Fimmtudagur 13.12.2012 - 08:18 - Ummæli ()

Stjórnlagaráð var algjörlega umboðslaus samkunda fræga fólksins

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eyjan/Gunnar

„Stjórnlagaráð var algjörlega umboðslaus samkunda. Hún var ekkert lík þjóðinni hvað varðar bakgrunn, menntun eða annað,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, sem jafnframt telur að þjóðaratkvæðagreiðslan á dögunum hafi verið misnotuð.

Gunnar Helgi er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag, þar sem hann ræðir drög að nýrri stjórnarskrá. Prófessorinn er, svo vægt sé til orða tekið, afar gagnrýninn á það ferli sem drögin hafa farið í gegnum.

Því miður held ég að þetta ferli allt saman sé þannig að það sé ekki hægt að gefa því annað en falleinkunn. Þá alveg frá því að ferlið byrjaði með stjórnlaganefnd og þjóðfundi yfir í störf stjórnlagaráðs, þjóðaratkvæðagreiðsluna og yfir í núverandi meðferð þingsins. Hvert einasta þrep í þessu ferli hefur verið gríðarlega gallað.

Í fyrsta lagi segir Gunnar Helgi að þjóðfundur sé ekki viðurkennd aðferðafræði við að skoða óskir eða afstöðu almennings, heldur hafi hann einungis verið „límmiðar á vegg í mismunandi stærðum.“ Nær hefði verið að gera stóra skoðanakönnun.

Í öðru lagi segir Gunnar Helgi að stjórnlagaráð hafi verið „algjörlega umboðslaus samkunda“ vegna þess hvernig kosið var til þess. Burtséð frá ágöllum Hæstaréttar, segir Gunnar Helgi, þá var fyrirkomulagið þannig að engin leið var fyrir kjósendur að gefa stjórnlagaráði nokkur skilaboð um hvað stjórnarskráin ætti að fela í sér. Enn fremur, þá hyglaði fyrirkomulagið vel þekktum einstaklinum.

Hvað gat tiltölulega óþekktur frambjóðandi gert í þessari aðstöðu? Ekkert. Hann mátti ekki eyða miklum peningum í framboðið og ef fólkið var ekki frægt fyrir átti það ekki möguleika. Þannig að þetta var kosning fræga fólksins,

segir Gunnar Helgi og bætir við:

Stjórnlagaráð var algjörlega umboðslaus samkunda. Hún var ekkert lík þjóðinni hvað varðar bakgrunn, menntun eða annað. Kosningin var með þeim hætti að ekki er hægt að segja að byggt hafi verið á neinum málefnagrunni. Þannig að það er ekki samasemmerki milli stjórnlagaráðs og þess að málið hafi verið í höndum þjóðarinnar. Síðan að demba þessu máli í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hin efnislega umræða hefur farið fram um það er að mínu viti og í þeim fræðum sem ég stunda dæmi um misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslum

Gunnar Helgi segir enn fremur að þegar stjórnlagaráðið hafi tekið til starfa hafi það útvíkkað hlutverk sitt eins mikið og mögulegt var og gert nýja stjórnarskrá frá grunni. Það varð til þess að sú rannsóknarvinna sem stjórnlaganefnd hafði þegar unnið dugði hvergi til og niðurstaðan varð gríðarlega mikið af órökstuddum tillögum.

Það er til dæmis gerð tillaga um mjög róttæka útgáfu af persónukjöri sem á sér enga hliðstæðu í neinu landi sem ég veit um og ég fullyrði að í engu þingræðisríki er jafn róttæk útgáfa af persónukjöri. Þá leitar maður í textanum að rökstuðningi fyrir því að gera þetta, annað hvort í umsögn stjórnlaganefndar eða drögum stjórnlagaráðs að stjórnarskrá. Þar er ekkert að finna. Ef maður ætlar að gagnrýna þessa tillögu slær maður vindhögg að því leyti að hún virðist ekki eiga að ná neinum sérstökum markmiðum. Af hverju er þá verið að leggja til róttækustu útgáfuna af þessu fyrirbæri sem til er?

spyr Gunnar Helgi. Enn fremur bendir hann á að allir hafi valið sér þá starfsaðferð að samþykkja allt í samstöðu og greiða svo atkvæði um drögin í lokin. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, segir hann.

Ef þessi starfsaðferð er valin verður útkoman aldrei annað en óskalisti. Allir komast að með sína sérvisku og öll sérviska kemst inn í drögin.

Gunnar Helgi segist gera ráð fyrir að stjórnarskrármálið sé eitthvað sem Jóhanna hafi bitið í sig að eigi að verða hennar minnisvarði, líkt og var hjá Gunnari Thoroddsen árið 1983. Enn rétt eins og stjórnarskrá Gunnars, þá sé stjórnarskrá Jóhönnu ekki tilbúin.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is