Laugardagur 11.03.2017 - 07:27 - Ummæli ()

Íslensk jörð, með kostum og göllum

Eftir Einar Kárason:

Menn hafa stundum undrast, og þar á meðal ég sjálfur, þá hugmynd að það sé glóra í að flytja út vatn frá Íslandi, til dæmis til meginlands Ameríku þar sem er ærið ríkulegt með ár og vötn, sum á stærð við úthöf. En að það skuli vera vit í þessu með vatnið héðan byggir fyrst og fremst á því hversu jarðvegur hér er gljúpur og sérstakur, með hrauni og eldgosagrús, á meðan jörðin og bergið í gömlu meginlöndunum er glerhart svo að nær ekkert smýgur þar í gegn. Ég man að ég undraðist þegar ég kom til Grænlands og fékk að vita að vatnsskortur hafi verið allmikill vandi í byggðum norrænna manna þar vestra, svo að þeir hefðu þurft að gera stíflur og vatnsforðabúr í hlíðum að eiga til taks, og hafði maður þó haldið að þar væri úrkoma næg á ársgrundvelli og að landið væri eiginlega einn stór ísmoli. En munurinn á landsháttum þar og hér er sá að vatn festir þar ekki heldur rennur allt eins og af bílhúddi og hverfur til hafs.

Ónýta malbikið

Mynd/Dalia Dalimont

En það eru tvær hliðar á þessu máli með okkar frauðkennda jarðveg, eitt er þetta með allt vatnið góða sem þar geymist og síast tandurhreint, en hitt er þegar kemur að því að byggja úr okkar steinum og möl. Margir hafa undrast hve malbik endist hér skammt, eins og á höfuðborgarsvæðinu þar sem mjög hafa skapraunað mönnum rásir stórar og holur í asfalti gatnanna, og það jafnvel á götum sem voru teknar í gegn nokkrum mánuðum fyrr með skyldugri tjöruangan og malbikunarvélum og umferðartöfum stórum. Hafa kjarnyrtir menn ýmist kennt þar um borgaryfirvöldum eða nagladekkjum, en linur grús mun þó leika stærstu rulluna. Reyndar heyrði ég í gegnum kunnáttumann sem hlerar margt að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fyrir tveimur, þremur árum eða svo verið orðin svo leið á þessu endingarleysi gatna að hingað hafi verið pantaðir verkfræðingar með háar prófgráður frá Þýskalandi, þar sem átóbanarnir eru og duga vel. Mér er líka sagt að þýsku fræðingarnir hafi rannsakað öll verkferli við hérlendar framkvæmdir á þessu sviði, og reyndar fundið að fleiru er deigu grjóti; þeir munu, að því er mér var sagt, hafa skrifað svarta skýrslu um allar hliðar málsins, meðal annars fúsk þeirra sem leggja til efnið: malbik mun eiga að vera að mig minnir eitthvað hundrað og tuttugu gráðu heitt þegar það er lagt, en hafi sjaldnast hér hjá okkur verið meira en sjötíu gráður, með þeirri afleiðingu að það loðir hreinlega ekki saman og spænist því upp eiginlega eins og hver önnur lausamöl, eða næstum eins og sandur í sandkassa. En hitt meginatriðið hinna þýsku sneri svo að grjótinu, sjálfum jarðveginum sem hafður er til þessara nota: það vantar allan slitstyrk. Það mun hafa verið sagt að það þýddi hreinlega ekkert að vera að sækja þannig byggingarefni á gosbeltið, sem nær um allan miðpart landsins frá suðvestri til norðausturs; miklu skárra væri að fara á Austfirði eða Vestfirði, en þó langmest vit að flytja slíkt efni hreinlega inn, frá löndum með gömlu hörðu bergi; risaskip myndi gera mikið gagn með nokkrum ferðum.

Steinhúsin sem molna og flöt þök

Svo er hitt auðvitað opinbert leyndarmál hvað steinhús mörg hér á landi hafa reynst mikil hrákasmíð. Við höfum öll komið í borgir þar sem steinhús eru gömul; heilu miðborgirnar samanstanda af byggingum sem eru jafnvel margra alda fornar, og líta þó út fyrir að vera býsna státnar. Á meðan heilu hverfin hér hjá okkur eru þannig að fáum áratugum eftir að þau eru glæný hefjast milljónaframkvæmdir við steypu sem er svo sprungin að styrktarjárn tærist upp, það þarf að rífa niður heilu svalalengjurnar og helst klæða þessi hús með missmekklegum málmplötum, og dugir þó stundum skammt.

