Föstudagur 03.03.2017 - 20:11 - Ummæli ()

Gunnar Hrafn svarar Ernu: Gagnrýndur fyrir uppistand í í veikindaleyfi – „Ég vona að henni líði sjálfri vel“

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata.

„Þetta dæmir sig bara sjálft, ég vona að henni líði sjálfri vel. Annars sný ég væntanlega formlega aftur á miðvikudaginn, tvíefldur og læt svona rugl ekki á mig fá.“

Þetta segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata. Frétt Eyjunnar frá því í gær þar sem greint var frá því að Gunnar Hrafn ætli að snúa aftur til starfa í næstu viku hefur vakið mikla athygli en þingmaðurinn hefur verið í veikindaleyfi vegna þunglyndis síðan í desember. Hann hyggst berjast fyrir geðheilbrigðismálum þegar hann snýr aftur á þing.

Sjá einnig: Gunnar Hrafn snýr aftur á þing

Á samfélagsmiðlum hefur Gunnar verið gagnrýndur fyrir að vera með uppistand á Herrakvöldi Þróttar næstkomandi laugardag. Málflutningur þeirra sem hafa gagnrýnt hann snýst um að Gunnar Hrafn sé að skemmta fólki á sama tíma og hann sé í launuðu veikindaleyfi frá Alþingi. Gunnar Hrafn sagði að það væri skiljanlegt að fólk væri að setja spurningarmerki við uppistandið.

Ég skil það alveg að fólk heldur bara að maður sé frá til langs tíma og að taka að sér uppistand á milli þá lítur það furðulega út. Ég er búinn að vera að mæta á þing undanfarið og það er verið að ganga frá því að þetta verði formlegt í næstu viku.

Gunnar Hrafn bætti við: Ég hef það bara fínt, allt annar maður en ég var. Ég er búinn að fá ótrúlega mikla hjálp úr öllum áttum, alls konar fólki þvert á flokka. Það eru allir rosalega jákvæðir.

Erna Ýr Öldudóttir fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata og nú starfsmaður Útvarps Sögu tjáði sig á Facebook og hafa þau skrif farið víða. Erna skrifaði:

Gunnari Hrafni er nú bötnuð geðveilan, en hann getur nú farið og skemmt á karlakvöldum og ásamt því að droppa aftur inn á þing til að reyna að stöðva frjálsa verslun og frjálst val einstaklinganna um sína einkahagi. Píratar, hvar hafa dagar lífs ykkar lit sínum glatað? Til hamingju með að hafa raðað þessum lukkuriddara með efstu mönnum á lista.

Sjá einnig: Fylgið lekur af Pírötum

Erna Ýr Öldudóttir viðskiptafræðingur.

Þá sagði Erna að það væri langt fyrir neðan virðingu þingmanna að byrja í aukavinnu áður en veikindaleyfi væri lokið og um leið birtast á krítískum tímapunkti í vinnunni til að greiða atkvæði um umdeild frumvarp. Varamaður Gunnars Hrafns, Viktor Orri Valgarðsson er fylgjandi því að áfengi verði selt í búðum. Gunnar Hrafn lýsti yfir við Eyjuna að hann sé mótfallinn því. Tekið skal fram að ekki er hægt að segja um það á þessum tímapunkti hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. Erna Ýr kveðst fagna því að Gunnar hafi náð sér af veikindum en lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu hans til áfengisfrumvarpsins.

Ég held að endurkoma þín á þessum tímapunkti geti ekki verið tilviljun.

Gunnar Hrafn svarar Ernu og segir:

Don’t worry, be happy. Ég er viss um að þetta fer allt á besta veg. Ég var ekki búinn að semja um neina greiðslu við bumbuboltakarlana, þetta er meira greiði fyrir gamlan félaga, en ef mér áskotnast einhverjir þúsundkallar fyrir að segja brandara þetta kvöld mun ég láta þá renna til Olnbogabarna, virkilega flott samtök foreldra barna með áhættuhegðun sem ég vona að fólk kynni sér.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Eftir Björn Bjarnason: Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn. Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á vírusnum Petja, […]

Ómar Ragnarsson: Við getum lært af Las Vegas

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður segir að Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta geti lært af bandarísku borginni Las Vegas. Las Vegas er heimsþekktur áfangastaður ferðamanna og vinsæll staður til að halda ráðstefnur, þá sér í lagi fyrir lögleg fjárhættuspil, skemmtikrafta og aðra afþreyingu, fyrir utan ljósadýrðina: Ekki verður um það deilt að borgin Las Vegas í Nevada í […]

Fjárfesti synjað um ríkisborgararétt vegna einnar hraðasektar – Hefur búið á Íslandi í 11 ár

Fjárfestirinn Bala Kamallakharan fær ekki íslenskan ríkisborgararétt og verður vísað úr landi eftir að hafa búið á Íslandi í 11 ár. Ástæðan er hraðasekt sem hann fékk í febrúar þegar hann keyrði á milli Selfoss og Reykjavíkur. Bala er upprunalega frá Indlandi, hann hefur mikið látið til sín taka í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug, þar […]

