Þriðjudagur 30.03.2010 - 11:11 - Ummæli ()

Litlar líkur taldar á öðru gosi við Eyjafjallajökul. Vegurinn inn í Þórsmörk opnaður

eldgos_fimmvorduhals.jpegLitlar líkur eru taldar á frekari gosi í nágrenni eldstöðvarinnar við Fimmvörðuháls.  Þetta kom fram á fundi almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu  með almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og vísindamönnum.

Á vef Almannavarna segir að á fundinum hafi verið farið yfir stöðuna á eldgosinu og horfur.  Lýkur á því að kvikan brjóti sér leið út annarsstaðar séu taldar litlar en Eyjafjallajökull verði áfram lokaður fyrir umferð. 

Ákveðið var að aflétta lokun sem verið hefur á umferð inn í Þórsmörk og verður vegurinn þangað opnaður í hádeginu.  Vegagerðin lagfærði veginn um helgina en hann er engu að síður aðeins fær breyttum jeppum og öflugum rútum. 

Öll umferð fólks um Hrunagil og Hvannárgil (þar sem hraun er að renna) er bönnuð vegna hættu á eitruðu gasi sem þar kann að safnast fyrir og vegna hættu á gufusprengingum.  Vísindastofnanir hafa bannað sínu fólki að fara inn í gilin vegna þessarar hættu.

Ástand gönguleiða í Þórsmörk er breytilegt og eru þeir sem hyggja á göngu þaðan hvattir til að setja sig í samband við staðarhaldara í skálum sem þar eru áður en lagt er af stað.

Lögregla og björgunarsveitir verða með eftirlit og gæslu í Þórsmörk og við eldstöðina. 

(Myndina tók Rúnar Hreinsson fyrir Eyjuna).

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is