Laugardagur 11.03.2017 - 19:48 - Ummæli ()

Ísland og loftslagsmál: 10% minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda – Ferðaþjónustan mengar meira en stóriðja

Mynd: NASA.

Kristinn H. Gunnarsson, fréttaskýring: Hagfræðistofnun Háskóla íslands birti nýlega ýtarlega skýrslu um loftslagsmálin á Íslandi þar sem
gerð er grein fyrir þróuninni frá 1990 til 2014 hvað varðar útblástur á svonefndum gróðurhúsalofttegundum. Ritstjóri skýrslunnar var Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor. Ráðist var í gerð skýrslunnar þar sem fyrirséð er að Ísland mun taka á sig nýjar skuldbindingar til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Skoðuð eru fyrri markmið sem sett hafa verið og hvernig til hafi tekist að ná þeim. Greindar eru hagkvæmustu leiðir til þess að ná þeim markmiðum sem landið hefur undirgengist og metið hvort Ísland eigi að vera áfram í samstarfi við Evrópusambandið  í viðskiptakerfi með losunarheimildir.

Ein af Meginniðurstöðum skýrslunnar er að losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 10% frá 1990 til 2014,þegar litið er til þeirrar losunar sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á. Útstreymi loftslagstegunda jókst reyndar um 6%,  en á tímabilinu var gripið til mótvægisaðgerða með bindingu  gróðurhúsalofttegunda með landgræðslu og skógrækt  og að teknu tilliti til þess varð 10% samdráttur.  Þá er því spáð í skýrslunni að útblásturinn muni minnka áfram og verða  18% minni árið 2030 en hann var árið 1990 að teknu tilliti til mótvægisaðgerða. Útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi voru árið 1990 jafngildi 3,6 milljóna koldíoxíðtonna og er það viðmiðunartalan sem íslensk stjórnvöld þurfa að  miða við.

Heildarlosun 20 milljónir tonna

Önnur athyglisverð staðreynd er að langstærstur hlutinn af útblæstir gróðurhúsalofttegunda vegna íslenskrar starfsemi  er utan við skuldbindingu stjórnvalda. Það á við um útblástur vegna  stóriðju, landnotkunar, millilandaflugs og millilandasiglinga. Stóriðja og millilandasamgöngurnar eru alls ekki stjórnlaus þótt íslensk stjórnvöld beri ekki ábyrgð á henni , heldur fellur útblástur vegna þessar starfsemi  undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og þarf að lúta reglum þess og ná markmiðum um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er gerð grein fyrir útblæstri vegna stóriðju og landnotkunar en um millilandasamgöngurnar eru engar upplýsingar.  Losun vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar (land-use, land-use change and forestry; LULUCF) sem átti sér stað fyrir árið 1990 reiknast ekki með eins og áður segir. Hér á landi er um umtalsverða losun að ræða, aðallega frá framræstu landi. Samtals nemur losun vegna þessarar landnotkunar 11,9 milljón tonnum af koldíoxíði.  Losun vegna stóriðju umfram grunnskuldbindinguna var 0,9 milljón tonnErfitt er að nálgast vandaðar áætlanir um losun vegna samganga til og frá landinu.  Miðað við fáanlegar upplýsingar eru losun vegna millilandaflugs talin hafa verið 3 milljónir tonna af CO₂ árið 2014 og vex hröðum skrefum með hverju árinu. Árleg losun vegna millilandasiglinga er sett sem 500 þús tonn af koldíoxíði en það er fremur ágiskun en yfirvegað mat. Að öllu samanlögðu er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda árið 2014 hafi verið 20 milljónir tonna. Á móti því koma mótvægisaðgerðir sem bundu 429 þúsund tonn af CO₂ árið 2014. Nettólosun gróðurhósalofttegunda árið 2014 vegna starfsemi á Íslandi áætlast því að hafa verið 19,5 milljónir tonna af CO₂.

Mynd 1: Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda árið 2014.

