Laugardagur 07.12.2013 - 11:00 - Ummæli ()

Er tími ættleiðinga liðinn?

ættleiðingFyrirtæki sem annast ættleiðingar barna eru aðþrengd þessa dagana því ættleiðingum hefur fækkað mikið og nú er orðið mun erfiðara að ættleiða börn á milli landa en áður. Í Svíþjóð hefur alþjóðlegum ættleiðingum fækkað um meira en helming á aðeins 10 árum.

Í Svíþjóð voru 1.008 börn ættleidd erlendis frá árið 2002 en á síðasta ári voru þau aðeins 466. Í Danmörku er sömu sögu að segja, árið 2002 voru 609 börn ættleidd erlendis frá en í fyrra voru þau aðeins 219. En þetta er ekki aðeins bundið við Svíþjóð og Danmörku því svona er staðan um allan heim. 2003 voru 43.710 börn ættleidd á heimsvísu en 2011 var fjöldinn kominn niður 23.609 börn.

Staðan er allsstaðar sú sama og eftirspurnin eftir börnum til ættleiðingar er miklu meiri en framboðið af börnum. Svo virðist sem tími ættleiðinganna sé að renna sitt skeið á enda.

„Alþjóðlegar ættleiðingar eru eins og sól sem steig hátt upp á himininn en féll svo hratt til jarðar.“

Þetta sagði Tobia Hübinette, hjá Mångkulturelt Centrum og Södertörns háskólanum í Stokkhólmi sem rannsakar alþjóðlegar ættleiðingar, í samtali við dagblaðið Information. Hann hefur séð hvert landið á fætur öðru loka fyrir ættleiðingar, opna svo aðeins fyrir þær aftur eftir að lög og reglur hafa verið hert.

„Þessu er lokið. Löndin loka eitt af öðru en Afríkulöndin komust aldrei í gang. Eina Afríkulandið sem komst í gang var Eþíópía en þaðan streymdu börn í 6-8 ár en svo komu hneykslismálin upp.“

Meðal hneykslismálanna er að í Bandaríkjunum auglýsti fólk sem hafði ættleitt börn þau til annarar ættleiðingar eftir að hafa gefist upp á að hafa þau. Slíkar auglýsingar birtust á lokuðum spjallhóp á Yahoo um það bil einu sinni í viku, til dæmis eins og þar sem auglýst var eftir góðri og kærleiksríkri fjölskyldu til að taka við 14 ára ættleiddri stúlku sem hafði verið hjá nýju fjölskyldunni sinni í tæplega eitt ár. „Í alvöru talað þá er hún næstum því hið fullkomna barn.“

Afríka er þó sú heimsálfa sem stendur undir megninu af ættleiðingum í dag en þaðan komu 20 prósent þeirra barna sem voru ættleidd á heimsvísu 2010 en 2003 var hlutfallið um 5 prósent.

Mekonnen Yehualashet, hjá African Child Policy Forum í Addis Ababa í Eþíópíu, sagði að auðvitað vissu Afríkubúar hvað væri í gangi. „Þetta hefur allt snúist um viðskipti. Það eru peningar sem hafa knúið þetta áfram en ekki hagsmunir barnanna. Þegar það eru svo miklir peningar í spilunum eins og er í ættleiðingargeiranum þá er mjög erfitt að tryggja að hagsmunir og þarfir barnsins séu í fyrirrúmi.“

Hún sagði að það hafi oft komið fyrir að börn hafi verið ættleidd þó þau væru ekki munaðarlaus, þau hafi verið gefin til ættleiðingar af fjárhagsástæðum.

Tobias Hübinette sagðist telja að hneykslismálin eigi rætur sínar að rekja til viðskiptavæðingar ættleiðinganna. Að lokum hafi peningarnir eyðilagt greinina.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Vissi Bjarni af lögbanninu?: „Því miður spurði Jóhann Bjarni ekki út í þetta sérkennilega svar“

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, veltir upp þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni hvort orðalag Bjarna Benediktssonar í viðtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson, fréttamann á RÚV, gefi mögulega til kynna að Bjarni hafi vitað að sýslumaður hygðist setja lögbann á fréttaflutning Stundarinnar. Jóhann Bjarni svarar sjálfur í athugasemd við færslu Illuga og segir þetta réttmæta athugasemd hjá […]

Björn Bjarnason segir óvinaher Bjarna á brauðfótum

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og náfrændi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, segir á vef sínum að „óvinaher“ Bjarna leggi sig fram um að gera ákvörðun sýslumanns, um að setja lögbann á fréttatlutning Stundarinnar upp úr gögnum frá slitabúi Glitnis, að „flokkspólitísku máli eða óvildarmáli“ í garð Bjarna. Aðför þessi hafi síðan alþjóðlega hlið með aðkomu breska blaðsins The […]

Bjarni opnar sig um lögbannið: Kemur á mjög óheppilegum tíma

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar vera út í hött og komi á mjög óheppilegum tímapunkti. Sjá einnig: Lögbann staðfest gegn Stundinni Sjá einnig: Beðið eftir viðbrögðum Bjarna Segir hann í samtali við RÚV að hann hafi aldrei reynt að stöðvar fréttaflutning um sig: Í fyrsta lagi […]

Aðsóknarmet hjá Eyjunni: 145 þúsund einstakir notendur

Eyjan setti aðsóknarmet í vikunni sem leið, aldrei áður hafa jafn margir lesið Eyjuna frá því vefurinn opnaði árið 2008. Það kom í ljós þegar lestrartölur voru birtar á Gallup í dag. Gallup sér um að mæla vinsælustu vefsvæði landsins. Eyjan hefur lengi verið miðstöð pólitískrar umræðu. Nú þegar kosningar nálgast hefur aðsókn á Eyjuna […]

Sönnunarbyrðin hvílir á bannvaldinu og öllum hinum sem þegja!

