Fimmtudagur 09.03.2017 - 10:33 - Ummæli ()

Árni vill að þingið biðji Ingibjörgu, Geir, Árna og Björgvin afsökunar: Svona fór atkvæðagreiðslan

„Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigð­ar­flan að nýta forn og úrelt ákvæði um Lands­dóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki.“

Þetta skrifar Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Fréttablaðið. Þar segir Árni að engin lagaskylda hafi verið á neinum þingmanni að styðja ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir brot í starfi en Ingibjörg og fleiri voru sökuð um vanrækslu í starfi í aðdraganda Hrunsins. Árni tjáir sig í kjölfar þess að Guðni Th. Jóhannesson hefur sagt að hann vilji leggja niður Landsdóm.

Árni segir:

„Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna.“

Þá segir Árni einnig:

„Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma.“

Geir H. Haarde fyrir landsdómi árið 2012. Mynd/DV

Árni segir að margir þingmenn þess tíma hafi brugðist rangt við í atkvæðagreiðslu. Hann vill að Ingibjörg, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson verði beðin afsökunar af þinginu.

Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði.

Nokkur fjöldi þingmanna sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu eru á þingi í dag og greiddu atkvæði með því að ákæra fjórmenningana má sjá hér fyrir neðan. Geir var á endanum einn ákærður og fóru atkvæði þannig 33-30. Spurt var:

Á að ákæra Geir H. Haarde. B) Á að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. C) Á að ákæra Árna Mathiesen. D) Á að ákæra Björgvin G. Sigurðsson.

Grein Árna í heild sinni má lesa hér.

Þau svöruðu:

Atli Gíslason VG Já Já Já Já
Álfheiður Ingadóttir VG Já Já Já Já
Árni Páll Árnason Sf Nei Nei Nei Nei
Árni Johnsen S Nei Nei Nei Nei
Árni Þór Sigurðsson VG Já Já Já Já
Ásbjörn Óttarsson S Nei Nei Nei Nei
Ásmundur Einar Daðason VG Já Já Já Já
Ásta R. Jóhannesdóttir Sf Nei Nei Nei Nei
Birgir Ármannsson S Nei Nei Nei Nei
Birgitta Jónsdóttir H Já Já Já Já
Birkir Jón Jónsson F Já Já Já Já
Bjarni Benediktsson S Nei Nei Nei Nei
Anna Margrét Guðjónsdóttir Sf Nei Nei Nei Nei
Björn Valur Gíslason VG Já Já Já Já
Einar K. Guðfinnsson S Nei Nei Nei Nei
Eygló Harðardóttir F Já Já Já Já
Guðbjartur Hannesson Sf Nei Nei Nei Nei
Margrét Pétursdóttir VG Já Já Já Já
Guðlaugur Þór Þórðarson S Nei Nei Nei Nei
Guðmundur Steingrímsson F Nei Nei Nei Nei
Gunnar Bragi Sveinsson F Nei Nei Nei Nei
Helgi Hjörvar SF Já nei Nei Nei
Huld Aðalbjarnardóttir F Já Já Já Já
Sigurður Kári Kristjánsson S Nei Nei Nei Nei
Jóhanna Sigurðardóttir SF Nei Nei Nei Nei