Gróðurhúsalofttegundir og losun þeirra

Gróðurhúsalofttegundir eru þær lofttegundir í andrúmsloftinu sem hindra för sólargeisla frá jörðinni sem endurvarpast af yfirborði jarðar. Lofttegundirnar virka eins og gróðurhús og halda hitanum inni.  Það veldur því að hitinn í sólargeislunum safnast fyrir í lofthjúpnum og hitastigið fer smá saman hækkandi. Hækkandi hitastig hefur alvarlegar afleiðingar á veðurfar og gróðurfar víða um heim og mun valda miklum hörmungum fyrir líf á jörðinni ef ekki verður brugðist við. Loftegundirnar eru koldíoxíð (CO2), metan (CH4), glaðloft (N2O), vetnisflúorkolefni (HFC), perflúorkolefni (PFC) og brennisteinshexaflúoríð (SF6). Heildarútstreymi þeirra er gefið upp í CO2-ígildum en lofttegundirnar hafa mismikil áhrif á hitastig. Svipað og í öðrum löndum er koldíoxíð  langstærsti hluti losunarinnar á Íslandi  eða um 71%.

Skuldbindingar Íslendinga

Loftslagsbreytingar af mannavöldum er taldar vera eitt af alvarlegustu umhverfisvandamálum smatímans.  Vandinn er á heimsvísu og hvert og eitt ríki getur ekki leyst  hann. Það þarf samstarf og samvinnu ríkja heims.  Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna  var unnið að rammasamningu um loftslagsbreytingar og hann samþykktur á sérstakri ráðstefnu í Ríó í Brasilíu árið 1992.  Bindandi markmið fyrir ríkin  um minnkun á losun gróðurhúsategunda voru samþykkt í næsta samningi í Kyoto í Japan 1995. Þessi bókun gekk formlega í gildi 2005 þegar nægilega mörg ríki höfðu staðfest hana. Kyoto bókunin rennur út árið 2020 og í desember  2105 náðist samkomulag í París um áframhaldið. Það gekk svo í gildið í nóvember 2016, en þá höfðu 55 ríki fullgilt samkomulagið. Eins og almennt gildir um alþjóðsamninga sjálfstæðra ríkja þá eru þau ríki aðeins bundin sem veita samþykki sitt.

fyrst minna en  1990 +10% fram til 2007

Íslendingar gerðust aðila að rammasamningnum í Ríó í upphafi,  Kyoto bókuninni sem kom í kjölfarið og síðar Parísarsamkomulaginu. Skuldbindingar Íslendinga með Kyoto voru að halda losun gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2008-2012 innan við 10% umfram það sem þær voru árið 1990.  Íslendingar nýttu sér ákvæði 14/CP7 í Kyotobókuninni  og gætu því aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðarframleiðslu um allt að 1,6 milljónir tonna CO₂ á ári á 5 ára skuldbindingartímabilinu 2008-2012. Sú heimild er bundin ýmsum skilyrðum  sem stuðla á að framleiðslu með umhverfisvænum hætti. Er þá litið til þess hver orkugjafinn er sem knýr iðjuverið og eins til bestu fáanlegrar tækni við iðnaðarframleiðsluna. Ákvæðið er hugsað til þess að stuðla að hagkvæmari framleiðslu á heimsvísu  hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda.  Þetta þýðir að aukningin á losun vegna stóriðju á Íslandi er ekki bætt við viðmiðunina 1990 og er haldið sérstaklega í skrá yfir losun gróðurhúsalofttegunda.  Stóriðjan hefur vaxið stórum vegna þessa, einkum álframleiðslan.

svo 20% minna en 1990

Annað skuldbindingartímabil Kyoto hófst 2013 og stendur til 2020. Kyoto bókunin rennur þá út og við taka ákvæðin tengd Parísasamkomulaginu. Skuldbindingar Íslendinga 2013-2020 er að halda úblæstrinum innan við 80% af því sem hann var 1990.

loks 40% minna en 1990

Íslendingar hafa ákveðið svo að segja að ganga í Evrópusambandið í loftslagsmálum.  Tekið er þátt í markmiði Evrópusambandsins um árð 2030 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn 40% minni en hann var viðmiðunarárið 1990. Ísland ætlar að ná þessu markmiði annars vegar með að taka áfram þátt í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir og hins vegar með að draga úr losun í þeim geirum sem ekki falla undir viðskiptakerfið sem og að auka bindingu kolefnis með landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis.  Stóriðjan, svo sem framleiðsla á áli, járnblendi og kísil mun falla undir viðskiptakerfi  Evrópusambandsins með losunarheimildir og aðgerðir í þeim greinum verða því teknar á forsendum stærri  heimssvæða en einstakra landa.

