Laugardagur 31.03.2012 - 16:05 - Ummæli ()

Framkvæmdarstjóri LÍÚ segir frumvarp ríkisstjórnarinnar grafa undan kaupmætti

Friðrik Arngrímsson framkvæmdarstjóri LÍÚ segir frumvarp ríkisstjórnarinnar grafa undan undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.

Í frétt sem birtist inni á heimasíðu LÍÚ segir að ef frumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt muni það leiða til óhagkvæmni í greininni og krónan muni veikjast sem aftur þýðir minni kaupmátt fyrir heimilin í landinu. Orðrétt segir Friðrik:

Það skýtur skökku við að á sama tíma og forsvarsmenn ríkissjórnarinnar tala um nauðsyn þess að styrkja gengi krónunnar er ráðist í aðgerðir sem grafa undan sjávarútvegnum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Óhagkvæmari sjávarútvegur veikir gengi krónunnar og grefur undan kaupmætti heimilanna í landinu

Um ríkisstjórnina og hennar vinnulag  segir Friðrik:

Ríkisstjórninni er tíðrætt um réttlæti. En það kallast varla réttlæti þegar kaupmáttur heillar þjóðar er skertur.

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is