Mánudagur 23.12.2013 - 14:23 - Ummæli ()

Gylfa „gróflega misboðið“ vegna gagnrýni á kjarasamninga: Reiði í garð ríkisstjórnar

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

„Ég verð að viðurkenna að  mér er gróflega misboðið, ekki bara framganga þessara félaga minna heldur ekki síður hvernig fjölmiðlar hafa hampað þessum aðilum án þess að leita eftir skoðunum forystumanna þeirra 95% félagsmanna sem ákváðu að axla fulla ábyrgð á stöðumatinu með undirritun kjarasamninganna.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslans, sem rekur tildrög nýundirritaðra kjarasamninga í ítarlegri grein á Pressunni. Kjarasamningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir, meðal annars af verkalýðsleiðtogunum Vilhjálmi Birgissyni á Akranesi og Aðalsteini Baldurssyni á Húsavík.

Gylfi undrast þessa gagnrýni og skrifar í greininni að það sé ekki svo að verkalýðshreyfingin hafi sjálfdæmi um launahækkanir. Um sé að ræða harða hagsmunabaráttu þar sem ekki er sjálfgefið hver niðurstaðan er. Þannig hafi Samtök atvinnulífsins verið hörð á því að launahækkanir yrðu ekki meiri en 2 prósent og krónutöluhækkun á lægstu laun var hafnað alfarið  Að sama skapi lögðu samninganefndir ASÍ upp með launahækkanir á bilinu 3 til 3,25 prósent.

Niðurstaðan varð síðan 2,8% launahækkun en að lágmarki kr. 8.000 og sérstaka láglaunahækkun upp á einn launaflokk eða kr. 1.750. Þannig hækka lægstu laun um tæpar 10.000 kr.  Þá ætla samningsaðilar að ná víðtækri samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar og hafa stærstu sveitarfélög landsins og ríkið að hluta gengist inn á þá leið auk þess sem Samtök atvinnulífsins munu leggja hart að sínu fólki að hækka ekki verð á vöru og þjónustu,

segir Gylfi. Ljóst var að undir lok viðræðna að nokkuð bar á milli ASÍ og SA þegar kom að almennri launahækkun og sérstaka hækkkun fyrir þá lægst lanuðu.  Áttu fulltrúar ASÍ og SA fund með fjármálaráðherra og fulltrúa forsætisráðherra þar sem þess var óskað að ríkisstjórnin myndi útfæra boðaða skattalækkun með þeim hætti að þrepið milli lægsta skattþrepsins og milliþrepsins yrði hækkað úr 256 þús.kr. í 295 þús.kr. og að persónuafsláttur yrði hækkaður um 1.000 kr. til viðbótar við hækkun hans vegna verðbólgu. Var það mat aðila að slík aðkoma ríkisstjórnar myndi auðvelda gerð kjarasamninga.

Ríkisstjórnin ákvað að ganga að tillögu ASÍ varðandi mörkin milli þrepanna en hafnaði alfarið að hækka persónuafsláttinn aukalega en lækkaði skatthlutfalli í milliþrepi um 0,5%. Var þetta mjög miður, því þar með var tekjulægsta fólkið skilið eftir í þessari skattaaðgerð en þess í stað voru skattar þeirra allra tekjuhæstu lækkaðir meira,

segir Gylfi og bætir við:

Það varð niðurstaða allra samninganefnda aðildarfélaga ASÍ á laugardagsmorgun að ganga til samninga þrátt fyrir þessa niðurstöðu, þó mikil reiði hefði verið í garð ríkisstjórnarinnar vegna þess að hún vildi frekar lækka skatta þeirra 10% launamanna sem hæstar hafa tekjurnar en að tryggja að þau 10% launamanna sem eru í hópi tekjulægsta fólksins fengju einhverja hlutdeild í þessari skattalækkunaraðgerð.

Fimm félög innan Starfsgreinasamgands Íslands ákváðu að skrifa ekki undir kjarasamning sambandsins á laugardagskvöldið. Þau ákváðu þó að standa að samningunum og draga ekki til baka umboðið sem þau höfðu falið SGS, sem þeim hefði verið í lófa lagið, segir Gylfi. Í þessum félögum seú ríflega þrjú þúsund félagsmenn af þeim 81.000 félagsmönnum sem umræddir kjarasamningar ná til, eða um 4,7 prósent.

Það vekur undrun, í ljósi þess að framangreindir forystumenn ákváðu að afturkalla ekki umboðið til gerðar kjarasamnings, hvernig sumir þeirra hafa síðan af mikilli vandlætingu og virðingarleysi ráðist á félaga sína . Um þverbak keyrir þegar þeir fullyrða að þessir kjarasamningar, þar sem enn einu sinni er lögð áhersla á að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun, leiði til aukinnar misskiptingar og að ég og aðrir forystumenn hafi valið þessa leið vegna eigin hagsmuna!