Eitt fyrirbærið er nú þetta með flötu þökin, sem víða erlendis hafa reynst alveg prýðileg ef rétt er frá þeim gengið, en hafa hér aldrei verið nema til ama, leka og vatnstjóns. Hversu oft hefur maður heyrt sagt að það þýði ekkert að vera með flöt þök hér vegna okkar sérstöku veðurskilyrða? En hvaða veðurskilyrði eru það eiginlega sem eru svo frábrugðin hér og í löndunum handan hafs fyrir austan og vestan, svo dæmi sé nefnt? Hér er að vísu hitamunur á vetri og sumri, en það er alls staðar, og meira að segja víða miklu meiri en hér í áðurnefndum löndum. Hér kemur rigning, snjór og slydda, en það er líka svo, „þér að segja“, í öðrum löndum en okkar. Er það kannski vindurinn sem svona öðruvísi hér? Nei ónei!

Langlíklegasta skýringin er sú að þetta stafi af vondu byggingarefni sem hér er notað.

Ég þykist ekki vera neinn sérfræðingur á þessu sviði, en margt hefur maður heyrt frá kunnáttumönnum. Meðal annars að hér sé ekki bara hinni stökku og frauðkenndu möl um að kenna, heldur líka vondu sementi, sem landsmönnum var skylt að kaupa í nokkra áratugi, og ekki annað. Þó hafði það verið á æði margra vitorði að sementið frá ríkisverksmiðjunni einu væri lélegt, og því til sönnunar sé sú staðreynd að þegar ráðist var í að byggja Búrfellsvirkjun á sjöunda áratug liðinnar aldar hafi danska verktakafyrirtækið Phil og Søn, sem bauð best í þá risaframkvæmd, sett það skilyrði fyrir aðkomu sinni að þeir mættu taka með sér danskt sement frá Álaborg. Og mun það mikla steypuvirki við Búrfell standa mjög heillegt síðan þá.

Til samanburðar mætti nefna sjálfa Hallgrímskirkju, sem var í ákafri byggingu um svipað leyti og Búrfellsvirkjun reis. En eins og menn vita þarf að ráðast þar í risavaxnar endurbyggingar á fárra ára fresti, með tilheyrandi stillansavirki. Verkfræðingur einn sagðist hafa heyrt að kannski væri mesta vitið að rífa turninn og vængina og reisa aftur með almennilegu efni og aðferðum, annars yrði þetta aldrei til friðs.

Með öðrum orðum: mönnum var þetta með lélegt byggingarefni og sement vel kunnugt, eða mátti vera það, en samt var haldið áfram að nota þetta hálfónýta stöff með þeim afleiðingum að kannski mun á endanum þurfa að rífa heilu og hálfu blokkahverfin frá því um og uppúr miðri síðustu öld.

Það þarf að hugsa þessi mál upp á nýtt

Ó fögur er vor fósturjörð, um það verður aldrei deilt. Og kostir hennar eru fleiri en fegurðin, eins og til dæmis þetta með framboðið góða af tandurhreinu vatni sem sumt hefur verið ár og áratugi að síast í gegnum jarðveginn áður en það kemur upp á yfirborðið. Mér er sagt að lindin eða áin sem rennur neðanjarðar í Ölfusinu og fyrirtækið Icelandic glacial tappar á til útflutnings sé þannig að dagsrennsli þar færi langt með að duga fyrir allt flöskuvatn heimsins á ári. Og það vatn hefur verið úrskurðað af alþjóðlegum yfirvöldum sem eins hreint og heilnæmt sem hugsast getur. En gallinn við jarðveginn hér er líka augljós: hann er varla nema með undantekningum dugandi sem byggingarefni. Á miðöldum byggði fólk, sömu þjóðar og við vorum, steinhús í Noregi, Færeyjum og Grænlandi, en ekki hér. Sumir hafa viljað kenna um hve grjótið okkar dugði lítt þótt hitt sé líka sennilegt að menn hér hafi reynt að hlaða upp steinveggjum, en gefist upp vegna tíðra jarðskjálfta. En hitt eru hreinar línur að ef við ætlum að leggja götur sem eitthvað endast þá er eina vitið að flytja inn möl til að blanda í bikið, og grús í steypu verður að velja af miklu meiri kostgæfni en gert hefur verið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Uppreist æra í stað siðbótar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum. Það er stöðugt vaxandi krafa almennings að þeir stjórnmálamenn eigi að víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahrunið er lítil […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is