Mánudagur 16.06.2014 - 15:07 - Ummæli ()

Viktor Scheving Ingvarsson skipstjóri í Grindavík um eineltismál: Botninum náð!

Viktor Scheving Ingvarsson skipstjóri í Grindavík.

Viktor Scheving Ingvarsson skipstjóri í Grindavík.

Viktor Scheving Ingvarsson hefur beðið Eyjuna um að birta eftirfarandi grein, en hún fjallar um einelti í Grunnskólanum í Grindavík sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum.

Ég og mín fjölskylda höfum átt gott líf og liðið vel í Grindavík. Síðasta haust tók líf okkar breytingum. Samnemendum dóttur okkar ofbauð svo framkoma kennara við hana að þeir stigu fram og tilkynntu athæfið. Hafi þeir miklar þakkir fyrir.

Í kjölfarið var málið rannsakað af þriðja aðila. Að rannsókn lokinni liggur fyrir að umræddur kennari hafði lagt dóttur okkar einelti.

Fleiri börn stigu fram og niðurstaða í öðru máli var sú að kennarinn hefði sýnt nemanda ósæmilega hegðun. Þriðja málið er nú til rannsóknar.

Auk þess hafa hátt á annan tug fyrrum nemenda Grunnskólans í Grindavík undirritað harðorða yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að umræddur kennari hafi lagt þau í einelti meðan á skólagöngu þeirra stóð og afhent bæjaryfirvöldum yfirlýsinguna.

Allt þetta bendir til þess að eðlilegt og nauðsynlegt sé að  ráðast í aðgerðir hratt og örugglega. Þeir sem stjórni taki á málum af festu, hafi þeir raunverulegan áhuga á velferð barna og virðingu skólans. Því miður er eins og hvort tveggja sé aukaatriði!

Stjórnsýslan í Grindavík virðist vera lömuð gagnvart þessu máli. Það skyldi þó aldrei vera að smábærinn með öll sín vensl og tengsl eigi sinn þátt í því að ekki er tekið  á þessu máli af festu?

Viðurkenning við skólaslit

Ég var viðstaddur skólaslit í Grunnskóla Grindavíkur í síðustu viku. Ég óska útskriftarnemendum og foreldrum þeirra innilega til hamingju með daginn. Það er stór dagur í lífi hvers barns að ljúka grunnskólanum. Flestir eiga sem betur fer góða skólagöngu. En því miður voru ekki allir viðstaddir skólaslitin og því miður voru ekki allir jafnánægðir sem mættu á þessi skólaslit eftir mjög erfitt skólaár. Því miður var skuggi yfir samkomunni. Fljótlega kom í ljós að það var ástæða fyrir skugganum og ekki búið að girða fyrir vandann.

Deildarstjóri á unglingastigi stjórnaði skólaslitunum. Deildarstjórinn er eiginkona gerandans í eineltismálinu. Deildarstjórinn hóf samkomuna á ljóði eftir Einar Benediktsson. Í ljóðinu kemur fram meðal annars setningin „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Það er engin hefð fyrir ljóðalestri á þessari samkomu og var það mat mjög margra að þarna væri deildarstjórinn að misnota aðstöðu sína og ögra salnum.

Að lokinni hefðbundinni dagskrá kallar deildarstjóri nemendur úr einum tíunda bekknum á svið. Bekknum sem eiginmaður hennar, gerandinn í eineltismálinu kenndi, en gerandinn var búinn að vera meira og minna frá á seinasta skólaári vegna rannsókna og niðurstaðna þeirra. Meðal nemenda í þessum bekk eru tvíburar, drengur og stúlka. Einnig eru í salnum stúlka sem hafði verið lögð í einelti af umræddum kennara og að auki ein stúlka sem er með mál í rannsókn.

Drengnum sem fyrr er nefndur hafði eiginmaður deildarstjóra samkvæmt skýrslum sálfræðinga sýnt ámælisverða hegðun og drengurinn tók af þeim sökum ekki þátt í skólaslitum. Tvíburasystir hans var hins vegar viðstödd. Hún var engu að síður kölluð á svið án þess að hafa hugmynd um það hvað ætti að fara þar fram. Þá voru tveir úr hópi foreldra kölluð upp.

