Miðvikudagur 18.03.2015 - 14:30 - Ummæli ()

Samningar og viðskipti Engeyinga við íslenska ríkið

Einar Sveinsson, Bjarni Benediktsson og Benedikt Sveinsson.

Einar Sveinsson, Bjarni Benediktsson og Benedikt Sveinsson.

Fyrirtæki tengd fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hafa á undanförnum misserum verið ötul í samningagerð og viðskiptum við ríkið. Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, er einn eigenda í fjórum fyrirtækjum sem ýmist hafi gert ívilnanasamninga við ríkið, hafa án formlegra söluferla keypt eignarhluti fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins eða njóta góðs af lagasetningu. Þá standa frændi Bjarna, Benedikt Einarsson, og faðir hans, Benedikt Sveinsson, nærri umræddum gjörningum.

Borgun

Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands, sem íslenska ríkið á að 98 prósentum, eignarhlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. Eignarhlutinn nam 31,2 prósentum og var seldur Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. fyrir 2,2 milljarða króna. Ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt og fóru kaupin fram bak við luktar dyr en engum öðrum aðila var boðið að koma að kaupunum. Félagið P 126 ehf. á 19,71 prósent hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun en eigendi þess er Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, og sonur Einars, Benedikt Einarsson, kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins.

Thorsil

Þá á sama félag, P 126 ríflega 5,6 próensta hlut í félaginu Northsil ehf. sem á aftur 69 prósenta hlut í Thorsil ehf. Thorsil hyggur á byggingu kísilverksmiðju í Helguvík og hefur gert samkomulag við íslenska ríkið um að verksmiðjan verði reist. Thorsil fær ívilnanir upp á 770 milljónir króna frá íslenska ríkinu vegna byggingar verksmiðjunnar, í formi lægri greiðslna á sköttum og opinberum gjöldum. Stefnt er að því að hefja starfsemi í verksmiðjunni árið 2017.

Kynnisferðir

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um virðisaukaskatt var samþykkt í desember á síðasta ári. Markmið frumvarpsins var að einfalda virðisaukaskattkerfið og fækka undanþágum. Hins vegar var haldið inni undanþágu fyrir áætlunarferðir hópferðabifreiða. Meðal eigenda Kynnisferða eru fyrirtæki í eigu títtnefnds Einars Sveinssonar og bróður hans, Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktsssonar fjármálaráðherra.

Uppfært: Í lögunum sem um getur kemur fram að undanþága á virðisaukaskatti nái til almenningssamgangna, ferðaþjónustu fatlaðs fólks og skólaaksturs barna. Aðkoma hins opinbera með einum eða öðrum hætti marki sérstöðu þessara fólksflutninga sem lagt er til að eftirleiðis verði undanþegnir virðisaukaskatti. Samkvæmt ábendingu frá Kristjáni Daníelssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða, er Flugrútan ekki rekin með aðkomu hins opinbera og telst því ekki til almenningssamgangna og verði þar af leiðandi ekki undanþegin virðisaukaskatti. Eyjan biðst afsökunar á því að hafa ekki farið rétt með.

Matorka

Fyrir helgi var síðan greint frá því að gerður hefði verið fjárfestingarsamningur við fyrirtækið Matorku sem hyggur á bleikjueldi í Grindavík. Samkvæmt samningnum fær Matorka 426 milljónir króna í styrk í formi afsláttar af sköttum og opinberum gjöldum. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að fyrirtækið fái 295 milljónir króna í svokallaða þjálfunaraðstoð. Heildarfjárfestingin nemur um 1.200 milljónum króna og styrkir og ívilnanir gætu því numið allt að 60 prósentum að heildarfjárfestingunni. Einn stærsti eigandi Matorku er Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar. Móðurfélag Matorku er Matorka Holdings AS og í stjórn þess félags situr Benedikt Einarsson, sonur Einars.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn […]

Enn frestar Hannes skýrslunni – Átti að birtast eftir helgi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og höfundur skýrslu um bankahrunið, sem til stóð að gefa út núna á mánudaginn, hefur frestað birtingu hennar fram í janúar. Þetta segir hann í pistli á Pressunni. Skýrslan hefur tekið um þrjú ár í vinnslu, en átti upphaflega að koma út árið 2015, samkvæmt samningi Félagsvísindastofnunnar […]

Vilja fá sérstakt ráðuneyti öldrunarmála -Skora á stjórnarmyndunarflokkana

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér áskorun, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. Þar er skorað á þá stjórnmálaflokka sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, að stofna sérstakt embætti ráðherra öldrunarmála. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara. Telur hún áskorunina raunhæfa ?   „Já við erum að horfa til þess að í […]

