Þriðjudagur 07.03.2017 - 17:44 - Ummæli ()

Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni: Óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins krefur Evrópuráðið um afsökunarbeiðni vegna skýrslu um kynþáttafordóma á Íslandi og segir skýrsluna ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru til nemenda í framhaldsskólum.

Mikil umræða hefur verið um skýrslu nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum, ECRI, sem kom út fyrir skömmu. Þar voru fjölmiðlarnir Útvarp Saga og Omega sakaðir um að breiða út hatursboðskap. Auk þess fengu Framsókn og flugvallarvinir á baukinn fyrir orðræðu listans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2014 sem hafi verið óvægin í garð múslima.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gerir skýrsluna að umfjöllunarefni í pistli á Facebook síðu sinni.

Nýjustu skýrsluna og hinar fjórar fyrri má finna hér á vefsíðu Evrópuráðsins.

Óhætt er að segja að Sigmundur sé ekki hrifinn af vinnubrögðum nefndarinnar. Hann sakar nefndina um slæleg vinnubrögð og dylgjur í garð Framsóknarflokksins. Enginn rökstuðningur sé fyrir niðurstöðum nefndarinnar sem að hans sögn byggja á slúðri og dreifibréfi sem andstæðingar hans hafi staðið á bak við.

Greinargerðin er furðulegt fyrirbæri. Einstaklega illa unnin og illa skrifuð. Ólíklegt er (vonandi) að nemandi í framhaldsskóla kæmist upp með sambærileg vinnubrögð við ritgerðarskrif.

Sigmundur Davíð segist ekki vilja bera í bætifláka fyrir ummæli sem látin hafi verið falla af viðmælendum Útvarps Sögu en segir það vinnubrögð nefndarinnar varla ásættanleg.

Sigmundur segir að ,,óþóknarlegir aðilar“ séu teknir fyrir í skýrslunni og nefnir þar Omega og Útvarp Sögu. Hann vilji ekki bera í bætifláka fyrir ummæli sem látin hafi verið falla af viðmælendum Útvarps Sögu en segir það vinnubrögð nefndarinnar varla ásættanleg. Hann vitnar í skýrsluna þar sem segir: „Þá er ECRI einnig kunnugt um útvarpsstöðina Sögu sem dreifir hatursorðræðu sem beint er að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki (LGBT).“

Í skýrslunni segir að fjölmiðlanefnd hafi ekki fengið inn á sitt borð neinar kvartanir vegna orðæðunnar á Útvarpi Sögu og þeim kvörtunum sem beint hafi verið til lögreglu hafi verið vísað frá. Sigmundur segir að skýrsluhöfundar túlki þetta þannig að Íslendingar og lögreglan hér á landi sé of fáfróð til að taka á þessum málum.

Að sögn forsætisráðherrans fyrrverandi er ECRI nefndin skipuð einum aðila frá hverju aðildarríki Evrópuráðsins sem virðist allt deila sömu pólitísku sýn á málfrelsið.

Skýrslur virðast svo unnar á þann hátt að nokkrir nefndarmenn fari í ferð til eins lands í einu, geri sér glaðan dag, spjalli við heimamenn sem hafa sömu sýn á hlutina og nefndarmennirnir sjálfir og skrifi svo skýrslu upp úr hvaða sneplum sem eða slúðri sem dugar til að réttlæta fordóma nefndarmanna.

Sakar nefndarmenn um annarlegar kenndir og krefst afsökunarbeiðni

Sigmundur vill meina það að tilgangurinn með skýrslunni hafi verið að agnúast út í Ísland og yfirvöld hér á landi fyrir að setja málfrelsinu ekki meiri skorður en raun ber vitni.

Hann vill að það verði kannað hvort að aðilar innan stjórnkerfisins eða borgarstjórn hafi lagt blessun sína yfir skýrsluna því ef svo er sé það alvarlegt mál sem „ekki með nokkru móti hægt að láta óátalið“:

Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu. Ég hef því lagt til að starfandi framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins fari fram á leiðréttingu og afsökunarbeiðni frá Evrópuráðinu og sem betur fer var tekið vel í það.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Tiltrú á Ísland hefur stóraukist að mati seðlabankastjóra – Höftin ekki haft stórkostleg áhrif á gengi krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN í kvöld. Þar fóru þeir yfir efnahagsmálin sem ávallt eru á milli tannana á fólki, einkum og sér í lagi nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin. Már segir að viðbrögðin við þeim áfanga hafi verið góð og ,,ekki hafa haft stórkostleg áhrif […]

Bryndís: Mamma vann aldrei úti

Mamma vann aldrei úti – Mamma sagði ósjaldan: Æ, ég var aldrei mikið fyrir börn! Samt eignaðist hún sjö krakka og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði á okkur, prjónaði á okkur, fór í ber á hverju ári, sultaði, tók slátur, bakaði reglulega og eldaði mat upp úr danskri kokkabók, sem lá alltaf á eldhúsborðinu. […]

„Körlum er óskað atvinnumissi. Konum? Að þeim sé nauðgað eða að þær missi börnin sín“

