Sunnudagur 12.04.2015 - 10:22 - Ummæli ()

Þráinn leggur til að hann verði tekinn af heiðurslaunum listamanna

Þráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, tjáir sig um þá tillögu Framsóknarflokksins að leggja niður heiðurslaun listamanna og notað féð til að styrkja yngri listamenn.

Þráinn segir að miklu einfaldara og smekklegra sé að taka hann og nokkra aðra pólitískt óþæga listamenn af heiðurslaunalistanum. Segir hann að ríkið myndi spara 70.000 kr. mánaðarlega á hverjum burtrækum listamanni af listanum því ellilífeyrir sé 170.000 kr. Féð sem sparaðist væri hægt að nota til að styrkja unga listamenn:

Vondu listamennirnir fá með þessu 80 þúsund krónu sekt á mánuði (fyrir skatt) fyrir kjaftháttinn og leiðindin, en það er ekki eins og verið sé að drepa þá því að þeir geta haldið áfram að lifa í dýrlegum munaði eins og aðrir ellilífeyrisþegar hérna í fyrirmyndarríkinu og fá í staðinn ellilífeyri upp á 170 þúsund kall. Allir sáttir?

Þráinn segir að hann sé í hópi þeirra listamanna sem séu lélegir og kjaftforir og kunni ekki að halda sig í fílabeinsturninum þar sem listamenn eigi að vera:

heldur haft skoðanir á samfélagi sínu og þeim straumum og verkfærum sem móta það – sem sagt verið með pólitískan derring við sér betra fólk – og flokka án þess að temja sér listræna framkomu og tempraða tjáningu.

Á þessum heiðurslista er margt gott fólk sem aldrei hefur gert pólitískri flugu mein og engin ástæða til að djöflast í því og hrella þótt það sé orðið nauðsynlegt að gera mér sotla skráveifu.

Þessi skrif birtir Þráinn á Fésbókarsíðu sinni, en stöðufærslan er svohljóðandi í heild sinni:

Breytingartillaga handa Framsóknarmönnum og andlegum Framsóknarmönnum í sambandi við að koma í veg fyrir að fólk á heiðurslaunum sé að gagnrýna Framsóknarflokkinn og haldi sig við tempraða tjáningu:

Miklu einfaldara en að leggja niður heiðurslaun Alþingis á einu bretti sem væri soldið lágkúruleg aðgerð væri að byrja á því að fjarlægja undirritaðan af listanum – það væri hægt að fá megnið af kjósendum Sjálfstæðisflokksins til að styðja það með gleði – og kannski einn eða tvo lélega og kjaftfora listamenn í viðbót sem hafa ekki haldið sig í fílabeinsturninum þar sem alvörulistamenn eiga að vera, heldur haft skoðanir á samfélagi sínu og þeim straumum og verkfærum sem móta það – sem sagt verið með pólitískan derring við sér betra fólk – og flokka án þess að temja sér listræna framkomu og tempraða tjáningu.

Á þessum heiðurslista er margt gott fólk sem aldrei hefur gert pólitískri flugu mein og engin ástæða til að djöflast í því og hrella þótt það sé orðið nauðsynlegt að gera mér sotla skráveifu.

Það er nú heldur ekki eins og verið sé að sýna fólki banatilræði þótt tekin væri af því þessi ölmusa sem Alþingi og fjölmiðlar kalla „heiðurslaun“.

Heiðurslaun til þeirra listamanna sem komnir eru á áttræðisaldur eru nú tæp 250 þúsund úr ríkissjóði. Séu verstu vitleysingarnir fjarlægðir úr heiðurslaunahópnum er það nú ekki svo gott að þeir hætti að liggja uppi á ríkinu eins og greifar og barónar heldur eiga þeir víst (enn sem komið er) heimtingu á ellilífeyri upp á um 170 þúsund krónur; þannig að fyrir hvern fjandsamlegan gervilistamann sem fjarlægður er af heiðurslaunum sparast um 80 þúsund krónur á hverjum mánuði sem nota mætti til að styrkja unga listamenn sem Framsóknarflokkurinn og aðrir sem aðhyllast tempraða tjáningu telja að muni halda sig á mottunni ævilangt og skipta sér ekki af því hvernig stjórnmálamenn hegða sér.

Vondu listamennirnir fá með þessu 80 þúsund krónu sekt á mánuði (fyrir skatt) fyrir kjaftháttinn og leiðindin, en það er ekki eins og verið sé að drepa þá því að þeir geta haldið áfram að lifa í dýrlegum munaði eins og aðrir ellilífeyrisþegar hérna í fyrirmyndarríkinu og fá í staðinn ellilífeyri upp á 170 þúsund kall. Allir sáttir?