Sigmundur baunar á stjórnarmyndunarflokkana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritaði pistil á heimasíðu flokksins í dag. Þar segir hann meðal annars að Vinstri grænir séu að veita Sjálfstæðis-flokknum „uppreist æru“ og vitnar þar í málið sem varð til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.       Þá spáir hann því einnig að Bjarni Benediktsson […]

Jóhanna Sigurðardóttir rifjar upp gömul svik Jóns Baldvins

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Kastljóssins í gærkvöldi í tilefni af útgáfu ævisögu hennar, Minn tími. Meðal þess sem kom fram í þættinum var upprifjun Jóhönnu á samskiptum hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, en þau voru oft á tíðum erfið meðan þau voru samherjar í Alþýðuflokknum. Þau voru bæði ráðherrar í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddsonar […]

Ræða skattamál í dag

Samkvæmt heimildum Eyjunnar verða skattamál ofarlega á baugi í stjórnarmyndunarviðræðum í dag, líkt og í gær. Vinstri grænir eru sagðir vilja lækka skatt hjá þeim sem eru í lægsta skattþrepinu en á móti hækka fjármagnstekjuskatt. Þá er lækkun tryggingargjalds sagt krafa frá Sjálfstæðiflokknum. Þá eru umhverfismál einnig ofarlega á baugi hjá Vinstri grænum sem og […]

Nóbelsverðlaunahafi segir Donald Trump vera fasista

Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé fasisti.  Í nýrri bók rekur hann áhyggjur sínar af þeim vaxandi ójöfnuði sem ríkt hefur vestra undanfarin ár og reiðinni fylgdi í kjölfarið. „Ég sagði í fyrstu, að ef við löguðum ekki þetta vandamál […]

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2017

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 í dag. Verðalunin voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar, að því er segir í tilkynningu. Friðheimar er bæði veitingastaður og tómataræktun. Á heimasíðu þess segir: „Friðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem eru […]

Katrín um fjölgun ráðherra: „Ég hef ekki hug á því“

Opnað var á umræðu um skiptingu ráðuneytisstóla í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þaðan bárust fréttir um að skipta ætti upp fjármála- og efnahags-ráðuneytinu með það í huga að Framsókn fengi síðarnefnda ráðuneytið og Bjarni Benediktsson það fyrra. Hinsvegar virðist Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra, ekki spennt fyrir þeim […]

Minnist þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöld

Íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga engan her og ekki tekið þátt í stríðum, ekki sem þjóðríki að minnsta kosti. En fyrir rúmlega 100 árum tóku fjölmargir Vestur-Íslendingar þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, sem höfðu gengið í kanadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi.   Í bókinni „Mamma, ég er […]

Björn Valur: „Óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum“

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, vill ekki fjölgun ráðuneyta í væntanlegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fréttum er það nú rætt í stjórnarmyndunar-viðræðum að  fjölga ráðuneytum með þeim hætti að skipta upp fjármálaráðuneytinu, þar sem Framsókn vill stjórna efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið er sagt tilheyra […]

Jón Steinar skrifar: „Málinu drepið á dreif“

Í síðustu viku kom Helgi Seljan fréttamaður á RÚV að máli við mig og óskaði eftir viðtali um nýútkomna bók mína „Með lognið í fangið“ og málssókn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur mér. Benedikt byggir málssókn sína á því að ég hafi meitt æru hans með því að nota í bókinni orðið„dómsmorð“ um dóm hans […]

Verður ráðuneytum fjölgað ?

Meðal þess sem rætt er í stjórnarmyndunarviðræðum er fjölgun ráðuneyta. Það ku vera Framsóknarflokkurinn sem leggur áherslu á að fá efnahagsmálin á sitt borð, en fjármálaráðuneytið er talið fara til Bjarna Benediktssonar. Þetta segir á Vísi. Því muni fjármálaráðuneytinu hugsanlega skipt upp í tvö ráðuneyti, líkt og því var háttað fyrir 2009. Þá segir að […]

Samhljóða Steingrímur og Óli Björn í leiðaraopnu Moggans

Er ný ríkisstjórn að fæðast – jú, margt bendir til þess. Og nú má greina samhljóm með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Þar eru tvær greinar sem eru mjög keimlíkar. Önnur er eftir Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann VG, hin er eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hingað til […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is