Föstudagur 22.08.2008 - 11:02 - Ummæli ()

Handboltinn: Blaðamaður Washington Post má vart mæla fyrir hrifningu á Ólafi fyrirliða

olistef.jpgDan Steinberg, blaðamaður á Washington Post, gerir Ísland og íslenska handboltalandsliðið að umræðuefni í bloggi dagsins.

Þar segir hann Ólaf Stefánsson fyrirliða einn áhugaverðasta íþróttamann sem hann hafi
nokkurn tíma tekið viðtal við.

„Þegar ég fór á æfingu íslenska landsliðsins til að taka viðtöl við leikmennina fyrir leikinn gegn Spánverjum í kvöld, var ég ákveðinn í að spyrja þriggja spurninga,“ segir Steinberg á blogginu.

1. Álfar. Ég hafði heyrt að álfar væru stórmál á Íslandi.

„Ahhh, yah yah, yah yah,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. „Sumir trúa því að álfar séu í klettum og fjöllum, aðrir trúa ekki á álfa. Ég meina, mér er nokk sama. Séu þeir til munu þeir örugglega fagna með okkur ef við vinnum í dag.“

2. Brennivín tengt sjávarfangi, þ.e. hákarli.

„Þegar við borðum hákarl drekkum við brennivín með,“ segir Sigfús Sigurðsson, og vísar þar í áfengistegund sem Íslendingar kalla stundum „svarta dauða“. „Þú geymir áfengið í ísskáp í nokkrar vikur svo það verði þykkt, en ég get ekki lýst fyrir þér vinnslu hákarlsins, get bara sagt þér að hann lyktar hroðalega.“

Er hann ekki góður á bragðið? spyr ég.

„Nei,“ segir Guðjón Sigurðsson hlæjandi. „Þú verður samt að smakka. Þannig er það bara.“

3. Áhugann heima fyrir. Liðið tekur nú þátt í ÓL í þrettánda skiptið án þess að hafa unnið til verðlauna.

„En það sem ég hefði átt að gera,“ segir Steinberg, „var að spyrja um fyrirliða liðsins, Ólaf Stefánsson. Hann er, án gamans, einn áhugaverðasti íþróttamaður sem ég hef átt „yfirborðskennt“ fimmtán mínútna viðtal við.“

Ólafur skiptir lífi sínu í þrjá heima.
Í fyrsta lagi er það handboltinn, þar sem hann stefnir á frama á Spáni þar sem hann leikur núna – og staða hans sem vinsælasta íþróttamanns á Íslandi.
Í öðru lagi er það fjölskyldulífið; konan, börnin og sögur fyrir svefninn.
Í þriðja lagið hinir andlegu eða „metaphysical“ hlutir.
Svo telur Steinberg í andakt upp allt það sem Ólafur hefur afrekað utan handboltavallarins.

Lesið þetta skemmtilega blogg hér.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Fjármálaráðherra á evru-villigötum

Björn Bjarnason skrifar: Röksemdafærsla fjármálaráðherra Íslands með vísan til fjármálaráðherra í nítján Evrópulöndum er reist á sandi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hætti að boða seðlalaus viðskipti eftir að ljóst var að þau áttu hvergi hljómgrunn nema í nefnd sem skilaði honum áliti þar sem afnám seðla með hátt gildi var talið sporna gegn skattsvikum. Í grein […]

Þorbjörn: Sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð

Fjárfestingarleiðin svokallaða er mikið í umræðunni þessa dagana og sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðgerðar, þar sem Seðlabanki Íslands gerði ríkum Íslendingum kleift að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa íslenskar krónur með miklum afslætti. Þorbjörn Þórðarson gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í leiðara Fréttablaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Tvær þjóðir“. Þorbjörn segir […]

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjólar í Kára og Gunnar Smára: Hugsa um rassgatið á sjálfum sér

Börkur Gunnarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðar- og innkauparáði Reykjavíkurborgar lét þá Gunnar Smára Egilsson fyrrum ritstjóra Fréttatímans og Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar heyra það á Facebook síðu sinni í gær. Tilefnið var frétt Eyjunnar um stórviðskipti Kára í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en þar kom fram að fyrirtæki græddi þrjá milljarða króna […]

