Miðvikudagur 14.09.2016 - 11:15 - Ummæli ()

Píratar öskuillir í garð þingmanna sinna – Hella úr skálum reiði sinnar á Pírataspjallinu

Helgi Hrafn Gunnarsson. Eyjan/Pressphotos.biz

Helgi Hrafn Gunnarsson. Eyjan/Pressphotos.biz

Gríðarleg reiði er meðal stuðningsmanna Pírata vegna hjásetu þingmanna flokksins við afgreiðslu búvörusamninga á Alþingi í gær. Eru þingmenn Pírata bornir þungum sökum vegna þessa á Pírataspjallinu þar sem allt logar vegna málsins. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, er til svara þar og segir að ekki hafi verið hægt að greiða atkvæði gegn samningunum vegna þess að Píratar hefðu engar mótaðar hugmyndir um kerfi sem gæti tekið við í staðinn.

Fjöldi manns hellir úr skálum reiði sinnar á Pírataspjallinu vegna samþykktar búvörusamninga og þá ekki síst vegna þess að þingmenn Pírata, þau Helgi Hrafn og Ásta Guðrún Helgadóttir, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi. Til að mynda er búið að deila reiðilestri Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Fréttatímans, margoft á síðunni. Gunnar Smári birti í gær færslu þar sem hann hvatti kjósendur til að sniðganga Pírata, Samfylkinguna og Vinstri græna vegna hjásetu þeirra við afgreiðslu samninganna. 19 þingmenn greiddu atkvæði með samningunum.

Nokkrir hafa komið þingmönnum Pírata til varnar á spjallinu. Þannig segir Andrés Helgi Valgarðsson, formaður Pírata í Reykjavík, að hingað til hafi viðmiðið verið að sitja hjá í málum þar sem Píratar hafi ekki haft aðalmann í þeim nefndum sem fjalli um viðkomandi mál.

Mér persónulega finnst þetta vera þess háttar mál að við hefðum samt átt að senda skilaboð, en ég skil alveg að þingfólkinu okkar hafi ekki þótt það í samræmi við upplýsta ákvarðanatöku.

Ekki eru þó allir tilbúnir að kaupa þessa röksemd. Þannig segir Albert Svan Sigurðsson í athugasemd að Píratar hafi haldið fimmtán fundi um landbúnaðarmál og hafi samþykkt landbúnaðarstefnu.

Það er ekkert mál að fá upplýsta afstöðu Pírata um búnaðarsamningana. Það hefðu allir fært rök fyrir því að kjósa NEI. Þetta er handvömm hjá þingmönnum okkar ekkert annað. En, við munum læra af þessu og ekki láta svona lagað gerast aftur í svona stórum og dýrum málaflokkum.

Upplýst ákvörðun er bull þegar um er að ræða risavaxna takmörkun á frelsi kjósenda til 10 ára og stórt skref í átt að miðstýringu.

Þingmaðurinn Helgi Hrafn kemur víða við á spjallinu og ver ákvörðunina. Hann bendir á að samþykkt samninganna sé á ábyrgð meirihlutans, ekki á ábyrgð Pírata.

„Við greiddum ekki atkvæði með þessu máli, við sátum hjá. Við berum ekki ábyrgð á atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að honum þyki hvorki sanngjarnt né heiðarlegt þegar fólk láti eins og Píratar hafi samþykkt samningana með hjásetu sinni.

Helgi Hrafn segir jafnframt að það skipti máli að þekkja afleiðingar gjörða sinna og sama hversu bölvað núverandi kerfi sé þá viti hann ekki hvað myndi gerast ef kerfið yrði afnumið eða sett í uppnám.

Ef við værum með mótaðar hugmyndir um kerfi til að taka við þessu, þá hefðum við sjálfsagt greitt atkvæði gegn þessu.

Þessu svarar Steinar Guðlaugsson með eftirfarandi hætti: „Finnst þér nýsamþykkt stefna okkar í landbúnaðarmálum ekki svara spurningunnum hvað vil viljum að taki við?“

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Benedikt Jóhannesson: „Vúdú hagfræði Kampavínsstjórnarinnar“

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, skrifar harðorðan pistil á Facebook síðu sína í gær undir yfirskriftinni „Vúdú-Hagfræði Kampavínsstjórnarinnar.“ Þar gagnrýnir hann fyrirhugaðar útgjaldaaukningar nýrrar ríkisstjórnar og skýtur föstum skotum á frænda sinn, forvera og eftirmann, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.     „Þegar Ronald Reagan bauð sig fram sem forseti Bandaríkjanna setti hann fram þrjú […]

„Þessi gjaldtaka er án fordæma og án alls samtals við ferðaþjónustuna“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu ráða nú ráðum sínum eftir að Isavia tilkynnti um fyrirhugaða gjaldtöku á stæðum fyrir hóferðabíla við flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hefst þann 1. mars. Mun gjaldið vera 7,900 krónur fyrir hópbifreiðar með 19 eða færri  sæti en 19,900 fyrir bifreiðar með fleiri en 20 sæti. Fyrir hvert skipti. Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna gjaldtökuna […]

Um hvað snúast deilurnar í Katalóníu?

