Miðvikudagur 20.07.2016 - 20:00 - Ummæli ()

Blint hatur á Hillary Clinton sameinar repúblikana

Mynd/EPA

Mynd/EPA

Það eru vissulega ekki allir repúblikanar sem eru tilbúnir til að styðja Donald Trump af heilum hug, þótt hann hafi verið útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins. En það sem sameinar flokksmenn þó er blint hatur og megn andstyggð á keppinautinum, Hillary Clinton.

Þetta hefur berlega komið í ljós á flokksráðstefnu Repúblíkanaflokksins sem nú stendur yfir í Cleveland. Rex Huppke, blaðamaður Chicago Tribune, segist vart hafa kynnst öðru eins hatri, í grein sem hann skrifar á vef blaðsins. Þannig virðist sem það sé samkomulag um að nefna aldrei nafn Hillary Clinton öðruvísi en með óbragð í munni, líkt og viðkomandi hafi verið að kyngja súrri mjólk.

Maður býst að sjálfsögðu við að andstæðingurinn fái kaldar móttökur á ráðstefnu sem þessari, en þessu bauli og óánægjuhrópum hafa fylgt fullyrðingar eins og „Hillary í fangelsi“. Ræðumenn á ráðstefnunni hafa endurómað þessa kröfu,

skrifar Huppke. Þetta endurspeglast meðal annars í sýndarréttarhöldum sem Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, efndi til á ráðstefnunni. Hann brá sér í hlutverk saksóknara, fór yfir meintar misgjörðir Clinton og setti ráðstefnugesti í hlutverk kviðdóms til að kveða upp úr um sekt hennar eða sýknu. Nær einróma var hrópað í salnum: „Sek!“

Þetta var hrollvekjandi stund sameiginlegrar reiði.

Áhrifamenn í flokknum tóku undir þetta. „Læsið hana inni! Læsið hana inni!“ mun Michael Flynn, ráðgjafi Trumps í utanríkismálum hafa hrópað. Huppke segir að vissulega megi finna ýmislegt gagnrýnivert við Hillary Clinton, til að mynda hvernig hún hefur höndlað tölvupósthneykslið eða einstakar ákvarðanir hennar sem utanríkisráðherra.

En að gefa í skyn að frambjóðanda sem aldrei hefur verið sakfelldur, hvað þá ákærður, skuli stungið í fangelsi hljómar eins og eitthvað úr öðrum heimi.

Hann bætir við að þessi hróp séu ekki innihaldslausir frasar eða eitthvað sem er til komið í ákveðnu andrúmslofti, þetta fólk trúi því í alvöru að Hillary Clinton eigi heima á bak við lás og slá burtséð frá öllum staðreyndum.

New York Times fjallar einnig um orðræðuna í garð  Hillary Clinton og vitnar meðal annars til Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem hafi reynt að klína fjaðrafokinu í kringum ræðu Melaniu Trump á Hillary persónulega, en Melania varð sem kunnugt er uppvís að því að stela löngum köflum úr gamalli ræðu Michelle Obama.

Enn og aftur reynir Hillary Clinton að eyðileggja og niðurlægja konu sem ógnar henni.

Blaðið vitnar sömuleiðis í ræðu Ben Carson á ráðstefnunni þar sem hann líkti Hillary óbeint við sjálfan kölska. Vísaði Carson til þess að ein af fyrirmyndum Hillary sé aðgerðasinninn Saul Alinsky sem í bók frá árinu 1971 mun hafa „gengið Lúsífer á hönd,“ eins og Carson túlkar það.

Erum við tilbúin að kjósa forseta sem ein af fyrirmyndum hans er einhver sem hefur gengið Lúsifer á hönd? Veltið því fyrir ykkur.

Þeir eru þó til repúblíkanarnir sem telja að orðræðan á ráðstefnunni sé komin út fyrir allan þjófabálk. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður frá Arizona gagnrýndi á Twitter síðu sinni allt tal um að Hillary eigi heima í fangelsi og Bill Pickle, útvarpsmaður og ráðstefnufulltrúi frá Suður-Karólínu, sagði uppnefni ráðstefnugesta og ræðumanna barnaleg.

Hvað varð um fagmennsku, mannasiði og manngæsku meðal stjórnmálamanna okkar og borgara?

spyr Pickle á Twitter síðu sinni. Í grein New York Times segir að þetta sé ef til vill sú aðferð sem komi til með að virka bes í kosningabaráttunni. Samkvæmt nýlegri könnun munu þrír fjórðu hlutar kjósenda ekki kjósa þann frambjóðenda sem þeim hugnast best, heldur gegn þeim frambjóðenda sem þeir hata meira.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is