Sóknaráætlun 2015

Íslensk stjórnvöld lögðu fram sóknaráætlun í loftslagsmálum í nóvember 2015 þar sem kynnt voru átta verkefni sem miða að því að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda og ná markmiði stjórnvalda um 40% samdrátt frá 1990 til 2030.

Verkefnin átta sem snúa að því að draga úr útstreymi innanlands eru:

  •  Orkuskipti í samgöngum. Aðgerðir miða að því að hlutfall visthæfra endurnýjanlegra orkugjafa verði 10% árið 2020.
  • Rafbílar – efling innviða á landsvísu. Aðgerðr miða að því að styrkja innviði sem mikilvægir eru rafbílavæðingu svo sem uppsetningu hraðhleðslustöðva.
  • Vegvísir sjávarútvegs um samdrátt í losun. Aðgerðir miða að því að draga úr losun um 40% í sjávarútvegi árið 2030 miðað við 1990.
  •  Loftslagsvænni landbúnaður. Unnið verður að því að setja fram vegvísi um samdrátt frá landbúnaði.
  •  Efling skógræktar og landgræðslu. Áætlað er að setja meira fjármagn í skógrækt og landgræðslu.
  •  Endurheimt votlendis. Áætlað er að setja á fót verkefni sem miðar að endurheimt votlendis.    Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri. Styrkja á verkefni sem stuðla að kolefnisjöfnun í ríkisrekstri.
  •  Átak gegn matarsóun. Efla á verkefni sem stuðla að minni matarsóun.

 Breytingar 1990 – 2014

Helstu breytingarnar á þessu tímabili voru í sjávarútvegi og stóriðjunni. Í sjávarútvegi varð mikill samdráttur en aukning í stóriðjunni. Útblástur í sjávarútvegi, sem er nær eingöngu vegna fiskiskipa var 22% af útblæstrinum 1990 ( þ.e. þeims em fellur undir ábyrgð íslenskra stjórnvalda) og lækkaði  í 10% árið 2014. Hátt olíuverð, samþjöppun í greininni, minnkandi heildarafli og mikil minnkun í útblæstri fiskimjölsverksmiðja sem og aukin skilvirkni eru helstu skýringar á þessari þróun. Útblástur í sjávarútvegi var um 450 þúsund tonn af CO₂.  Iðnaður og efnanotkun jókst hins vegar stórlega á tímabilinu. Hlutur þess var 32% af útblæstrinum 1990 en var 45% árið 2014. Útblásturinn var 1,2 milljónir tonna og jókst í 2,1 milljón tonna af CO₂.  Aukningin fellur hins vegar undir Kyotoákvæðið og er því ekki íþyngjandi fyrir stjórnvöld.

Álframleiðslan sparar 11 milljón tonn af CO₂

Álframleiðsla hefur aukist í stórum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi tímabilsins var árleg álframleiðsla aðeins 88 þúsund tonn af áli en nú er framleiðslugetan 856.000 tonn. Árið 2015 voru þrjú álver starfandi hérlendis, Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. Yfirlit yfir álverin má sjá í töflu 10-1 í skýrslu Hagfræðistofnunar. Alcoa Fjarðaál hóf framleiðslu árið 2007 og er þeirra stærst, með framleiðslugetu upp á 350.000 tonn. Árið 2014 var álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls 335 þús. tonn og útstreymi nam um 593 þús. tonnum CO2 ígilda (Umhverfisstofnun 2016).

