Föstudagur 08.07.2016 - 14:00 - Ummæli ()

Ragnar Aðalsteinsson segir kirkjuna engin lög hafa brotið – Ummæli vararíkissaksóknara óhugguleg

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.

Því fer fjarri að kirkjunnar menn hafi brotið lög þegar tveimur hælisveitendum var veitt skjól í Laugarneskirkju á dögunum meðan þess var beðið að lögreglan kæmi til að færa þá úr landi. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttardómari og einn helsti sérfræðingur Íslands í mannréttindalögfræði, í samtali við Eyjuna. Ragnar segir jafnframt ótrúlegt að horfa upp á yfirlýsingar Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, hvað málið varðar. Líta verði á þær yfirlýsingar sem skoðun ríkissaksóknaraembættisins og Ragnar vonast til að innanríkisráðherra, yfirmaður Helga Magnúsar, gefi út yfirlýsingu þar sem þessar skoðanir verði bornar til baka.

kristín þórunn_toshiki

Mynd: DV

Líkt og frægt er orðið létu þau Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju, l á dögunum reyna á hvort kirkjugrið héldu fyrir tvo hælisleitendur frá Írak sem vísa átti úr landi. Lögregla mætti hins vegar í kirkjuna og tók mennina tvo þaðan með valdi.

Þingmenn hóta aðskilnaði ríkis og kirkju

Hefur gjörningurinn valdið miklum deilum. Þannig sagði Brynjar Níelsson, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að prestar hafi þarna, að því er virðist með stuðningi yfirstjórnar þjóðkirkjunnar, haft frumkvæði að því að reyna að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu. Ekki sé boðlegt að þjóðkirkjan, sem þingmönnum beri að styðja og vernda samkvæmt stjórnarskránni, reyni að hindra að lögum verði framfylgt. Brynjar hafði þá uppi yfirlýsingar um að ef stuðningur væri við aðgerðirnar hjá yfirstjórn kirkjunnar væri lítið annað að gera en að aðskilja ríki og kirkju.

Í sama streng tekur Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í viðtali við DV í dag en hún gagnrýnir framferði kirkjunnar mjög.  „Ef á að vinna á móti íslenskum lögum undir merkjum Þjóðkirkjunnar er ég tilbúin að flytja frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju í þinginu,“ segir Vigdís.

Sóknarprestur segir biskup hafa brotið lög

Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, sakar þá Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um aðild að lögbroti í DV í dag. Með því að hafa átt fund með samtökunum No borders þar sem skipulagt hafi verið að láta reyna á kirkjugrið fyrir tvo hælisleitendur sem senda átti úr landi hafi séra Agnes tekið þátt í að leggja á ráðinu um að brjóta lög.

Vararíkissaksóknari leggur að jöfnu flóttamenn og afbrotamenn

helgi magnús gunnarssonHelgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig brugðist afar hart við málinu. Hann sagði í samtali við Vísi að prestar gætu haft sínar skoðanir en fráleitt væri að þjóðkirkjan stæði í svona aðgerðum. Hann vill þó ekki meina að prestarnir hafi brotið lög en telur ástæðu til að skoða hvort þeir hafi brotið gegn starfsskyldum sínum. Helgi Magnús segir að ekkert sé til í lögum sem heiti kirkjugrið. „Nú er talað um eins og þetta sé einhver hluti af starfsemi þjóðkirkjunnar að veita kirkjugrið og ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna.“

Vonar að innanríkisráðherra stígi inn í málið

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir þessar yfirlýsingar Helga Magnúsar algjörlega fráleitar. „Vararíkissaksóknari virðist leggja að jöfnu flóttamann, sem leitar griða og hjálpar í kirkju, og dæmdan afbrotamann. Hann virðist leggja þetta að jöfnu, hann samsamar afbrotamenn við flóttamenn. Flóttamenn sem ekki hafa verið grunaðir um refsiverða háttsemi, hvað þá dæmdir. Það er eiginlega ótrúlegt að maður skuli búa í samfélagi þar sem að einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar á sviði dómsmála hefur slíka skoðun og hikar ekki við að setja hana fram á opinberum vettvangi. Það er stórhættulegt. Ég vona bara að yfirmaður hans, innanríkisráðherra, gefi út yfirlýsingu þar sem þetta er borið til baka því að eins og er verður að líta á þetta sem skoðun ríkissaksóknaraembættisins. Það embætti ber ábyrgð á þessari umsögn vararíkissaksóknara.“

