Mánudagur 16.06.2014 - 15:07 - Ummæli ()

Viktor Scheving Ingvarsson skipstjóri í Grindavík um eineltismál: Botninum náð!

Viktor Scheving Ingvarsson skipstjóri í Grindavík.

Viktor Scheving Ingvarsson skipstjóri í Grindavík.

Viktor Scheving Ingvarsson hefur beðið Eyjuna um að birta eftirfarandi grein, en hún fjallar um einelti í Grunnskólanum í Grindavík sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum.

Ég og mín fjölskylda höfum átt gott líf og liðið vel í Grindavík. Síðasta haust tók líf okkar breytingum. Samnemendum dóttur okkar ofbauð svo framkoma kennara við hana að þeir stigu fram og tilkynntu athæfið. Hafi þeir miklar þakkir fyrir.

Í kjölfarið var málið rannsakað af þriðja aðila. Að rannsókn lokinni liggur fyrir að umræddur kennari hafði lagt dóttur okkar einelti.

Fleiri börn stigu fram og niðurstaða í öðru máli var sú að kennarinn hefði sýnt nemanda ósæmilega hegðun. Þriðja málið er nú til rannsóknar.

Auk þess hafa hátt á annan tug fyrrum nemenda Grunnskólans í Grindavík undirritað harðorða yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að umræddur kennari hafi lagt þau í einelti meðan á skólagöngu þeirra stóð og afhent bæjaryfirvöldum yfirlýsinguna.

Allt þetta bendir til þess að eðlilegt og nauðsynlegt sé að  ráðast í aðgerðir hratt og örugglega. Þeir sem stjórni taki á málum af festu, hafi þeir raunverulegan áhuga á velferð barna og virðingu skólans. Því miður er eins og hvort tveggja sé aukaatriði!

Stjórnsýslan í Grindavík virðist vera lömuð gagnvart þessu máli. Það skyldi þó aldrei vera að smábærinn með öll sín vensl og tengsl eigi sinn þátt í því að ekki er tekið  á þessu máli af festu?

Viðurkenning við skólaslit

Ég var viðstaddur skólaslit í Grunnskóla Grindavíkur í síðustu viku. Ég óska útskriftarnemendum og foreldrum þeirra innilega til hamingju með daginn. Það er stór dagur í lífi hvers barns að ljúka grunnskólanum. Flestir eiga sem betur fer góða skólagöngu. En því miður voru ekki allir viðstaddir skólaslitin og því miður voru ekki allir jafnánægðir sem mættu á þessi skólaslit eftir mjög erfitt skólaár. Því miður var skuggi yfir samkomunni. Fljótlega kom í ljós að það var ástæða fyrir skugganum og ekki búið að girða fyrir vandann.

Deildarstjóri á unglingastigi stjórnaði skólaslitunum. Deildarstjórinn er eiginkona gerandans í eineltismálinu. Deildarstjórinn hóf samkomuna á ljóði eftir Einar Benediktsson. Í ljóðinu kemur fram meðal annars setningin „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Það er engin hefð fyrir ljóðalestri á þessari samkomu og var það mat mjög margra að þarna væri deildarstjórinn að misnota aðstöðu sína og ögra salnum.

Að lokinni hefðbundinni dagskrá kallar deildarstjóri nemendur úr einum tíunda bekknum á svið. Bekknum sem eiginmaður hennar, gerandinn í eineltismálinu kenndi, en gerandinn var búinn að vera meira og minna frá á seinasta skólaári vegna rannsókna og niðurstaðna þeirra. Meðal nemenda í þessum bekk eru tvíburar, drengur og stúlka. Einnig eru í salnum stúlka sem hafði verið lögð í einelti af umræddum kennara og að auki ein stúlka sem er með mál í rannsókn.

Drengnum sem fyrr er nefndur hafði eiginmaður deildarstjóra samkvæmt skýrslum sálfræðinga sýnt ámælisverða hegðun og drengurinn tók af þeim sökum ekki þátt í skólaslitum. Tvíburasystir hans var hins vegar viðstödd. Hún var engu að síður kölluð á svið án þess að hafa hugmynd um það hvað ætti að fara þar fram. Þá voru tveir úr hópi foreldra kölluð upp.

Síðan er gerandinn sem hafði verið frá störfum síðan í haust vegna eineltismála kallaður upp af eiginkonu sinni. Honum eru síðan færð blóm og gjöf fyrir vel unnin störf í vetur. Það var ömurlegt að vera í salnum og upplifa hrokann.

Mest fann ég þó til með stúlkunni sem var kölluð á svið til þess að þakka manninum sem hafði sýnt  bróður hennar ámælisverða hegðun. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir barnið. Þetta er að mínu mati ömurlegur og alvarlegur dómgreindarskortur hjá deildarstjóranum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hvaða sálar?

