Fimmtudagur 09.03.2017 - 10:33 - Ummæli ()

Árni vill að þingið biðji Ingibjörgu, Geir, Árna og Björgvin afsökunar: Svona fór atkvæðagreiðslan

„Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigð­ar­flan að nýta forn og úrelt ákvæði um Lands­dóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki.“

Þetta skrifar Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Fréttablaðið. Þar segir Árni að engin lagaskylda hafi verið á neinum þingmanni að styðja ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir brot í starfi en Ingibjörg og fleiri voru sökuð um vanrækslu í starfi í aðdraganda Hrunsins. Árni tjáir sig í kjölfar þess að Guðni Th. Jóhannesson hefur sagt að hann vilji leggja niður Landsdóm.

Árni segir:

„Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna.“

Þá segir Árni einnig:

„Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma.“

Geir H. Haarde fyrir landsdómi árið 2012. Mynd/DV

Árni segir að margir þingmenn þess tíma hafi brugðist rangt við í atkvæðagreiðslu. Hann vill að Ingibjörg, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson verði beðin afsökunar af þinginu.

Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði.

Nokkur fjöldi þingmanna sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu eru á þingi í dag og greiddu atkvæði með því að ákæra fjórmenningana má sjá hér fyrir neðan. Geir var á endanum einn ákærður og fóru atkvæði þannig 33-30. Spurt var:

Á að ákæra Geir H. Haarde. B) Á að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. C) Á að ákæra Árna Mathiesen. D) Á að ákæra Björgvin G. Sigurðsson.

Grein Árna í heild sinni má lesa hér.

Þau svöruðu:

Atli Gíslason VG Já Já Já Já
Álfheiður Ingadóttir VG Já Já Já Já
Árni Páll Árnason Sf Nei Nei Nei Nei
Árni Johnsen S Nei Nei Nei Nei
Árni Þór Sigurðsson VG Já Já Já Já
Ásbjörn Óttarsson S Nei Nei Nei Nei
Ásmundur Einar Daðason VG Já Já Já Já
Ásta R. Jóhannesdóttir Sf Nei Nei Nei Nei
Birgir Ármannsson S Nei Nei Nei Nei
Birgitta Jónsdóttir H Já Já Já Já
Birkir Jón Jónsson F Já Já Já Já
Bjarni Benediktsson S Nei Nei Nei Nei
Anna Margrét Guðjónsdóttir Sf Nei Nei Nei Nei
Björn Valur Gíslason VG Já Já Já Já
Einar K. Guðfinnsson S Nei Nei Nei Nei
Eygló Harðardóttir F Já Já Já Já
Guðbjartur Hannesson Sf Nei Nei Nei Nei
Margrét Pétursdóttir VG Já Já Já Já
Guðlaugur Þór Þórðarson S Nei Nei Nei Nei
Guðmundur Steingrímsson F Nei Nei Nei Nei
Gunnar Bragi Sveinsson F Nei Nei Nei Nei
Helgi Hjörvar SF Já nei Nei Nei
Huld Aðalbjarnardóttir F Já Já Já Já
Sigurður Kári Kristjánsson S Nei Nei Nei Nei
Jóhanna Sigurðardóttir SF Nei Nei Nei Nei