Ragnar segir að ummæli Helga Magnúsar hljóti að skoðast í ljósi þess hvaða stöðu hann gegni, sem vararíkissaksóknari. „Þegar menn eru komnir svona hátt í embættisstiganum geta þeir aldrei borið það fyrir sig þegar þeir tjá sig opinberlega að þeir séu einhverjir leikmenn.“

Ragnar segir engin lög hafa verið brotin

Mynd: Youtube/Stundin

Mynd: Youtube/Stundin

Hvað varðar ummæli um að kirkjunar menn hafi með gjörningnum framið lögbrot, eins og haldið hefur verið fram af fleirum en þeim sem nefndir eru hér að framan, hafnar Ragnar slíku alfarið. „Það var að sjálfsögðu ekki neitt afbrot fólgið í því sem gert var. Hvorki læstu kirkjunnar menn kirkjunni né reyndu þeir að hindra lögregluna í því sem að hún gerði, hvort sem það var nú löglegt eða ólöglegt. Það er fjarri lagi að um lögbrot hafi verið að ræða. Þarna var ekki verið að reyna að tálma framfylgd ákvarðanna æðri stjórnvalda. Það var bara verið að sýna mönnunum samstöðu í kirkjunni. Það hefði líka verið hægt að gera í hvaða byggingu sem er eða jafnvel undir beru lofti.“

Óhuggulega ummæli þingmanna og embættismanna

Ragnar segir ummæli þingmannanna og Helga Magnúsar hreinlega óhugguleg.

Það er bara óhuggulegt að þeir sem að beri ábyrgð á lagasetningunni og framfylgd laganna í íslensku samfélagi skuli láta út úr sér slíkar yfirlýsingar sem raun ber vitni. Yfirlýsingar sem eru ekki byggðar á staðreyndum né lögum né siðferðilegu viðhorfi heldur er þar á bak við allt annað, alvarlegra og hættulegra fyrir íslenskt samfélag.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Ragnar hraunar yfir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings“

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, sem komst í fréttir fyrir að gagnrýna útlit Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, tekur engum silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir Bjarna Benediktsson kjörinn formann vegna fjárstyrks síns, en áður hafi það ráðið úrslitum hver væri öflugasti pólitíkusinn. Þá segir hann að ungar og fallegar konur séu valdar […]

Össur um landsfund Sjálfstæðisflokksins: „Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið“

Frá því var greint í dag að formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina verði framkvæmt með rafrænni kosningu, þar sem allir skráðir flokksmenn hafi kosningarétt. Þó verður hafður sá hátturinn á, að þeir sem mæta á landsfundinn, geta enn kosið með gamla laginu, það er skriflega. Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, var fljótur að gera […]

Rafrettufrumvarp í mótsögn við sjálft sig – Krefst nikótínaðvarana á nikótínslausum rafrettum

Í rafrettufrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, er að  finna meinlega mótsögn. Á einum stað segir að lögin eigi að ná yfir rafrettur, hvort sem þær innihaldi nikótín eða ekki. Á öðrum stað segir að aðeins megi selja rafrettur sem merktar eru viðvörunum um áhrif vörunnar á heilsu fólks. Með öðrum orðum, nikótínslausar rafrettur verða merktar viðvörunarmiða um […]

Öryrkjabandalagið um krónu á móti krónu skerðingu: „Kerfisbundið ofbeldi“

„Ef skynsemi, réttlæti og vilji til að breyta til batnaðar, ráða gjörðum stjórnvalda, hlýtur „króna á móti krónu“ skerðingin að verða afnumin strax, þannig staðfestu stjórnvöld vilja til velferðar í verki. Vilji er allt sem þarf,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands í ítarlegri umsögn bandalagsins um frumvarp þar sem lagt er til að sérstök uppbót til framfærslu […]

Bjarkey: „Klaufalega orðað hjá mér“ – „Landsbyggðarþingmenn eiga ekki að þurfa að borga með sér“

Frétt Eyjunnar í gær um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann VG, hefur vakið mikla athygli, en Bjarkey sagði í þætti á Hringbraut að greiðsla sem hún þiggur frá Alþingi fyrir húsnæðis- og dvalarkostnað sinn sem landsbyggðarþingmanns, nægði ekki til að greiða af húsnæðisláninu hennar. Greiðsla Alþingis til Bjarkeyjar er rúmar 187 þúsund krónur á mánuði.   Í […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is