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi

Dr. Kári Stefánsson hefur sent Eyjunni svofellt skeyti í tilefni af frétt fyrr í kvöld um viðskipti Íslenskrar erfðagreiningar gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans: Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi — Svar við fésbókarfærslu Sigmundar Davíðs Bjartur í Sumarhúsum brást ókvæða við þegar kvenfélagið færði honum kú til þess að börn hans fengju mjólk í […]

Kári stórtækastur í fjárfestingaleiðinni: Gengishagnaður yfir þremur milljörðum króna

Kári Stefánsson er sá íslenski athafnamaður sem flutti mest af evrum inn til landsins með afslætti gegnum svonefnda fjárfestingaleið Seðlabankans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra bendir á að Kári hafi síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir. Í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, birtist í morgun úttekt á […]

Eymdin í byggðarkvótanum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Starfshópur um byggðakvóta kynnti tillögur sínar á fundi á Þingeyri fyrr í vikunni. Breytingum voru settar þröngar skorður, í grautarpottinum er sama súpugutlið og áður og engu kjarngóðu má bæta við það. Aðeins á að hræra aftur og aftur með sömu sleifinni. Nefndarmenn eru ekki öfundsverðir við það starf að finna […]

Kjalvegur í fúlustu alvöru

Eftir Guðna Ágústsson: Ég skrapp á sunnudaginn í fallegu veðri norður Kjöl inn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ég var farþegi í lítilli rútu með skemmtilegu fólki, við lögðum snemma upp og ekki vantaði að ferðamennirnir væru komnir á fætur — allt troðfullt á Geysi og við Gullfoss. Við okkur blasti hin mikla fjallafegurð Bláfellið […]

Fjárfestingaleiðin: Ólafur og Hjörleifur gætu innleyst ríflegan gengishagnað

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðar Fréttablaðsins, en blaðið skýrir frá þessu í dag í úttekt á fjárfestingaleiðinni. Fjármunir Ólafs […]

Afkoma sveitarfélaga með besta móti

Árið 2016 var gott hjá flestum sveitarfélögum landsins og var afkoma margra mun betri en spáð hafði verið. Af 74 sveitarfélögum landsins hafa 63 skilað ársreikningum en í þeim sveitarfélögum sem skilað hafa ársreikningum búa um 99% þjóðarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Orðið hefur tæplega 24 milljarða króna […]

Mafían mokgræðir á flóttafólki

Ítölsk stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljón evra í móttöku flóttafólks sem kemur til landsins sjóleiðina frá Afríku en engu að síður eru aðstæður þess oft bágbornar. Nú hefur yfirgripsmikil lögreglurannsókn leitt í ljós að ítalska mafían hefur fengið í sinn hlut milljónatugi frá ríkinu, fjármagn sem átti að fara til að veita flóttafólki sæmilegan mat […]

Þegar ferðamannastraumurinn breytist í samfélagsvanda

Björn Bjarnarson skrifar: Íbúar Barcelona voru nýlega spurðir hvað væri alvarlegasta vandamálið í borginni um þessar mundir. Svarið var skýrt: ferðamennirnir. Þeim hefur fjölgað úr 1,9 milljón árið 1990 í 9 milljónir árið 2016. Í franska blaðinu Le Figaro er í dag sagt frá vanda í þremur Miðjarðarhafsborgum vegna mikils straums ferðamanna þangað: Feneyja, Barcelona […]

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipuð framkvæmdastjóri ODIHR

Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í dag með formlegum hætti að skipa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá.  Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg til starfa undir lok vikunnar. Þetta er fagnaðarefni enda um eina af áhrifamestu stöðum sem Íslendingur hefur […]

Mannréttindi fótum troðin í Tyrklandi: baráttufólk fangelsað

Nú hafa sex einstaklingar, allt baráttufólk fyrir mannréttindum, verið úrskurðaðir í varðhald og bíða réttarhalda. Meðal þeirra er framkvæmdastjóri Amnesty International í Tyrklandi. Úrskurðurinn er eitt skelfilegasta dæmið um það herfilega óréttlæti sem ríkt hefur í landinu í kjölfar valdaránstilraunar í fyrra. Framkvæmdastjóri Amnesty International í Tyrklandi, Idil Eser, er ein þeirra sem situr í […]

Til varnar sagnfræðinni

Til varnar sagnfræðinni er tvímælalaust eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim. Frá hendi höfundar var hún þó ekki hugsuð sem slík heldur fyrst og fremst til þess að kynna fyrir […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is