Mánudagur 18.07.2016 - 18:45 - Ummæli ()

Árásin í Nice gæti ýtt undir vargöld í Frakklandi

Mynd af vettvangi voðaverksins í Nice.  Mynd/EPA

Mynd af vettvangi voðaverksins í Nice. Mynd/EPA

Í síðustu viku létust 84 í Nice í Frakklandi þegar stórum flutningabíl var ekið á mikilli ferð inn í mannfjölda sem var að fagna þjóðhátíðardegi Frakklands við stranlengjuna í borginni. Ýmsir sérfræðingar óttast að þessi árás, hvort sem um hryðjuverkaárás var að ræða eða ekki, geti ýtt undir að borgarastyrjöld hefjist í Frakklandi og sumir telja að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar.

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðisverkinu í Nice en yfirvöldum hefur ekki enn tekist að sannreyna að samtökin hafi staðið á bak við ódæðisverkið. Ódæðismaðurinn, Mohamed Bouhlel, hafði ekki lýst yfir stuðningi eða hollustu við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök áður en hann réðst til atlögu. Saksóknarar hafa þó látið hafa eftir sér að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Ef svo reynist vera þá er þetta þriðja stóra hryðjuverkaárásin í Frakklandi á 18 mánuðum.

En ólíkt fyrri árásum þá hafa stjórnmálamenn ekki náð að sýna samstöðu hvað varðar málið. Francois Hollande, forseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ætlað að láta neyðarlögin, sem eru í gildi í landinu, falla úr gildi á næstunni. Þau verða nú framlengd og samtímis auka Frakkar öryggisstigið í landinu og herða baráttuna gegn hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi og Írak.

Gilles Kepel, einn fremsti sérfræðingur Frakklands í málefnum hryðjuverkamanna, sagði í útvarpsviðtali á föstudaginn að hann væri ekki viss um að stjórnmálamenn hefðu áttað sig þeim vanda sem þau standa frammi fyrir. Það sé markmið hryðjuverkamannanna að valda algjöru öngþveiti meðal íbúa landsins. Í því skyni verði aðferðirnar sífellt einfaldari og séu framhald af því sem hefur verið í gangi fram að þessu.

Í síðustu viku varaði Patrick Calvar, yfirmaður leyniþjónustunnar, við því að Frakkland „rambi á barmi borgarastyrjaldar“. Þetta sagði hann á fundi með þingmönnum þar sem verið var að ræða öryggismál í landinu.

Hann sagðist vera þess fullviss að Frakkland myndi sigrast á hryðjuverkum en sagðist jafnframt hafa miklar áhyggjur af öfgavæðingu samfélagsins. Hann hvatti til meira eftirlits og aðgerða gegn öfgahópum því „átök eru óhjákvæmileg“.

Hann telur ekki að átökin verði á milli öfgahægrimanna og öfgasinnaðra múslima heldur verði þau á milli öfgahægrimanna og múslimaheimsins.

Jótlandspósturinn segir að rithöfundurinn og fréttaskýrandinn Pascal Bruckner taki undir þessa skoðun Calvar. Hann sagði í samtali við blaðið að ef frönsk yfirvöld vinni ekki vinnuna sína og noti ekki allar hugsanlegar aðferðir til að gera öfgasinnaða lærlinga óvirka þá sé hætta á að óbreyttir borgarar, öfgasinnaðir, láti til sín taka í úthverfum stóru borganna eða moskunum.

Hann sagðist telja að ekki væri langur tími til stefnu áður en svona lagað gerist, aðeins nokkrir mánuðir. Hryðjuverkaárásum fjölgi og svo séu öll tilræðin sem sé komið í veg fyrir. Allt tengist þetta veikburða ríkisstjórn sem sé ekki yfirvald, forsetinn sé veikburða. Annað hvort verði hryðjuverk til þess að leysa Frakkland upp eða hluti íbúa landsins muni grípa til vopna.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is