Laugardagur 11.03.2017 - 07:27 - Ummæli ()

Íslensk jörð, með kostum og göllum

Eftir Einar Kárason:

Menn hafa stundum undrast, og þar á meðal ég sjálfur, þá hugmynd að það sé glóra í að flytja út vatn frá Íslandi, til dæmis til meginlands Ameríku þar sem er ærið ríkulegt með ár og vötn, sum á stærð við úthöf. En að það skuli vera vit í þessu með vatnið héðan byggir fyrst og fremst á því hversu jarðvegur hér er gljúpur og sérstakur, með hrauni og eldgosagrús, á meðan jörðin og bergið í gömlu meginlöndunum er glerhart svo að nær ekkert smýgur þar í gegn. Ég man að ég undraðist þegar ég kom til Grænlands og fékk að vita að vatnsskortur hafi verið allmikill vandi í byggðum norrænna manna þar vestra, svo að þeir hefðu þurft að gera stíflur og vatnsforðabúr í hlíðum að eiga til taks, og hafði maður þó haldið að þar væri úrkoma næg á ársgrundvelli og að landið væri eiginlega einn stór ísmoli. En munurinn á landsháttum þar og hér er sá að vatn festir þar ekki heldur rennur allt eins og af bílhúddi og hverfur til hafs.

Ónýta malbikið

Mynd/Dalia Dalimont

En það eru tvær hliðar á þessu máli með okkar frauðkennda jarðveg, eitt er þetta með allt vatnið góða sem þar geymist og síast tandurhreint, en hitt er þegar kemur að því að byggja úr okkar steinum og möl. Margir hafa undrast hve malbik endist hér skammt, eins og á höfuðborgarsvæðinu þar sem mjög hafa skapraunað mönnum rásir stórar og holur í asfalti gatnanna, og það jafnvel á götum sem voru teknar í gegn nokkrum mánuðum fyrr með skyldugri tjöruangan og malbikunarvélum og umferðartöfum stórum. Hafa kjarnyrtir menn ýmist kennt þar um borgaryfirvöldum eða nagladekkjum, en linur grús mun þó leika stærstu rulluna. Reyndar heyrði ég í gegnum kunnáttumann sem hlerar margt að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fyrir tveimur, þremur árum eða svo verið orðin svo leið á þessu endingarleysi gatna að hingað hafi verið pantaðir verkfræðingar með háar prófgráður frá Þýskalandi, þar sem átóbanarnir eru og duga vel. Mér er líka sagt að þýsku fræðingarnir hafi rannsakað öll verkferli við hérlendar framkvæmdir á þessu sviði, og reyndar fundið að fleiru er deigu grjóti; þeir munu, að því er mér var sagt, hafa skrifað svarta skýrslu um allar hliðar málsins, meðal annars fúsk þeirra sem leggja til efnið: malbik mun eiga að vera að mig minnir eitthvað hundrað og tuttugu gráðu heitt þegar það er lagt, en hafi sjaldnast hér hjá okkur verið meira en sjötíu gráður, með þeirri afleiðingu að það loðir hreinlega ekki saman og spænist því upp eiginlega eins og hver önnur lausamöl, eða næstum eins og sandur í sandkassa. En hitt meginatriðið hinna þýsku sneri svo að grjótinu, sjálfum jarðveginum sem hafður er til þessara nota: það vantar allan slitstyrk. Það mun hafa verið sagt að það þýddi hreinlega ekkert að vera að sækja þannig byggingarefni á gosbeltið, sem nær um allan miðpart landsins frá suðvestri til norðausturs; miklu skárra væri að fara á Austfirði eða Vestfirði, en þó langmest vit að flytja slíkt efni hreinlega inn, frá löndum með gömlu hörðu bergi; risaskip myndi gera mikið gagn með nokkrum ferðum.

Steinhúsin sem molna og flöt þök

Svo er hitt auðvitað opinbert leyndarmál hvað steinhús mörg hér á landi hafa reynst mikil hrákasmíð. Við höfum öll komið í borgir þar sem steinhús eru gömul; heilu miðborgirnar samanstanda af byggingum sem eru jafnvel margra alda fornar, og líta þó út fyrir að vera býsna státnar. Á meðan heilu hverfin hér hjá okkur eru þannig að fáum áratugum eftir að þau eru glæný hefjast milljónaframkvæmdir við steypu sem er svo sprungin að styrktarjárn tærist upp, það þarf að rífa niður heilu svalalengjurnar og helst klæða þessi hús með missmekklegum málmplötum, og dugir þó stundum skammt.

Eitt fyrirbærið er nú þetta með flötu þökin, sem víða erlendis hafa reynst alveg prýðileg ef rétt er frá þeim gengið, en hafa hér aldrei verið nema til ama, leka og vatnstjóns. Hversu oft hefur maður heyrt sagt að það þýði ekkert að vera með flöt þök hér vegna okkar sérstöku veðurskilyrða? En hvaða veðurskilyrði eru það eiginlega sem eru svo frábrugðin hér og í löndunum handan hafs fyrir austan og vestan, svo dæmi sé nefnt? Hér er að vísu hitamunur á vetri og sumri, en það er alls staðar, og meira að segja víða miklu meiri en hér í áðurnefndum löndum. Hér kemur rigning, snjór og slydda, en það er líka svo, „þér að segja“, í öðrum löndum en okkar. Er það kannski vindurinn sem svona öðruvísi hér? Nei ónei!

