Fimmtudagur 09.03.2017 - 10:33 - Ummæli ()

Árni vill að þingið biðji Ingibjörgu, Geir, Árna og Björgvin afsökunar: Svona fór atkvæðagreiðslan

„Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigð­ar­flan að nýta forn og úrelt ákvæði um Lands­dóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki.“

Þetta skrifar Árni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Fréttablaðið. Þar segir Árni að engin lagaskylda hafi verið á neinum þingmanni að styðja ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir brot í starfi en Ingibjörg og fleiri voru sökuð um vanrækslu í starfi í aðdraganda Hrunsins. Árni tjáir sig í kjölfar þess að Guðni Th. Jóhannesson hefur sagt að hann vilji leggja niður Landsdóm.

Árni segir:

„Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna.“

Þá segir Árni einnig:

„Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma.“

Geir H. Haarde fyrir landsdómi árið 2012. Mynd/DV

Árni segir að margir þingmenn þess tíma hafi brugðist rangt við í atkvæðagreiðslu. Hann vill að Ingibjörg, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson verði beðin afsökunar af þinginu.

Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði.

Nokkur fjöldi þingmanna sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu eru á þingi í dag og greiddu atkvæði með því að ákæra fjórmenningana má sjá hér fyrir neðan. Geir var á endanum einn ákærður og fóru atkvæði þannig 33-30. Spurt var:

Á að ákæra Geir H. Haarde. B) Á að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. C) Á að ákæra Árna Mathiesen. D) Á að ákæra Björgvin G. Sigurðsson.

Grein Árna í heild sinni má lesa hér.

Þau svöruðu:

Atli Gíslason VG Já Já Já Já
Álfheiður Ingadóttir VG Já Já Já Já
Árni Páll Árnason Sf Nei Nei Nei Nei
Árni Johnsen S Nei Nei Nei Nei
Árni Þór Sigurðsson VG Já Já Já Já
Ásbjörn Óttarsson S Nei Nei Nei Nei
Ásmundur Einar Daðason VG Já Já Já Já
Ásta R. Jóhannesdóttir Sf Nei Nei Nei Nei
Birgir Ármannsson S Nei Nei Nei Nei
Birgitta Jónsdóttir H Já Já Já Já
Birkir Jón Jónsson F Já Já Já Já
Bjarni Benediktsson S Nei Nei Nei Nei
Anna Margrét Guðjónsdóttir Sf Nei Nei Nei Nei
Björn Valur Gíslason VG Já Já Já Já
Einar K. Guðfinnsson S Nei Nei Nei Nei
Eygló Harðardóttir F Já Já Já Já
Guðbjartur Hannesson Sf Nei Nei Nei Nei
Margrét Pétursdóttir VG Já Já Já Já
Guðlaugur Þór Þórðarson S Nei Nei Nei Nei
Guðmundur Steingrímsson F Nei Nei Nei Nei
Gunnar Bragi Sveinsson F Nei Nei Nei Nei
Helgi Hjörvar SF Já nei Nei Nei
Huld Aðalbjarnardóttir F Já Já Já Já
Sigurður Kári Kristjánsson S Nei Nei Nei Nei
Jóhanna Sigurðardóttir SF Nei Nei Nei Nei

