Miðvikudagur 20.07.2016 - 20:00 - Ummæli ()

Blint hatur á Hillary Clinton sameinar repúblikana

Mynd/EPA

Mynd/EPA

Það eru vissulega ekki allir repúblikanar sem eru tilbúnir til að styðja Donald Trump af heilum hug, þótt hann hafi verið útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins. En það sem sameinar flokksmenn þó er blint hatur og megn andstyggð á keppinautinum, Hillary Clinton.

Þetta hefur berlega komið í ljós á flokksráðstefnu Repúblíkanaflokksins sem nú stendur yfir í Cleveland. Rex Huppke, blaðamaður Chicago Tribune, segist vart hafa kynnst öðru eins hatri, í grein sem hann skrifar á vef blaðsins. Þannig virðist sem það sé samkomulag um að nefna aldrei nafn Hillary Clinton öðruvísi en með óbragð í munni, líkt og viðkomandi hafi verið að kyngja súrri mjólk.

Maður býst að sjálfsögðu við að andstæðingurinn fái kaldar móttökur á ráðstefnu sem þessari, en þessu bauli og óánægjuhrópum hafa fylgt fullyrðingar eins og „Hillary í fangelsi“. Ræðumenn á ráðstefnunni hafa endurómað þessa kröfu,

skrifar Huppke. Þetta endurspeglast meðal annars í sýndarréttarhöldum sem Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, efndi til á ráðstefnunni. Hann brá sér í hlutverk saksóknara, fór yfir meintar misgjörðir Clinton og setti ráðstefnugesti í hlutverk kviðdóms til að kveða upp úr um sekt hennar eða sýknu. Nær einróma var hrópað í salnum: „Sek!“

Þetta var hrollvekjandi stund sameiginlegrar reiði.

Áhrifamenn í flokknum tóku undir þetta. „Læsið hana inni! Læsið hana inni!“ mun Michael Flynn, ráðgjafi Trumps í utanríkismálum hafa hrópað. Huppke segir að vissulega megi finna ýmislegt gagnrýnivert við Hillary Clinton, til að mynda hvernig hún hefur höndlað tölvupósthneykslið eða einstakar ákvarðanir hennar sem utanríkisráðherra.

En að gefa í skyn að frambjóðanda sem aldrei hefur verið sakfelldur, hvað þá ákærður, skuli stungið í fangelsi hljómar eins og eitthvað úr öðrum heimi.

Hann bætir við að þessi hróp séu ekki innihaldslausir frasar eða eitthvað sem er til komið í ákveðnu andrúmslofti, þetta fólk trúi því í alvöru að Hillary Clinton eigi heima á bak við lás og slá burtséð frá öllum staðreyndum.

New York Times fjallar einnig um orðræðuna í garð  Hillary Clinton og vitnar meðal annars til Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem hafi reynt að klína fjaðrafokinu í kringum ræðu Melaniu Trump á Hillary persónulega, en Melania varð sem kunnugt er uppvís að því að stela löngum köflum úr gamalli ræðu Michelle Obama.

Enn og aftur reynir Hillary Clinton að eyðileggja og niðurlægja konu sem ógnar henni.

Blaðið vitnar sömuleiðis í ræðu Ben Carson á ráðstefnunni þar sem hann líkti Hillary óbeint við sjálfan kölska. Vísaði Carson til þess að ein af fyrirmyndum Hillary sé aðgerðasinninn Saul Alinsky sem í bók frá árinu 1971 mun hafa „gengið Lúsífer á hönd,“ eins og Carson túlkar það.

Erum við tilbúin að kjósa forseta sem ein af fyrirmyndum hans er einhver sem hefur gengið Lúsifer á hönd? Veltið því fyrir ykkur.

Þeir eru þó til repúblíkanarnir sem telja að orðræðan á ráðstefnunni sé komin út fyrir allan þjófabálk. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður frá Arizona gagnrýndi á Twitter síðu sinni allt tal um að Hillary eigi heima í fangelsi og Bill Pickle, útvarpsmaður og ráðstefnufulltrúi frá Suður-Karólínu, sagði uppnefni ráðstefnugesta og ræðumanna barnaleg.

Hvað varð um fagmennsku, mannasiði og manngæsku meðal stjórnmálamanna okkar og borgara?

spyr Pickle á Twitter síðu sinni. Í grein New York Times segir að þetta sé ef til vill sú aðferð sem komi til með að virka bes í kosningabaráttunni. Samkvæmt nýlegri könnun munu þrír fjórðu hlutar kjósenda ekki kjósa þann frambjóðenda sem þeim hugnast best, heldur gegn þeim frambjóðenda sem þeir hata meira.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Ragnar hraunar yfir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings“

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, sem komst í fréttir fyrir að gagnrýna útlit Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, tekur engum silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir Bjarna Benediktsson kjörinn formann vegna fjárstyrks síns, en áður hafi það ráðið úrslitum hver væri öflugasti pólitíkusinn. Þá segir hann að ungar og fallegar konur séu valdar […]

Össur um landsfund Sjálfstæðisflokksins: „Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið“

Frá því var greint í dag að formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina verði framkvæmt með rafrænni kosningu, þar sem allir skráðir flokksmenn hafi kosningarétt. Þó verður hafður sá hátturinn á, að þeir sem mæta á landsfundinn, geta enn kosið með gamla laginu, það er skriflega. Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, var fljótur að gera […]

Rafrettufrumvarp í mótsögn við sjálft sig – Krefst nikótínaðvarana á nikótínslausum rafrettum

Í rafrettufrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, er að  finna meinlega mótsögn. Á einum stað segir að lögin eigi að ná yfir rafrettur, hvort sem þær innihaldi nikótín eða ekki. Á öðrum stað segir að aðeins megi selja rafrettur sem merktar eru viðvörunum um áhrif vörunnar á heilsu fólks. Með öðrum orðum, nikótínslausar rafrettur verða merktar viðvörunarmiða um […]

Öryrkjabandalagið um krónu á móti krónu skerðingu: „Kerfisbundið ofbeldi“

„Ef skynsemi, réttlæti og vilji til að breyta til batnaðar, ráða gjörðum stjórnvalda, hlýtur „króna á móti krónu“ skerðingin að verða afnumin strax, þannig staðfestu stjórnvöld vilja til velferðar í verki. Vilji er allt sem þarf,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands í ítarlegri umsögn bandalagsins um frumvarp þar sem lagt er til að sérstök uppbót til framfærslu […]

Bjarkey: „Klaufalega orðað hjá mér“ – „Landsbyggðarþingmenn eiga ekki að þurfa að borga með sér“

Frétt Eyjunnar í gær um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann VG, hefur vakið mikla athygli, en Bjarkey sagði í þætti á Hringbraut að greiðsla sem hún þiggur frá Alþingi fyrir húsnæðis- og dvalarkostnað sinn sem landsbyggðarþingmanns, nægði ekki til að greiða af húsnæðisláninu hennar. Greiðsla Alþingis til Bjarkeyjar er rúmar 187 þúsund krónur á mánuði.   Í […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is