Laugardagur 07.12.2013 - 11:00 - Ummæli ()

Er tími ættleiðinga liðinn?

ættleiðingFyrirtæki sem annast ættleiðingar barna eru aðþrengd þessa dagana því ættleiðingum hefur fækkað mikið og nú er orðið mun erfiðara að ættleiða börn á milli landa en áður. Í Svíþjóð hefur alþjóðlegum ættleiðingum fækkað um meira en helming á aðeins 10 árum.

Í Svíþjóð voru 1.008 börn ættleidd erlendis frá árið 2002 en á síðasta ári voru þau aðeins 466. Í Danmörku er sömu sögu að segja, árið 2002 voru 609 börn ættleidd erlendis frá en í fyrra voru þau aðeins 219. En þetta er ekki aðeins bundið við Svíþjóð og Danmörku því svona er staðan um allan heim. 2003 voru 43.710 börn ættleidd á heimsvísu en 2011 var fjöldinn kominn niður 23.609 börn.

Staðan er allsstaðar sú sama og eftirspurnin eftir börnum til ættleiðingar er miklu meiri en framboðið af börnum. Svo virðist sem tími ættleiðinganna sé að renna sitt skeið á enda.

„Alþjóðlegar ættleiðingar eru eins og sól sem steig hátt upp á himininn en féll svo hratt til jarðar.“

Þetta sagði Tobia Hübinette, hjá Mångkulturelt Centrum og Södertörns háskólanum í Stokkhólmi sem rannsakar alþjóðlegar ættleiðingar, í samtali við dagblaðið Information. Hann hefur séð hvert landið á fætur öðru loka fyrir ættleiðingar, opna svo aðeins fyrir þær aftur eftir að lög og reglur hafa verið hert.

„Þessu er lokið. Löndin loka eitt af öðru en Afríkulöndin komust aldrei í gang. Eina Afríkulandið sem komst í gang var Eþíópía en þaðan streymdu börn í 6-8 ár en svo komu hneykslismálin upp.“

Meðal hneykslismálanna er að í Bandaríkjunum auglýsti fólk sem hafði ættleitt börn þau til annarar ættleiðingar eftir að hafa gefist upp á að hafa þau. Slíkar auglýsingar birtust á lokuðum spjallhóp á Yahoo um það bil einu sinni í viku, til dæmis eins og þar sem auglýst var eftir góðri og kærleiksríkri fjölskyldu til að taka við 14 ára ættleiddri stúlku sem hafði verið hjá nýju fjölskyldunni sinni í tæplega eitt ár. „Í alvöru talað þá er hún næstum því hið fullkomna barn.“

Afríka er þó sú heimsálfa sem stendur undir megninu af ættleiðingum í dag en þaðan komu 20 prósent þeirra barna sem voru ættleidd á heimsvísu 2010 en 2003 var hlutfallið um 5 prósent.

Mekonnen Yehualashet, hjá African Child Policy Forum í Addis Ababa í Eþíópíu, sagði að auðvitað vissu Afríkubúar hvað væri í gangi. „Þetta hefur allt snúist um viðskipti. Það eru peningar sem hafa knúið þetta áfram en ekki hagsmunir barnanna. Þegar það eru svo miklir peningar í spilunum eins og er í ættleiðingargeiranum þá er mjög erfitt að tryggja að hagsmunir og þarfir barnsins séu í fyrirrúmi.“

Hún sagði að það hafi oft komið fyrir að börn hafi verið ættleidd þó þau væru ekki munaðarlaus, þau hafi verið gefin til ættleiðingar af fjárhagsástæðum.

Tobias Hübinette sagðist telja að hneykslismálin eigi rætur sínar að rekja til viðskiptavæðingar ættleiðinganna. Að lokum hafi peningarnir eyðilagt greinina.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Oddviti Sjálfstæðisflokksins: Það eru röng viðbrögð að gera lítið úr upplifun kvenna

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að viðbrögðin við umræðunni um kynferðislega áreitni verði að vera þau að læra af umræðunni og að skilja að upplifun hverrar og einnar konu sé hennar persónulega reynsla og það séu röng viðbrögð að gera lítið úr slíkum upplifunum. Nokkuð hefur borið á […]

Sigmundur Davíð: Það er bara verið að mynda ríkisstjórn til að komast í ráðherraembætti

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að eina ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn séu að mynda ríkisstjórn sé að tryggja forystu flokkanna ráðherrastóla. Vill Sigmundur Davíð meina að það stríði gegn lýðræðinu að mynda breiða ríkisstjórn frá hægri til vinstri þar sem kjósendur séu ekki lengur að kjósa […]

Á þriðja hundrað látnir eftir árásina í Egyptalandi

Dánartalan eftir skotárásinni og sprengjuárásinni í Egyptalandi er komin upp í 235 manns. Líkt og greint var frá fyrr í dag átti árásin sér stað í mosku í bænum Bir al-Abed í norðvesturhluta Egyptalands. AP-fréttaveitan segir að vígamenn hafi keyrt að moskunni á fjórum jeppum, sprengt sprengju og skotið á þá sem mættir voru í […]

Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs var áreitt kynferðislega

Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og framkvæmdastýra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir að hún hafi verið áreitt kynferðislega. Sagði hún í viðtali í þættinum Skavlan, sem sýndur verður í kvöld, að atvikið hafi átt sér stað þegar hún var í læknanámi á sjöunda áratug síðustu aldar, þá hafi giftur læknir sem var 10 árum eldri en hún […]

85 látnir eftir sprengingu og skotárás í mosku

Minnst 85 liggja í valnum og 80 særðust eftir öfluga sprengingu og skotárás í mosku í norðurhluta Sínaískaga í Egyptalandi. Samkvæmt fjölmiðlum í Egyptalandi átti atvikið sér stað í bænum Bir al-Abed þegar föstudagsbæn stóð yfir. Árásarmennirnir munu hafa komið að moskunni á fjórum jeppum, sprengt sprengju inni í moskunni og skotið með hríðskotabyssum á […]

Jóhönnu var sagt að hún væri réttdræp – Andstyggilegt hvernig Bjarni og Sigmundur létu

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að henni hafi verið hótað, slori hafi verið kastað á húsið sitt og að maður hafi eitt sinn komið upp að sér að sagt að hún væri réttdræp. Í viðtali við Stundina í dag segir Jóhanna einnig að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi formaður Framsóknarflokksins hafi […]

Björt varar Katrínu og Vinstri græn við: „Það mun eitthvað koma uppá – Það verða hneykslismál“

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra varar Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri græn við samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn þar sem upp muni koma hneykslismál. Segir Björt í færslu á Fésbók að hún hafi hugsað það sama og Vinstri græn fyrir ári síðan þegar Björt framtíð ræddi við Sjálfstæðisflokkinn um ríkisstjórnarsamstarf, á blaði hafi Björt framtíð verið sammála Sjálfstæðisflokknum í mörgum […]

Allar sögurnar: Nauðgun, rassakáf af hálfu flokksformanns og starandi karlráðherrar

Maður sem gegndi trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokk nauðgaði ungri konu í sama flokk, flokksformaður káfaði á rassi þingkonu í flokknum, þingmaður elti konu heim af miðstjórnarfundi og ráðherrar stara á rassa þingkvenna sem tala í ræðustól Alþingis. Þetta kemur fram í sögum kvenna í stjórnmálum sem birt hafa sögur sínar opinberlega og krefjast þess að allir […]

Frambjóðandi í 2.sæti var áreitt í þrígang í nýafstaðinni kosningabaráttu

Konur í stjórnmálum hafa undanfarna viku deilt með sér tæplega 140 sögum sem nú verið sendar á fjölmiðla. Má þar meðal annars finna sögur úr nýstaðinni kosningabaráttu. Gerendurnir eru ekki nafngreindir í sögunum, né í hvaða stjórnmálaflokkum þeir eru. Konurnar sem um ræðir eru heldur ekki nafngreindar í flestum tilvikum. Í sameiginlegri áskorun hópsins, Í […]

Sjá ekkert til fyrirstöðu í samrunum matvöruverslana og bensínstöðva

Samkeppniseftirlitið sér ekkert því til fyrirstöðu að Hagar, sem reka meðal annars verslanir Bónus og Hagkaup, renni saman við Olís, sem rekur 72 bensínstöðvar um allt land. Sama gildir um samruna N1 og Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko og Krónunnar. Óskar Samkeppniseftirlitið nú eftir sjónarmiðum vegna samrunananna og er frestur gefinn til 7. […]

Skipar starfshóp til að seinka klukkunni

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Miðað við sólargang og legu landsins er klukkan á Íslandi of fljót. Nokkuð hefur verið fjallað um að þessi munur […]

Þorbjörn ber saman símtal Davíðs og Geirs við dóma í hrunmálum: „Sitt er hvað Jón og séra Jón“

Þorbjörn Þórðarsson fréttamaður á Stöð 2 segir að annaðhvort sé lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum röng eða það skipti máli hver eigi í hlut þegar tekin sé ákvörðun um saksókn efnahagsmála. Vísar Þorbjörn í leiðara Fréttablaðsins í dag í símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra þar sem kom fram að […]

Gunnar Smári um dóm MDE: „Áfangasigur fyrir almenning gegn klíkuveldinu“

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi og fyrrverandi ritstjóri segir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í dag sé viss áfangasigur fyrir almenning gegn klíkuveldinu en að dómurinn komi of seint þar sem klíkuveldið hafi verið endurreist. Líkt og greint var frá í morgun úrskurðaði MDE í morgun íslenska ríkinu í vil í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, […]

Jón Steinar: Dómarar gæta hagsmuna sinna

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Hinn 14. nóvember s.l. var í Hæstarétti kveðinn upp dómur sem gefur tilefni til hugleiðinga af alvarlegum toga. Í þessum dómi (mál nr. 705/2017) staðfesti rétturinn úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2017 þar sem synjað var kröfu verjenda þriggja ákærðra manna um að meðdómsmaðurinn Ingimundur Einarsson viki sæti vegna vanhæfis í […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is