Þriðjudagur 15.05.2012 - 15:13 - Ummæli ()

Leggur til „íslensku leiðina“ til framtíðar sem sparar gífurlegan vaxtakostnað og eykur hagvöxt

„Það sem stendur þjóðinni helst fyrir þrifum þegar kemur að innlendum fjárfestingum, hagvexti og atvinnuuppbyggingu er krónueign erlendra aðila.“ Þetta segir Róbert Wessman stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen, þegar hann er beðinn að ríða á vaðið í umfjöllun tveggja fréttamiðla Vefpressunnar, Eyjunnar og Pressunnar undir yfirskriftinni: Ísland út úr kreppunni.

Á næstu vikum munu Eyjan og Pressan fjalla um hugmyndir fjölmarga aðila í íslensku viðskiptalífi, háskólasamfélaginu og víðar þar sem stungið er upp á aðgerðum til að koma Íslandi út úr kreppunni og gera okkur kleift að sækja fram á nýjan leik.

Róbert, sem var áður forstjóri lyfjafyrirtækisins Actavis, bendir á að erlendir aðilar eigi í dag um 500 milljarða í íslenskum krónum. Reikna megi með að útgreiðslur úr þrotabúum íslensku bankanna bæti við öðrum 500 milljörðum króna.

Því verða um 1.000 milljarðar íslenskra króna í eigu erlendra aðila þegar búið er að greiða úr þrotabúum íslensku bankanna.  Til samanburðar var landsframleiðsla Íslendinga um 1.650 milljarðar króna 2011  og heildarskuldir ríkissjóðs um 1.480 milljarðar, en hér er um brúttóskuldir að ræða. Þessi krónueign erlendra aðila nemur því um tveimur þriðju hlutum af árs landsframleiðslu.

Hann segir ljóst að þessir erlendu aðilar vilja skipta krónueign sinni í evrur eða aðra erlenda mynt, en sú upphæð sé svipuð og allur gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands. Hann nemi í dag um 1.050 milljörðum króna og sé nánast að öllu leyti tekinn að láni.

Ef gjaldeyrishöft væru afnumin í dag mætti reikna með því að gengi krónunnar myndi falla um leið og erlendir aðilar hefja kaup á erlendum gjaldeyri í skiptum fyrir krónur. Það ferli gæti tekið langan tíma og leitt til verulegrar verðbólgu og lífskjararýrnunar fyrir íslensku þjóðina,

segir Róbert. Hvað er til ráða?

Sú leið að skipta út krónum fyrir erlendan gjaldeyri er ofarlega í huga margra, en aðrir telja að  gjaldeyrishöftin verði langvarandi verði krónunni ekki skipt út og annar gjaldmiðill tekinn upp. Róbert hefur ákveðnar skoðanir í þessum efnum:

Að taka upp erlendan gjaldmiðil krefst þess að fá stuðning erlends seðlabanka og því hafa verið færð rök fyrir því að eina leiðin til að taka upp evru sé að ganga í Evrópusambandið.   Gangi Ísland í ESB og tæki upp Evru myndu erlendir krónueigendur líklega geta skipt eign sinni yfir í Evrur og þannig myndi staða íslenska seðlabankans verða neikvæð gagnvart evrópska seðlabankanum sem því nemur.   Einhliða upptaka gjaldmiðils myndi auka skuld íslenska seðlabankans að öllu öðru óbreyttu við erlendan seðlabanka og þar með talið  þessir 1000 milljarðar íslenskra króna í eigu erlendra aðila.

Og hann heldur áfram:

Það er hins vegar til önnur leið út úr þessum vanda. Sú leið myndi auka hagvöxt á Íslandi og fjölga atvinnutækifærum. Þessa leið mætti kalla „íslensku leiðina”, en með því að velja þá leið, þurfum við hvorki að reiða okkur á inngöngu í Evrópusambandið né taka upp erlendan gjaldmiðil.   Ísland getur metið kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið í framhaldinu, óháð núverandi gjaldeyrisvanda landsins og þannig tekið upplýsta ákvörðun á eigin forsendum, án þess að vera stillt upp við vegg í efnahagslegu tilliti.

