Föstudagur 15.07.2016 - 08:31 - Ummæli ()

Minnst 84 eru látnir eftir árásina í Nice – Talið að um skipulagt hryðjuverk hafi verið að ræða

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Minnst 84 létust í frönsku borginni Nice í gærkvöldi þegar vörubifreið var keyrt á fjölda fólks sem fagnaði Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakklands. Yfir hundrað manns eru slasaðir, þar af eru tugir lífshættulega slasaðir. Meðal þeirra sem létu lífið voru börn. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Ökumaðurinn skaut einnig á almenning og lögreglu út um glugga bifreiðarinnar áður en hann féll fyrir skotum lögreglumanna.

Árásin var gerð á Promenade de Anglais. Fólk hafði safnast þar saman til að horfa á flugeldasýningu og voru flestir á heimleið eftir hana. Vörubifreiðinni var ekið á miklum hraða inn í mannþröngina og segja sjónarvottar að bílstjórinn hafi sveigt til og frá til að keyra á fólk. Bifreiðinni var ekið um tvo kílómetra áður en lögreglu tókst að skjóta ökumanninn og stöðva þannig bifreiðina.

Frönsk yfirvöld hafa hafa staðfest að í bifreiðinni hafi fundist vopn og sprengjur. Þó herma heimildir AFP fréttastofunnar að hluti vopnanna hafi verið leikfangarifflar.

https://twitter.com/OnlineMagazin/status/753864775394820097

Fjöldi erlendra fréttastofa greinir frá því að árásarmaðurinn hafi verið 31 árs gamall og búsettur í Nice. Hann hafi verið af frönskum og túnískum uppruna. Hann hafði komist í kast við lögin áður, meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Hann var þó ekki á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn. Talið er að hann hafi verið einn að verki.

Málið er sem fyrr segir rannsakað sem hryðjuverkaárás. Reynist það rétt er um þriðju skipulögðu hryðjuverkaárásina á franskri grundu á skömmum tíma að ræða. Í janúar í fyrra réðust byssumenn inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo á drápu 11 manns. Í nóvember skutu hryðjuverkamenn 130 manns til bana í samhæfðum árásum á nokkrum stöðum í París. Enginn hefur þó enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu í gærkvöldi.

Francois Hollande Frakklandsforseti boðaði í gærkvöldi, á fréttamannafundi skömmu eftir árásina, enn hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í Frakklandi. Þá boðaði hann einnig auknar hernaðaraðgerðir af hálfu Frakka í Sýrlandi og Írak. Neyðarlög sem sett voru eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember verða framlengd í þrjá mánuði hið minnsta en til hafði staðið að aflétta þeim í lok þessa mánaðar.

Þá munu allt að 10 þúsund hermenn sinna öryggisgæslu á götum Frakklands í samstarfi við lögreglu. Herða á landamæragæslu og kallað verður eftir kröftm franska heimavarnarliðsins, meðal annars til þess.

Vegna atburðanna í Nice í Frakklandi fyrr í kvöld vill utanríkisráðuneytið hvetja Íslendinga á svæðinu að láta aðstandendur vita af sér. Ef aðstoðar er þörf eða ef ekki næst í Íslendinga á svæðinu er bent á neyðarnúmer borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins 5459900 sem er opið allan sólarhringinn.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is