Laugardagur 19.12.2009 - 12:46 - Ummæli ()

Frumvarp um auðlindaskatta að lögum í morgun. Óboðleg vinnubrögð eða framfaramál?

althingi-sett3.jpgFrumvarp ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatt var afgreitt sem lög frá Alþingi í morgun við mikla andstöðu stjórnarandstöðunnar. Með lögunum verður lagt sérstakt kolefnisgjald á bensín og olíu, og skattur á sölu á rafmagni og heitu vatni. Gert er ráð fyrir að skatturinn skili ríkissjóði um 5 milljarða tekjum á ári.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, sagði þau „óboðleg“ og að aldrei hefði verið staðið jafn illa að breytingum á skattalögum á Alþingi. Þá taldi hann að með þessari gjaldtöku væri í raun um að ræða landsbyggðarskatt og aðför að ferðaþjónustunni í landinu.

„Það virðist ekki vera neitt vera marka það sem ríkisstjórnin lofaði almenningi fyrir síðustu kosningar. Það er allt svikið,“ sagði Birkir Jón.
Helgi Hjörvar: Almenningur fái arð af orkuauðlindum sínum

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, sagði að um mikilvægt framfaramál væri að ræða. Hann sagði löngu tímabært að bregðast við mengun með sköttum. Eðlilegt væri að almenningur fái með beinum hætti arð að orkuauðlindum sínum.

Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi. Í morgun urðu níu frumvörp að lögum, en samþykkt voru lög um fjármálafyrirtæki, og eftirlit með fjármálastofnunum, raforkulög, vitalög, lög um Siglingastofnun,  og breytingar á samningunum um álver í Helguvík og fleiri.

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is