist er við að í ár heimsæki mikill fjöldi ferðamanna og gesta Garðskaga. Vegurinn út á Garðskaga er hörmulegur og þolir […]

Páll Magnússon: Nú er komið að því að hækka frítekjumarkið

Reykjanes bað Pál Magnússon fyrsta þingmann Suðurkjördæmis að svara eftirfarandi spurningum. Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári. Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðammastaður landsins þurfi áfram að bíða? Orðalag spurningarinnar dregur upp óþarflega […]

Sjálfsstjórn strandsvæða rædd á Reyðarfirði

Í vikunni fór fram Málþing um skipulag haf og strandsvæða á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í Þórðarbúð á Reyðarfirði. Þar var megin umfjöllunarefnið frumvarp þar sem skipulagsvald ríkisins er of víðtækt, að mati helstu gagnrýnenda en í frumvarpinu gert ráð fyrir að ráðherraskipuðum svæðisráðum verði falin ábyrgð á skipulagsgerð strandsvæða, en ekki sveitarfélögunum sjálfum. […]

Borgaralegi Píratinn

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Reglulega berast fréttir af innri átökum milli Pírata og nú síðast að Ásta Guðrún Helgadóttir hefði hætt sem þingflokksformaður vegna ágreinings við meirihluta þingflokksins. Allt gerðist þetta með ósköpum, þingmenn Pírata ruku út af fundi á Alþingi og héldu á þingflokksfund og síðan var tilkynnt að þingflokksformaður væri hættur. Smári McCarthy, þingmaður […]

Garður skuldlaus bæjarsjóður

Bæjarstjórn Garðs samþykkti ársreikning Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2016 eftir síðari umræðu á fundi sínum þann 3. maí 2017.  Niðurstöður ársreiknings eru mjög jákvæðar, eins og eftirfarandi upplýsingar bera með sér. Samanlagðar rekstrartekjur A og B hluta voru alls kr. 1.277,8 milljónir, í fjárhagsáætlun voru heildartekjur áætlaðar kr. 1.207,4 milljónir.  Rekstrartekjur A hluta sveitarsjóðs voru […]

Hver verða úrslit írönsku forsetakosninganna sem fram fóru í dag?

Íranir kjósa sér forseta í dag og er mikil spenna vegna þessa í landinu enda eru þetta fyrstu kosningar frá því að samkomulag um takmarkanir á kjarnorkuáætlun landins tóku gildi árið 2015. Frá byltingunni 1979, þar sem íslömsk stjórnvöld undir harðri hendi erkiklerkanna tóku völdin hefur stjórnkerfi landsins verið undarleg blanda lýðræðis og trúræðis. Á […]

Sigmundur Davíð: Ef einhver rekst á forsætisráðherra landsins

„Ég las einu sinni frétt um mann sem slasaðist með því að keyra yfir sjálfan sig. Það gerði hann með því að stökkva úr bílnum sem hann ók, á ferð. Þessi frétt rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá nýjustu fréttir af samskiptum stjórnvalda við „Íslandsvinina“ í vogunarsjóðunum.“ Með þessum orðum hefst pistill Sigmundar Davíðs […]

Vantraust á Ólaf Arnarsson

Stjórn Neytendasamtakanna hefur lýst yfir vantrausti á hendur Ólafi Arnarsyni formanni. DV greinir frá að tillaga þess efnis hafi verið samþykkt á síðasta stjórnarfundi. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið. Ólafur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna þann 22. október í fyrra með yfirburðakosningu, var hann með það á stefnuskránni að gefa út smáforrit til að […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is