Jón Bjarnason VG Já Já Já Já

Víðir Smári Petersen S Nei Nei Nei Nei
Jónína Rós Guðmundsdóttir SF Já Já Já Já
Katrín Jakobsdóttir VG Já Já Já Já
Katrín Júlíusdóttir SF Nei Nei Nei Nei
Kristján Þór Júlíusson S Nei Nei Nei Nei
Kristján L. Möller SF Nei Nei Nei Nei
Lilja Rafney Magnúsdóttir VG Já Já Já Já
Lilja Mósesdóttir VG Já Já Já Já
Magnús Orri Schram SF Já Já Já Nei
Margrét Tryggvadóttir H Já Já Já Já
Mörður Árnason SF Já Já Já –
Oddný G. Harðardóttir SF Já Já Já Nei
Ólína Þorvarðardóttir SF Já Nei Já Já
Ólöf Nordal S Nei Nei Nei Nei
Pétur H. Blöndal S Nei Nei Nei Nei
Ragnheiður E. Árnadóttir S Nei Nei Nei Nei
Ragnheiður Ríkharðsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Róbert Marshall SF Nei Nei Nei Nei
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson F Nei Nei Nei Nei
Sigmundur Ernir Rúnarsson SF Nei Nei Nei Nei
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir SF Já Nei Já Já
Sigurður Ingi Jóhannsson F Já Já Já Já
Siv Friðleifsdóttir F Já Já Já Já
Skúli Helgason SF Já Nei Nei Nei
Steingrímur J. Sigfússon VG Já Já Já Já
Svandís Svavarsdóttir VG Já Já Já Já
Tryggvi Þór Herbertsson S Nei Nei Nei Nei
Unnur Brá Konráðsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Valgerður Bjarnadóttir Sf Já Já Já Nei
Vigdís Hauksdóttir F Já Já Já Já
Þorgerður K. Gunnarsdóttir S Nei Nei Nei Nei
Þór Saari H Já Já Já Já
Þórunn Sveinbjarnardóttir SF Nei Nei Nei Nei
Þráinn Bertelsson VG Já Já Já Já
Þuríður Backman VG Já Já Já Já
Ögmundur Jónasson VG Já Já Já Já
Össur Skarphéðinsson SF Nei Nei Nei Nei

Í umfjöllun Eyjunnar árið 2010 um sjálfa atkvæðagreiðsluna sagði:

„Áður en atkvæðagreiðslan hófst kváðu nokkrir þingmenn sér hljóðs og margir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, taldi það skyldu Alþingis að samþykkja ákærur á hendur ráðherrunum fyrrverandi, það væri eina leiðin til að ljúka uppgjörinu við hrunið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að í meira en öld hefði aldrei þótt ástæða til að beita Landsdómi og í þessu tilfelli væru engar embættisfærslur fyrrverandi ráðherra sem fælu í sér refsiverða háttsemi fyrir dómstólum.

Birgitta Jónsdóttir hvatti alla þingmenn til að standa ekki í vegi fyrir því að Alþingi geti gert hrunið upp og kallað þá til ábyrgðar, sem hana beri.

Framsóknarmenn gátu lítið uppi um afstöðu sína þar til í dag, einsog bent var á í fréttaskýringu Eyjunnar í gær, ef frá eru talin þau Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem sátu í þingmannanefndinni fyrir Framsóknarflokksins, en bæði studdu þau ákærur.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, minnti á að hver þingmaður flokksins greiddi atkvæði eftir sinni sannfæringu og hvatti alla til að virða afstöðu annarra í málinu. Hann sagðist byggja afstöðu sína á því hvort meiri eða minni líkur væru á því að Landsdómur sakfelldi viðkomandi ráðherra. Taldi hann það ekki vera og sagði því nei.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafði sig lítið í frammi í þingsölum síðustu daga, en sagðist sannfærður um að flokkssystkin sín í þingmannanefndinni unnið vel. Engu að síður sagðist hann efast um að þær meintu sakargiftir, sem hér væru til staðar, myndu duga til sakfellingar og því sagði hann nei.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, Samfylkingunni, minnti á afstöðu sína frá því í ræðu í síðustu viku að fráleitt væri að ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra á meðan aðrir ráðherrar, sem fyrr sátu, sleppa við ákærur vegna fyrningarfrests. Því mælti hún frekar með því að Alþingi samþykkti ávítur á fyrrverandi ráðherra og embættismenn, burtséð frá fyrningarákvæða til Landsdóms. Taldi hún ákveðið tækifæri glatað með því að fara ekki slíka leið.

