Sunnudagur 12.03.2017 - 15:26 - Ummæli ()

Fiskeldi næsta stóriðja?

Gunnar Steinn hjá Löxum fiskeldi svarar fyrirspurn en fjölmennt var á kynningarfundi um fiskeldismál í Grunnskóla Reyðarfjarðar í síðustu viku.

„Þessir aðilar fara hér um firðina og vilja festa sér leyfi fyrir sinni starfsemi algjörlega þvert ofaní þá stefnu sem mörkuð hefur verið um uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir Guðröður Hákonarson formaður Veiðifélags Norðfjarðarár og ferðaþjónustubóndi á Norðfirði en hann ásamt fleirum gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir fiskeldisfyrirtækja sem sækja nú um leyfi fyrir tugþúsunda tonna fiskeldi allt frá Berufirði og norður á Seyðisfjörð. Hann líkir þessum aðilum sem við hunda sem merkja sér svæði til að festa sér tík á lóðaríi en fundur um fiskeldismál var haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði í lok síðustu viku. Fundinum var ætlað að upplýsa íbúa og aðra um stöðu þessara áforma í sveitarfélaginu. Frummælendur auk Páls bæjarstjóra voru frá Hafrannsóknarstofnun, Skipulagsstofnun og Löxum fiskeldi, sem hafa fengið leyfi fyrir fiskeldi í Reyðarfirði.

Fiskeldi næsta stóriðja?

Guðröður segir að vissulega sé eðlilegt að horfa til fiskeldis eins og hvers annars iðnaðar sem sé úthlutað svæðum til atvinnuuppbyggingar en að skilgreina verði innan sveitarfélagsins hvaða svæði séu ætluð iðnaði og tengdri starfsemi og hvaða svæði eigi að vernda með tilliti til nærumhverfisins og uppbyggingar annarrar atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu.

Áform eru uppi um framleiðslu á allt að 50 þús. tonnum af eldisfiski innan sveitarfélagsins en burðarþolsmat mun skera úr um hver heildarframleiðsla getur orðið. Ljóst er þó að burðarþol á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði hefur verið metið samtals 35.000 tonn og miða áætlanir Fiskeldis Austfjarða og Laxa við að festa sér starfsleyfi út frá þeim tölum. Mjóifjörður og Norðfjarðarflói ásamt Stöðvarfirði eru enn í mati. Laxar fiskeldi hefja í sumar framleiðslu vegna 6.000 tonna starfsleyfis félagsins í Reyðarfirði.

Vilja ráða yfir fjörðunum

Á fundinum fór Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri yfir fiskeldismálin vítt og breitt frá sjónarhóli sveitarfélagsins en ítrekaði þá afstöðu sveitarfélagsins að eðlilegast væri að sveitarfélög hefðu skipulagsvald yfir fjörðum innan sinna marka í samræmi við umsögn bæjarfélagsins um nýtt frumvarp til laga sem takmarkar ákvörðunarvald sveitarfélaganna mikið. Hann bendir á að sveitarfélagið hafi þurft að kæra starfsleyfi Laxa á sínum tíma til þess að tryggja atriði eins og að staðsetningar kvía og eldisstarfsemi hindraði örugglega ekki siglingaleiðir í Reyðarfirði og að ákvæði kæmust í samninga um ábyrgð fyrirtækisins á að hreinsa til eftir sig ef starfsemi yrði hætt. Slík ákvæði eru ekki á meðal þeirra skilyrða sem stjórnvöld setja fyrir starfsleyfum og hafa margir fundið að þeim galla á framkvæmd leyfisveitinga.

Líflegar fyrirspurnir

Á fundinum fjallaði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun, um burðarþol fjarða og hvernig stofnunin færi að því að finna reikna slíkt út en hann tók dæmi af Vestfjörðum og að austan til að veita innsýn í aðferðirnar.

Sigmar Arnar Steingrímsson, sérfræðingur á umhverfismatssviði Skipulagsstofnunar fjallaði á fundinum um ferlið við mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fiskeldi en síðastur á mælendaskrá var Gunnar Steinn Gunnarsson, rekstrarstjóri Laxa fiskeldis og kynnti hann áform fyrirtækisins hvað varðar fiskeldi í Fjarðabyggð. Sagði hann frá því að búið væri að ráða 10 starfsmenn og kvíar ásamt öðrum búnaði væru komnar á Reyðarfjörð og væru tilbúnar til uppsetningar.

Hafsteinn Guðfinnsson, sérfræðingur á umhverfissviði Hafrannsóknarstofnunar, Hólmfríður Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun og Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar bættust við hóp þeirra sem sátu fyrir svörum eftir hlé á fundinum og komu fram fjöldi fyrirspurna af ýmsum toga. Má segja að umræðan um þessi mál hafi bæði verið drifin áfram af áhuga og gagnrýnum spurningum en ljóst er að fiskeldi getur aukið fjölbreytni í störfum í sveitarfélaginu til frambúðar. Það magn af fiski sem um ræðir getur fært sveitarfélaginu beinar tekjur upp á hundruði milljóna á ársgrundvelli en ekki eru allir á eitt sáttir um það hver áhrif fiskeldis geta orðið á náttúrulegt lífríki svæðisins.

