Þriðjudagur 31.01.2012 - 14:48 - Ummæli ()

Sr. Þórhallur Heimisson býður sig fram til biskups. Vill sjá grasrótarþjóðkirkju

Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í biskupskosningum. Hann segir í yfirlýsingu að vel vel ígrunduðu máli og eftir ítarlegt samtal við kjörmenn bæði leika og lærða hafi hann ákveðið að gefa kost á sér til þessa embættis.

Hann segir í yfirlýsingu til fjölmiðla:

Ég var vígður til prestsþjónustu árið 1989 og hef átt því láni að fagna í mínum störfum innan Þjóðkirkjunnar að fá að kynnast safnaðarstarfi frá fjölbreyttu sjónarhorni, og þar þeim mikla mannauði sem er að finna í sóknum landsins.

Ég vígðist til starfa í Langholtskirkju í Reykjavík árið 1989 og leysti þar af þáverandi sóknarprest, sr.Sigurð Hauk Guðjónsson í eitt ár, en áður hafði ég unnið við safnaðarstarf hjá Langholtssöfnuði frá árinu 1983. Næstu árin starfaði ég sem framkvæmdastjóri Kirkjumiðstöðvar Austurlands og fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi og framkvæmdastjóri Æskulýðsstarfs kirkjunar í Reykjavíkurprófastsdæmum, auk þess að stunda framhaldsnám í trúarbragðafræðum í Danmörku og Svíþjóð og þjóna sem prestur í sænsku kirkjunni.

Árið 1996 var ég kosinn prestur í Hafnarfjarðarkirkju og þar hef ég starfað síðan, sem sóknarprestur frá 2009.

Á þessum árum frá því að ég kom heim frá Svíþjóð hef ég haldið hjóna og sambúðarnámskeið um allt land og fyrir íslensku söfnuðina í Osló og í Gautaborg. Reyndar hef ég haldið fjölmörg önnur námskeið fyrir almenning samhliða þessum, um hamingjuna, kristna trú, Biblíuna, dulspeki, Da Vincy lykilinn og önnur trúarbrögð og trúarhugmyndir en kristni, – en þannig mætti lengi telja. Við námskeiðahaldið hef ég unnið náið með prestum hringinn í kringum landið og fengið tækifæri til þess að ræða við þá og fólk í safnaðarstarfi um þeirra kirkjusýn, vonir og væntingar.

Og Þórhallur ræðir gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir að undanförnu:

Á tímum þegar talað er um minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar sem stofnunar, er rétt að minna á það að safnaðarfólk heldur áfram að sækja sína kirkju og treystir prestunum sínum, djáknunum og öðru starfsfólki kirkjunnar í gleði og sorg. Á sama hátt nýtur starf sérþjónustupresta og djákna mikils trausts. Þetta er kirkjan sem vinnur sitt starf og sinnir köllun sinni í hógværð í söfnuðunum, á sjúkrastofnunum, í fangelsum, meðal eldri borgara, sjúkra, fatlaðra, einmana, barna og fullorðinna, í gleði og sorg. Kirkja sem stendur traustum fótum í íslenskri menningu, sögu og arfleifð, en vill um leið starfa með öllum að þeim góðu málum sem Jesús Kristur kallar hana til, heima og heiman. Þetta er hin lýðræðislega kirkja, kirkja jafnréttis, kvenfrelsis, – þetta er örugg kirkja. Þetta er kirkja sem vinnur með öðrum kirkjudeildum, trúfélögum og lífsskoðunarfélögum að réttlátu og friðsömu samfélagi í ljósi Gullnu reglu Jesú :”Allt það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra”. Þetta er kirkjan sem stendur með lítilmagnanum, hinum fátæku og smáðu og berst fyrir réttlátu samfélagi.

Ég tel að það sé hlutverk biskups Íslands, með Guðs hjálp og í samvinnu við fólk úr öllum geirum samfélagsins, til sjávar og sveita, að lyfta fram þessari traustu kirkju, gera hana sýnilegri og efla hana, þjóna henni. Því biskup á fyrst og síðast að vera þjónn kirkjunnar og andlegur leiðtogi. Aukið lýðræði á öllum sviðum þjónustunnar, valddreifing og samvinna, fæðslustarf og grasrótarvinna – það eru síðan lyklarnir að traustu kirkjustarfi og gagnkvæmu trausti kirkju og þjóðar.