Beint samband er á milli aukinna álframleiðslu og vaxandi losunar á gróðurhúsalofttegundum:

Ál hefur ýmsa kosti og meðal annars verða farartæki úr áli léttari en ella og það leiðir til minni útblásturs gróðurhúsategunda t.d. í samgöngum. Við framleiðslu á  1 tonni af áli á íslandi verða til 1,64 tonn af gróðurhúsalofttegundum umreiknað í CO₂. Þá er tekið saman útblásturinn bæði við orkuframleiðsluna sem knýr álbræðsluna og álbræðsluna sjálfa. Fram kemur í skýrslunni að meðaltalið á heimsvísu sé 14,7 tonn af CO₂ fyrir hvert tonn af áli. Einkum er munurinn í orkuframleiðslunni þar sem Íslendingar njóta þess að vatnaflsvirkjanirnar losa lítið af gróðurhúsalofttegundum en víða erlendis er orkan sótt í brennslu á jarðefnaeldsneyti. Munurinn á Íslandi og meðaltalinu í heiminum er um 13 tonn CO₂. Útblástursmunurinn við framleiðslu á 856 þúsund tonnum af áli verður þá um 11 milljónir tonna á hverju ári. Það er þrefalt meira en nam útblæstri Íslands á árinu 1990 og sem skuldbindingar stjórnvalda miðast við. Svo það er augljóslega hagkvæmt á heimsvísu að álframeliðslan fari fram við þau skilyrði sem eru á Íslandi fremur en annars staðar.  Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda árið 2014 vegna stóriðju var 1,8 milljónir tonna af CO₂. Fram til 2030 er gert ráð fyrir nýjum iðjuverum í Helguvík og á Bakka í svonefndri grunnspá. Við það gæt losunin aukist og verið árið 2030 1 milljón tonna meiri af CO₂. Gangi það eftir yrði heildarlosun stóriðjunnar um 2,5 milljónir tonna. Þrjú iðjuver til viðbótar gæstu bæst við og er gert ráð fyrir þeim möguleika í miðspá og háspá.

20% samdráttur til 2030

Í skýrslu Hagfræðistofnunar eru raktir möguleikar á aðgerðum sem draga úr CO₂ losun í stóriðjunni. Eru það einkum tækiframfarir, bætt framleiðslustýring og föngun á kolefni við kísilmálmvinnslu. Niðurstaðan er að mótvægisaðgerðir gætu minnkað losunina um 20% fram til 2030. Gangi það eftir yrði koldíoxíðlosunin þá svipuð og 2014 þrátt fyrir mun meiri framleiðslu.

Millilandasamgöngur

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands svo og skýrslum Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis er ekki lagt mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna millilandaflugs til og frá Íslandi og því engar upplýsingar að finna um það atriði. Vísað er til þess að millilandaflugið heyri ekki undir Ísland heldur sé það hluti af losunarkerfi Evrópusambandsins og á þeim vettvangi er unnið að því að hafa stjórn á losuninni.  Þó er hægt að nálgast mat á því. Í ágúst 2008 kom út skýrsla á vegum Samgöngráðuneytisins um losunarheimildir á CO₂ í flugi.  Í skýrslunni er vísað til þess að árið 2020 sé talið að losun gróðurhúsalofttegunda vegna flugs muni hafa minnkað um 50% frá 2008  vegna framfara og hagræðingar. Á hinn bóginn er upplýst að losunin hafi aukist um 50% frá 1990 til 2000 og árleg aukning muni verða á heimsvísu um 3-4% árlega ef ekkert verður að gert. Losun á heimsvísu vegna flugs er 2% af heildarlosuninni en aðstæður á Íslandi eru sérstakar þar sem landið er eyja og flugið því miklu mikilvægari fararmáti en víða annars staðar.