Þetta er líka í hróplegu ósamræmi við skilaboð fundar sem við  nemendur og foreldrar barna úr níunda og tíunda bekk áttum með Vöndu Sigurgeirsdóttur nýlega í sama sal skólans um þessi eineltismál.

Á þeim fundum tilkynnti skólastjóri að um staðfest einelti og ámælisverða hegðun hefði verið um að ræða og gerandinn var nafngreindur.

Hver eru skilaboðin?

Hver eru skilaboðin til barna og foreldra sem felast í að draga gerandann á svið við skólaslit og heiðra hann? Ef einhverjir foreldrar vildu gera það þá átti það að fara fram í heimahúsi, en aldrei á sviði skólans. Deildarstjóri unglingastigs, eiginkona gerandans notaði þarna tækifærið og stráði salti í sár fólks í salnum. Hún greip þarna til varna fyrir eiginmanninn á afar ósmekklegan hátt.

Þau sem áttu í raun skilið að vera á sviði skólans voru þau börn sem höfðu verið beitt ofbeldi í skólanum. Það hefði verið eðlilegt á þessari samkomu að þau hefðu verið beðin afsökunar á einelti eða ámælisverðri hegðun í sinn garð af starfsmanni skólans, með ósk um að sárin greru og að ofbeldið hefði ekki valdið þeim varanlegum skaða.

Þess í stað voru þau látin horfa upp á gerandann heiðraðan fyrir vel unnin störf. Þarna voru börnin og foreldrar þeirra enn og aftur niðurlægð. Hver ber ábyrgðina? Það krefst rannsóknar. Ef ekki verður tekið af festu á uppkomu af þessu tagi er stjórnsýslan í Grindavík annaðhvort meðvirk eða óvirk. Hvorugt er gott.

Að lokum þetta. Það er mikilvægt að færa ekki ábyrgð  á stjórnleysinu í Grunnskólanum yfir á alla íbúa í Grindavík. Við skulum líka hafa hugfast að í Grunnskóla Grindavíkur er upp til hópa mjög gott starfsfólk. Það fólk líður nú líka eins og við hin fyrir aga- og stjórnleysi.

Þessi skrif eru ákall til æðri stjórnvalda, svo sem menntamálaráðuneytis og umboðsmanns alþingis.

Viktor Scheving Ingvarsson

Undirritaður er skipstjóri og íbúi í Grindavík.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gefur Íslandi háa einkunn

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF fagnar frammistöðu íslenska hagkerfisins þar sem saman fari mikill hagvöxtur, lág verðbólga, uppbygging gjaldeyrisforða, afgangur á afkomu hins opinbera og á viðskiptajöfnuði, ásamt lækkandi skuldabyrði hins opinbera. Traust tök á hagstjórninni og uppgangur í ferðaþjónustu síðustu misserin hafi stuðlað að þessari hagfelldu þróun. Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér á landi […]

Ekki pólitískt gerlegt að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að ef ekki væri fyrir Viðreisn væri enginn að skoða breytta peningastefnu. Enginn stjórnmálaflokkur tali nú gegn stöðugra gengi og hans flokkur sé eini flokkurinn sem hafi bent á aðra leið en að skipta um gjaldmiðil til að ná því. Í viðtali við Kjarnann í dag segir fjármálaráðherra að hann myndi […]

„Engin dæmi um að ríkisstjórn sé komin niður í þriðjungs fylgi eftir hálft ár“

Í nýjustu skoðanakönnun MMR mælist ríkisstjórnin með 30,3% fylgi. Stjórnin var mynduð um miðjan janúar og hefur því nú starfað í rúmt hálft ár. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins en ef kosið yrði í dag yrði mjög tvísýnt hvort Viðreisn Benedikts Jóhannessonar og Björt Framtíð Óttars Proppé næðu inn á þing. […]

Bónus og Krónan eru íslenskum neytendum mikilvægari en Costco

Í dag er einn mánuður liðinn frá opnun verslunar Costco í Kauptúni. Costco hefur vægast sagt fengið góð viðbrögð hjá íslenskum neytendum en nýleg könnun MMR leiddi í ljós að nærri helmingur landsmanna 18 og eldri væri búinn að fara í Costco. Síðasta sumar kom út skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Zenter sem sagði að Costco myndi hafa […]