Kristján L. Möller, Samfylkingu, taldi formhlið málsins ekki standast mannréttindi og kröfur um réttláta málsmeðferð, auk þess sem honum þóttu ekki efni til ákæru saklamáls.

Pétur H. Blöndal taldi alla málsmeðferðina ranga. Sakargiftir væru óljós, meintir sakborningar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð og þarna væri um ekkert annað að ræða en pólitísk réttarhöld. Því sagði hann nei við ákæru á hendur Geir. H. Haarde.

Undir þetta tók þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem sagði atkvæðagreiðsluna auðvelda – engin ástæða væri til að ákæra Geir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði málið ekki snúast um kjark, einsog sumir þingmenn hafi orðað það, mjög auðvelt væri að segja nei við ákæruatriðum sem eigi ekki við rök að styðjast.

Flokksbróðir þeirra, Birgir Ármannsson, sagði mikinn misskilning vera í umræðunni – um að nauðsynlegt væri að ákæra fyrrverandi ráðherra til að gera upp hrunið. Auk þess væri fráleitt að Alþingi tæki þátt í slíkum pólitískum réttarhöldum.

Aðeins Samfylkingamenn tvístígandi

Atkvæðagreiðslan var mikið til eftir flokkslínum og heyrði til undantekninga að fólk í sama flokki greiddi ekki atkvæði á sama veg.

Einu stílbrotin frá þessu voru hjá þingmönnum Samfylkingar en þingmenn annarra flokka kusu annaðhvort já eða nei í öllum tilvikum

Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra.  Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde.

Annar Samfylkingarmaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kaus ákæru á alla nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sammála því var Ólína Þorvarðardóttir.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Þetta eru skilyrðin fyrir því að leyfa hunda og ketti á veitingastöðum

Breyting á reglugerð um hollustuhætti um heimild til að koma með hunda og ketti á veitingastaði tók nýlega gildi. Reglugerðin kveður meðal annars á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða er gert heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á staðinn, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Heimildin, sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra kom […]

Birnir ósáttir við Fréttablaðið: Starfsemi stjórnmálaflokks gerð tortryggileg að ósekju

Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins setja spurningamerki við frétt Fréttablaðsins í dag um úthringingar forystu- og áhrifafólks í VG til flokksráðsfulltrúa, en flokksráðið tekur endanlega ákvörðun um hvort Vinstri græn geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nokkrir flokksráðsfulltrúar hefðu […]

Stefán: Símtalið gerir þennan gjörning enn óskiljanlegri

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði segir að birting símtals Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra um Kaupþingslánið fræga geri lánveitinguna enn óskiljanlegri en hún var áður en símtalið var birt. Í símtalinu, sem átti sér stað 6. október 2008, ræddu þeir Davíð og Geir um neyð­ar­lána­lán­veit­ingu til Kaup­þings upp á 500 […]

Karlar á þingi bregðast við áskorun kvenna

Karlar á þingi hafa brugðist við áskorun kvenna úr stjórnmálum og stjórnsýslu og lýsa yfir fullum vilja til að stuðla að breytingum. Fram kemur í yfirlýsingu sem þingmennirnir hafa sent á fjölmiðla að þeir lýsi yfir fullum vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær […]

Fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins: „Eitt atvik? Nei“

Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016, segir að hún hafi ekki tölu á því hversu oft hún hafi þurft að forða sér á samkomum og taka hendur af líkamshlutum sem ekki sé ásættanlegt að séu snertir. Jóhanna María, eða Hanna María eins og hún er gjarnan kölluð, […]

Menntamálaráðherra: Eina sem hægt er að gera er að fá gerandann til að láta af þessu háttalagi

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að vandinn í tengslum við kynferðislega áreitni sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Um sé að ræða einstaklinga sem fari gegn eðlilegri háttsemi í samskiptum og það eina sem hægt sé að gera sé að fá þá til að láta af þessari háttsemi. Meira en 300 […]

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is