Síðan er gerandinn sem hafði verið frá störfum síðan í haust vegna eineltismála kallaður upp af eiginkonu sinni. Honum eru síðan færð blóm og gjöf fyrir vel unnin störf í vetur. Það var ömurlegt að vera í salnum og upplifa hrokann.

Mest fann ég þó til með stúlkunni sem var kölluð á svið til þess að þakka manninum sem hafði sýnt  bróður hennar ámælisverða hegðun. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir barnið. Þetta er að mínu mati ömurlegur og alvarlegur dómgreindarskortur hjá deildarstjóranum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hvaða sálar?

Þetta er líka í hróplegu ósamræmi við skilaboð fundar sem við  nemendur og foreldrar barna úr níunda og tíunda bekk áttum með Vöndu Sigurgeirsdóttur nýlega í sama sal skólans um þessi eineltismál.

Á þeim fundum tilkynnti skólastjóri að um staðfest einelti og ámælisverða hegðun hefði verið um að ræða og gerandinn var nafngreindur.

Hver eru skilaboðin?

Hver eru skilaboðin til barna og foreldra sem felast í að draga gerandann á svið við skólaslit og heiðra hann? Ef einhverjir foreldrar vildu gera það þá átti það að fara fram í heimahúsi, en aldrei á sviði skólans. Deildarstjóri unglingastigs, eiginkona gerandans notaði þarna tækifærið og stráði salti í sár fólks í salnum. Hún greip þarna til varna fyrir eiginmanninn á afar ósmekklegan hátt.

Þau sem áttu í raun skilið að vera á sviði skólans voru þau börn sem höfðu verið beitt ofbeldi í skólanum. Það hefði verið eðlilegt á þessari samkomu að þau hefðu verið beðin afsökunar á einelti eða ámælisverðri hegðun í sinn garð af starfsmanni skólans, með ósk um að sárin greru og að ofbeldið hefði ekki valdið þeim varanlegum skaða.

Þess í stað voru þau látin horfa upp á gerandann heiðraðan fyrir vel unnin störf. Þarna voru börnin og foreldrar þeirra enn og aftur niðurlægð. Hver ber ábyrgðina? Það krefst rannsóknar. Ef ekki verður tekið af festu á uppkomu af þessu tagi er stjórnsýslan í Grindavík annaðhvort meðvirk eða óvirk. Hvorugt er gott.

Að lokum þetta. Það er mikilvægt að færa ekki ábyrgð  á stjórnleysinu í Grunnskólanum yfir á alla íbúa í Grindavík. Við skulum líka hafa hugfast að í Grunnskóla Grindavíkur er upp til hópa mjög gott starfsfólk. Það fólk líður nú líka eins og við hin fyrir aga- og stjórnleysi.

Þessi skrif eru ákall til æðri stjórnvalda, svo sem menntamálaráðuneytis og umboðsmanns alþingis.

Viktor Scheving Ingvarsson

Undirritaður er skipstjóri og íbúi í Grindavík.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Græðgin gengur af göflunum – Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Útgerðarmafían hóf árið með stórsókn gegn almenningi. Framkvæmdastjóri samtaka þeirra fer hamförum yfir veiðigjaldinu og segir það vera skattheimtu á sterum. Ætla mætti að verið væri að ganga a milli bols og höfuðs í efnahagslegum skilningi á öllum helstu útgerðarfélögum landsins, slíkur er barlómurinn. Segja mætti eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði […]

Benedikt óskar upphafsmönnum EES-samningsins til hamingju með afmælið

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður og stofnandi Viðreisnar og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, skrifar um afmæli EES samningsins á heimasíðu sinni, en 25 ár eru liðin frá því hann tók gildi. Benedikt er mikill áhugamaður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en EES samningurinn var hugsaður sem „biðstofa fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu“, segir Benedikt í […]

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is