Það eru margar ástæður  fyrir því að Katalónía er ekki Spánn, eða hluti af Spáni og að Spánn sé ekki Katalónía. Sögulega séð er Katalónía þjóð með landamæri miklu eldri en hugmyndin um Spán sem ríki eða þjóð. Katalónar voru þjóð í eigin landi í nokkrar aldir eða allt þar til að þeir töpuðu stríði […]

Uppgjör við reiðina

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það er bæði rétt og skylt að rifja upp hruntímann þegar óstjórnleg reiði greip um sig á svo sterkan hátt að öll siðferðisviðmið röskuðust. Það var öskrað og æpt, lögreglu var ögrað og stjórnmálamenn áttu sumir ekki lengur skjól á eigin heimili. Kvöld eftir kvöld fylltust sjónvarpsfréttatímar af myndum af fólki sem […]

„Það er gott að búa í Kópavogi“

Bæjarstjórinn góðkunni, Gunnar I. Birgisson, hefur nú fest ævisögu sína á blað með dyggri aðstoð skrásetjarans Orra Páls Ormarssonar. Gunnar þekkja flestir sem hinn djúpróma bæjarstjóra Kópavogs, nú Fjallabyggðar, en hann var einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Kópavogs til margra ára. Þá þekkja allir hið sígilda slagorð, „Það er gott að búa í Kópavogi,“ […]

Björn Valur um prósentin 78: Áfall fyrir Samfylkinguna

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, hefur verið einn einlægasti stuðningsmaður nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir það ekki koma sér á óvart að stuðningur við stjórnina mælist í 78%. „Ég skrifaði um það fyrir skömmu að ríkisstjórnin yrði geysivinsæl. Ég hefði viljað sjá hana myndaða fyrr en kannski voru ekki aðstæður til þess. […]

Loftslagsviðurkenningar veittar í fyrsta sinn

Í dag voru veitt loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Að þessu sinni hlaut HB Grandi loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar, vefurinn loftslag.is hlaut fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og þá hlaut ISAVIA hvatningarviðurkenningu.   HB […]

Flateyjabók liggur undir skemmdum- Árnastofnun fær styrk til viðgerðar

Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um 5 millj. kr. til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók, einu merkasta handriti Íslendinga. Að sögn Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar er danskt lím sökudólgurinn. „Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast áríðandi viðgerðar en auk þess þarf […]

Fiskeldi Austfjarða leiðréttir Loðnuvinnsluna – Segir misskilnings gæta um mengun

Líkt og Eyjan fjallaði um, þá sendi Loðnuvinnslan í Fáskrúðsfirði frá sér yfirlýsingu í vikunni, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir fyrirhuguðu laxeldi í firðinum og menguninni sem af því hlytist. Var fullyrt að mengunin af 15.000 tonna laxeldi jafngilti skólpi frá 120.000 manna byggð og hefði þar með áhrif á hrognavinnsluna, sem reiðir […]

Reykjavíkurborg eykur stuðning við utangarðsfólk – Tólf nýjar íbúðir á þremur árum

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum 7. desember að auka stuðning við utangarðsfólk. Þetta kemur fram í tilkynningu. Það verður gert með því að fjölga um tólf íbúðum fyrir fólk í jaðarstöðu á grundvelli hugmyndafræðinnar Housing first. Einnig verður starfsmönnum í vettvangs- og ráðgjafarteymi sem veitir utangarðsfólki þjónustu fjölgað úr sjö í þrettán. Teymið mun starfa út frá […]

Sjávarútvegsráðherra sver af sér Samherjatengsl – Segist ætla að meta hæfi sitt

Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, mun hann hugsanlega stíga til hliðar ef upp koma mál sem snerta Samherja. Þetta segir hann í Stundinni í dag. Tengsl Kristjáns Þórs við stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Samherja, hafa verið til umfjöllunar í fréttum. Kristján var stjórnarformaður fyrirtækisins um aldamótin og hefur sagst farið á sjó á togara Samherja […]

Oddný Harðardóttir kjörin þingflokksformaður Samfylkingarinnar

Samfylkingin kaus um það í vikunni hverjir skipa ættu stjórn þingflokksins á Alþingi. Formaður er Oddný G. Harðardóttir, varaformaður er Guðmundur Andri Thorsson og ritari er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Oddný G. Harðardóttir hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar síðan 2009 og gegnt þingflokksformennsku 2011–2012, 2012–2013 og síðan 2016. Oddný var formaður Samfylkingarinnar og var hún fyrsta konan […]

Fjármálaráðherra ósammála útreikningum um kostnað stjórnarsáttmálans

Líkt og fram kom í gær telja Samtök atvinnulífsins að kostnaður við framkvæmdir loforða í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar verði 90 milljarðar á ári ef gert er ráð fyrir að öllu því sem lofað er komist til framkvæmda. Þetta kom fram í greinargerð samtakanna. Á heimasíðu SA eru sundurliðaðar útgjaldaliðir sem má sjá hér.   Samkvæmt mbl.is […]

Morðtíðni heimsins eykst í fyrsta skipti í 10 ár – 385,000 manns drepnir árið 2016

Samkvæmt könnun Small Arms Survey, jókst morðtíðni í heiminum á síðasta ári, í fyrsta skipti í áratug. Í fyrra voru samtals 385,000 manns vegnir í morðmálum víðsvegar um heiminn sem eru 8,000 fleiri morð en árið á undan. Efstu fimm löndin, með hæstu morðtíðnina, eru Sýrland, El Salvador, Venesúela, Hondúras og Afganistan, en aðeins tvö […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is