Mánudagur 27.04.2015 - 19:53 - Ummæli ()

Hanna Birna: Lagði ekki í umræðuna – Sárnar mest að fólk trúi því að ég hafi vitað af lekanum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, Eyjan/Pressphotos.biz

Hanna Birna Kristjánsdóttir, Eyjan/Pressphotos.biz

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem í dag tók sæti á Alþingi að nýju eftir sjálfskipaða útlegð, segist hafa verið líkamlega og andlega á þrotum eftir að hún sagði af sér embætti inannríkisráðherra. Hún segist hafa farið að hágráta þegar Gísli Freyr Valdórsson viðurkenndi fyrir henni að hafa lekið minnisblaðinu til fjölmiðla.

Þetta kom fram í máli Hönnu Birnu í Íslandi í dag, en þetta er í fyrsta skipti síðan hún sagði af sér fyrir fjórum mánuðum sem hún tjáir sig við fjölmiðla.

Hanna Birna aftók með öllu að hafa vitað af lekanum og segir hún að sér sárni það mest að fólk skuli trúa því, eftir allt sem lagt hefur verið á hana og fólkið í kringum hana. Hún segist hafa þráspurt Gísla Frey og aðra í kringum hana um lekann og á tímabili hljóti hún að hafa grunað alla í kringum sig. Hún hafi hins vegar ekki haft neinar sannanir í höndunum og því hefði hún ekki getað rekið Gísla Frey á grundvelli einhvers sem þá var ósannað.

Minn helsti styrkleiki, að ég er trúgjörn kona, varð að mínum helsta veikleika,

sagði Hanna Birna sem telur, eftir á að hyggja, að það hafi verið mun taktískara og farsælla fyrir hana að segja af sér eftir að rannsókn hófst.

Ég vissi ekki hvernig þetta allt saman færi. Örugglega hefði það verið betra.

Hanna Birna viðurkennir að hún hafi gert mistök með því að fara í vörn. Hún hafi tekið málið of persónulega þegar um það var fjallað og tekið gagnrýni inn á sig. Umfjöllunin hafi verið hörð og margar ósannar fréttir um málið hafi birst.

Mér fannst ég skulda almenningi svör en ég hafði þau ekki.

Hanna Birna viðurkenndi einnig að eftir á að hyggja hafi samskiptin við Stefán Eiríksson verið óviðeigandi. Hún staðhæfir hins vegar að hún hafi einungis talað um almenn atriði og þvertekur fyrir að hafa haft í hótunum við Stefán.

Hún segist hafa verið stödd niðri á þingi þegar hún frétti að réttarhöldunum yfir Gísla Frey var frestað, en það var gert eftir að nýjar upplýsingar sem sönnuðu sekt hans komu fram í dagsljósið. Er hún kom aftur í ráðuneytið hafi hún farið á fundi með Gísla Frey og eiginkonu hans.

Þetta var hrikalega erfið stund,

sagði Hanna Birna um fundinn. Þau hafi bæði grátið og það hafi hún líka gert.

Ég fór að gráta, hátgráta.

Segist hún hafa orðið ofboðslega undrandi, svakalega sár en ekki getað tekið þetta inn. Á þessum tímapunkti hafi hún áttað sig á því að hún yrði að fara. Hún hringdi í eiginmann sinn og sagði:

Þetta er búið. Ég vil út.

Hanna Birna segist ekki hafa orðið reið, heldur fundið fyrir einhverri undarlegri skömm, skömm yfir því að hafa ekki áttað sig á þessu. Hún óskar Gísla Frey alls hins besta og telur að það hafi ekki verið ætlun hans að gera henni illt. Þau hafa aðeins talað einu sinni saman síðan málinu lauk.

Aðspurð um stöðu hennar í stjórnmálum í dag segir Hanna Birna að, þrátt fyrir það sem á undan er gengið, staða hennar sé sú sama og hún var. Hennar ferill hafi aldrei snúist um einhverja stóla, heldur hafi hún alltaf viljað breyta heiminum, breyta stjórnmálunum og vera fyrirmynd. Það sé leitt að það hafi komið hindrun á þeirri leið.  Segist hún hafa hugsað það á hverjum degi í eitt og hálft ár að hætta í stjórnmálum, en hún vilji eftir sem áður vera fulltrúi flokksins og fólksins og gera það sem hún var kosin til að gera.

Aðspurð hvers vegna hún hafi dregið sig í hlé í þessa fjóra mánuði, og meðal annars hundsað beiðni þingnefndar um að mæta á hennar fund, sagðist Hanna Birna einfaldlega ekki hafa getað tekist á við opinbera umræðu heins og henni var ástatt.

Ég bara lagði ekki í það. Ég var algjörlega búin á því. Pólitískt og persónulega búin á því.

Mál Gísla Freys var dropinn sem fyllti mælinn. Hún hafði áður tapað borgarstjórnarkosningum sem að hennar sögn lagðist mjög þungt á hana, hún hafi farið í erfiðan formannsslag við Bjarna Benediktsson og prófkjör gegn Illuga Gunnarssyni. Í ofanálag hafi heilsu hennar tekið að hraka. Hún fékk tvöfalt brjósklos í hálsi, verið með of háan blóðþrýsting og orðið vart við svima og sjóntruflanir.

Hún sagði frá því að í opinberri heimsókn í Hollandi hafi hún þurft að leita á bráðamóttöku vegna einkenna og rannsóknir leiddu í ljós að hún væri með þykkildi í höfði. Það hafi sem betur fer góðkynja og líklega hafi það fylgt henni lengi.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll Magnússon brjálaður út í Braga og Stundina: „Endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“

Pistlar Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa vakið mikla athygli og reiði Sjálfstæðismanna. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundist yfir pistlum Braga, sem hann segir innhalda engan húmor, kaldhæðni né stílfimi. Heldur ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitningu og ótrúlega rætni:   „Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ […]

170 milljarða vantar í vegakerfið: „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir í Morgunblaðinu að fyrir liggi samkvæmt gögnum að minnst 170 milljarða þurfi í nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Íslandi og jafnvel meira. Hann segir mikilvægt að tekið sé heildstætt á málunum en ekki með skyndiaðgerðum. Unnið sé að samgönguáætlun sem ríma eigi við ríkisfjármálaáætlun.   „Mér er fullkunnugt um hve staðan er […]

Vísar ummælum um of há laun og litla framleiðni á bug: „Hef heyrt þessa möntru áður“

Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að laun á Íslandi væru of há í alþjóðlegum samanburði og endurspegluðu ekki framleiðni í landinu. Hann sagði einnig að skattar og vextir væru of háir á fyrirtækin og allir sæju í hvað stefndi þegar forskot atvinnulífsins vegna lágs raforkuverðs færi minnkandi. Ragnar […]

Sigmundur Davíð: „Nei, kommon Bjarni. Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna”

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er sigri hrósandi vegna þeirrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina að farið skuli í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Í ályktuninni segir þó einnig að ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem komin sé á framkvæmdarstig og tengist núverandi starfssemi. Sigmundur Davíð hefur barist hart gegn því að byggja skuli nýjan […]

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is