Jón Bjarnason VG Já Já Já Já

Víðir Smári Petersen S Nei Nei Nei Nei
Jónína Rós Guðmundsdóttir SF Já Já Já Já
Katrín Jakobsdóttir VG Já Já Já Já
Katrín Júlíusdóttir SF Nei Nei Nei Nei
Kristján Þór Júlíusson S Nei Nei Nei Nei
Kristján L. Möller SF Nei Nei Nei Nei
Lilja Rafney Magnúsdóttir VG Já Já Já Já
Lilja Mósesdóttir VG Já Já Já Já
Magnús Orri Schram SF Já Já Já Nei
Margrét Tryggvadóttir H Já Já Já Já
Mörður Árnason SF Já Já Já –
Oddný G. Harðardóttir SF Já Já Já Nei
Ólína Þorvarðardóttir SF Já Nei Já Já
Ólöf Nordal S Nei Nei Nei Nei
Pétur H. Blöndal S Nei Nei Nei Nei
Ragnheiður E. Árnadóttir S Nei Nei Nei Nei
Ragnheiður Ríkharðsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Róbert Marshall SF Nei Nei Nei Nei
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson F Nei Nei Nei Nei
Sigmundur Ernir Rúnarsson SF Nei Nei Nei Nei
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir SF Já Nei Já Já
Sigurður Ingi Jóhannsson F Já Já Já Já
Siv Friðleifsdóttir F Já Já Já Já
Skúli Helgason SF Já Nei Nei Nei
Steingrímur J. Sigfússon VG Já Já Já Já
Svandís Svavarsdóttir VG Já Já Já Já
Tryggvi Þór Herbertsson S Nei Nei Nei Nei
Unnur Brá Konráðsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Valgerður Bjarnadóttir Sf Já Já Já Nei
Vigdís Hauksdóttir F Já Já Já Já
Þorgerður K. Gunnarsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Þór Saari H Já Já Já Já
Þórunn Sveinbjarnardóttir SF Nei Nei Nei Nei
Þráinn Bertelsson VG Já Já Já Já
Þuríður Backman VG Já Já Já Já
Ögmundur Jónasson VG Já Já Já Já
Össur Skarphéðinsson SF Nei Nei Nei Nei

Í umfjöllun Eyjunnar árið 2010 um sjálfa atkvæðagreiðsluna sagði:

„Áður en atkvæðagreiðslan hófst kváðu nokkrir þingmenn sér hljóðs og margir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, taldi það skyldu Alþingis að samþykkja ákærur á hendur ráðherrunum fyrrverandi, það væri eina leiðin til að ljúka uppgjörinu við hrunið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að í meira en öld hefði aldrei þótt ástæða til að beita Landsdómi og í þessu tilfelli væru engar embættisfærslur fyrrverandi ráðherra sem fælu í sér refsiverða háttsemi fyrir dómstólum.

Birgitta Jónsdóttir hvatti alla þingmenn til að standa ekki í vegi fyrir því að Alþingi geti gert hrunið upp og kallað þá til ábyrgðar, sem hana beri.

Framsóknarmenn gátu lítið uppi um afstöðu sína þar til í dag, einsog bent var á í fréttaskýringu Eyjunnar í gær, ef frá eru talin þau Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem sátu í þingmannanefndinni fyrir Framsóknarflokksins, en bæði studdu þau ákærur.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, minnti á að hver þingmaður flokksins greiddi atkvæði eftir sinni sannfæringu og hvatti alla til að virða afstöðu annarra í málinu. Hann sagðist byggja afstöðu sína á því hvort meiri eða minni líkur væru á því að Landsdómur sakfelldi viðkomandi ráðherra. Taldi hann það ekki vera og sagði því nei.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafði sig lítið í frammi í þingsölum síðustu daga, en sagðist sannfærður um að flokkssystkin sín í þingmannanefndinni unnið vel. Engu að síður sagðist hann efast um að þær meintu sakargiftir, sem hér væru til staðar, myndu duga til sakfellingar og því sagði hann nei.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, Samfylkingunni, minnti á afstöðu sína frá því í ræðu í síðustu viku að fráleitt væri að ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra á meðan aðrir ráðherrar, sem fyrr sátu, sleppa við ákærur vegna fyrningarfrests. Því mælti hún frekar með því að Alþingi samþykkti ávítur á fyrrverandi ráðherra og embættismenn, burtséð frá fyrningarákvæða til Landsdóms. Taldi hún ákveðið tækifæri glatað með því að fara ekki slíka leið.

Kristján L. Möller, Samfylkingu, taldi formhlið málsins ekki standast mannréttindi og kröfur um réttláta málsmeðferð, auk þess sem honum þóttu ekki efni til ákæru saklamáls.

