Mánudagur 26.03.2012 - 15:31 - Ummæli ()

Álítur norsku krónuna fýsilegri en Kanadadollar – Meiri stöðugleiki en íslenska krónan er nokkurn tíma fær um

Norska krónan er heppilegri fyrir Íslendinga en Kanadadollar, að mati greiningardeildar Arionbanka

Greiningardeild Arionbanka telur að norska krónan sé mun fýsilegri kostur en Kanadadollar, ef farið verður út í það að taka upp einhliða aðra mynt.

Ekki er langt síðan greiningardeild Arionbanka reifaði kosti þess að taka upp Kanadadollar í stað krónu. Niðurstaðan var sú að Íslendingar væru betur settir með Kanadadollar, með tilliti til gengisflökts.

Í Markaðspunktum sem greiningardeildin sendir frá sér í dag er spurt að því hvort norska krónan sé heppilegri kostur en Kanadadollarinn.

Þar kemur fram að norska krónan vegur um 7 prósent í viðskiptum landsins við útlönd. Þess vegna myndi upptaka norsku krónunnar útrýma gengisáhættu og draga úr viðskiptakostnaði aðeins að litlum hluta.

En þar með er ekki öll sagan sögð, því með upptöku gjaldmiðils sem er stöðugri en krónan gagnvart evrunni sé hægt að ná fram minna gengisflökti í meirihluta utanríkisviðskipta, þótt ekki takist að útrýma því alveg líkt og með fastgengi gagnvart evru.

Varla þarf að koma á óvart að norska krónan hefur verið mun stöðugri gagnvart evrunni heldur en íslenska krónan. Þannig myndi upptaka norskrar krónu tryggja töluvert meiri stöðugleika í inn- og útflutningsverðmæti Íslands en krónan er fær um.

Enn fremur eru gjaldmiðlavogir Noregs og Íslands afar svipaðar. Evran er ráðandi í utanríkisviðskiptum beggja landa, auk þess sem danska krónan, breska pundið og Bandaríkjadollar taka stóran skerf. Eini munurinn er sænska krónan, en Norðmenn reiða sig mun meira á útflutning þangað en Íslendingar.

Þessi líkindi merkja að allar breytingar á gengi gjaldmiðlanna munu koma til með að hafa sambærileg áhrif á Ísland og Noreg (þó ýktari á Íslandi þar sem utanríkisviðskipti eru stærri hluti landsframleiðslunnar hér). Breytingar á ytri aðstæðum hagkerfanna, t.d. brestur á eftirspurn á erlendum mörkuðum eða gengishreyfingar, eru þar af leiðandi líklegri en ella til að kalla á hagstjórnaraðgerðir sem henta báðum löndum vel samtímis,

segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar.

Ef undan er skilið tímabilið 1988 til 1993, þá fylgist hagsveifla landanna nokkurn veginn að. Enn fremur, þegar slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi skiptir miklu máli að hreyfanleiki vinnuaflsins jafni út áhrifin. Með öðrum orðum, þegar kreppir að á Íslandi geti vinnuafl flust til Noregs og öfugt. Þannig dragi úr sveiflum í atvinnuleysi.

Þetta er einmitt reyndin ef marka má tölur um búferlaflutninga síðustu ár.

Eftir að kreppa skall á Íslandi hafa brottfluttir umfram aðflutta til Noregs verið 3.233 manns, en það munar svo sannarlega um minna á atvinnuleysisskrá ef gert er ráð fyrir að flutningurinn sé að bróðurparti til kominn vegna vinnu. Þá er ljóst að Noregur er einn helsti áfangastaður brottfluttra Íslendinga, sérstaklega eftir fall bankanna, en árið 2011 var landið áfangastaður eins af hverjum fjórum Íslendingum sem yfirgáfu Ísland.

Með upptöku norsku krónunnar er ljóst að Íslendingar tækju upp peningastefnu norska seðlabankans, sem eins og sá íslenski er með 2,5 prósent verðbólgumarkmið.

Svipað mynstur er í íslenska vaxtaferlinum og þeim norska, fyrir utan að norski seðlabankinn hefur farið mun hægar í sakirnar við vaxtahækkanir en sá íslenski. Þó þarf að taka þessum samanburði með fyrirvara þar sem undanfarin misseri hefur vaxtastefnan leynt og ljóst gengið út á að sytðja við gengi krónunnar.

Þrátt fyrir það hefur norska bankanum hefur tekist mun betur að halda rýrnun gjaldmiðilsins í skefjum með lágri verðbólgu en þeim íslenska. Meðalverðbólga í Noregi síðustu 23 ár er 2,3% (álíka há og í Kanada), samanborið við 5,8% á Íslandi. Verðbólgan hefur verið minni í Noregi en á Íslandi 8 af hverjum 10 mánuðum á tímabilinu.

