Föstudagur 03.03.2017 - 12:49 - Ummæli ()

Heimilislæknar sem starfað hafa erlendis á einu máli: Einkareknar stofur eru skilvirkari

Mynd/Getty

Það er samdóma álit lækna sem starfa hér á landi, en störfuðu áður í Noregi, að betur sé búið að heimilislækningum í Noregi en á Íslandi og heilbrigðisþjónustan þar sé skilvirkari. Þar sé betri samvinna og staða heimilislækna sé styrkari, brýnt sé að bjóða upp gott starfsumhverfi líkt og þar hér á landi til til að auka nýliðun. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem greint er frá í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Hér á landi starfa flestir heimilislæknar hjá hinu opinbera á föstum launum, en í Noregi starfa flestir heimilislæknar sjálfstætt á einkareknum stofum þar sem stuðst er við tilvísanakerfi, þar sem greitt er fyrir skráningu á lækninn og hvert viðvik.

Lítill hluti íslenskra heimilislækna stundar einkarekstur á Íslandi og hafa stjórnvöld frekar stuðlað að því að starfsemin sé undir hatti hins opinbera. Tvær einkareknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu, auk 12 sjálfstætt starfandi heimilislækna. Þá hefur þróun síðustu ára verið í þá átt að sjúklingar eru skráðir á heilsugæslustöð í stað ákveðinna lækna sem er öndvert við norska fastlæknakerfið þar sem ábyrgð fylgir ávallt nafngreindum heimilislækni. Allir læknarnir sem rætt var við undirstrikuðu kosti þess að byggja á mismunandi launagreiðslufyrirkomulagi til heimilislækna og blönduðu rekstrarskipulagi í heimilislækningum:

Ég held að fyrir heildina væri betra að geta valið á milli,

sagði einn læknirinn, annar sagði:

Nú eru líka læknarnir misjafnir, það getur vel verið að það henti einum lækni mjög vel að vera í, eigum við að segja, afkastahvetjandi kerfi en svo er ekki víst að það henti í Hlíðahverfi í Reykjavík þar sem allir sjúklingarnir eru gamlir og þú getur hreinlega ekki tekið jafn stuttan tíma per haus.

Sjúkraliðar á launum frá læknunum sjálfum viljugra til að taka að sér verk

Nýliðun meðal heimilislækna hefur verið ábótavant undanfarin ár, læknarnir sem rætt er við í rannsókninni segir að brýnt sé að bjóða upp á aukið sjálfstæði til að auka áhuga læknanema. Mynd/Getty

Það er samdóma álit viðmælenda að íslenska heilbrigðisþjónustu skortir þá skilvirkni sem Norðmenn búa við og staða norskra heimilislækninga sé styrkari, kostir norska heilbrigðiskerfisins sé fyrst og fremst að þar hafa allir landsmenn sinn heimilislækni og þannig næst góð yfirsýn yfir heilsuvanda fólks.

Telja læknarnir að til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi sé brýnt að bjóða upp á  aukið sjálfstæði og valmöguleika líkt og er til staðar í norska fastlæknakerfinu. Möguleikinn á að starfa sjálfstætt er mikilvægur þáttur fyrir sjálfsmynd og starfsánægju. Þegar ráðast þarf í skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu myndast óhjákvæmilega togstreita milli heilbrigðisstétta en ekki síður milli ólíkra hópa lækna. Því er mikilvægt að íhuga gaumgæfilega reynslu annarra þjóða af skipulagsbreytingum í heilbrigðisþjónustu.

Þátttakendur söknuðu læknaliða, ígildi sjúkraliða, sem gegna lykilhlutverki á öllum heilsugæslustöðvum í Noregi og eru nánir samstarfsmenn heimilislækna þar. Samvinnan við hjúkrunarfræðinga hér á landi töldu þátttakendur vera á jafnræðisgrundvelli. Bent var á hugsanlega mönnunarskekkju á íslenskum heilsugæslustöðvum sem kæmi niður á skilvirkni í starfseminni:

Samvinnan gekk mjög vel þarna úti og kannski meiri hjálp. Þetta fólk [læknaliðarnir] var oft viljugra til að taka af manni einhver verk sem kannski gengur ekki eins vel hérna vegna þess að þeim [hjúkrunarfræðingum] finnst það ekki vera inni á sínu verksviði út af sinni menntun eða þvíumlíkt. Þetta fólk var nú kannski því síður inn á þeirra verksviði en það gerði það. Þetta fólk var náttúrulega á launum frá læknunum sem slíkum. Í starfsemi okkar [hér á landi] þá myndast annars konar andrúmsloft.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is