Koldíoxíðlosun íslenskra flugrekenda vegna flugs innan Evrópska efnahagssvæðisins 1,5 milljón tonn árið 2007. Árin þar á undan var losunin enn meiri eða frá 2 – 3,6 milljónir tonna árlega.  Einn mælikvarðinn sem hægt að nota til þess að meta breytingar frá 2007 er að fjöldi erlendra ferðamanna árið 2007 sem fór frá Leifsstöð var 459.000. Árið 2014 var fjöldinn kominn upp í 970 þúsund manns og á síðasta ári hvork meira né minna en 1.768 þúsund manns. Ef CO₂ losunin er framreiknuð frá 2007 miðað við fjölgun erlendra ferðamanna má ætla að losunin árið 2014, sem skýrsla Hagfræðistofnunar miðast við, hafi verið um 3 milljónir tonna. Það er nærri tvöfalt meira en losun vegna stóriðju.  Með sama hætti fæst að losunin á síðasta ári hafi verið 5,8 milljónir tonna. Athuga ber að draga þarf frá þessum tölum losun vegna flugs utan Íslands en milli flugvalla í Evrópu. Á móti þarf að bæta við losun vegna flugs erlendra flugrekenda til og frá Íslandi. Ekki liggur fyrir mat á þessum tveimur stærðum.

Önnur nálgun fæst með því að nota upplýsingar ISAVIA sem gefur upp að á árinu 2015 hafi losun af CO₂ á hvern flugarþega verið 0,6 kg. Um Keflavíkurflugvöll fóru alls 2,4 milljónir farþega og fæst þá það mat fyrir árið 2007 að losunin hafi verið nærri 1,5 miljónir tonna. Það er nánast sama tala og kemur fram í skýrslu Samgönguráðuneytisins frá 2008. Með sömu forsendum fæst að útblásturslosunin hafi verið 2014 liðlega 2,3 milljónir tonna og í fyrra hafi losunin verið 4 milljónir tonna af CO₂.

Niðurstaðan er að sprengingin í fjölda ferðamanna til Íslands hefur valdið stórfelldri aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda og að ferðþjónustan mengar miklu meira en öll stóriðja á Íslandi samanlagt.

Greinin birtist fyrst í Vestfjörðum.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Eftir Björn Bjarnason: Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn. Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á vírusnum Petja, […]

Ómar Ragnarsson: Við getum lært af Las Vegas

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður segir að Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta geti lært af bandarísku borginni Las Vegas. Las Vegas er heimsþekktur áfangastaður ferðamanna og vinsæll staður til að halda ráðstefnur, þá sér í lagi fyrir lögleg fjárhættuspil, skemmtikrafta og aðra afþreyingu, fyrir utan ljósadýrðina: Ekki verður um það deilt að borgin Las Vegas í Nevada í […]

Fjárfesti synjað um ríkisborgararétt vegna einnar hraðasektar – Hefur búið á Íslandi í 11 ár

Fjárfestirinn Bala Kamallakharan fær ekki íslenskan ríkisborgararétt og verður vísað úr landi eftir að hafa búið á Íslandi í 11 ár. Ástæðan er hraðasekt sem hann fékk í febrúar þegar hann keyrði á milli Selfoss og Reykjavíkur. Bala er upprunalega frá Indlandi, hann hefur mikið látið til sín taka í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug, þar […]

Í kröppum krónudansi

Björgvin G. Sigurðsson skrifar: Mikil og hröð styrking krónunnar hefur grafið undan útflutningsgreinum okkar og skyndilega eru blikur á lofti í ferðaþjónustunni. Gengisbreytingarnar koma harkalega niður á greininni sem á sama tíma hefur verið í fordæmislausum uppbyggingarfasa, til að mæta auknum gestakomum til landsins. Hæstu vextir í heimi og ófyrirsjáanlegar sveiflur örmynntarinnar herða að helstu […]

Mismunun dáinna

Sr. Magnús Erlingsson skrifar:  Á Íslandi er í gildi jafnræðisregla og er hún tryggð í stjórnarskránni. Reglan kveður á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og allir skuli njóta mannréttinda. Þetta er ein af grundvallarreglum í vestrænum lýðræðissamfélögum. Kannski mætta túlka þessa reglu, útvíkka hana svolítið og segja að í henni felist það að […]

Nýr framkvæmdastjóri iðnrekenda: „Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi“

Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.  Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Samtök iðnaðarins eru regnhlíf sex samtaka sem sameinuðust á sínum tíma, en það voru Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Meistara- og verktakasamband byggingamanna, Verktakasamband Íslands, Félag íslenska prentiðnaðarins og Samband málm- og skipasmiðja. Sigurður […]

Vilhjálmur og Ragnar: Óhjákvæmilegt að segja upp kjarasamningum – Takk fyrir að slátra SALEK

„Það er morgunljóst að fjölmargir af okkar félagsmönnum eru agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra undir kjararáð um allt að 300 þúsund á mánuði með afturvirkni sem nær í sumum tilfellum allt að eitt og hálft ár aftur í tímann.“ Þetta segir í pistli […]

Sturgeon frestar annarri þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Nicola Sturgeon ráðherra skosku heimastjórnarinnar segir að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verði frestað þangað til að Bretland er búið að segja sig úr Evrópusambandinu. Sturgeon stefndi á að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2018 eða vorið 2019, þess í stað ætlar hún og heimstjórnin að einbeita sér að því að tryggja „mjúkt Brexit“ og hagsmuni […]

May sökuð um að múta DUP til að halda forsætisráðherrastólnum

Theresa May forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýnd fyrir samkomulag sitt við norður-írska DUP flokkinn, í skiptum fyrir að verja minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fær heimstjórn Norður-Írlands einn milljarð punda í aukaframlag á næstu tveimur árum. Íhaldsflokknum vantar einungis níu þingmenn til að ná meirihluta á breska þinginu, með samkomulaginu fær Íhaldsflokkurinn stuðning þeirra tíu þingmanna sem DUP […]

Börn í nýju Vogabyggðinni þurfa að fara langar leiðir og yfir stofnbrautir til að komast á íþróttasvæði

Börn sem munu eiga heima í Vogabyggð sem fyrirhugað er að byggja munu þurfa að ferðast nokkra kílómetra til að komast á nálægasta íþróttasvæði. Í óformlegri mælingu Stefáns Pálssonar sagnfræðings kemur í ljós að börn sem kæmu til með að búa í nýja hverfinu munu þurfa að ferðast rúmlega fjóra til fimm kílómetra til að […]

„Það hlýtur að vera gaman að fá eingreiðslu upp á 4,7 milljónir“

Ríkisendurskoðandi fær rúmar 4,7 milljónir í eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launa, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær að sama skapi rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í úrskurði Kjararáðs frá því í síðustu viku, RÚV greindi frá útreikningum BSRB sem sýna jafnframt að forsetaritari fær rúmar 1,8 milljón króna í eingreiðslu, Hagstofustjóri fær rúma 1,2 milljón króna […]

Hörður: Markaðssetningin á lambakjöti hefur brugðist

„Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið.“ Þetta segir Hörður Jónasson áhugamaður um íslenska matvöruframleiðslu í grein sem hann skrifar í Bændablaðið. Hörður starfar í ferðaþjónustu og býr á hótelum víða […]

Kvótakerfið veldur hörðum stéttaátökum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur nýverið. Vel viðraði og tókust hefðbundin hátíðahöld með ágætum. Blaðið Vestfirðir sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra góðar kveðjur og þakkir fyrir framlag þeirra til góðra lífskjara landsmanna. Kvótakerfið er eldurinn sem logar undir sjávarútveginum og  hefur valdið hörðum deilum og átökum í þjóðfélaginu síðustu 30 ár. Forystumenn […]

Umburðarlynda þjóðin

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Samkvæmt samantekt stofnunarinnar Social Progress Imperative eru Íslendingar umburðarlyndasta þjóð í heimi. Umburðarlynt samfélag er gott samfélag og því er þessi niðurstaða staðfesting á því að okkur hefur tekist að skapa fyrirtaks samfélag. Vitaskuld er þar ekki allt fullkomið. Misrétti fyrirfinnst vissulega. Hagsmunaöfl láta stöðugt á sér kræla. Grátkór útgerðarinnar þagnar til […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is