Miðvikudagur 01.03.2017 - 11:43 - Ummæli ()

Inga segir hjólahýsafólkið í Laugardal flóttamenn í eigin landi: Fátækir eiga að fá peninga hælisleitenda

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins stingur upp á að það fjármagn sem fari í að aðstoða hælisleitendur á meðan uppsóknir þeirra eru teknar fyrir verði frekar nýtt til að hjálpa fátækum Íslendingum.

Inga Sæland skrifaði pistil þann 24. febrúar síðastliðinn á Facebook-síðu Flokk fólksins. Inga eyddi færslunni í gær eftir að Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans deildi pistlinum á Facebook-síðu Sósíalistaflokk Íslands. Sagði Gunnar Smári að Flokkur fólksins væri í grunninn þjónn auðmagnsins og sundraði hinum verst settu.

Inga Sæland vakti mikla athygli í síðustu kosningum og fékk 6,707 atkvæði. Náði flokkurinn ekki á þing en Inga og félagar eiga rétt á 10 milljóna króna framlagi á ári næstu fjögur árin frá ríkissjóði. Inga kveðst vera baráttukona og réttlætissinni sem vill leggja sitt að mörkum til að útrýma mismunun, fátækt og spillingu.

Þann 22. febrúar greindi Vísir frá því að hópur fólks neyddist til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sagði að margir þyrfti meðal annars að fara út á nóttunni til að fara á klósettið. Í fyrsta sinn er tjaldsvæðið opið yfir veturinn en fátækt fólk dvelur þar í allt að fjóra til fimm mánuði yfir vetrartímann. Inga Sæland fjallaði um stöðu fólksins þann 24. febrúar og bar það saman við stöðu hælisleitenda í pistli á Facebook-síðu flokksins sem hún fer fyrir. Inga sagði:

Í þessu ofsaveðri búa einhverjir meðbræður okkar í hjólhýsum í Laugardalnum og enn aðrir eru algjörlega án nokkurs skjóls. Þetta eru þeir sem eru efnahagslegir flóttamenn í eigin landi, fátækastir í orðsins fyllstu merkingu og eiga virkilega bágt.

Í þessum bílum búa fátækt fólk / skjáskot af myndskeiði Stöðvar 2

Varpaði Inga fram þeirri spurningu hvort það væri ásættanlegt að staðan væri svona á meðan hælisleitendur flykktust sem aldrei fyrr til landsins.

„Hælisleitendur sem fordæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hælisleytendur sem hafa frían leigubíl, ( vilja frekar taka leigubíl en nota strætó ) Bónuskort, debetkort ( með inneign frá ísl. ríkinu ) fría læknisþjónustu, húsnæði, tannlækni, sálfræðing, og fl. og fl.“

Varpaði Inga fram þeirri spurningu hvort ekki mætti nýta það fjármagn sem færi í að „halda uppi þessu fólki“ í mislangan tíma áður en því væri vísað burt.

Í það að huga að okkar eigin bræðrum sem búa hér við bág og algjörlega óviðunandi kjör? Flokkur Fólksins vill útrýma fátækt á Íslandi. Fátækt sem er okkur til háborinnar og ævarandi skammar.

Hættulegur flokkur

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári ritstjóri Fréttatímans deildi skrifum Ingu og uppnefnir Flokk fólksins sundrungar flokk. Segir Gunnar Smári að velferðarkerfið á Íslandi sé ekki að grotna niður vegna ágangs þeirra sem lifa við kröpp kjör, heldur svikum stjórnvalda.

„Í stað þess að gera kröfur um að fyrirtæki og fjármagn greiði um 100 milljörðum króna meira til samneyslunnar, að skattheimta og innheimta fyrir afnot af auðlindum sé hér í takt við það sem gerist í velferðarlöndunum í kringum okkur,vill Flokkur fólksins siga öryrkjum og öldruðum, sem fjármagn og fyrirtæki hafa rænt grunnframfærslu sinni, á þá örfáu hælisleitendur sem hingað leita eftir aðstoð. Það er enginn sómi af slíku,“ segir Gunnar Smári og heldur fram að engin dæmi í sögunni séu að finna að samfélag hafi skaðast af því að hjálpa hinum verst settu og valdamestu.