Jón Bjarnason VG Já Já Já Já

Víðir Smári Petersen S Nei Nei Nei Nei
Jónína Rós Guðmundsdóttir SF Já Já Já Já
Katrín Jakobsdóttir VG Já Já Já Já
Katrín Júlíusdóttir SF Nei Nei Nei Nei
Kristján Þór Júlíusson S Nei Nei Nei Nei
Kristján L. Möller SF Nei Nei Nei Nei
Lilja Rafney Magnúsdóttir VG Já Já Já Já
Lilja Mósesdóttir VG Já Já Já Já
Magnús Orri Schram SF Já Já Já Nei
Margrét Tryggvadóttir H Já Já Já Já
Mörður Árnason SF Já Já Já –
Oddný G. Harðardóttir SF Já Já Já Nei
Ólína Þorvarðardóttir SF Já Nei Já Já
Ólöf Nordal S Nei Nei Nei Nei
Pétur H. Blöndal S Nei Nei Nei Nei
Ragnheiður E. Árnadóttir S Nei Nei Nei Nei
Ragnheiður Ríkharðsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Róbert Marshall SF Nei Nei Nei Nei
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson F Nei Nei Nei Nei
Sigmundur Ernir Rúnarsson SF Nei Nei Nei Nei
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir SF Já Nei Já Já
Sigurður Ingi Jóhannsson F Já Já Já Já
Siv Friðleifsdóttir F Já Já Já Já
Skúli Helgason SF Já Nei Nei Nei
Steingrímur J. Sigfússon VG Já Já Já Já
Svandís Svavarsdóttir VG Já Já Já Já
Tryggvi Þór Herbertsson S Nei Nei Nei Nei
Unnur Brá Konráðsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Valgerður Bjarnadóttir Sf Já Já Já Nei
Vigdís Hauksdóttir F Já Já Já Já
Þorgerður K. Gunnarsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Þór Saari H Já Já Já Já
Þórunn Sveinbjarnardóttir SF Nei Nei Nei Nei
Þráinn Bertelsson VG Já Já Já Já
Þuríður Backman VG Já Já Já Já
Ögmundur Jónasson VG Já Já Já Já
Össur Skarphéðinsson SF Nei Nei Nei Nei

Í umfjöllun Eyjunnar árið 2010 um sjálfa atkvæðagreiðsluna sagði:

„Áður en atkvæðagreiðslan hófst kváðu nokkrir þingmenn sér hljóðs og margir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, taldi það skyldu Alþingis að samþykkja ákærur á hendur ráðherrunum fyrrverandi, það væri eina leiðin til að ljúka uppgjörinu við hrunið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að í meira en öld hefði aldrei þótt ástæða til að beita Landsdómi og í þessu tilfelli væru engar embættisfærslur fyrrverandi ráðherra sem fælu í sér refsiverða háttsemi fyrir dómstólum.

Birgitta Jónsdóttir hvatti alla þingmenn til að standa ekki í vegi fyrir því að Alþingi geti gert hrunið upp og kallað þá til ábyrgðar, sem hana beri.

Framsóknarmenn gátu lítið uppi um afstöðu sína þar til í dag, einsog bent var á í fréttaskýringu Eyjunnar í gær, ef frá eru talin þau Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem sátu í þingmannanefndinni fyrir Framsóknarflokksins, en bæði studdu þau ákærur.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, minnti á að hver þingmaður flokksins greiddi atkvæði eftir sinni sannfæringu og hvatti alla til að virða afstöðu annarra í málinu. Hann sagðist byggja afstöðu sína á því hvort meiri eða minni líkur væru á því að Landsdómur sakfelldi viðkomandi ráðherra. Taldi hann það ekki vera og sagði því nei.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafði sig lítið í frammi í þingsölum síðustu daga, en sagðist sannfærður um að flokkssystkin sín í þingmannanefndinni unnið vel. Engu að síður sagðist hann efast um að þær meintu sakargiftir, sem hér væru til staðar, myndu duga til sakfellingar og því sagði hann nei.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, Samfylkingunni, minnti á afstöðu sína frá því í ræðu í síðustu viku að fráleitt væri að ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra á meðan aðrir ráðherrar, sem fyrr sátu, sleppa við ákærur vegna fyrningarfrests. Því mælti hún frekar með því að Alþingi samþykkti ávítur á fyrrverandi ráðherra og embættismenn, burtséð frá fyrningarákvæða til Landsdóms. Taldi hún ákveðið tækifæri glatað með því að fara ekki slíka leið.