Ögmundur Jónasson skrifar: Lögbann hefur verið sett á Stundina og sömu tilburðir munu vera uppi gagnvart Guardian líka, eftir því sem fréttir herma, til að koma í veg fyrir að okkur berist upplýsingar um siðleysi í fjármálaheiminum sem í þokkabót kunni sumar hverjar að tengjast stjórnmálum. Frá Möltu berast fréttir af því að blaðakona hafi […]

Össur segir ESB-aðild í kortunum: „Við Valsmenn myndum kalla þetta dauðafæri“

Össur Skarphéðinsson segir að aðstæður hafi skapast fyrir Samfylkinguna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Fyrir þessu eru að hans mati tvíþættar aðstæður: Annars vegar sýnir skoðanakönnun að meirihluti kjósenda VG vill ganga inn í ESB. Hins vegar er Samfylkingin á blússandi uppleið í skoðanakönnunum þannig að ekki verður hægt að ganga […]

Áherslur flokkanna: Það sem kjósendur ættu að varast

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá utanríkismálum til heilbrigðismála. Í dag er spurt: Að ykkar mati, hvað er það helsta sem kjósendur ættu að varast? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   […]

Stundin fær stuðning úr óvæntri átt: „Þeir eru líka hluti af lýðræðislegri umræðu“

Lögmaðurinn Jón Magnússon fordæmir lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar úr gögnum Glitnis. Líkt og greint hefur verið frá mættu fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík ásamt lögmanni Glitnis á skrifstofu Stundarinnar og kröfðust þess að fá gögnin sem Stundin hafði undir höndum. Samþykkti sýslumaður lögbann á frekari umfjöllun sem byggir á gögnunum. Jón segir þetta […]

Vinstri græn áberandi stærst – Sjö flokkar ná inn

Sjö stjórnmálaflokkar næðu mönnum á þing ef kosið yrði í dag. Vinstri græn yrði stærsti flokkurinn með 27% fylgi og 19 þingmenn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22% fylgi. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 11% fylgi. Samfylkingin og Píratar mælast með 10% fylgi. Framsóknarflokkurinn […]

Múlbinding sem virkar öfugt og kemur sér tæplega vel fyrir Bjarna

Lögbann á fjölmiðil er aðgerð sem yfirleitt virkar öfugt. Eitt og sér gefur það til kynna að eitthvað búi á baki sem ástæða er til að fela. Og skilningur gagnvart banni á birtingu upplýsinga úr gömlu, föllnu og illa þokkuðu bönkunum er afar lítill. Þeir eru á svarta listanum hjá þjóðinni.

Stórsókn gegn ofbeldi: Fundur Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar boðar til fundar um stórsókn gegn ofbeldi þriðjudaginn 17. október. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Hlemmi Square, Laugavegi 105, og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn er öllum opinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni. Þar kemur einnig fram að Samfylkingin hafi sett fram áætlun þar sem tiltekið er að setja skuli einn […]

Þriðjungur hlutabréfa í Arion banka verði afhentur öllum Íslendingum til jafns

Ríkið mun nýta forkaupsrétt sinn í Arion banka og þriðjungur hlutabréfa í bankanum afhentur öllum Íslendingum til jafns ef tillögur Miðflokksins um endurskipulagningu fjármálakerfisins ná fram að ganga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kynnti kosningaáherslur flokksins á fundi flokksins í Rúgbrauðsgerðinni í gær við góðar undirtektir fundargesta. Þeir höfðu beðið eftir stefnumálum þessa yngsta stjórnmálaafls […]

„Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir“

„Við lofum engu nema við séum búin að finna út úr því hvernig við getum staðið við það. Þetta er í takt við áherslur Pírata á ábyrg og gagnsæ vinnubrögð. Við tökum ekki þátt í loforðakapphlaupi. Það er ódýr leið stjórnmálamanna til að afla sér atkvæða en dýr leið fyrir samfélagið.“ Þetta kemur fram í […]

Ólína Þorvarðardóttir til liðs við Útvarp Sögu

Útvarpi Sögu hefur borist öflugur liðsauki í aðdraganda kosninganna en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er komin í tímabundið verkefni hjá útvarpsstöðinni og mun leggja kosningaútvarpi Sögu lið næstu tvær vikurnar. Á vertíð, í sláturtíð og heyskap þarf margar hendur. Nú eru kosningar og mikið um að vera á einni útvarpsstöð. Ég hef samþykkt að hlaupa undir […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is