Pétur H. Blöndal taldi alla málsmeðferðina ranga. Sakargiftir væru óljós, meintir sakborningar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð og þarna væri um ekkert annað að ræða en pólitísk réttarhöld. Því sagði hann nei við ákæru á hendur Geir. H. Haarde.

Undir þetta tók þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem sagði atkvæðagreiðsluna auðvelda – engin ástæða væri til að ákæra Geir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði málið ekki snúast um kjark, einsog sumir þingmenn hafi orðað það, mjög auðvelt væri að segja nei við ákæruatriðum sem eigi ekki við rök að styðjast.

Flokksbróðir þeirra, Birgir Ármannsson, sagði mikinn misskilning vera í umræðunni – um að nauðsynlegt væri að ákæra fyrrverandi ráðherra til að gera upp hrunið. Auk þess væri fráleitt að Alþingi tæki þátt í slíkum pólitískum réttarhöldum.

Aðeins Samfylkingamenn tvístígandi

Atkvæðagreiðslan var mikið til eftir flokkslínum og heyrði til undantekninga að fólk í sama flokki greiddi ekki atkvæði á sama veg.

Einu stílbrotin frá þessu voru hjá þingmönnum Samfylkingar en þingmenn annarra flokka kusu annaðhvort já eða nei í öllum tilvikum

Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra.  Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde.

Annar Samfylkingarmaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kaus ákæru á alla nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sammála því var Ólína Þorvarðardóttir.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Tiltrú á Ísland hefur stóraukist að mati seðlabankastjóra – Höftin ekki haft stórkostleg áhrif á gengi krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN í kvöld. Þar fóru þeir yfir efnahagsmálin sem ávallt eru á milli tannana á fólki, einkum og sér í lagi nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin. Már segir að viðbrögðin við þeim áfanga hafi verið góð og ,,ekki hafa haft stórkostleg áhrif […]

Bryndís: Mamma vann aldrei úti

Mamma vann aldrei úti – Mamma sagði ósjaldan: Æ, ég var aldrei mikið fyrir börn! Samt eignaðist hún sjö krakka og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði á okkur, prjónaði á okkur, fór í ber á hverju ári, sultaði, tók slátur, bakaði reglulega og eldaði mat upp úr danskri kokkabók, sem lá alltaf á eldhúsborðinu. […]

„Körlum er óskað atvinnumissi. Konum? Að þeim sé nauðgað eða að þær missi börnin sín“

„Þrjátíu og sjö ára gamall þingmaður heldur jómfrúarræðu. Hann talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar frá. Tuttugu og sjö ára gömul þingkona heldur jómfrúarræðu. Hún talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar […]

Birgitta: Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu – Viðreisn og Björt framtíð umboðslausir

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninni og á þingi á meðan Viðreisn og Björt framtíð eru nánast umboðslausir. Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Ræddi hún nýjustu skoðanakönnunina þar sem kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi frá kosningum en bæði Björt framtíð og Viðreisn myndu ekki […]

„Íslenska með hreim er líka íslenska“ – Til skammar að nota frávik á viðurkenndu máli til að gera lítið úr fólki

„Íslenska með hreim er líka íslenska. Íslenska með beygingarvillum er líka íslenska. Íslenska með rangri orðaröð er líka íslenska;“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Hann deilir frétt Eyjunnar um svívirðingar sem Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í […]

„Alþingi á ekki að vera með starfmenn sem tala ekki Íslennsku“ – Ráðherra og þingmenn koma Nichole til varnar

Svívirðingar hafa fallið um Nichole Leigh Mosty þingmann Bjartrar framtíðar á samskiptamiðlum undanfarna daga og hefur fólk sagt að hún eigi að læra íslensku áður en hún taki sæti á þingi. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í vikunni, eða allt frá því að hún tjáði sig um ummæli Mikaels Torfasonar um fátækt á Íslandi. […]

