Fimmtudagur 02.03.2017 - 11:21 - Ummæli ()

Forsetinn neitaði að hitta tveggja barna móður – ,,Þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður‘‘

Tinna Brynjólfsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson. Samsett mynd.

Tinna Brynjólfsdóttir er tveggja barna móðir og á eiginmann sem situr í fangelsinu á Akureyri. Hún hefur lengi barist fyrir því að mál manns hennar verði tekið upp að nýju en hefur allstaðar komið að lokuðum dyrum í stjórnkerfinu. Að hennar sögn var síðasta vonin að fá Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands til að aðstoða sig í baráttunni. Í þeim tilgangi skrifaði hún forsetanum bréf þar sem hún fór þess að leit við hann að fá að ganga á fund hans vegna alvarlegra mannréttindabrota og spillingu af hálfu hins opinbera eins og hún orðar það. Hún skrifaði í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún segir frá samskiptum sínum við forsetann.

Guðni Th. Jóhannesson hefur tekið á móti mörgum gestum síðan hann tók við embætti forseta þann fyrsta ágúst á síðasta ári. Síðastliðinn mánudag hitti Guðni Dagnýju Magnúsdóttur á fundi eftir að hún hafði sent honum skilaboð á Facebook. Samkvæmt stöðuuppfærslu Dagnýjar á Facebook ræddu þau lífið og tilveruna á stuttum fundi. Tinna vonaðist eftir því að fá sömu viðbrögð við bón sinni  um fund en forsetinn varð ekki við þeirri beiðni.

Skilaboðin sem Tinna sendi hljóðuðu svo:

Sæll Guðni

Er einhver möguleiki að þú eigir lausar mínútur á næstunni til að spjalla við mig um málefni sem brennur mér á hjarta? Þetta snýst um alvarleg mannréttindabrot og spillingu af hálfu hins opinbera. Ég er löngu orðin ráðþrota og því leita ég til þín.

Svarið sem henni barst var svohljóðandi:

Sæl Tinna,
þakka þér fyrir skeytið. Í mínu embætti er mér ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Ég get bent á það sem betur má fara en þá verð ég að tala á almennum nótum, ekki með því að skipta mér af einstökum málum. Miðað við beiðni þína sé ég þess vegna ekki að fundur myndi verða skynsamlegur eða skila miklu.

Þetta svar er Tinna ekki ánægð með og segir sýna innri mann forsetans. Hann hafi ekki áhuga á að heyra frásögn hennar, það sé alls ekki svo að hún vilji að hann hlutist til um nokkurn skapaðan hlut.

Þar höfum við það, þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður. Hann vill ekki einu sinni vita hvað ég hef að segja!

Tinna segir að margt af því sem hann hafi tekið sér fyrir hendur hingað til sé ef til vill ekki mjög skynsamlegt eða líklegt til árangurs. Forsetatíð hans virðist að hennar mati snúast frekar um að líta vel út á samfélagsmiðlum og hann ákveði hvaða verk hann taki sér fyrir hendur út frá því.

Mér finnst að forseti Íslands eigi ekki að skauta fram hjá mikilvægum málum af því þau henta honum ekki.

Mér finnst að hann eigi að vera alvöru leiðtogi sem lætur sig mannréttindi varða og þorir að beita sér fyrir betra samfélagi.

Eiginmaður Tinnu situr í fangelsinu á Akureyri

Þess má geta að eiginmaður Tinnu er Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis Banka sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátt sinn í BK-44 málinu svokallaða sem sérstakur saksóknari rannsakaði samkvæmt DV. Hann dvelur nú í fangelsinu á Akureyri. Málið snerist um 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007.

Í janúar síðastliðnum skrifaði Tinna grein sem birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni ,,Saklausir menn í fangelsi‘‘. Í greininni fer hún yfir vinnubrögðin í réttarkerfinu í tengslum við mál eiginmanns síns og heldur því fram að dómarar við Hæstarétt Íslands hafi verið ,,bullandi vanhæfir‘‘ í málum sem tengjast hruninu og að dómurinn sé ekkert annað en brandari.

Enginn vilji sé meðal stjórnmálamanna að takast á við þetta meinta vandamál að sögn Tinnu.

Spillingin, mannvonskan og óheiðarleikinn í öllu kerfinu er miklu meiri en fólk getur ímyndað sér í sínum trylltustu draumum.

Ég trúi því ekki að Guðni Th. Forseti Íslands vilji hafa þetta svona í sínu ríki, honum er annt um mannréttindi og því hlýtur hann að gera eitthvað í málinu.

Tinna virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Tiltrú á Ísland hefur stóraukist að mati seðlabankastjóra – Höftin ekki haft stórkostleg áhrif á gengi krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN í kvöld. Þar fóru þeir yfir efnahagsmálin sem ávallt eru á milli tannana á fólki, einkum og sér í lagi nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin. Már segir að viðbrögðin við þeim áfanga hafi verið góð og ,,ekki hafa haft stórkostleg áhrif […]

Bryndís: Mamma vann aldrei úti

Mamma vann aldrei úti – Mamma sagði ósjaldan: Æ, ég var aldrei mikið fyrir börn! Samt eignaðist hún sjö krakka og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði á okkur, prjónaði á okkur, fór í ber á hverju ári, sultaði, tók slátur, bakaði reglulega og eldaði mat upp úr danskri kokkabók, sem lá alltaf á eldhúsborðinu. […]