Kristján L. Möller, Samfylkingu, taldi formhlið málsins ekki standast mannréttindi og kröfur um réttláta málsmeðferð, auk þess sem honum þóttu ekki efni til ákæru saklamáls.

Pétur H. Blöndal taldi alla málsmeðferðina ranga. Sakargiftir væru óljós, meintir sakborningar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð og þarna væri um ekkert annað að ræða en pólitísk réttarhöld. Því sagði hann nei við ákæru á hendur Geir. H. Haarde.

Undir þetta tók þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem sagði atkvæðagreiðsluna auðvelda – engin ástæða væri til að ákæra Geir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði málið ekki snúast um kjark, einsog sumir þingmenn hafi orðað það, mjög auðvelt væri að segja nei við ákæruatriðum sem eigi ekki við rök að styðjast.

Flokksbróðir þeirra, Birgir Ármannsson, sagði mikinn misskilning vera í umræðunni – um að nauðsynlegt væri að ákæra fyrrverandi ráðherra til að gera upp hrunið. Auk þess væri fráleitt að Alþingi tæki þátt í slíkum pólitískum réttarhöldum.

Aðeins Samfylkingamenn tvístígandi

Atkvæðagreiðslan var mikið til eftir flokkslínum og heyrði til undantekninga að fólk í sama flokki greiddi ekki atkvæði á sama veg.

Einu stílbrotin frá þessu voru hjá þingmönnum Samfylkingar en þingmenn annarra flokka kusu annaðhvort já eða nei í öllum tilvikum

Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra.  Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde.

Annar Samfylkingarmaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kaus ákæru á alla nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sammála því var Ólína Þorvarðardóttir.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Eftir Björn Bjarnason: Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn. Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á vírusnum Petja, […]

Ómar Ragnarsson: Við getum lært af Las Vegas

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður segir að Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta geti lært af bandarísku borginni Las Vegas. Las Vegas er heimsþekktur áfangastaður ferðamanna og vinsæll staður til að halda ráðstefnur, þá sér í lagi fyrir lögleg fjárhættuspil, skemmtikrafta og aðra afþreyingu, fyrir utan ljósadýrðina: Ekki verður um það deilt að borgin Las Vegas í Nevada í […]

Fjárfesti synjað um ríkisborgararétt vegna einnar hraðasektar – Hefur búið á Íslandi í 11 ár

Fjárfestirinn Bala Kamallakharan fær ekki íslenskan ríkisborgararétt og verður vísað úr landi eftir að hafa búið á Íslandi í 11 ár. Ástæðan er hraðasekt sem hann fékk í febrúar þegar hann keyrði á milli Selfoss og Reykjavíkur. Bala er upprunalega frá Indlandi, hann hefur mikið látið til sín taka í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug, þar […]

Í kröppum krónudansi

Björgvin G. Sigurðsson skrifar: Mikil og hröð styrking krónunnar hefur grafið undan útflutningsgreinum okkar og skyndilega eru blikur á lofti í ferðaþjónustunni. Gengisbreytingarnar koma harkalega niður á greininni sem á sama tíma hefur verið í fordæmislausum uppbyggingarfasa, til að mæta auknum gestakomum til landsins. Hæstu vextir í heimi og ófyrirsjáanlegar sveiflur örmynntarinnar herða að helstu […]

Mismunun dáinna

Sr. Magnús Erlingsson skrifar:  Á Íslandi er í gildi jafnræðisregla og er hún tryggð í stjórnarskránni. Reglan kveður á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og allir skuli njóta mannréttinda. Þetta er ein af grundvallarreglum í vestrænum lýðræðissamfélögum. Kannski mætta túlka þessa reglu, útvíkka hana svolítið og segja að í henni felist það að […]

Nýr framkvæmdastjóri iðnrekenda: „Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi“

Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.  Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Samtök iðnaðarins eru regnhlíf sex samtaka sem sameinuðust á sínum tíma, en það voru Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Meistara- og verktakasamband byggingamanna, Verktakasamband Íslands, Félag íslenska prentiðnaðarins og Samband málm- og skipasmiðja. Sigurður […]

Vilhjálmur og Ragnar: Óhjákvæmilegt að segja upp kjarasamningum – Takk fyrir að slátra SALEK

„Það er morgunljóst að fjölmargir af okkar félagsmönnum eru agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra undir kjararáð um allt að 300 þúsund á mánuði með afturvirkni sem nær í sumum tilfellum allt að eitt og hálft ár aftur í tímann.“ Þetta segir í pistli […]

Sturgeon frestar annarri þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Nicola Sturgeon ráðherra skosku heimastjórnarinnar segir að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verði frestað þangað til að Bretland er búið að segja sig úr Evrópusambandinu. Sturgeon stefndi á að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2018 eða vorið 2019, þess í stað ætlar hún og heimstjórnin að einbeita sér að því að tryggja „mjúkt Brexit“ og hagsmuni […]

May sökuð um að múta DUP til að halda forsætisráðherrastólnum

Theresa May forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýnd fyrir samkomulag sitt við norður-írska DUP flokkinn, í skiptum fyrir að verja minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fær heimstjórn Norður-Írlands einn milljarð punda í aukaframlag á næstu tveimur árum. Íhaldsflokknum vantar einungis níu þingmenn til að ná meirihluta á breska þinginu, með samkomulaginu fær Íhaldsflokkurinn stuðning þeirra tíu þingmanna sem DUP […]

Börn í nýju Vogabyggðinni þurfa að fara langar leiðir og yfir stofnbrautir til að komast á íþróttasvæði

Börn sem munu eiga heima í Vogabyggð sem fyrirhugað er að byggja munu þurfa að ferðast nokkra kílómetra til að komast á nálægasta íþróttasvæði. Í óformlegri mælingu Stefáns Pálssonar sagnfræðings kemur í ljós að börn sem kæmu til með að búa í nýja hverfinu munu þurfa að ferðast rúmlega fjóra til fimm kílómetra til að […]

„Það hlýtur að vera gaman að fá eingreiðslu upp á 4,7 milljónir“

Ríkisendurskoðandi fær rúmar 4,7 milljónir í eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launa, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær að sama skapi rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í úrskurði Kjararáðs frá því í síðustu viku, RÚV greindi frá útreikningum BSRB sem sýna jafnframt að forsetaritari fær rúmar 1,8 milljón króna í eingreiðslu, Hagstofustjóri fær rúma 1,2 milljón króna […]

Hörður: Markaðssetningin á lambakjöti hefur brugðist

„Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið.“ Þetta segir Hörður Jónasson áhugamaður um íslenska matvöruframleiðslu í grein sem hann skrifar í Bændablaðið. Hörður starfar í ferðaþjónustu og býr á hótelum víða […]

Kvótakerfið veldur hörðum stéttaátökum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur nýverið. Vel viðraði og tókust hefðbundin hátíðahöld með ágætum. Blaðið Vestfirðir sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra góðar kveðjur og þakkir fyrir framlag þeirra til góðra lífskjara landsmanna. Kvótakerfið er eldurinn sem logar undir sjávarútveginum og  hefur valdið hörðum deilum og átökum í þjóðfélaginu síðustu 30 ár. Forystumenn […]

Umburðarlynda þjóðin

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Samkvæmt samantekt stofnunarinnar Social Progress Imperative eru Íslendingar umburðarlyndasta þjóð í heimi. Umburðarlynt samfélag er gott samfélag og því er þessi niðurstaða staðfesting á því að okkur hefur tekist að skapa fyrirtaks samfélag. Vitaskuld er þar ekki allt fullkomið. Misrétti fyrirfinnst vissulega. Hagsmunaöfl láta stöðugt á sér kræla. Grátkór útgerðarinnar þagnar til […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is