Sunnudagur 31.07.2016 - 17:10 - Ummæli ()

Þýskir hægriöfgamenn reka sumarbúðir fyrir börn í Svíþjóð – Djúpar rætur í nasisma og afneitun á helförinni

Eyjan 1Í sumar hafa þýsku samtökin Sturmvogel rekið sumarbúðir fyrir börn í Smálöndum í Svíþjóð þar sem börn á aldrinum 6 til 16 ára dveljast. En börnin eru ekki að spila fótbolta, veiða eða leika sér í hefðbundnum barnaleikjum. Þau klæðast klassískum einkennisbúningum, eru með klassíkar þýskar hárgreiðslur og bera oft fána.

Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Expressen. Heimildir blaðsins herma að það séu þýsk hjón á níræðisaldri sem eiga byggingarnar þar sem sumarbúðirnar eru starfræktar. Hjónin eru sögð hafa náin tengsl við hópa þýskra nýnasista. Blaðið hefur eftir Andreu Röpke, þýskri blaðakonu sem er sérfræðingur í málefnum er tengjast hægriöfgamönnum og barna- og unglingastarfi þeirra í Þýskalandi, að menntun og þjálfun sé mjög mikilvægur hluti af starfi Sturmvogel.

Ekki nákvæmlega vitað hverjir taka þátt í sumarbúðunum en Expressen segir að margir bílar með þýsk skráningarnúmer séu við þær.

Blaðamenn Expressen ásamt blaðamönnum Expo reyndu að ná tali af skipuleggjendum sumarbúðanna en þeir vildu ekki ræða við blaðamenn. Ungur maður, sem ræddi við blaðamenn, sagði að um fjölskyldubúðir væri að ræða þar sem áherslan væri lögð á náttúruna. Hann þvertók fyrir að búðirnar tengist Sturmvogel.

eyjan 2Expo segir að Sturmvogel séu þjóðernissinnuð þýsk ungmennasamtök sem eigi djúpar rætur í nasisma.  Þau voru stofnuð 1987 og hafa verið tengd við önnur samtök hægriöfgasinna, til dæmis Wiking Jugend. Samtökin afneita einnig helförinni. Sturmvogel eru ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 3 til 18 ára. Börnin koma yfirleitt frá fjölskyldum sem leggja áherslu á að Þjóðverjar blandist ekki öðrum þjóðum eða kynþáttum. Röpke sagði að margar þeirra fjölskyldna sem koma að rekstri samtakanna hafi verið nasistar kynslóðum saman.

TV2 segir að Wiking Jugend hafi verið bönnuð í Þýskalandi 1994 en fyrrum meðlimir samtakanna hafi leitað yfir í Sturmvogel eftir það.

Klæðast einkennisbúningum

eyjan 3Blaðamenn Expressen hafa fylgst með sumarbúðunum úr fjarlægð. Þeir segja að klukkan 8.30 hefjist dagskráin en þá sé einhverskonar uppstilling eða liðskönnun og þá sé hvítur, svartur og rauður fáni dreginn að hún. Á honum er mynd af ránfugli en samskonar mynd er á einkennisbúningunum sem börnin klæðast. Þeir telja að um 30-40 börn séu í sumarbúðunum.

Á meðan á uppstillingunni stendur heyrast há óp og síðan barnsraddir sem syngja þýska söngva. Eftir þetta tekur við stíf dagskrá þar sem börnin eru meðal annars látin vinna. Stúlkurnar klæðast einkennisbúningum, síðum pilsum og grænum skyrtum, og eru með síðar fléttur.

Félagsmenn samtakanna segja yfirleitt að þetta séu skátasamtök en með því reyna þeir að breiða yfir raunverulegan tilgang samtakanna en telja má líklegt að það myndi gera þeim erfitt fyrir að leigja samkomusali og aðra aðstöðu ef leigusalar vissu um raunverulega starfsemi samtakanna. Andrea Röpke sagði að samtökin vilji umfram allt forðast að draga að sér athygli öryggislögreglu því starfsemi álíka samtaka hafi verið bönnuð og það vilji Sturmvogel forðast.

Hún sagði í samtali við Expo að í sumarbúðunum sé verið að innræta börnunum hugmyndafræði þýskra nasista og þau séu látin sæta heraga. Hún sagði sumarbúðir sem þessar vera mjög hættulegar en Sturmvogel samtökin standa reglulega fyrir starfsemi sem þessari. Þar sé börnum innrætt hörð hugmyndafræði nasista og þau alin upp við einhverskonar hægriöfgasinnaðan heraga. Í búðum sem þessum myndist tengsl á milli barnanna og það hafi sýnt sig í gegnum áratugina að í Þýskalandi hafi myndast hliðarsamfélög hægriöfgamanna.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Ragnar hraunar yfir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings“

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, sem komst í fréttir fyrir að gagnrýna útlit Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, tekur engum silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir Bjarna Benediktsson kjörinn formann vegna fjárstyrks síns, en áður hafi það ráðið úrslitum hver væri öflugasti pólitíkusinn. Þá segir hann að ungar og fallegar konur séu valdar […]

Össur um landsfund Sjálfstæðisflokksins: „Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið“

Frá því var greint í dag að formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina verði framkvæmt með rafrænni kosningu, þar sem allir skráðir flokksmenn hafi kosningarétt. Þó verður hafður sá hátturinn á, að þeir sem mæta á landsfundinn, geta enn kosið með gamla laginu, það er skriflega. Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, var fljótur að gera […]

Rafrettufrumvarp í mótsögn við sjálft sig – Krefst nikótínaðvarana á nikótínslausum rafrettum

Í rafrettufrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, er að  finna meinlega mótsögn. Á einum stað segir að lögin eigi að ná yfir rafrettur, hvort sem þær innihaldi nikótín eða ekki. Á öðrum stað segir að aðeins megi selja rafrettur sem merktar eru viðvörunum um áhrif vörunnar á heilsu fólks. Með öðrum orðum, nikótínslausar rafrettur verða merktar viðvörunarmiða um […]

Öryrkjabandalagið um krónu á móti krónu skerðingu: „Kerfisbundið ofbeldi“

„Ef skynsemi, réttlæti og vilji til að breyta til batnaðar, ráða gjörðum stjórnvalda, hlýtur „króna á móti krónu“ skerðingin að verða afnumin strax, þannig staðfestu stjórnvöld vilja til velferðar í verki. Vilji er allt sem þarf,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands í ítarlegri umsögn bandalagsins um frumvarp þar sem lagt er til að sérstök uppbót til framfærslu […]

Bjarkey: „Klaufalega orðað hjá mér“ – „Landsbyggðarþingmenn eiga ekki að þurfa að borga með sér“

Frétt Eyjunnar í gær um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann VG, hefur vakið mikla athygli, en Bjarkey sagði í þætti á Hringbraut að greiðsla sem hún þiggur frá Alþingi fyrir húsnæðis- og dvalarkostnað sinn sem landsbyggðarþingmanns, nægði ekki til að greiða af húsnæðisláninu hennar. Greiðsla Alþingis til Bjarkeyjar er rúmar 187 þúsund krónur á mánuði.   Í […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is