„Körlum er óskað atvinnumissi. Konum? Að þeim sé nauðgað eða að þær missi börnin sín“

„Þrjátíu og sjö ára gamall þingmaður heldur jómfrúarræðu. Hann talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar frá. Tuttugu og sjö ára gömul þingkona heldur jómfrúarræðu. Hún talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar […]

Birgitta: Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu – Viðreisn og Björt framtíð umboðslausir

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninni og á þingi á meðan Viðreisn og Björt framtíð eru nánast umboðslausir. Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Ræddi hún nýjustu skoðanakönnunina þar sem kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi frá kosningum en bæði Björt framtíð og Viðreisn myndu ekki […]

„Íslenska með hreim er líka íslenska“ – Til skammar að nota frávik á viðurkenndu máli til að gera lítið úr fólki

„Íslenska með hreim er líka íslenska. Íslenska með beygingarvillum er líka íslenska. Íslenska með rangri orðaröð er líka íslenska;“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Hann deilir frétt Eyjunnar um svívirðingar sem Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í […]

„Alþingi á ekki að vera með starfmenn sem tala ekki Íslennsku“ – Ráðherra og þingmenn koma Nichole til varnar

Svívirðingar hafa fallið um Nichole Leigh Mosty þingmann Bjartrar framtíðar á samskiptamiðlum undanfarna daga og hefur fólk sagt að hún eigi að læra íslensku áður en hún taki sæti á þingi. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í vikunni, eða allt frá því að hún tjáði sig um ummæli Mikaels Torfasonar um fátækt á Íslandi. […]

Geta greitt sér 70 milljarða í arð úr Arion banka

Með því að endurskipuleggja fjármagnsskipan Arion banka, geta eigendur hans greitt sér allt að 70 milljarða króna arð. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir, nam ríflega 211 milljörðum um áramótin. Eiginfjárhlutfallið stóð í 27% en eiginfjárkröfurnar sem ríkið krefst nemur 20,7%. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Bankanum er einnig heimilt […]

Fylgishrun hjá Bjartri framtíð og Viðreisn

Fylgishrun blasir við stjórnarflokkunum Viðreisn og Bjartri framtíð, myndi hvorugur flokkurinn ná manni inn á þing ef kosið væri í dag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag myndi Viðreisn fá 3,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 3,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst og myndi hann fá 32 prósent atkvæða og verða stærsti flokkurinn á þingi. Vinstri grænir […]

Kosningabaráttan í Frakklandi er hafin fyrir alvöru – Hnífjafnt samkvæmt könnunum

Mikil spenna í loftinu í Frakklandi þessa dagana en fram undan eru forsetakosningar þar. Fyrsta umferð þeirra fer fram þann 23. apríl næstkomandi og er óhætt að segja að ráðamenn í Evrópu, sérstaklega í Brussel, haldi niðri í sér andanum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar nýtur mikils fylgis ef marka má skoðanakannanir og allt bendir […]

Útvarp Saga segir þingmann Pírata ráðast á sig

Útvarp Saga segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi ráðist á sig úr ræðustól Alþingis í gær, en Þórhildur sagði gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, ECRI, vera ómaklega. Í byrjun mánaðarins kom út skýrsla nefndarinnar í kjölfar reglubundinnar eftirlitsferðar hingað til lands, þar var greint frá áhyggjum af því […]

Páll uppljóstrar óknyttasögum – Ekki æskilegt viðkvæmum sálum

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur deilt myndbandi þar sem hann segir sögur af vafasamri fortíð sinni sem ungur maður í Vestmannaeyjum. Vinur Páls stalst til að ná sögunum á myndband þar sem Páll rifjaði þær upp í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum nýverið: Ég sagði þarna nokkrar óknyttasögur úr æsku minni og vina minna undir fyrirsögninni Miðbæjarvillingarnir, […]

Erdogan hótar Evrópubúum

Tayyp Erdogan forseti Tyrklands gaf í dag út aðvörun til íbúa Evrópu. Það gerði hann á fundi með tyrkneskum blaðamönnum í höfuðborginni Ankara. Orð hans féllu vegna deilna tyrkneska stjórnvalda við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi um það hvort háttsettir tyrkneskir stjórnmálamenn megi halda kosningafundi fyrir tyrkneska íbúa í þessum löndum. Í næsta mánuði fer […]

Ruglingur um árásarmanninn í London

Mikil ringulreið er í bresku pressunni í kvöld vegna árásarinnar á breska þinghúsið í dag. Fullyrt var að Abu Izzadeen múslimaklerkur og talsmaður Al Ghurabaa-samtakanna hafi verið maðurinn sem var skotinn til bana af lögreglu fyrir utan breska þinghúsið í Lundúnum í dag en samkvæmt BBC er hann enn í fangelsi. Al Ghurabaa-samtökin eru bönnuð […]

Árni Páll: Eru 6% eðlileg fyrir framsækna vinstrið?

Kosningarnar í Hollandi voru léttir þar sem hægrisinnaðir útlendingahatandi popúlistar náðu ekki þeim árangi sem þeim hafði verið spáð. Það var líka gott að sjá góða kosningaþáttöku, sem sneri dæminu við. En hræðileg niðurstaða Verkamannaflokksins, PvdA, dregur enn og aftur upp þá mynd að það er rótgróinn jafnaðarmannaflokkur sem geldur fyrir vonbrigði og tilfinningar valdleysis […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is