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn […]

Enn frestar Hannes skýrslunni – Átti að birtast eftir helgi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og höfundur skýrslu um bankahrunið, sem til stóð að gefa út núna á mánudaginn, hefur frestað birtingu hennar fram í janúar. Þetta segir hann í pistli á Pressunni. Skýrslan hefur tekið um þrjú ár í vinnslu, en átti upphaflega að koma út árið 2015, samkvæmt samningi Félagsvísindastofnunnar […]

Vilja fá sérstakt ráðuneyti öldrunarmála -Skora á stjórnarmyndunarflokkana

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér áskorun, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. Þar er skorað á þá stjórnmálaflokka sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, að stofna sérstakt embætti ráðherra öldrunarmála. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara. Telur hún áskorunina raunhæfa ?   „Já við erum að horfa til þess að í […]

Sigmundur baunar á stjórnarmyndunarflokkana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritaði pistil á heimasíðu flokksins í dag. Þar segir hann meðal annars að Vinstri grænir séu að veita Sjálfstæðis-flokknum „uppreist æru“ og vitnar þar í málið sem varð til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.       Þá spáir hann því einnig að Bjarni Benediktsson […]

Jóhanna Sigurðardóttir rifjar upp gömul svik Jóns Baldvins

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Kastljóssins í gærkvöldi í tilefni af útgáfu ævisögu hennar, Minn tími. Meðal þess sem kom fram í þættinum var upprifjun Jóhönnu á samskiptum hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, en þau voru oft á tíðum erfið meðan þau voru samherjar í Alþýðuflokknum. Þau voru bæði ráðherrar í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddsonar […]

Ræða skattamál í dag

Samkvæmt heimildum Eyjunnar verða skattamál ofarlega á baugi í stjórnarmyndunarviðræðum í dag, líkt og í gær. Vinstri grænir eru sagðir vilja lækka skatt hjá þeim sem eru í lægsta skattþrepinu en á móti hækka fjármagnstekjuskatt. Þá er lækkun tryggingargjalds sagt krafa frá Sjálfstæðiflokknum. Þá eru umhverfismál einnig ofarlega á baugi hjá Vinstri grænum sem og […]

Nóbelsverðlaunahafi segir Donald Trump vera fasista

Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé fasisti.  Í nýrri bók rekur hann áhyggjur sínar af þeim vaxandi ójöfnuði sem ríkt hefur vestra undanfarin ár og reiðinni fylgdi í kjölfarið. „Ég sagði í fyrstu, að ef við löguðum ekki þetta vandamál […]

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2017

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 í dag. Verðalunin voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar, að því er segir í tilkynningu. Friðheimar er bæði veitingastaður og tómataræktun. Á heimasíðu þess segir: „Friðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem eru […]

Katrín um fjölgun ráðherra: „Ég hef ekki hug á því“

Opnað var á umræðu um skiptingu ráðuneytisstóla í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þaðan bárust fréttir um að skipta ætti upp fjármála- og efnahags-ráðuneytinu með það í huga að Framsókn fengi síðarnefnda ráðuneytið og Bjarni Benediktsson það fyrra. Hinsvegar virðist Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra, ekki spennt fyrir þeim […]

Minnist þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöld

Íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga engan her og ekki tekið þátt í stríðum, ekki sem þjóðríki að minnsta kosti. En fyrir rúmlega 100 árum tóku fjölmargir Vestur-Íslendingar þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, sem höfðu gengið í kanadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi.   Í bókinni „Mamma, ég er […]

Björn Valur: „Óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum“

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, vill ekki fjölgun ráðuneyta í væntanlegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fréttum er það nú rætt í stjórnarmyndunar-viðræðum að  fjölga ráðuneytum með þeim hætti að skipta upp fjármálaráðuneytinu, þar sem Framsókn vill stjórna efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið er sagt tilheyra […]

Jón Steinar skrifar: „Málinu drepið á dreif“

Í síðustu viku kom Helgi Seljan fréttamaður á RÚV að máli við mig og óskaði eftir viðtali um nýútkomna bók mína „Með lognið í fangið“ og málssókn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur mér. Benedikt byggir málssókn sína á því að ég hafi meitt æru hans með því að nota í bókinni orðið„dómsmorð“ um dóm hans […]

Verður ráðuneytum fjölgað ?

Meðal þess sem rætt er í stjórnarmyndunarviðræðum er fjölgun ráðuneyta. Það ku vera Framsóknarflokkurinn sem leggur áherslu á að fá efnahagsmálin á sitt borð, en fjármálaráðuneytið er talið fara til Bjarna Benediktssonar. Þetta segir á Vísi. Því muni fjármálaráðuneytinu hugsanlega skipt upp í tvö ráðuneyti, líkt og því var háttað fyrir 2009. Þá segir að […]

Samhljóða Steingrímur og Óli Björn í leiðaraopnu Moggans

Er ný ríkisstjórn að fæðast – jú, margt bendir til þess. Og nú má greina samhljóm með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Þar eru tvær greinar sem eru mjög keimlíkar. Önnur er eftir Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann VG, hin er eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hingað til […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is