Um það hvort norska krónan sé heppilegri en Kanadadollar, segir greiningardeild Arionbanka:

Svarið við spurningunni hér að ofan hlýtur engu að síður að teljast klárt já. Sé litið til reynslunnar af evrusamrunanum gætu Íslendingar vænst þess að nokkur samleitni verði í verðbólgustiginu hér á landi og í Noregi.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir. Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna […]

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður VG, segir það gott mál að nú skuli greiðslur Alþingis til þingmanna verða gerðar opinberar, líkt og til stendur samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann telur einnig sjálfsagt að Alþingi endurgreiði útgjöld þingmanna, þeir eigi ekki að „verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna.“ Það sem er eftirtektavert er að […]

Pawel býður sig fram í borginni

Pawel Bartoszek, fyrrum þingmaður Viðreisnar, segist á Facebook síðu sinni hafa komið því áleiðis til uppstillingarnefndar Viðreisnar, að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.   „Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en ekki aðdráttaraflið dregur þá Íslendinga […]

Gunnar Smári sakar Samtök atvinnulífsins um að kaupa sig inn í fréttir RÚV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, sakar framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson um að hafa greitt fyrir að koma fram í kvöldfréttatímum RÚV, í áróðurskyni. Hann segist ekki skilja hvers vegna Halldór sé „alltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins“ og spyr: „Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum […]

Formannslausir Píratar deila með sér aðstoðarmanni-Þiggja ekki kaupálag

  Á vef Alþingis er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sögð formaður Pírata frá 2017. Píratar hafa löngum stært sig af formannsleysi sínu og að hafa ekki fallið í formannsgryfju fjórflokksins og þannig sloppið við hið alkunna foringjaræði. Þessi flati „strúktúr“ , andstæðan við hinn útbreidda valdapíramída, fékkst í arf frá Borgarahreyfingunni og hefur haldist síðan. […]

Alþingi boðar breytt vinnubrögð með birtingu gagna-En aðeins frá áramótum

Í tilkynningu frá forseta Alþingis í dag, Steingrími J. Sigfússyni, kemur fram að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi sínum þrjár efnisbreytingar á reglum Alþingis um þingfararkostnað. Þingmenn fá endurgreiðslu vegna afnota af eigin bíl upp að 15.000 kílómetrum, skýrari ákveði verða sett vegna staðfestingargagna til grundvallar endurgreiðslu og ný ákveði sett varðandi þá skilmála sem […]

Umskurður drengja

Sara Pálsdóttir ritar: Umskurður drengja hefur sterk tengsl við trúarbrögð Gyðinga og Íslam. Drengir um allan heim eru umskornir og er um að ræða rótgróna hefð í mörgum samfélögum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út skýrslu árið 2010 þar sem umskurði ungra drengja eða kornabarna er lýst sem einni af algengustu og elstu skurðaðgerðum í heimi og […]

Eyþór segir meirihlutann hafa misst tökin-Nýr starfshópur þriðja hvern dag

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnkerfið í borginni um óviðunandi vinnubrögð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefnir hann því til stuðnings að fyrirspurnum sé svarað seint og illa og að 351 starfshópur hafi verið skipaður fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins. Það þýði að nýr starfshópur hafi verið skipaður þriðja hvern dag. Á meðan hafi […]

Fækkar í fiskiskipaflotanum – 70 ný skip á fimm árum

Samtals 70 ný fiskiskip hafa bæst við flotann hér á landi á síðustu fimm árum. Af þeim eru átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Samtals 53 þessara skipa voru smíðuð hér á landi, öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Togararnir voru allir smíðaðir í Tyrklandi, sem og fjögur af þeim sjö vélskipum sem […]

Þurfa að greiða 4.8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmatrar uppsagnar

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, þurfa að greiða fyrrverandi starfsmanni og félagsmanni í SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu, alls 4,8 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólögmætrar uppsagnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFR. Starfsstöð starfsmannsins var á Akureyri en […]

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gær að stofna leigufélag fyrir félagsmenn sína. Það skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta kemur fram á vef VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið forgöngumaður fyrir slíku félagi, en hann hefur lýst leigumarkaðinum hér á landi sem fársjúkum og talað um græðgisvæðingu leigufélaga. Í frétt VR […]

Verð á bílaleigubílum lækkar við Leifsstöð-Samt hæsta verð í Evrópu

Samtals hefur verð á bílaleigubílum við Leifsstöð lækkað um 38% frá því 2015, um 24% í evrum talið og 17% í dollurum talið, sökum styrkingar krónu síðastliðin þrjú ár. Þá er miðað við gengið í febrúar 2015 og febrúar 2018. Þetta kemur fram á Túristi.is. Forsendurnar eru að leigður sé minnsti bíllinn í tvær vikur […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is