Miðvikudagur 17.03.2010 - 21:49 - Ummæli ()

Vísir um Bakkavararbræður og Jón Ásgeir: Hafa ekki áhuga á því að kaupa DV

dv.jpgHvorki Jón Ásgeir Jóhannesson né Bakkavararbræður, Ásgeir og Lýður Guðmundssynir, hafa áhuga á því að kaupa DV.

Þetta er fullyrt á vef Vísis í kvöld.

Eyjan greindi frá því í gærkvöldi að báðir þessir aðilar hefðu sýnt blaðinu áhuga, en það er nú til sölu fyrir milligöngugöngu verðbréfastofunnar Arev. Frétt Eyjunnar var byggð á traustri heimild.

Vísir segir að þar sem þessi áhugi sé ekki til staðar sé Reynir Traustason ritstjóri blaðsins einn um hituna. Hann hefur lýst áhuga á að kaupa blaðið og gefa það áfram út. Óljóst er þó hvort hann hefur safnað nægilegu fé til þess. Ef ekki kann útgefandinn, Hreinn Loftsson, að sitja uppi með blaðið og verður þá að gera upp við sig hvort hann heldur útgáfuni áfram eða hættir henni.

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is