Föstudagur 10.10.2008 - 08:45 - Ummæli ()

Enn ekki leitað til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um hjálp – aðgerðir til bjargar tækju skamman tíma

3f5ed4f67372c82f4f6a6db461088442_300×225.jpgSamkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa íslensk stjórnvöld enn ekki leitað eftir neyðaraðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þó telja menn að miðað við ástandið tæki skamman tíma, jafnvel aðeins nokkra daga, að útbúa björgunarpakka ef kallið kæmi.

Lán frá Rússum kynni þó að tefja fyrir málsmeðferð, er haft eftir ónefndum embættismanni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Algjör trúnaður myndi ríkja innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef beiðni um aðstoð bærist frá stjórnvöldum .

Ríki sem leita eftir neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leggja oftast fram tillögur um hvernig nýta megi lánafyrirgreiðsluna til að yfirstíga vandann sem glímt sé við. Þá er farið yfir málið og í kjölfarið samið um endanlega útfærslu og skilyrði sem fylgi aðstoðinni.

Misskilningur er í gangi um að þegar stjórnvöld frá hagkerfi í neyð leiti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá taki embættismenn hans við hagstjórn í viðkomandi ríki.
Hinsvegar er samningsstaða ríkja sem sækjast eftir neyðarláni án þess að leggja fram eigin tillögur afar veik – og nánast engin.

Á vefsíðu viðskiptablaðs Mbl. segir að sérfræðingar sem bandaríska dagblaðið New York Times vísa í að einungis sé tímaspursmál hvenær Ísland verði að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is