Langlíklegasta skýringin er sú að þetta stafi af vondu byggingarefni sem hér er notað.

Ég þykist ekki vera neinn sérfræðingur á þessu sviði, en margt hefur maður heyrt frá kunnáttumönnum. Meðal annars að hér sé ekki bara hinni stökku og frauðkenndu möl um að kenna, heldur líka vondu sementi, sem landsmönnum var skylt að kaupa í nokkra áratugi, og ekki annað. Þó hafði það verið á æði margra vitorði að sementið frá ríkisverksmiðjunni einu væri lélegt, og því til sönnunar sé sú staðreynd að þegar ráðist var í að byggja Búrfellsvirkjun á sjöunda áratug liðinnar aldar hafi danska verktakafyrirtækið Phil og Søn, sem bauð best í þá risaframkvæmd, sett það skilyrði fyrir aðkomu sinni að þeir mættu taka með sér danskt sement frá Álaborg. Og mun það mikla steypuvirki við Búrfell standa mjög heillegt síðan þá.

Til samanburðar mætti nefna sjálfa Hallgrímskirkju, sem var í ákafri byggingu um svipað leyti og Búrfellsvirkjun reis. En eins og menn vita þarf að ráðast þar í risavaxnar endurbyggingar á fárra ára fresti, með tilheyrandi stillansavirki. Verkfræðingur einn sagðist hafa heyrt að kannski væri mesta vitið að rífa turninn og vængina og reisa aftur með almennilegu efni og aðferðum, annars yrði þetta aldrei til friðs.

Með öðrum orðum: mönnum var þetta með lélegt byggingarefni og sement vel kunnugt, eða mátti vera það, en samt var haldið áfram að nota þetta hálfónýta stöff með þeim afleiðingum að kannski mun á endanum þurfa að rífa heilu og hálfu blokkahverfin frá því um og uppúr miðri síðustu öld.

Það þarf að hugsa þessi mál upp á nýtt

Ó fögur er vor fósturjörð, um það verður aldrei deilt. Og kostir hennar eru fleiri en fegurðin, eins og til dæmis þetta með framboðið góða af tandurhreinu vatni sem sumt hefur verið ár og áratugi að síast í gegnum jarðveginn áður en það kemur upp á yfirborðið. Mér er sagt að lindin eða áin sem rennur neðanjarðar í Ölfusinu og fyrirtækið Icelandic glacial tappar á til útflutnings sé þannig að dagsrennsli þar færi langt með að duga fyrir allt flöskuvatn heimsins á ári. Og það vatn hefur verið úrskurðað af alþjóðlegum yfirvöldum sem eins hreint og heilnæmt sem hugsast getur. En gallinn við jarðveginn hér er líka augljós: hann er varla nema með undantekningum dugandi sem byggingarefni. Á miðöldum byggði fólk, sömu þjóðar og við vorum, steinhús í Noregi, Færeyjum og Grænlandi, en ekki hér. Sumir hafa viljað kenna um hve grjótið okkar dugði lítt þótt hitt sé líka sennilegt að menn hér hafi reynt að hlaða upp steinveggjum, en gefist upp vegna tíðra jarðskjálfta. En hitt eru hreinar línur að ef við ætlum að leggja götur sem eitthvað endast þá er eina vitið að flytja inn möl til að blanda í bikið, og grús í steypu verður að velja af miklu meiri kostgæfni en gert hefur verið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Tiltrú á Ísland hefur stóraukist að mati seðlabankastjóra – Höftin ekki haft stórkostleg áhrif á gengi krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN í kvöld. Þar fóru þeir yfir efnahagsmálin sem ávallt eru á milli tannana á fólki, einkum og sér í lagi nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin. Már segir að viðbrögðin við þeim áfanga hafi verið góð og ,,ekki hafa haft stórkostleg áhrif […]

Bryndís: Mamma vann aldrei úti

Mamma vann aldrei úti – Mamma sagði ósjaldan: Æ, ég var aldrei mikið fyrir börn! Samt eignaðist hún sjö krakka og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði á okkur, prjónaði á okkur, fór í ber á hverju ári, sultaði, tók slátur, bakaði reglulega og eldaði mat upp úr danskri kokkabók, sem lá alltaf á eldhúsborðinu. […]

„Körlum er óskað atvinnumissi. Konum? Að þeim sé nauðgað eða að þær missi börnin sín“

„Þrjátíu og sjö ára gamall þingmaður heldur jómfrúarræðu. Hann talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar frá. Tuttugu og sjö ára gömul þingkona heldur jómfrúarræðu. Hún talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar […]

Birgitta: Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu – Viðreisn og Björt framtíð umboðslausir