Róbert minnir á að Seðlabanki Íslands hafi á síðustu vikum og mánuðum staðið fyrir útboðum þar sem erlendir krónueigendur geta skipt  íslenskum krónum yfir í evrur á gengi sem er um 40% hærra en skráð gengi Seðlabankans.

Þarna eru krónueigendur í raun að afskrifa um 40%  af krónueign sinni með þátttöku í útboðinu. Þær upphæðir sem skipta um hendur í þessum útboðum duga þó skammt til að leysa krónuvandamál Íslendinga. Það sem er áhugavert er að erlendir krónueigendur eru tilbúnir til að skoða annað skiptigengi, en skráð gengi evru er hjá Seðlabanka Íslands.

Lykillinn að „íslensku leiðinni“

Það að erlendir krónueigendur eru tilbúnir til að skoða annað skiptigengi á krónu tel ég vera lykilinn að „íslensku leiðinni“,

segir Róbert og skýrir það nánar:

Lausnin felst í því að ríkissjóður gefur út út langtíma skuldabréf í evrum eða bandaríkjadal til lengri tíma, t.d. til 20 til 30 ára á lágum vöxtum. Þessir vextir gætu verið fastir vextir, ef til vill  2,0% árlegir vextir. Til samanburðar fór ríkissjóður nýverið í skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum þar sem vextir voru 6% á skuldabréfum til 10 ára.

Þeim sem eiga krónur á Íslandi væri gefinn kostur á að skipta á krónum og þessum bréfum með 40% afslætti. Þeir sem hinsvegar nýta sér ekki slíkt skiptitilboð verða fastir með krónueign sína á Íslandi þangað til  búið er að greiða upp þessi skuldabréf.  Á sama tíma myndi ríkið þrengja, og í reynd takmarka, alla þá fjárfestingakosti sem þessum krónueigendum stæðu til boða, sem skapar frekari vilja til að kaupa þessi erlendu skuldabréf ríkisins.

Róbert segir að miðað við þessar forsendur myndu erlendar skuldir ríkisins hækka um 600 milljarða.  Hinsvegar megi reikna með að hægt sé að minnka gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands um svipaða upphæð.  Samhliða eignist ríkið um 1.000 milljarða í íslenskum krónum.  Skuldastaða ríkissjóðs lækki því sem nemur 400 milljörðum íslenskra króna.   Ríkið gæti því mögulega komið til móts við skuldsett heimili, en mjög hefur verið kallað eftir raunhæfum aðgerðum í þeim efnum.  Áætlað er að að flöt 20% lækkun verðtryggðra lána hjá Íbúðalanasjóði myndi kosta ríkissjóð um 120 milljarða, svo dæmi sé tekið.

Hvað breytist?

Við slíkar aðgerðir mun allt efnahagsumhverfið á Íslandi breytast verulega. Ríkið myndi lækka gjaldeyrisforðann og greiða niður að hluta innlendra skulda.  Á móti reiknast vextir af nýju erlendu skuldabréfi.  Mjög gróflega áætlað gæti því ríkið sparað um 50 milljarða íslenskra króna á ári með þessum aðgerðum, einungis í vaxtagjöldum.  Til samanburðar má geta að verðmæti þorskaflans uppúr sjó eru um 50 milljarðar íslenskra króna á ári.   Er þá fjölmargt annað ótalið sem reikna mætti til ávinnings í beinhörðum peningum,

segir Róbert ennfremur. En þetta er ekki allt. Róbert segir að slíkar aðgerðir verði til þess að greiðslustaða ríkissjóðs gjörbreytist, sökum lægri vaxta.

Ríkið getur notað hluta af krónueign sinni til að ráðast í framkvæmdir innanlands og örva hagkerfið innan verðbólgu þolmarka.  Ríkið gæti því aukið framkvæmdir á Íslandi, styrkt félagslega kerfið, komið til móts við skuldsett heimili svo fátt eitt sé talið. Aðgerðir stjórnvalda myndu jafnframt örva atvinnuuppbyggingu á Íslandi.

Nettó skuldir ríkisins eru í dag um 50% af landsframleiðslu.

Þessi skuldsetning er mjög ásættanleg, sérstaklega ef erlendar skuldir ríkisins sem íslenska leiðin felur í sér færu yfir á 20 til 30  ára skuldabréf með lága vexti.  Til samanburðar er meðaltals nettó skuldsetning ríkja innan OECD 63%, þar af eru þau ríki sem standa hvað verst eins og Grikkland með skuldsetningu uppá 130% af landsframleiðslu,

segir Róbert ennfremur.