Geta greitt sér 70 milljarða í arð úr Arion banka

Með því að endurskipuleggja fjármagnsskipan Arion banka, geta eigendur hans greitt sér allt að 70 milljarða króna arð. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir, nam ríflega 211 milljörðum um áramótin. Eiginfjárhlutfallið stóð í 27% en eiginfjárkröfurnar sem ríkið krefst nemur 20,7%. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Bankanum er einnig heimilt […]

Fylgishrun hjá Bjartri framtíð og Viðreisn

Fylgishrun blasir við stjórnarflokkunum Viðreisn og Bjartri framtíð, myndi hvorugur flokkurinn ná manni inn á þing ef kosið væri í dag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag myndi Viðreisn fá 3,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 3,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst og myndi hann fá 32 prósent atkvæða og verða stærsti flokkurinn á þingi. Vinstri grænir […]

Kosningabaráttan í Frakklandi er hafin fyrir alvöru – Hnífjafnt samkvæmt könnunum

Mikil spenna í loftinu í Frakklandi þessa dagana en fram undan eru forsetakosningar þar. Fyrsta umferð þeirra fer fram þann 23. apríl næstkomandi og er óhætt að segja að ráðamenn í Evrópu, sérstaklega í Brussel, haldi niðri í sér andanum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar nýtur mikils fylgis ef marka má skoðanakannanir og allt bendir […]

Útvarp Saga segir þingmann Pírata ráðast á sig

Útvarp Saga segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi ráðist á sig úr ræðustól Alþingis í gær, en Þórhildur sagði gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, ECRI, vera ómaklega. Í byrjun mánaðarins kom út skýrsla nefndarinnar í kjölfar reglubundinnar eftirlitsferðar hingað til lands, þar var greint frá áhyggjum af því […]

Páll uppljóstrar óknyttasögum – Ekki æskilegt viðkvæmum sálum

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur deilt myndbandi þar sem hann segir sögur af vafasamri fortíð sinni sem ungur maður í Vestmannaeyjum. Vinur Páls stalst til að ná sögunum á myndband þar sem Páll rifjaði þær upp í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum nýverið: Ég sagði þarna nokkrar óknyttasögur úr æsku minni og vina minna undir fyrirsögninni Miðbæjarvillingarnir, […]

Erdogan hótar Evrópubúum

Tayyp Erdogan forseti Tyrklands gaf í dag út aðvörun til íbúa Evrópu. Það gerði hann á fundi með tyrkneskum blaðamönnum í höfuðborginni Ankara. Orð hans féllu vegna deilna tyrkneska stjórnvalda við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi um það hvort háttsettir tyrkneskir stjórnmálamenn megi halda kosningafundi fyrir tyrkneska íbúa í þessum löndum. Í næsta mánuði fer […]

Ruglingur um árásarmanninn í London

Mikil ringulreið er í bresku pressunni í kvöld vegna árásarinnar á breska þinghúsið í dag. Fullyrt var að Abu Izzadeen múslimaklerkur og talsmaður Al Ghurabaa-samtakanna hafi verið maðurinn sem var skotinn til bana af lögreglu fyrir utan breska þinghúsið í Lundúnum í dag en samkvæmt BBC er hann enn í fangelsi. Al Ghurabaa-samtökin eru bönnuð […]

Árni Páll: Eru 6% eðlileg fyrir framsækna vinstrið?

Kosningarnar í Hollandi voru léttir þar sem hægrisinnaðir útlendingahatandi popúlistar náðu ekki þeim árangi sem þeim hafði verið spáð. Það var líka gott að sjá góða kosningaþáttöku, sem sneri dæminu við. En hræðileg niðurstaða Verkamannaflokksins, PvdA, dregur enn og aftur upp þá mynd að það er rótgróinn jafnaðarmannaflokkur sem geldur fyrir vonbrigði og tilfinningar valdleysis […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is