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninni og á þingi á meðan Viðreisn og Björt framtíð eru nánast umboðslausir. Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Ræddi hún nýjustu skoðanakönnunina þar sem kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi frá kosningum en bæði Björt framtíð og Viðreisn myndu ekki […]

„Íslenska með hreim er líka íslenska“ – Til skammar að nota frávik á viðurkenndu máli til að gera lítið úr fólki

„Íslenska með hreim er líka íslenska. Íslenska með beygingarvillum er líka íslenska. Íslenska með rangri orðaröð er líka íslenska;“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Hann deilir frétt Eyjunnar um svívirðingar sem Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í […]

„Alþingi á ekki að vera með starfmenn sem tala ekki Íslennsku“ – Ráðherra og þingmenn koma Nichole til varnar

Svívirðingar hafa fallið um Nichole Leigh Mosty þingmann Bjartrar framtíðar á samskiptamiðlum undanfarna daga og hefur fólk sagt að hún eigi að læra íslensku áður en hún taki sæti á þingi. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í vikunni, eða allt frá því að hún tjáði sig um ummæli Mikaels Torfasonar um fátækt á Íslandi. […]

Geta greitt sér 70 milljarða í arð úr Arion banka

Með því að endurskipuleggja fjármagnsskipan Arion banka, geta eigendur hans greitt sér allt að 70 milljarða króna arð. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir, nam ríflega 211 milljörðum um áramótin. Eiginfjárhlutfallið stóð í 27% en eiginfjárkröfurnar sem ríkið krefst nemur 20,7%. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Bankanum er einnig heimilt […]

Fylgishrun hjá Bjartri framtíð og Viðreisn

Fylgishrun blasir við stjórnarflokkunum Viðreisn og Bjartri framtíð, myndi hvorugur flokkurinn ná manni inn á þing ef kosið væri í dag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag myndi Viðreisn fá 3,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 3,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst og myndi hann fá 32 prósent atkvæða og verða stærsti flokkurinn á þingi. Vinstri grænir […]

Kosningabaráttan í Frakklandi er hafin fyrir alvöru – Hnífjafnt samkvæmt könnunum

Mikil spenna í loftinu í Frakklandi þessa dagana en fram undan eru forsetakosningar þar. Fyrsta umferð þeirra fer fram þann 23. apríl næstkomandi og er óhætt að segja að ráðamenn í Evrópu, sérstaklega í Brussel, haldi niðri í sér andanum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar nýtur mikils fylgis ef marka má skoðanakannanir og allt bendir […]

Útvarp Saga segir þingmann Pírata ráðast á sig

Útvarp Saga segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi ráðist á sig úr ræðustól Alþingis í gær, en Þórhildur sagði gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, ECRI, vera ómaklega. Í byrjun mánaðarins kom út skýrsla nefndarinnar í kjölfar reglubundinnar eftirlitsferðar hingað til lands, þar var greint frá áhyggjum af því […]

Páll uppljóstrar óknyttasögum – Ekki æskilegt viðkvæmum sálum

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur deilt myndbandi þar sem hann segir sögur af vafasamri fortíð sinni sem ungur maður í Vestmannaeyjum. Vinur Páls stalst til að ná sögunum á myndband þar sem Páll rifjaði þær upp í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum nýverið: Ég sagði þarna nokkrar óknyttasögur úr æsku minni og vina minna undir fyrirsögninni Miðbæjarvillingarnir, […]

Erdogan hótar Evrópubúum

Tayyp Erdogan forseti Tyrklands gaf í dag út aðvörun til íbúa Evrópu. Það gerði hann á fundi með tyrkneskum blaðamönnum í höfuðborginni Ankara. Orð hans féllu vegna deilna tyrkneska stjórnvalda við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi um það hvort háttsettir tyrkneskir stjórnmálamenn megi halda kosningafundi fyrir tyrkneska íbúa í þessum löndum. Í næsta mánuði fer […]

Ruglingur um árásarmanninn í London

Mikil ringulreið er í bresku pressunni í kvöld vegna árásarinnar á breska þinghúsið í dag. Fullyrt var að Abu Izzadeen múslimaklerkur og talsmaður Al Ghurabaa-samtakanna hafi verið maðurinn sem var skotinn til bana af lögreglu fyrir utan breska þinghúsið í Lundúnum í dag en samkvæmt BBC er hann enn í fangelsi. Al Ghurabaa-samtökin eru bönnuð […]

Árni Páll: Eru 6% eðlileg fyrir framsækna vinstrið?

Kosningarnar í Hollandi voru léttir þar sem hægrisinnaðir útlendingahatandi popúlistar náðu ekki þeim árangi sem þeim hafði verið spáð. Það var líka gott að sjá góða kosningaþáttöku, sem sneri dæminu við. En hræðileg niðurstaða Verkamannaflokksins, PvdA, dregur enn og aftur upp þá mynd að það er rótgróinn jafnaðarmannaflokkur sem geldur fyrir vonbrigði og tilfinningar valdleysis […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is