Sunnudagur 07.08.2011 - 10:30 - Ummæli ()

Hvers vegna var gerður starfslokasamningur upp á níu milljónir í stað þess að kæra til lögreglu?

Skúli Throddsen, til vinstri, og Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, til hægri. Gerður var starfslokasamningur sem kostar níu milljónir við Skúla þegar grunur vaknaði um fjárdrátt hans í starfi. Félagsmenn spyrja hvers vegna ekki var kært til lögreglu?

Fjórtán félagsmenn í verkalýðsfélögum sem eiga aðild að Starfsgreinasambandinu
krefjast svara frá Birni Snæbjörnssyni, formanni sambandsins, um það hvers vegna gerður var níu milljóna króna starfslokasamningur við Skúla Thoroddsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri sambandsins, þegar grunur vaknaði um refsiverð brot hans í starfi og hvers vegna hann hafi aðeins verið krafinn um hlut af því fé sem hann er grunaður um að hafa dregið sér.

Félagsmennirnir furða sig á því að mál Skúla hafi ekki verið kærð til lögreglu og spyrja hvers vegna það hafi ekki verið gert og hvers vegna meðferð hans á fjármunum sambandsins voru ekki skoðuð lengra aftur í tímann en raun bar vitni.

Þau spyrja hvort vinnubrögð af þessu tagi sé viðtekin regla í verkalýðshreyfingunni og vilja að verkalýðshreyfingin sé í fararbroddi þeirra sem berjast gegn spillingu á Íslandi.

Bréf þeirra fer hér á eftir:

Á fundi SGS 26 maí síðastliðinn var samþykkt tillaga Björns Snæbjörnssonar um starfslok Skúla Thoroddsen vegna trúnaðarbrests. Í afgreiðslunni fellst að gerður verði stafslokasamningur sem tryggir Skúla laun á uppsagnafresti ásamt orlofi og áunnum réttindum og að hann verði einungis endurkrafinn um hluta þess fjár sem hann er grunaður um að hafa dregið sér. Spyrja verður hvort þessi viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar séu viðtekin venja komi sambærileg mál upp innan raða forystumanna hreyfingarinnar og hvort þeir formenn félaga sem stóðu að umræddri samþykkt séu með henni að víkja hreyfingunni undan ábyrgð á spillingu innan eigin raða. Þá viljum við undirritaðir félagsmenn stéttarfélaga í Starfsgreinasambandi Íslands, fá svör formanns SGS við eftirfarandi spurningum og óskum eftir að þau svör verði birt sem fyrst á opinberum vettvangi, almennum félagsmönnum til glöggvunar.

1. Hvers vegna er grun um refsivert misferli í starfi ekki fylgt eftir með ákæru?

2. Voru hagsmunir félagsmanna í SGS hafðir að leiðarljósi þegar þú lagðir fram þá tillögu sem samþykkt var af meirihluta framkvæmdarstjórnar?

3. Hvað kostar þessi starfslokasamningur?

4. Telur þú sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni að þessi viðbrögð við skýrslu Deloitt séu til þess fallin að auka traust á verkalýðshreyfingunni?

5. Telur þú sem formaður stærstu samtaka launþega innan Alþýðusambands Íslands ekki eðlilegt að birta frétt á heimasíðu sambandsins um gagngera breytingu í starfmannahaldi SGS með útskýringum?

Þessum spurningum er beint til Björns Snæbjörnssonar formanns SGS sem lagði fram tillögu fyrir framkvæmdarstjórn Starfsgreinasambands Íslands um að semja við Skúla Thoroddsen um starfslok þrátt fyrir að rökstuddur grunur sé um umboðssvik og fjárdrátt. Við teljum að Björn verði að útskýra fyrir okkur sauðsvörtum almúganum hvers vegna sumir eru jafnari fyrir lögunum en aðrir, svo við getum tekið mið af því í okkar störfum sem við kunnum að takast á hendur fyrir verkalýðshreyfinguna.

Loftur Guðmundsson, Bárunni stéttarfélagi

Ragnhildur Eiríksdóttir, Bárunni stéttarfélagi

Hjalti Tómasson Bárunni stéttarfélagi

Agnes Einarsdóttir, Framsýn stéttarfélagi

Olga Gísladóttir, Framsýn stéttarfélagi

Svava Árnadóttir, Framsýn stéttarfélagi

Valdimar Gunnarsson, Einingu – Iðju

Tryggvi Jóhannesson, Einingu – Iðju

Ólafur P. Agnarsson, Einingu – Iðju

Óskar Guðjón Kjartansson, Drífanda stéttarfélagi

Albert Sævarsson, Drífanda stéttarfélagi

Gunnhildur Elíasdóttir, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga

Eygló Jónsdóttir, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga

Sigurjón Skæringsson, Eflingu, stéttarfélagi „

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir. Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is