Viðskipti Fimmtudagur 02.09.2010 - 05:26 - Ummæli ()

Ný könnun: Stuðningur við aðildarviðræður við ESB fer vaxandi

Vaxandi stuðningur er á meðal landsmanna að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið, samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir samtökin Sterkara Ísland dagana 18. til 25. ágúst.

Samkvæmt könnuninn vilja nú 38,8 prósent landsmanna halda viðræðunum áfram, en 45,5 prósent eru mótfallin. 15,7 prósent taka ekki afstöðu.

Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun um sambærilega spurningu og hefur myndast verulegt jafnvægi milli fylkinga frá því sem þá var. Í júní gerði MMR könnun sem sýndi aðeins 24,3 prósenta fylgi við aðildarviðræður, en þá voru 57,6 prósent andvíg.

Fylgi við aðildarviðræður hefur því aukist úr 24,3 prósentum í 38,8 prósent, eða um 14,5 prósentustig.

Háskólamenntaðir og höfuðborgarbúar vilja ESB-viðræður

Mjög mikil skipting er á afstöðu eftir menntun. Þannig vill 51 prósent háskólamenntaðra aðildarviðræður, en aðeins 34 prósent þeirra eru andvíg. Að sama skapi er það aðallega fólk með litla menntun sem er andvígt aðildarviðræðum; 28 prósent þeirra sem aðeins hafa grunnskólapróf vilja ESB-viðræður en 55 prósent þeirra eru á móti.

Þá er afgerandi skipting á afstöðu eftir búsetu. Stuðningur við aðildarviðræður er mun meiri í höfuðborginni en úti á landsbyggðinni. Í Reykjavík er stuðningurinn 49 prósent á meðan 35 prósent eru andvíg. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar er afstaðan í jafnvægi, en á landsbyggðinni er hlutfallið 26 á móti 59 prósentum.

Þá er verulegur munur eftir tekjum aðspurðra. Stuðningur við ESB-viðræður fer vaxandi eftir tekjum.

Úrtakið í könnuninni var 1350 manns, þar af svöruðu 784 eða 58,1 prósent. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðildarviðræðum við Evrópusambandið?

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Sæunn: Blaður Óttars um áföll – Glórulausar staðhæfingar

Þegar Sæunn Kjartansdóttir hafði lesið frægt viðtal við Óttar Guðmundsson geðlækni í Fréttablaðinu, „með glórulausum staðhæfingum um áföll og afleiðingar“ henti hún því frá sér. Viðtalið við Óttar var umdeilt og margir sem höfðu á því skoðanir. Í viðtalinu var haft eftir geðlækninum; „Ég er til að mynda að tala um þessa ofnotkun á orðinu […]

Hagnaður WOW air 400 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi

Tekjur WOW air á fyrsta ársfjórðungi 2016 námu um 4 milljörðum króna og er það aukning um 141 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 400 milljónum króna. Á síðasta ári námu tekjur WOW air 1,7 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður án afskrifta á fyrsta ársfjórðungi nam 680 milljónum króna og jókst […]

Spyr hvort upplýsingar um aflandsfélög Bjarna hafi verið í gögnum skattrannsóknarstjóra

Hafði sú staðreynd að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum sem skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til að kaupa í október 2014? Þetta er ein þeirra spurninga sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingkona Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi. Efni fyrirspurnarinnar varða kaup […]

Árni Páll: Gildi mín og hugsun hafa ekki beðið pólitískt afhroð

„Ég hef farið yfir það sem ég hef sagt og það sem ég hef gert. Og eins og gengur er ég stoltur af sumu en annað vildi ég að hefði farið öðruvísi. Slíkt tilheyrir því að vera manneskja. Það var mikilvægt að komast að því hvort ég væri orðinn of harðnaður eftir átök undanfarinna ára […]

Fangelsisdómar í Milestone-máli: Karl Wernersson í þriggja og hálfs árs fangelsi

Karl Wernersson var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna viðskipta í tengslum við Milestone. Bróðir hans, Steingrímur, hlaut tveggja ára dóm. Dómur féll í Hæstarétti í dag, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað alla ákærðu í málinu. Dómurinn birtist síðdegis í dag en greint er frá niðurstöðunni á vef Kjarnans. Málið […]

