Miðvikudagur 08.03.2017 - 18:17 - Ummæli ()

Sigurður birtir lista yfir meinta valdníðslu: „Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit“

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir eftirleitslaust dómsvald standa á brauðfótum vegna þess að mistök séu aldrei viðurkennd og því sé það að glata trúverðugleika sínum. Segir Sigurður í grein sem birtist á Vísi í hádeginu í dag, sem er framhald af grein sem hann birti í gær, að persónulegir hagsmuni embættismanna flækist fyrir lögum þar sem saksóknari sé að skapa sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg:

Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á.  Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni.  Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera,

segir Sigurður. Segir hann ljóst að ítrekað hafi verið brotið á mannréttindum sínum til að sakfella hann og hefur hann því tekið saman tíu atriði sem hann segir að sýni hvernig saksóknari hafi brotið á mannréttindum hans og annarra sakborninga í Al Thani-málinu, en Sigurður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti vegna málsins.

Atriðin tíu

„1.    Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms.

2.    Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni.

Frá aðalmeðferð í Al Thani málinu. Mynd/DV

3.    Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga.

4.    Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga.

5.    Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna.

6.    Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings.

7.    Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum.

8.    Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir  staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin.

9.    Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur
skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin.

10.    Vanhæfi hæstaréttardómara.  Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna.  Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla.“

Vonar að dómsmálaráðherra endurbyggi kerfið

Sigurður segir listann ekki tæmandi og segist hann vona að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra endurbyggi dómskerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti:

Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Einar: „Boðið upp í dans“

Á tímanum upp úr 1970 mátti greina bæði nýjungar og gerjun í íslenskum skáldskap, þá rann upp gullöld sjálfsútgáfunnar, ekki síst á ljóðabókum, með nýrri prent- og fjölritunartækni, menntaskólablöð voru full af ljóðum og styttri prósum, og það var einhver gleði sem sveif yfir vötnum í þessu öllu, svo að kannski er ekki að undra […]

Múslimsk kona fórnarlamb hatursáróðurs eftir árásina við breska þinghúsið í Lundúnum

Ljósmynd af múslimskri konu sem heldur á farsíma og gengur fram hjá slasaðri kynsystur sinni sem liggur og nýtur aðhlynningar vegfarenda á Westminster-brúnni í Lundúnum hefur síðustu daga verið misnotuð af múslimahöturum víða um heim. Ljósmyndin var tekin síðdegis á miðvikudag rétt eftir að íslamskur hryðjuverkamaður hafði ekið bifreið á miklum hraða á gangandi vegfarendur […]

Eliza Reid forsetafrú: ,,Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja“

Miklar umræður hafa verið um íslenska tungu undanfarin misseri og sitt sýnist hverjum. Á samskiptamiðlum hafa einhverjir vegið hart að íslenskukunnáttu Nicole Leigh Mosty, þingkonu Bjartar framtíðar sem ekki er fædd hér á landi. Nú hefur Eliza Reid, forsetafrú, lagt orð í belg en það gerir hún í pistli á Facebook síðu sinni er hún […]

Jóhanna ætlar að rukka ferðamenn og Árni hótar að taka áfangastaðinn úr bókinni: „400kr fyrir 12 ára og eldri“

Gjaldtaka á vinsælum áfangastöðum ferðamanna veldur deilum. Jóhanna Kristin Hjartardóttir, ábúandi á jörðinni Helgafelli við Stykkishólm hefur tilkynnt að þar verði framvegis rukkað viðhalds- og þjónustugjald af þeim ferðamönnum sem vilji koma og njóta staðarins. Jörðin er sögufrægur staður en þar er Guðrún Ósvífursdóttir grafin, ein af aðal sögupersónum Laxdælu. Þetta mælst mis vel fyrir […]

Ísland veitir meiri styrki til nýsköpunar og þróunar

Útgjöld Íslands til ríkisaðstoðar jukust um 10,5% á árinu 2015. Þrátt fyrir þessa aukningu er hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu fremur lágt á Íslandi og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýjustu samanburðarskýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um útgjöld til ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum sem birt var í morgun. Aukninguna árið 2015 má helst […]

