Sunnudagur 08.02.2015 - 16:00 - Ummæli ()

Noregur væri miklu fátækara land ef hugarfarið þar væri eins og á Íslandi

Jón Steinsson, hagfræðingur.

Jón Steinsson, hagfræðingur.

Ísland gæti orðið jafnríkt eða jafnvel ríkara land en Noregur ef það myndi nýta náttúruauðlindir sínar á þann hátt að arðurinn af þeim yrði hámarkaður. Það sem stendur Íslandi fyrir þrifum í þessum efnum er fyrst og fremst hugarfarið.

Þetta er mat Jóns Steinssonar, dósents í hagfræði við Columbia háskóla í New York, en hann útlistaði hugmyndir sínar um auðlindamál á Íslandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú fyrir helgi.

Í umræðum um kjaramál sagði Jón málin ekki eingöngu snúast um hvernig eigi að skipta kökunni á Íslandi, heldur hvernig eigi að hámarka stærð kökunnar. Hann sagði auðlindir okkar Íslendinga jafnvel verðmætari per íbúa en Norðmanna og að ef vel væri haldið á spilunum gætum við jafnvel orðið ríkari en Norðmenn.

Jón sagði auðlindamálin hér tvíþætt, annars vegar sjávarauðlindin og hins vegar orkuauðlindin. Í fyrrnefnda flokknum eru útgerðarmenn að fá auðlindinni úthlutað langt undir markaðsvirði. Því þyrfti að breyta þannig að útgerðarmenn fari að borga sannvirði fyrir að fá að nýta auðlindirnar og að almenningur njóti góðs af þessum auðlindum í gegnum það fjármagn sem rennur í ríkissjóð.

Orkuauðlindirnar eru mun stærra dæmi, að mati Jóns og þar snýst málið um að Ísland er í dag ekki að hámarka þann arð sem við fáum af auðlindunum. Það skrifast fyrst og fremst á hugarfarið sem ríkir á Íslandi.

Hugarfarið á Íslandi hefur verið þannig, þetta er svolítið þannig að ef þú ættir gullnámu og þú hefðir ekkert áhuga á gullinu sjálfu. Þú værir tilbúinn til að gefa gullið frá þér ef þú værir alveg viss um að þú fengir góð laun við að grafa gullið upp. Þannig hefur mér fundist hugarfarið vera varðandi náttúruauðlindirnar. Það snýst allt um það að skapa störf við það að byggja álverið og byggja virkjunina, í staðinn fyrir að þetta snúist um það að selja orkuna sem er á við gull, varðandi verðmæti. Auðlindirnar í orkugeiranum eru alveg ævintýralega verðmætar.

Aðspurður hvað þurfi til að breyta þessu hugarfari, svaraði Jón:

Ég held að fólk þurfi að átta sig á því að orkuauðlindirnar, þær eru á við gull og þær eru á við olíu. Þær eru jafnverðmætar per íbúa og olíusjóður Norðmanna. Ef við færum að hugsa þetta þannig, þetta eru rosalega mikil verðmæti sem við erum að gefa frá okkur vegna þess að við höfum svo miklar áhyggjur af því hver fær nokkur verðlaunuð störf við að byggja álverið. Þetta er svolítið eins og Norðmenn segðu: „Við erum tilbúin að gefa frá okkur olíuna á kostnaðarverði ef við fáum að byggja olíuborpallana“. Ef að hugarfarið í Noregi væri þannig, þá væri Noregur miklu, miklu fátækara land en það er. En hugarfarið í Noregi er allt öðruvísi, þeir tala þannig: „Það er olían sem er verðmætið. Við ætlum að selja olíuna á rosalega háu verði“. Á sama hátt ættum við að hugsa um orkuna sem verðmætin og við ættum að selja orkuna á eins háu verði og við getum.

Lausnin við þessu kann að vera lagning sæstrengs sem gæti, að mati Jóns, margfaldað það verð sem við fáum fyrir orkuna. Bendir hann á að nú séu Bretar að semja um kaup á endurnýjanlegri orku á sex til átta sinnum hærra verði en við erum að selja hana á til álveranna.

Við erum að selja okkar orku á tombóluverði.

Jón segir marga Íslendinga mikla fyrir sér þá framkvæmd sem lagning sæstrengs er. Nú þegar er 40 prósent af þeirri orku sem færi í gegnum sæstrenginn til staðar og þessi orka fari til spillis. Aukalega mætti afla 30 prósent orkunnar með því að flytja á móti inn þá orku sem fer til spillis í Evrópu að næturlagi.

Ef við værum með sæstreng, þá gætum við flutt inn orku á nóttinni og sparað vatnið í lónunum og selt tvöfalt meira af orku á daginn. Þá gætum við fengið 30 prósent af orkunni til viðbótar sem þyrfti í sæstrenginn án þess að virkja neitt.

Sem sagt, 70 prósent af orkunni er þegar til staðar og ekki þyrfti nema eina litla virkjun á stærð við Búrfellsvirkjun til að afla þess sem upp á vantar.

Ef við færum að nýta þær [orkuauðlindirnar] almennilega og hámarka arðinn af auðlindunum sem við höfum á Íslandi, þá gætum við orðið alveg ævintýralega rík.

Aðspurður hversu langan tíma það taki að ráðast í breytingar sem þessar og þar til auðlindirnar fari að skila þjóðinni arði, segir Jón að í sjávarútvegi geti þetta gerst tiltölulega hratt. Á nokkrum árum myndu 10 til 30 milljarðar skila sér aukalega í ríkissjóð sem myndi gjörbreyta stöðu hans.

Öll þessi umræða um það að við eigum ekki nægilega mikla peninga til þess að vera með almennilegt heilbrigðiskerfi, það myndi verða algerlega fyrir bí. Og laun opinberra starfsmanna, til dæmis, í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu, það væri hægt að hækka þau laun afskaplega mikið.

Ágóðinn í orkunni yrði að mati Jóns mun meiri, en en raunhæft sé að ætla að það taki um 5 til 10 ár að fá arð af slíkri framkvæmd sem sæstrengur er.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is