Miðvikudagur 07.11.2007 - 22:26 - Ummæli ()

Samúðarkveðjur frá forseta Íslands til forseta Finna

510018331.jpgForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi Tarja Halonen forseta Finnlands samúðarkveðju í kvöld vegna fjöldamorðanna í Jokela-framhaldsskólanumí Tuusula í Finnlandi í kvöld þar sem 18 ára gamall piltur varð átta manns að bana.

Á vefsíðu forseta Íslands stendur:

„Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands eftirfarandi samúðarkveðju:
Ég votta þér og finnsku þjóðinni innilega samúð Íslendinga vegna hinna hörmulegu atburða í Tuusula fyrr í dag. Hugur okkar er með fjölskyldum hinna látnu, vinum þeirra og félögum. Við vonum að samúð og stuðningur fólks um veröld víða muni milda mikla sorg á erfiðum tímum.“

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is