Hvað þarf til?

Hann segir að til þess að hrinda íslensku leiðinni  í framkvæmd þurfi samstöðu stjórnmálamanna og helstu hagsmunaaðila.

Allir hagsmunaðilar þurfa að koma fram með skýr og samræmd skilaboð til krónueigenda um að þeir séu betur settir að taka þessu tilboði en ella.   Til þess að slíkt megi takast verða leiðtogar okkar að leggja til hliðar stundarpólitík og  ágreining .  Stjórnmálamenn þurfa að vinna sameiginlega að lausn á þessu stærsta verkefni sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og skapa þannig skilyrði til framtíðar uppbyggingar.

Og er hann bjartsýnn á að ráðist verði í slíkar aðgerðir?

Já, með viljann að vopni er ég sannfærður um að þetta sé framkvæmanlegt. Eflaust má útfæra einstök atriði betur, en tækifærið er til staðar og ljóst er að allir eru sammála um að kyrrstöðuna þurfi að rjúfa.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Reitir og Reykjavíkurborg munu vinna saman að nýju rammaskipulagi fyrir svæðið og breyta gildandi skipulagsáætlunum. Miðað er við að […]

Björn Valur: „Árni Páll til liðs við stjórnina?“

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni hvort að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, sé ekki vel til þess fallinn að liðsinna ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum ESB og Brexit.   Björn Valur dáðist að framgöngu Árna Páls í Silfrinu um helgina, hvar hann ræddi Brexit af […]

Reykjavíkurborg fær falleinkunn í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn í nýrri þjónustukönnun Gallup, þegar þjónusta borgarinnar við leik- og grunnskóla, eldri borgara og fatlaða er borin saman við önnur sveitafélög. Þetta kemur fram á Kjarnanum.   Mælist Reykjavíkurborg einnig neðst í heildaránægju íbúa af sveitafélagi sínu. Hún mælist þó ekki neðst í öllum flokkum, þó litlu muni. Garðabær mælist efstur […]

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Áhrif lækkunar kosningaaldurs í 16 ár misjöfn á Norðurlöndunum – Er sms galdurinn ?

Fyrir liggur frumvarp á Alþingi um lækkun kosningaaldurs í 16 ár, úr 18. Frumvarpið nýtur stuðnings þingmanna úr öllum flokkum, en fyrsti flutningsmaður er Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum, líkt og Eyjan hefur áður fjallað um. Verði frumvarpið að lögum fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí, þýðir það að hátt í 9000 ungmenni fá að nýta atkvæðisrétt […]

Guðrún Ingvarsdóttir skipuð forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Guðrún er með M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um umbætur í samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar. Þá er hún með M.Sc. gráðu í arkitektúr og löggildingu sem arkitekt. Guðrún hefur víðtæka […]

Sóley Ragnarsdóttir ráðin aðstoðarmaður Ásmunds Einars

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Sóley útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og lauk réttindum til að starfa sem héraðsdómslögmaður vorið 2012. Undanfarin sjö ár hefur Sóley starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Áður vann hún um tveggja ára skeið hjá Útlendingastofnun. […]

Græðgi á sterum

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Talsmaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi heldur því fram í Morgunblaðinu í byrjun ársins að veiðigjaldið, sem útgerðarfyrirtæki greiða ríkinu fyrir afnot af fiskimiðunum, sé komið langt fram úr hófi og sé skaðlegt sjávarútveginum og þar með samfélaginu öllu. Hátekjuskattur á sterum er nafngiftin sem hlutur ríksins fær. Staðreyndirnar tala öðru máli. […]

Listi Samfylkingar í Kópavogi tilbúinn – Pétur Hrafn áfram oddviti

Samfylkingin í Kópavogi ákvað að stilla upp á lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum og í gærkvöld skilaði uppstillingarnefnd tillögu að skipun lista Samfylkingarinnar og var hann samþykktur á fundi flokksins samhljóða. Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi verður áfram í 1. sæti og Bergljót Kristinsdóttir varabæjarfulltrúi mun skipa 2. sætið en Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is