Forstjóri N1 segir Costco „markaðssnillinga“: „Íslenska brjálæðið“

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 segist ekki hafa áhyggjur af innkomu Costco á íslenskan eldsneytismarkað, sagan hafi kennt að nýjungar á markaði séu mjög vinsælar fyrst um sinn en svo dragist það saman. Í helgarblaði DV sem kom út í dag er rætt við forstjóra íslensku olíufélaganna sem segjast ekki hafa miklar áhyggjur af þessum […]

Benedikt sannfærður um stuðning almennings: „Þess vegna hef ég lýst yfir stríði á hendur skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segist sannfærður um að almenningur styðji stríð hans gegn skattsvikurum. Meðal tillagna í skýrslu starfshóps ráðherra sem kynnt var í gær var að draga úr noktun peningaseðla og taka 10.000 króna og 5.000 króna seðla úr umferð, þar að auki verði sett hámarksupphæð á vörur og þjónustu sem má kaupa […]

Hætta talin á frekari berghlaupum í Grænlandi: Söfnun hafin til aðstoðar Grænlendingum

Vegna hafíss og lélegs skyggnis hefur leit verið hætt í bili að þeim fjórum sem saknað er frá þorpinu Nuugaatsiaq. Talin er veruleg hætta á frekari risaberghlaupum úr fjallshlíðum sem ganga í sjó fram við Karrat-Ísfjörðinn þar sem berghlaup varð á laugardagskvöld. Grannt er fylgst með fjallshlíðunum og fólk í viðbragðsstöðu því berghlaupin gætu hæglega […]

Hæstiréttur: Sérstakt veiðigjald er skattur

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum sótti á árinu 2016 mál gegn íslenskra ríkinu vegna ágreinings um sérstakt veiðigjald. Ágreiningur aðila laut að því hvort Vinnslustöðin ætti rétt á endurgreiðslu sérstaks veiðigjalds, sem lagt hafði verið á vegna aflaheimilda og landaðs afla skipa fyrirtækisins fiskveiðiárið 2012/2013 og íslenska ríkið hafði innheimt hjá Vinnustöðinni á grundvelli laga nr. […]

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks á einu máli: „Galið“

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks, þeir Smári McCarthy og Teitur Björn Einarsson, eru sammála um að hugmynd Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að leggja 10.000 og 5.000 króna peningaseðlum sé röng og galin. Segir Teitur Björn að besta ráðið gegn skattsvikum sé að hafa skatta lága og skattkerfið gegnsætt og skilvirkt. Meðal tillagna í skýrslu […]

Hagfræðingar ánægðir: Gott mál að taka seðlana úr umferð

Jón Steinsson hagfræðingur segir mjög gott mál að taka 5.000 og 10.000 króna seðlana úr umferð, undir það tekur Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ákvörðun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að taka seðlana úr umferð á næstunni hefur vakið hörð viðbrögð, segir Egill Helgason að þetta sé „einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um“ […]

„Ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands“

„Þegar þú kaupir vöru með korti debet eða kreditkorti greiðir seljandinn 0,4-3,9% til kortafyrirtækisins sem gefur út kortið. Sem sagt af hverjum 1000 krónum sem þú eyðir á kortið þitt fær Borgun og Kreditkort 4 – 39 krónur. Fjármálaráðherra er með þessari aðgerð að auka tekjur kortafyrirtækjana og banka umtalsvert. Ég læt alveg ósagt hversu […]

10 og 5 þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð: „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum“

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir skattsvikurum stríð á hendur, einn liður í því er að taka 10.000 króna seðilinn úr umferð. Benedikt sagði á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun að í kjölfar upplýsinga úr Panamaskjölunum hafi aukist meðvitund um að undanskotum væri beitt með markvissum hætti til að komast undan skattskyldu, í janúar var […]

Skipalest heimsækir Hvalfjörð á morgun– fórna Íshafsskipalestanna til Sovétríkjanna minnst

Í fyrramálið, föstudagmorgun, mun skipalest fimm herskipa og kafbáts undir forystu varðskipsins Týs sigla inn Hvalfjörð og á gamla herskipalægið við Hvítanes. Þar verður haldin minningarathöfn og blómsveig varpað í fjörðinn. Þetta er gert til að minnast skipalestasiglinganna milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands í seinni heimsstyrjöld. Þetta voru hinar svokölluðu Íshafsskipalestir. Einnig er viðburðurinn til að minnast […]

Arnþrúður hjólar í Jón Trausta og Stundina – Búrkan var útivistarfatnaður

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu segist vona að Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar hafi lært eitthvað af dómi héraðsdóms og láti það vera að níða niður fólk með aðrar  lífsskoðanir. Í harðorðuðum pistli sem Arnþrúður birtir á Fésbókarsíðu sinni ræðir hún dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sektaði Stundina um 200 þúsund krónur fyrir að nota 15 […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is