Ég verð að viðurkenna að  mér er gróflega misboðið, ekki bara framganga þessara félaga minna heldur ekki síður hvernig fjölmiðlar hafa hampað þessum aðilum án þess að leita eftir skoðunum forystumanna þeirra 95% félagsmanna sem ákváðu að axla fulla ábyrgð á stöðumatinu með undirritun kjarasamninganna

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ný sýn í skipulagsmálum – Brú yfir Skerjafjörð

Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, hefur í nýrri heimildarmynd velt upp möguleikum á brú yfir Skerjafjörð, svokallaðri Skerjabraut. Björn segir að öllum megi ljóst vera að bæta þurfi verulega umferðarflæðið um borgina, enda helstu stofnbrautir löngu sprungnar. „Þetta hefur haft í för með sér að verslun og þjónusta færist sífellt fjær miðbænum og suður […]

Borgarfulltrúum fjölgað í 23 – Sjálfstæðismenn á móti

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa var frestað á fundi borgarstjórnar í sumar þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa […]

Íslenska apaplánetan

Einar Kárason skrifar: Ef við horfum framhjá þeim efnahagslega harmleik sem reið yfir landið og íbúa þess í kjölfar hrunsins þá má samt segja að það hafi ekki komið degi of snemma; um margt forðaði það þjóðfélagi okkar frá því að breytast í hreinræktaða apaplánetu. Siðlaus og heimskur lýður var við það að ná tökum […]

„Ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti sem Sjálfstæðismenn eru ósammála“

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, SUS, lýsir yfir fullu trausti til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn sýni léttuð þegar komi að kynferðisafbrotum. Í fyrradag sendi Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá sér ályktun þar sem lýst var yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen vegna trúnaðarbrests í starfi. Ályktun Heimdallar fengu […]

Framsóknarflokkurinn kominn í kosningagír: „Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn“

Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum. ,,Ég er bjartsýn á næstu daga og vikur. Það má segja að kosningabaráttan í Reykjavík […]

Sigríður Andersen hafnar ásökunum um þöggun: „Ég frábið mér þennan málflutning“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafnar því alfarið að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem er nýlokið var gengið hart að ráðherra, spurði Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hver bæri ábyrgð á því að þagga niður og koma í veg fyrir að nöfn þeirra sem veittu […]

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann hefur áður sagt frá því að hann hafi verið kynferðisbrotaþoli.

Guðfinna ætlar á þing

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina stefnir á þing. Tilkynnti hún á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi ákvörðun sína að gefa kost á sér í 1.sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Karl Garðarsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum, en hann náði ekki inn á […]

Eygló gefur ekki kost á sér

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra gefur ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Eygló hefur setið á þingi frá því í nóvember 2008, segir hún í yfirlýsingu, sem sjá má hér, að hún hafi lengi verið sannfærð um að þingmennska eigi ekki að vera ævistarf: „Í nóvember 2008 tók ég sæti á Alþingi […]

VG og Sjálfstæðisflokkurinn jafnstór – Flokkur fólksins stærri en Framsókn og Samfylking

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með jafn mikið fylgi, eða 23%, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og svöruðu 800 manns. 64% þeirra sem náðist í tóku afstöðu og því geta niðurstöðurnar breyst talsvert eftir því sem fleiri taka ákvörðun. Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. […]

Eng­inn lesið Gagn og gam­an og Litlu gulu hænu ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar­hefðar og standa á gati

„Enn hef­ur ekki verið upp­lýst hvers vegna rík­is­stjórn­in sprakk. Ekki þannig að skilj­an­legt sé. En vitað er að hún var sprengd með til­kynn­ingu sem barst frá heim­ili Ótt­ars Proppé, leiðtoga Bjartr­ar framtíðar, skömmu eft­ir miðnætti (!) aðfaranótt föstu­dags. Eng­in skýr­ing hef­ur verið gef­in á hvers vegna mátti ekki taka þessa ákvörðun í björtu. At­b­urðarás­in staðfest­ir […]

Smári svarar fyrir Jimmy Savile ummælin: „Ófullkomin samlíking“

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ummæli sín um breska sjónvarpsmanninn og kynferðisbrotamanninn Jimmy Savile og stjórnarslitin hafi verið vísvitandi rangtúlkuð til að láta það hljóma eins og Smári hafi verið að líkja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við barnaníðinginn alræmda. Segir Smári að þetta hafi ófullkomin samlíking. Líkt og Eyjan greindi frá um helgina þá olli […]

Margrét yfirgefur Frelsisflokkinn: „Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing“

Margrét Friðríksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og hefur þess í stað gengið til liðs við Flokk fólksins. Margrét staðfesti það í samtali við Eyjuna að orðið hafi trúnaðarbrestur í Frelsisflokknum, en líkt og greint var frá lok ágúst stefndi Margrét á að leiða Frelsisflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Sjá einnig: Frelsisflokkurinn […]

Vilhjálmur krefst svara: „Hvaða stjónmálaflokkar ætla að standa með alþýðu þessa lands?“

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness veltir fyrir sér í ljósi þess að kosið verður til Alþingis þann 28. október næstkomandi hver kosningaloforð flokkanna verði. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð muni lofa því að hækka álögur á bensín um 9 krónur á lítrann og dísilolíu um 22 krónur sem gerir það að verkum að neysluvísitalan […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is