Ég kalla þá kirkju sem vex úr slíkri breiðfylkingu starfsfólks, biskupa, prófasta, presta, djákna, sóknarnefnda, sjálfboðaliða, – en umfram allt sóknarbarna, “Grasrótarþjóðkirkju”.

Þórhallur Heimisson sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju er fæddur í Reykjavík 30.07.61. Þórhallur ólst upp á Seyðisfirði, í Danmörku, í Skálholti í Biskupstungum og á Þingvöllum.

Þórhallur varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1981, stundaði nám í sagnfræði einn vetur eftir stúdentspróf en lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1988.  Hann stundaði framhaldsnám í trúarbragðafræðum við Árósarháskóla í Danmörku 1990–91 og við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1994 -1996.

Þórhallur annaðist barna- og æskulýðsstarf við Langholtskirkju 1983–89 og starfaði hjá Útideildinni í Reykjavík 1988–89. Hann vígðist prestur 1989 og leysti af sem sóknarprestur í Langholtskirkju 1989–90,  var framkvæmdastjóri Kirkjumiðstöðvar Austurlands og fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi 1991–93, framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum 1993–94, komminister eða aðstoðarprestur í Örsundsbro í Uppsalastifti í Svíþjóð 1994–96 og  valinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju 1996. Hann var síðan valinn sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju 2009. Þórhallur annaðist öll hátíðahöld kristnihátíðar í Þingvallakirkju sumarið 2000.  Hann annaðist prestsþjónustu fyrir Hrafnistu í Hafnarfirði  2000 – 2005 og starfaði sem héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi vorið 2009 í leyfi frá Hafnarfjarðarkirkju. Hélt han þá “Hamingjunámskeið” fyrir íbúa í flestum sóknum prófastsdæmisins.

Þórhallur var stundakennari við Verkmenntaskóla Austurlands 1991–93, við Námsflokka Reykjavikur 1993–94, við Norræna lýðháskólann Biskops – Arnö í Svíþjóð 1994–96 við Flensborgarskóla 1997–98 og við Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar 1996 -2000. Þórhallur kenndi trúarbragðafræði við Kennaraháskólann 2000 -2005 og við Guðfræðideild Háskóla Íslands 2006 – 2008. Þórhallur var leiðsögumaður á slóðir innrásarinnar í Normandý 2005, til Feneyja 2006 og til Rómar að gröf Péturs 2007 og 2011 í samvinnu við kaþólsku kirkjuna á Íslandi.

Þórhallur sat í stjórn Ecumenical Youth Council Europe (EYCE) sem fulltrúi Norðurlanda 1993–97 og í stjórn Nordic and Baltic Organisation (NABO) 1993–97. Þórhallur var  í landsstjórn Íslendingafélaganna í Svíþjóð 1995–96, í stjórn Landssamtaka Heimilis og skóla 2000 – 2002, varamaður í Jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar 2001 -2003 og aðalmaður 2003 -2006. Þórhallur varð stofnafélagi í Rótarýklúbbnum Straumi 1996, sat í stjórn hans 2003-2008 og var forseti klúbbsins 2007-2008. Hann tók þátt í rekstri Sumarhjálparinnar 2010 og var gerður að Friðarsendiherra United Peace Federation sama ár í Seoul. Þórhallur er stofnfélagi í BÓT.

Þórhallur hefur haldið fjölbreytt námskeið um trú og samfélagsmál í gegnum tíðina, þar af hjónanámskeið um allt land og á Norðurlöndunum allt frá árinu 1996. Hann hefur um árabil ritað greinar um guðfræði, trúarbragðafræði, sögu og samfélagsmál í blöð og tímarit íslensk og erlend og í veftímarit, unnið að dagskrágerð fyrir Rúv og Stöð 2 og ritað fræðsluefni fyrir Biskupsstofu. Hann skrifaði m.a. sunnudagshugvekjur í Morgunblaðið 1991–92 og var með fasta vikulega pistla í Dagblaðinu um fjölskyldumál 1999–2001 og aftur 2004 -2005.

