Viðskipti Fimmtudagur 07.06.2012 - 14:00 - Ummæli ()

Fyrsta Iceland verslun Jóhannesar opnar í Engihjalla eftir nokkrar vikur

Jóhannes ætlar að opna verslun undir merkjum Iceland í sumar.

Fyrsta Iceland verslun Jóhannesar Jónssonar verður opnuð í Engihjalla, þar sem verslun 10-11 er nú til húsa. Stefnt verður að því að opna verslunina fyrir verslunarmannahelgi.

Jóhannes staðfestir við Viðskiptablaðið, sem greinir frá málinu, að verslunin muni opna síðla sumars en hann er þó ekki tilbúinn að staðfesta staðsetninguna. Blaðið hefur þó staðfestar heimildir fyrir því að verslunin verði í Engihjalla.

Verslun 10-11 í Engihjalla verður lokað innan skamms, en forráðamenn hennar hafa í nokkurn tíma reynt að losna undan leigusamningi í húsnæðinu sem er í eigu Reita. Segir Árni Pétur Jónsson, eigandi 10-11, að þetta sé sú verslun þar sem reksturinn gengur verst.

Nú þegar mun vera hafin vinna við að undirbúa opnun verslunarinnar sem verður þó nokkuð stærri en núverandi verslun 10-11.

«
»

Ummæli ()


Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is