Sunnudagur 05.03.2017 - 22:52 - Ummæli ()

Sigurður Hannesson: Stefnuleysi áberandi í stjórnmálunum. Vantar sýn í stórum málum

Kristrún, Sigurður og Björn Ingi í myndveri Eyjunnar.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku banka og fyrr­ver­andi vara­formaður fram­kvæmda­hóps stjórn­valda um los­un hafta hér á landi telur að stefnuleysi einkenni stjórmálin á Íslandi í dag. Sigurður var mikilvægur efnahagsráðgjafi síðustu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var gestur ásamt Kristrúnu Heimisdóttur í nýjasta þætti Eyjunnar á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Það sem mér finnst vera svolítið áberandi, er stefnuleysi og það er endilega ekkert bundið við ríkisstjórn. Mér finnst þetta bara vera svona heilt yfir. Það er mikið af nýju fólki sem er auðvitað bara gott, af hinu góða, en manni finnst svona áberandi að það vantar sýn í stórum málum, og ég hef til dæmis komið inn á það í greinum sem ég hef verið að skrifa,

svaraði Sigurður þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttarstjórnandi innti hann eftir því hvernig honum litist á stjórnmálin núna. Sigurður nefndi peningastefnumálin sem dæmi:

Þar eru allir sammála um að það þarf að endurskoða stefnuna, Seðlabankinn hefur talað um það í nokkur ár, og skrifaði ítarlega skýrslu um það fyrir sirka fimm árum síðan. Ríkisstjórnin og stjórnmálamennirnir hafa talað um það, svona heilt yfir línuna í rauninni, en það er engin sýn. Og innan ríkisstjórnarinnar eru þrjár skoðanir. Þegar svo er þá náttúrlega blasir við að það mun ekki nást árangur.

Þarna sagðist Sigurður eiga við þær staðreyndir að Viðreisn vildi ganga í Evrópusambandið (ESB) og taka upp myntráð, Björt framtíð vilji ganga í ESB en Sjálfstæðisflokkurinn sé andvígur ESB aðild og vilji Evrópusambandið og byggja á krónunni.

Sigurður Hannesson ræddi einnig losun gjaldeyrishafta og vísaði þar til verka fyrri ríkisstjórnar.

Markmiðið var algerlega skýrt með allri þessari vinnu. Það var að losa höft á almenning og atvinnulífið…Það var kynnt stefna og plan sumarið 2015. Það plan hefur gengið eftir og skapað mikinn trúverðugleika. Við sjáum það til að mynda á lánshæfismati landsins sem hefur hækkað mikið…Við sjáum það í skrifum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fleiri aðila. Við sjáum það líka í stöðunni hérna sem er auðvitað gerbreytt frá því sem var á mjög skömmum tíma.

Sigurður útskýrði að tvennt hefði þurft til að ná þessum árangri. Annars vegar varð að leysa vanda slitabúa bankanna. Það hafi endanlega verið gert í fyrra þegar þau kláruðu sína nauðarsamninga. Hitt var að skipuleggja útflæði fjármuna úr landinu.

Það má ekki gerast allt í einu því þetta eru það miklir fjármunir. Það var gert með útboði. Þeir sem vildu fara, þeim gafst kostur á að fara. Þeir sem vildu vera til lengri tíma, þeim gafst kostur á því. Svo kemur í ljós að hljóð og mynd fara ekki saman hjá þessum aflandskrónueigendum. Þeir sem gáfu það til kynna að þeir vildu vera lengi með því að bjóða léleg verð í útboðinu, þeir allt í einu koma núna og auglýsa og kvarta undan illri meðferð og vilja fara út. Ég segi, þessi vandi var leystur í fyrra. Það er auðvitað mjög skrítið, þegar staðan er svona góð eins og raun ber vitni, að það skuli ekki vera haldið áfram með planið meðan útflæðið er lítið, vegna þess meðal annars að það hefur byggst upp traust. Það á að leyfa almenningi og atvinnulífinu að flytja fjármuni til útlanda í meira mæli en gert er.

Björn Ingi sagði þá við Sigurð að hann væri í raun að segja að ef þessu er ekki létt af við þessar aðstæður, hvenær þá? Sigurður jánkaði því:

Akkúrat. Það er auðvitað frábær staða til að gera það í dag. Og það á að gera það og það á að forgangsraða eins og planið gerir ráð fyrir, en ekki í þágu kröfuhafanna. Það er búið að hleypa þeim út. Þeir sem vildu fara út þeir eru farnir. Vandinn var leystur í fyrra og þess vegna skil ég ekki ef það reynist rétt, að stjórnvöld ætli í alvörunni að hverfa frá þessari stefnu sem að skapaði allan þennan trúverðugleika.

Sigurður telur að senda verði þau skilaboð að íslensk stjórnvöld séu í bílstjórasætinu þar sem enginn muni fá sérmeðferð.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Sigurð og Kristrúnu. Umræðan um stöðu stjórnmálanna og afnám hafta hefst á 11. mínútu:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Uppreist æra í stað siðbótar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum. Það er stöðugt vaxandi krafa almennings að þeir stjórnmálamenn eigi að víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahrunið er lítil […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is