Árni Páll gefur aftur kost á sér

Árni Páll Árnason ætlar að gefa áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Árni Páll boðaði til í Alþingishúsinu í dag. Áður höfðu þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir tilkynnt um formannsframboð. Kosið verður á landsfundi þann 4. júní. Árni Páll hefur […]

Föt og skór hækka í verði þrátt fyrir niðurfellingu vörugjalda

Verð á fötum og skóm hækkaði í apríl. Það vekur athygli í ljósi þess að vörugjöld voru felld niður um síðustu áramót og innkaupsverð hefur lækkað vegna styrkingar krónunnar. Svigrúm ætti því að vera til lækkunar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verð á fötum og skóm hafi hækkað um 0,2 […]

Reykjavíkurborg í stórum mínus: Niðurstaðan 12 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir

5 milljarða króna tap varð á rekstri Reykjavíkurborgar í fyrra, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 7,3 milljarða króna rekstrarafgangi. Niðurstaðan var því 12,3 milljörðum króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kemur fram í ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 sem lagður var fyrir borgarráð í dag. Meginskýring tapsins er hækkun á gjaldfærslu […]

Bjarni segir stjórnarflokkana hlakka til kosninga

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarflokkana hlakka til að leggja þann „gríðarlega árangur“ sem ríkisstjórnin hefur náð undir kjósendur í þingkosningum í haust. Stjórnarandstæðingar þrýsta aftur á móti á um afsögn hans. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hóf þingfund í morgun á að ræða Panamaskjölin. Sagði hann „aflandseyjahneykslið“ hafa valdið því að ekki bara […]

Framkvæmdastjóri SA vill allt að því allsherjar einkavæðingu – Ríkið hörfi til baka

Auka ætti frjálsræði og einkarekstur í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, orkuvinnslu og veitustarfsemi, fjármálakerfinu og í fjölmiðlarekstri. Þá ætti ríkið að selja eignir sínar, svo sem bankana, Keflavíkurflugvöll, Íslandspóst, vínbúðirnar og orkufyrirtækin. Þetta er inntak leiðara Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í nýju fréttabréfi samtakanna. Ekki er annað að skilja á leiðaranum en að Þorsteinn kalli eftir […]

Guðni ákveður sig á allra næstu dögum: Horfir til Friðriks Danaprins og Justin Trudeau

Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti í gærkvöldi erindi fyrir fullsetinni Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði. Þar hefur hann dvalið að undanförnu við að leggja lokahönd á bók sína um sögu forsetaembættisins á Íslandi. Bókin á að koma út í byrjun júnímánaðar næstkomandi. Í bókinni greinir Guðni frá þeim sem hafa gegnt embættin, hvernig það […]

Fátækt getur markað upphaf endaloka Pútíns á valdastóli

Stjórnmálafræðingar og fleiri telja að vegna síversnandi efnahagsástands í Rússlandi muni staða pólitískra leiðtoga landsins, með Vladímír Pútín í fararbroddi, versna vegna vaxandi óánægju landsmanna og óumflýjanlegt sé að til árekstra komi á milli illra staddra Rússa og stjórnvalda. Lágt olíuverð, refsiaðgerðir Vesturlanda og kyrrstaða í hagkerfinu, sem er ekki samkeppnishæft, hefur haft í för […]

Heilsugæslan ræður ekki við aukin verkefni sem fylgja fyrirhuguðum breytingum

Heilsugæslan ræður ekki við þau verkefni sem henni eru sett á herðar samkvæmt nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Allt að mánaðarbið getur verið eftir lausum tímum hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og einnig er erfitt að fá úthlutað heimilislækni. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að foreldrar þurfi að fá tilvísun hjá […]

11 manns skotnir til bana á Grænhöfðaeyjum

11 manns, 8 hermenn, 2 Spánverjar og 1 innfæddur, fundust skotnir til bana í gær í herstöð á eyjunum. Ekki hafa borist miklar fregnir af hvers vegna fólkið var myrt eða hver eða hverjir gætu hafa verið að verki en þó hefur því verið varpað fram að hugsanlega tengist morðin stórri fíkninefnasendingu sem yfirvöld náðu […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is