„Þrjátíu og sjö ára gamall þingmaður heldur jómfrúarræðu. Hann talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar frá. Tuttugu og sjö ára gömul þingkona heldur jómfrúarræðu. Hún talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar […]

Birgitta: Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu – Viðreisn og Björt framtíð umboðslausir

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninni og á þingi á meðan Viðreisn og Björt framtíð eru nánast umboðslausir. Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Ræddi hún nýjustu skoðanakönnunina þar sem kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi frá kosningum en bæði Björt framtíð og Viðreisn myndu ekki […]

„Íslenska með hreim er líka íslenska“ – Til skammar að nota frávik á viðurkenndu máli til að gera lítið úr fólki

„Íslenska með hreim er líka íslenska. Íslenska með beygingarvillum er líka íslenska. Íslenska með rangri orðaröð er líka íslenska;“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Hann deilir frétt Eyjunnar um svívirðingar sem Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í […]

„Alþingi á ekki að vera með starfmenn sem tala ekki Íslennsku“ – Ráðherra og þingmenn koma Nichole til varnar

Svívirðingar hafa fallið um Nichole Leigh Mosty þingmann Bjartrar framtíðar á samskiptamiðlum undanfarna daga og hefur fólk sagt að hún eigi að læra íslensku áður en hún taki sæti á þingi. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í vikunni, eða allt frá því að hún tjáði sig um ummæli Mikaels Torfasonar um fátækt á Íslandi. […]

Geta greitt sér 70 milljarða í arð úr Arion banka

Með því að endurskipuleggja fjármagnsskipan Arion banka, geta eigendur hans greitt sér allt að 70 milljarða króna arð. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir, nam ríflega 211 milljörðum um áramótin. Eiginfjárhlutfallið stóð í 27% en eiginfjárkröfurnar sem ríkið krefst nemur 20,7%. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Bankanum er einnig heimilt […]

Fylgishrun hjá Bjartri framtíð og Viðreisn

Fylgishrun blasir við stjórnarflokkunum Viðreisn og Bjartri framtíð, myndi hvorugur flokkurinn ná manni inn á þing ef kosið væri í dag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag myndi Viðreisn fá 3,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 3,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst og myndi hann fá 32 prósent atkvæða og verða stærsti flokkurinn á þingi. Vinstri grænir […]

Kosningabaráttan í Frakklandi er hafin fyrir alvöru – Hnífjafnt samkvæmt könnunum

Mikil spenna í loftinu í Frakklandi þessa dagana en fram undan eru forsetakosningar þar. Fyrsta umferð þeirra fer fram þann 23. apríl næstkomandi og er óhætt að segja að ráðamenn í Evrópu, sérstaklega í Brussel, haldi niðri í sér andanum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar nýtur mikils fylgis ef marka má skoðanakannanir og allt bendir […]

Útvarp Saga segir þingmann Pírata ráðast á sig

Útvarp Saga segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi ráðist á sig úr ræðustól Alþingis í gær, en Þórhildur sagði gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, ECRI, vera ómaklega. Í byrjun mánaðarins kom út skýrsla nefndarinnar í kjölfar reglubundinnar eftirlitsferðar hingað til lands, þar var greint frá áhyggjum af því […]

Páll uppljóstrar óknyttasögum – Ekki æskilegt viðkvæmum sálum

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur deilt myndbandi þar sem hann segir sögur af vafasamri fortíð sinni sem ungur maður í Vestmannaeyjum. Vinur Páls stalst til að ná sögunum á myndband þar sem Páll rifjaði þær upp í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum nýverið: Ég sagði þarna nokkrar óknyttasögur úr æsku minni og vina minna undir fyrirsögninni Miðbæjarvillingarnir, […]

Erdogan hótar Evrópubúum

Tayyp Erdogan forseti Tyrklands gaf í dag út aðvörun til íbúa Evrópu. Það gerði hann á fundi með tyrkneskum blaðamönnum í höfuðborginni Ankara. Orð hans féllu vegna deilna tyrkneska stjórnvalda við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi um það hvort háttsettir tyrkneskir stjórnmálamenn megi halda kosningafundi fyrir tyrkneska íbúa í þessum löndum. Í næsta mánuði fer […]

Ruglingur um árásarmanninn í London

Mikil ringulreið er í bresku pressunni í kvöld vegna árásarinnar á breska þinghúsið í dag. Fullyrt var að Abu Izzadeen múslimaklerkur og talsmaður Al Ghurabaa-samtakanna hafi verið maðurinn sem var skotinn til bana af lögreglu fyrir utan breska þinghúsið í Lundúnum í dag en samkvæmt BBC er hann enn í fangelsi. Al Ghurabaa-samtökin eru bönnuð […]

Árni Páll: Eru 6% eðlileg fyrir framsækna vinstrið?

Kosningarnar í Hollandi voru léttir þar sem hægrisinnaðir útlendingahatandi popúlistar náðu ekki þeim árangi sem þeim hafði verið spáð. Það var líka gott að sjá góða kosningaþáttöku, sem sneri dæminu við. En hræðileg niðurstaða Verkamannaflokksins, PvdA, dregur enn og aftur upp þá mynd að það er rótgróinn jafnaðarmannaflokkur sem geldur fyrir vonbrigði og tilfinningar valdleysis […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is