Föstudagur 04.06.2010 - 13:40 - Ummæli ()

Flóð hugmynda um Betri Reykjavík

Vefsíða þar sem borgarbúar geta beðið um viðgerðir í hverfi sínu, að systkini komist á sama leikskóla, að hjólabrautum verði fjölgað um alla borg og að atvinnulausir verði nýttir betur eru vinsælustu hugmyndirnar sem settar hafa verið inn á vefsíðuna Betri Reykjavík. Þessi síða er ætluð fyrir borgarbúa til að setja fram hugmyndir sem eiga erindi við meirihlutaviðræður Besta flokksins og Samfylkingarinnar.

Ef sett væri upp vefsíða með google maps þar sem fólk gæti bætt inn upplýsingum um viðhaldsverkefni sem þyrfti að gera í hverfinu sínu, þá hefði reykjavíkurborg mun betri yfirsín yfir viðhaldsverkefni en nú er. Hægt væri að búa til símaforrit sem að gerði notanda kleyft að taka mynd af staðnum sem að síðan sendist sjálfkrafa á síðuna„, segir í tillögunni um viðgerðavefsíðuna, sem nú hefur fengið 929 já-atkvæði, en aðeins 7 eru á móti. Einn andmælandi segir að nú þegar sé þetta hægt.

Hugmyndir af öllum sortum streyma nú inn á vefsíðuna og geta allir greitt þeim atkvæði. Meðal annarra vinsælla hugmynda er aukin tíðni strætóferða og bætt leiðakerfi, hverfaráð á netinu og útimarkaður á Ingólfstorgi yfir sumartímann. Sumar hugmyndir eru augljóslega umdeildar, eins og sú að tekjutengja leikskólagjöld (249 með en 242 á móti) og frítt bókasafnskort fyrir alla hjá Borgarbókasafninu (170 með en 163 á móti).

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is