Hlustum ekki á svona Trumpisma til sundrungar hinum verst settu svo hinir best settu getu enn skotist undan ábyrgð í samfélaginu.

Stefnir í ógöngur

„Gríðarlegur húsnæðisskortur er hér á Höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld hafa verið að taka á leigu hótel m.a. fyrir þetta fólk á meðan það bíður eftir að vera sent heim aftur […] Stjórnvöld bæði hér og í þeirra eigin löndum eru að reyna að stemma stigu við þessu því það stefnir hér í algjörar ógöngur,“ segir Inga Sæland enn fremur.

Hún tekur fram í kommentum undir pistli sínum að hún eigi ekki við flóttamenn, heldur hælisleitendur. Segir hún ekki rétt að taka hælisleitendur fram yfir „eigin þegna.“ Segir hún löndin sem hælisleitendur koma frá oft ekki flokkast undir stríðsþjáð lönd og nefnir Albaníu í því samhengi. Þeir viti að þeir fái ekki hæli en komi samt.

Þessir einstaklingar sem eru að stærstum hluta ungir einhleypir menn eru að koma hingað vitandi það að þeir verða sendir til baka, vitandi það þó um leið að hér geta þeir haft það huggulegt og lifað á gestrisni Íslendinga á meðan varir. Við tökum utan um flóttamennina okkar af heilum hug og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að þeir geti blómstrað hér í nýju heimkynnunum en hitt er hins vegar gengið langt yfir strikið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Þetta eru skilyrðin fyrir því að leyfa hunda og ketti á veitingastöðum

Breyting á reglugerð um hollustuhætti um heimild til að koma með hunda og ketti á veitingastaði tók nýlega gildi. Reglugerðin kveður meðal annars á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða er gert heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á staðinn, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Heimildin, sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra kom […]

Birnir ósáttir við Fréttablaðið: Starfsemi stjórnmálaflokks gerð tortryggileg að ósekju

Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins setja spurningamerki við frétt Fréttablaðsins í dag um úthringingar forystu- og áhrifafólks í VG til flokksráðsfulltrúa, en flokksráðið tekur endanlega ákvörðun um hvort Vinstri græn geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nokkrir flokksráðsfulltrúar hefðu […]

Stefán: Símtalið gerir þennan gjörning enn óskiljanlegri

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði segir að birting símtals Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra um Kaupþingslánið fræga geri lánveitinguna enn óskiljanlegri en hún var áður en símtalið var birt. Í símtalinu, sem átti sér stað 6. október 2008, ræddu þeir Davíð og Geir um neyð­ar­lána­lán­veit­ingu til Kaup­þings upp á 500 […]

Karlar á þingi bregðast við áskorun kvenna

Karlar á þingi hafa brugðist við áskorun kvenna úr stjórnmálum og stjórnsýslu og lýsa yfir fullum vilja til að stuðla að breytingum. Fram kemur í yfirlýsingu sem þingmennirnir hafa sent á fjölmiðla að þeir lýsi yfir fullum vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær […]

Fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins: „Eitt atvik? Nei“

Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016, segir að hún hafi ekki tölu á því hversu oft hún hafi þurft að forða sér á samkomum og taka hendur af líkamshlutum sem ekki sé ásættanlegt að séu snertir. Jóhanna María, eða Hanna María eins og hún er gjarnan kölluð, […]

Menntamálaráðherra: Eina sem hægt er að gera er að fá gerandann til að láta af þessu háttalagi

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að vandinn í tengslum við kynferðislega áreitni sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Um sé að ræða einstaklinga sem fari gegn eðlilegri háttsemi í samskiptum og það eina sem hægt sé að gera sé að fá þá til að láta af þessari háttsemi. Meira en 300 […]

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is