Laugardagur 09.07.2016 - 09:15 - Ummæli ()

Davíð: Samfylkingin studdi Blair og Bretar kusu hann aftur- „Eftiráspekin með ómerkilegustu fræðigreinum sem finnast“

david00000000Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag ræðir um Chilcot-skýrsluna og fer að hluta til yfir aðdraganda Írakstríðsins.  Fjölmiðlar hafa ítrekað reynt að ná tali af Davíð Oddsson ritstjóra Morgunblaðsins í kjölfar útgáfu skýrslunnar sem segir að innrásin í Írak, sem studd var af þáverandi stjórnvöldum – með Davíð í fararbroddi, hafi verið byggð á fölskum forsendum. Davíð líkir útgáfu skýrslunnar við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis árið 2010:

Frægt er að þeir sem hafa fjallað mest um bankaskýrsluna og með blæbrigðasömustu stóryrðum lásu hana augljóslega aldrei, en öpuðu eftir fyrirsögnum blaðamanna sem náð höfðu að glugga í hana á hlaupum áður en þeir birtu fréttir um efni hennar á útgáfudegi.

Chilcot-skýrslan langa og langþráða hefur sjálfsagt fengið svipaða meðferð. Þó hafa gapandi oflátungar ekki verið jafn áberandi við túlkun þeirrar skýrslu.

Davíð segir það hafa lengi verið vitað að fullyrðingar helstu njósnastofnana veraldar um að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum væru haldlausar og að þessar stofnanir höfðu fallið fyrir blekkingum, sannfært sig um trúverðugleika þeirra og komið þeim á framfæri við sína yfirboðara, sem voru ólmir í að trúa að svo væri raunin:

Hingað til hafa allir helstu gagnrýnendur Íraksstríðsins hrópað að fyrir liggi að það stríð hafi verið allt annarrar gerðar en t.d. stríðið í Afganistan eða stríðin í Líbíu. Þau stríð hafi verið lögleg en Íraksstríðið hafi verið ólöglegt. Er þá horft til þess að þurft hefði nýja ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna áður en látið var til skarar skríða. Lögfræðingar Bandaríkjastjórnar og æðsti lögspekingur breskra yfirvalda á þeim tíma fullyrtu að fyrri ályktun Öryggisráðsins dygði ein, þar sem Íraksstjórn hefði bersýnilega brotið gegn fyrirmælum hennar.

Í Reykjavíkurbréfi segir að fjölmiðlar hafi persónugert þáttöku Breta í stríðinu við Tony Blair sem hefur sagst axla fulla ábygð á málinu:

Þótt Blair segist axla ábyrgð á málinu, þá var hann ekki einn á ferð í Bretlandi. Vitnað hefur verið til þess að fjöldi manns hafi mótmælt stríðsáformunum á götum úti. Það er rétt. En hitt liggur einnig fyrir að skoðanakannanir sýndu að yfirgnæfandi meirihluti Breta studdi stríðsáformin þá. Breska þingið samþykkti árásirnar með miklum meirihluta. Verkamannaflokkur Blairs var með hreinan meirihluta í þinginu. Og í næstu kosningum þar á eftir fékk Blair enn einu sinni hreinan meirihluta á þingi. Þingmenn annarra flokka studdu margir og raunar flestir heimild um stríð. Þeir sem telja sjálfa sig gjarnan meiri „friðarsinna“ en annað fólk fögnuðu því ákaft þegar Blair komst til valda. Margir helstu forystumenn Samfylkingar fóru lengi síðan mikinn í íslenskum fjölmiðlum og þóttust sjá í sigrum Blairs með einhverjum hætti sannindamerki fyrir komandi sigrum sínum og staðfestingu á því að Samfylkingin væri „stjórntækur flokkur“.

Davíð segir að stríðið hafi verið stutt af Hillary Clinton forsetaefni Demókrata en Donald Trump hafi verið andvígur því frá upphafi. Davíð spyr hvort afstaða þeirra sé til marks um hvort þeirra sé hæfari í embætti forseta Bandaríkjanna:

Eða er eftiráspekin með ómerkilegustu fræðigreinum sem finnast?

Um íslenska bankahrunið sagði skáldið: „Það var ekki fyrr en eftir hrun sem allir sáu það fyrir.“ Kannski gilti það sama um Íraksstríðið. „Það var ekki fyrr en 10 árum síðar sem allir voru á móti því frá upphafi.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is