Már viðurkennir að mistök hafi verið gerð

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni í gær. Þar fóru þeir um víðan völl og ræddu efnahagsmál Íslands í víðu samhengi, allt frá afnámum gjaldeyrishafta til ferðamannastraumsins. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands bar einnig á góma en eins og frægt er orðið stóð voru hafðar uppi miklar sakargiftir gegn fyrirtækinu um brot á […]

Jón Baldvin: „EES-samningurinn eins og skraddarasaumaður handa Skotum“

Ný bók um það sem Skotar geta lært af reynslu Norðurlandaþjóða um samskipti við Evrópusambandið er komin út  í Edinborg. Bókin ber heitið McSmörgåsbord  – What post-Brexit Scotland can Learn from the Nordics. Bókin hefur að geyma ritgerðir eftir höfunda frá öllum Norðurlöndum, þeirra á meðal frá Færeyjum og Grænlandi. Höfundur íslenska kaflans er Jón […]

Hjálmar: Upphrópanir byggjast á misskilningi eða rangtúlkunum

„Í tilefni af fjölmiðlaumræðu um 5 daga legudeild Klíníkurinnar vill undirritaður árétta að hvorki Velferðarráðuneytið né Embætti landlæknis hafa neinar athugasemdir við starfsemina sem heldur áfram ótrufluð þrátt fyrir ýmis konar upphrópanir síðustu daga sem flestar byggjast á misskilningi eða rangtúlkunum.“ Svona hefst fréttatilkynning frá Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarskurðlækni og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar í Ármúla. Segir hann […]

„Óveðurský yfir Akranesi“

Í gærkvöldi hrönnuðust upp óveðurský yfir Akranesi sem endaði með gríðarlegum þrumum og eldingum sem lýsti upp allan bæinn. Nú skal ég fúslega viðurkenna að ég óttast innilega að það séu að hrannast upp óveðurský í atvinnumálum okkar Akurnesinga og núna er bara spurning hvort það endi með þrumum og eldingum, segir Vilhjálmur Birgisson formaður […]

Þórhildur mætti Arnþrúði og Pétri í beinni: „Þið stundið hér hatursáróður“

Harðorðar og fjörugar umræðu sköpuðust þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mætti Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Pétri Gunnlaugssyni dagskrárgerðarmanni í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu síðdegis í gær. Líkt og Eyjan greindi frá fyrr í vikunni hafa þingmaðurinn og aðstandendur Útvarp Sögu eldað grátt silfur, Þórhildur sagði á Alþingi að gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á […]

Þórarinn hækkaði laun starfsmanna um 30% og lækkaði þannig launakostnað um 20%

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, er andlit fyrirtækisins. Hann er einarður talsmaður lágs vöruverðs og hefur ákveðnar skoðanir á því hvers konar starfsmannastefna sé árangursríkust. Hann er í viðtali í DV sem kom út í dag. Þar fjallar hann einnig um tíma sinn á Dominos og hvernig hann lækkaði launakostnað með því að hækka laun starfsmanna. […]

Bjarni hafnar ásökunum úr netheimum: „Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnar því að hafa nokkurn tímann sagt að geðlyf virki ekki eða að hafa líkt lyfjagjöf við að vökva dáið blóm. Þetta sagði Bjarni í Twitter-færslu sem birtist um miðnætti. Málið má rekja til meints myndbands, sem nú hefur verið fjarlægt, þar sem Bjarni á að láta slík orð falla í stjórnmálafræðitíma […]

Bankaráð krafði Má um að láta af umræðu í fjölmiðlum eftir viðtal á Eyjunni

Bankaráð Seðlabanka Íslands krafðist þess að Már Guðmundsson seðlabankastjóri léti af umræðu um málarekstur bankans gegn Samherja. Bókunin var samþykkt í kjölfar umræðu á fyrri fundum bankaráðsins þar sem framganga Más í fjölmiðlum var til umræðu. Hafði Már lengi vel á undan rætt opinberlega um málareksturinn gegn Samherja. Morgunblaðið hefur bókunina undir höndum, þar segir: […]

Tiltrú á Ísland hefur stóraukist að mati seðlabankastjóra – Höftin ekki haft stórkostleg áhrif á gengi krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN í kvöld. Þar fóru þeir yfir efnahagsmálin sem ávallt eru á milli tannana á fólki, einkum og sér í lagi nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin. Már segir að viðbrögðin við þeim áfanga hafi verið góð og ,,ekki hafa haft stórkostleg áhrif […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is