Í kröppum krónudansi

Björgvin G. Sigurðsson skrifar: Mikil og hröð styrking krónunnar hefur grafið undan útflutningsgreinum okkar og skyndilega eru blikur á lofti í ferðaþjónustunni. Gengisbreytingarnar koma harkalega niður á greininni sem á sama tíma hefur verið í fordæmislausum uppbyggingarfasa, til að mæta auknum gestakomum til landsins. Hæstu vextir í heimi og ófyrirsjáanlegar sveiflur örmynntarinnar herða að helstu […]

Mismunun dáinna

Sr. Magnús Erlingsson skrifar:  Á Íslandi er í gildi jafnræðisregla og er hún tryggð í stjórnarskránni. Reglan kveður á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og allir skuli njóta mannréttinda. Þetta er ein af grundvallarreglum í vestrænum lýðræðissamfélögum. Kannski mætta túlka þessa reglu, útvíkka hana svolítið og segja að í henni felist það að […]

Nýr framkvæmdastjóri iðnrekenda: „Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi“

Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.  Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Samtök iðnaðarins eru regnhlíf sex samtaka sem sameinuðust á sínum tíma, en það voru Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Meistara- og verktakasamband byggingamanna, Verktakasamband Íslands, Félag íslenska prentiðnaðarins og Samband málm- og skipasmiðja. Sigurður […]

Vilhjálmur og Ragnar: Óhjákvæmilegt að segja upp kjarasamningum – Takk fyrir að slátra SALEK

„Það er morgunljóst að fjölmargir af okkar félagsmönnum eru agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra undir kjararáð um allt að 300 þúsund á mánuði með afturvirkni sem nær í sumum tilfellum allt að eitt og hálft ár aftur í tímann.“ Þetta segir í pistli […]

Sturgeon frestar annarri þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Nicola Sturgeon ráðherra skosku heimastjórnarinnar segir að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verði frestað þangað til að Bretland er búið að segja sig úr Evrópusambandinu. Sturgeon stefndi á að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2018 eða vorið 2019, þess í stað ætlar hún og heimstjórnin að einbeita sér að því að tryggja „mjúkt Brexit“ og hagsmuni […]

May sökuð um að múta DUP til að halda forsætisráðherrastólnum

Theresa May forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýnd fyrir samkomulag sitt við norður-írska DUP flokkinn, í skiptum fyrir að verja minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fær heimstjórn Norður-Írlands einn milljarð punda í aukaframlag á næstu tveimur árum. Íhaldsflokknum vantar einungis níu þingmenn til að ná meirihluta á breska þinginu, með samkomulaginu fær Íhaldsflokkurinn stuðning þeirra tíu þingmanna sem DUP […]

Börn í nýju Vogabyggðinni þurfa að fara langar leiðir og yfir stofnbrautir til að komast á íþróttasvæði

Börn sem munu eiga heima í Vogabyggð sem fyrirhugað er að byggja munu þurfa að ferðast nokkra kílómetra til að komast á nálægasta íþróttasvæði. Í óformlegri mælingu Stefáns Pálssonar sagnfræðings kemur í ljós að börn sem kæmu til með að búa í nýja hverfinu munu þurfa að ferðast rúmlega fjóra til fimm kílómetra til að […]

„Það hlýtur að vera gaman að fá eingreiðslu upp á 4,7 milljónir“

Ríkisendurskoðandi fær rúmar 4,7 milljónir í eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launa, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær að sama skapi rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í úrskurði Kjararáðs frá því í síðustu viku, RÚV greindi frá útreikningum BSRB sem sýna jafnframt að forsetaritari fær rúmar 1,8 milljón króna í eingreiðslu, Hagstofustjóri fær rúma 1,2 milljón króna […]

Hörður: Markaðssetningin á lambakjöti hefur brugðist

„Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið.“ Þetta segir Hörður Jónasson áhugamaður um íslenska matvöruframleiðslu í grein sem hann skrifar í Bændablaðið. Hörður starfar í ferðaþjónustu og býr á hótelum víða […]

Kvótakerfið veldur hörðum stéttaátökum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur nýverið. Vel viðraði og tókust hefðbundin hátíðahöld með ágætum. Blaðið Vestfirðir sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra góðar kveðjur og þakkir fyrir framlag þeirra til góðra lífskjara landsmanna. Kvótakerfið er eldurinn sem logar undir sjávarútveginum og  hefur valdið hörðum deilum og átökum í þjóðfélaginu síðustu 30 ár. Forystumenn […]

Umburðarlynda þjóðin

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Samkvæmt samantekt stofnunarinnar Social Progress Imperative eru Íslendingar umburðarlyndasta þjóð í heimi. Umburðarlynt samfélag er gott samfélag og því er þessi niðurstaða staðfesting á því að okkur hefur tekist að skapa fyrirtaks samfélag. Vitaskuld er þar ekki allt fullkomið. Misrétti fyrirfinnst vissulega. Hagsmunaöfl láta stöðugt á sér kræla. Grátkór útgerðarinnar þagnar til […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is