Eftirfarandi bækur hafa komið út eftir Þórhall:
Hamingjuleitin (Skjaldborg 2001)
Ragnarök (Hólar 2005)
Hin mörgu andlit trúarbragðanna (Salka 2005)
Hjónaband og Sambúð (JPV 2006)
Orðabók leyndardómanna (Parceval 2007)
María Magdalena – vegastjarna eða vændiskona (Salka 2008).

Í vor er væntanleg eftir Þórhall bókin Kristin trú –  eins og ég sé hana! (Salka gefur bókina út)

Fjölskylda:
Foreldrar Þórhalls: sr. Heimir Steinsson, f. 1.7. 1937, d. 15.5. 2000, fyrrum rektor Skálholtsskóla, útvarpsstjóri og sóknarprestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, og k.h.,  Dóra Erla Þórhallsdóttir,  f. 19.6. 1941, starfsmaður við móttöku Ríkisútvarpsins.

Þórhallur kvæntist 9.11. 1985 Ingileif Malmberg, f. 31.7. 1964, sjúkrahúspresti á Landspítalanum við Hringbraut og þingmanni á Kirkjuþingi.

Þórhallur og Ingileif eiga 4 börn.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Reitir og Reykjavíkurborg munu vinna saman að nýju rammaskipulagi fyrir svæðið og breyta gildandi skipulagsáætlunum. Miðað er við að […]

Björn Valur: „Árni Páll til liðs við stjórnina?“

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni hvort að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, sé ekki vel til þess fallinn að liðsinna ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum ESB og Brexit.   Björn Valur dáðist að framgöngu Árna Páls í Silfrinu um helgina, hvar hann ræddi Brexit af […]

Reykjavíkurborg fær falleinkunn í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn í nýrri þjónustukönnun Gallup, þegar þjónusta borgarinnar við leik- og grunnskóla, eldri borgara og fatlaða er borin saman við önnur sveitafélög. Þetta kemur fram á Kjarnanum.   Mælist Reykjavíkurborg einnig neðst í heildaránægju íbúa af sveitafélagi sínu. Hún mælist þó ekki neðst í öllum flokkum, þó litlu muni. Garðabær mælist efstur […]

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Áhrif lækkunar kosningaaldurs í 16 ár misjöfn á Norðurlöndunum – Er sms galdurinn ?

Fyrir liggur frumvarp á Alþingi um lækkun kosningaaldurs í 16 ár, úr 18. Frumvarpið nýtur stuðnings þingmanna úr öllum flokkum, en fyrsti flutningsmaður er Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum, líkt og Eyjan hefur áður fjallað um. Verði frumvarpið að lögum fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí, þýðir það að hátt í 9000 ungmenni fá að nýta atkvæðisrétt […]

Guðrún Ingvarsdóttir skipuð forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Guðrún er með M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um umbætur í samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar. Þá er hún með M.Sc. gráðu í arkitektúr og löggildingu sem arkitekt. Guðrún hefur víðtæka […]

Sóley Ragnarsdóttir ráðin aðstoðarmaður Ásmunds Einars

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Sóley útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og lauk réttindum til að starfa sem héraðsdómslögmaður vorið 2012. Undanfarin sjö ár hefur Sóley starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Áður vann hún um tveggja ára skeið hjá Útlendingastofnun. […]

Græðgi á sterum

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Talsmaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi heldur því fram í Morgunblaðinu í byrjun ársins að veiðigjaldið, sem útgerðarfyrirtæki greiða ríkinu fyrir afnot af fiskimiðunum, sé komið langt fram úr hófi og sé skaðlegt sjávarútveginum og þar með samfélaginu öllu. Hátekjuskattur á sterum er nafngiftin sem hlutur ríksins fær. Staðreyndirnar tala öðru máli. […]

Listi Samfylkingar í Kópavogi tilbúinn – Pétur Hrafn áfram oddviti

Samfylkingin í Kópavogi ákvað að stilla upp á lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum og í gærkvöld skilaði uppstillingarnefnd tillögu að skipun lista Samfylkingarinnar og var hann samþykktur á fundi flokksins samhljóða. Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi verður áfram í 1. sæti og Bergljót Kristinsdóttir varabæjarfulltrúi mun skipa 2. sætið en Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is