Áætlað dæmi Laxa fiskeldis

Ef miðað er við 20.000 tonna framleiðslu smkv. matsáætlun Laxa munu allt að 140 ársverk skapast sem sem skiptast í 80 störf við eldi, slátrun og vinnslu og 60 störf vegna rekstar og viðhalds. Á meðal starfanna eru störf sem krefjast sérmenntunar í eldi og stjórnun framleiðslunnar. Einnig benda Laxa-menn á jákvæð margfeldisáhrif framleiðslunnar á flutningsaðila, hafnarstarfsemi, netagerð og fleira.

Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs og hafnarsjóðs gætu samkvæmt þessum áætlunum gefið 120 -135 m.kr. á ári í hafnartengd gjöld eftir útflutningsverðmæti, en einnig 65-150 m.kr. á ári í fasteignagjöld allt eftir stærð vinnslustöðvar og nýtingarhlutfalli lóðar. Þá séu ótaldar

útsvarstekjur sem gætu orðið 100 til 130 m.kr. í ljósi nýrra starfa.

 

Birtist fyrst í Austurlandi. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Einar: „Boðið upp í dans“

Á tímanum upp úr 1970 mátti greina bæði nýjungar og gerjun í íslenskum skáldskap, þá rann upp gullöld sjálfsútgáfunnar, ekki síst á ljóðabókum, með nýrri prent- og fjölritunartækni, menntaskólablöð voru full af ljóðum og styttri prósum, og það var einhver gleði sem sveif yfir vötnum í þessu öllu, svo að kannski er ekki að undra […]

Múslimsk kona fórnarlamb hatursáróðurs eftir árásina við breska þinghúsið í Lundúnum

Ljósmynd af múslimskri konu sem heldur á farsíma og gengur fram hjá slasaðri kynsystur sinni sem liggur og nýtur aðhlynningar vegfarenda á Westminster-brúnni í Lundúnum hefur síðustu daga verið misnotuð af múslimahöturum víða um heim. Ljósmyndin var tekin síðdegis á miðvikudag rétt eftir að íslamskur hryðjuverkamaður hafði ekið bifreið á miklum hraða á gangandi vegfarendur […]

Eliza Reid forsetafrú: ,,Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja“

Miklar umræður hafa verið um íslenska tungu undanfarin misseri og sitt sýnist hverjum. Á samskiptamiðlum hafa einhverjir vegið hart að íslenskukunnáttu Nicole Leigh Mosty, þingkonu Bjartar framtíðar sem ekki er fædd hér á landi. Nú hefur Eliza Reid, forsetafrú, lagt orð í belg en það gerir hún í pistli á Facebook síðu sinni er hún […]

Jóhanna ætlar að rukka ferðamenn og Árni hótar að taka áfangastaðinn úr bókinni: „400kr fyrir 12 ára og eldri“

Gjaldtaka á vinsælum áfangastöðum ferðamanna veldur deilum. Jóhanna Kristin Hjartardóttir, ábúandi á jörðinni Helgafelli við Stykkishólm hefur tilkynnt að þar verði framvegis rukkað viðhalds- og þjónustugjald af þeim ferðamönnum sem vilji koma og njóta staðarins. Jörðin er sögufrægur staður en þar er Guðrún Ósvífursdóttir grafin, ein af aðal sögupersónum Laxdælu. Þetta mælst mis vel fyrir […]

Ísland veitir meiri styrki til nýsköpunar og þróunar

Útgjöld Íslands til ríkisaðstoðar jukust um 10,5% á árinu 2015. Þrátt fyrir þessa aukningu er hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu fremur lágt á Íslandi og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýjustu samanburðarskýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um útgjöld til ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum sem birt var í morgun. Aukninguna árið 2015 má helst […]

Már viðurkennir að mistök hafi verið gerð

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni í gær. Þar fóru þeir um víðan völl og ræddu efnahagsmál Íslands í víðu samhengi, allt frá afnámum gjaldeyrishafta til ferðamannastraumsins. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands bar einnig á góma en eins og frægt er orðið stóð voru hafðar uppi miklar sakargiftir gegn fyrirtækinu um brot á […]

Jón Baldvin: „EES-samningurinn eins og skraddarasaumaður handa Skotum“

Ný bók um það sem Skotar geta lært af reynslu Norðurlandaþjóða um samskipti við Evrópusambandið er komin út  í Edinborg. Bókin ber heitið McSmörgåsbord  – What post-Brexit Scotland can Learn from the Nordics. Bókin hefur að geyma ritgerðir eftir höfunda frá öllum Norðurlöndum, þeirra á meðal frá Færeyjum og Grænlandi. Höfundur íslenska kaflans er Jón […]

Hjálmar: Upphrópanir byggjast á misskilningi eða rangtúlkunum

„Í tilefni af fjölmiðlaumræðu um 5 daga legudeild Klíníkurinnar vill undirritaður árétta að hvorki Velferðarráðuneytið né Embætti landlæknis hafa neinar athugasemdir við starfsemina sem heldur áfram ótrufluð þrátt fyrir ýmis konar upphrópanir síðustu daga sem flestar byggjast á misskilningi eða rangtúlkunum.“ Svona hefst fréttatilkynning frá Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarskurðlækni og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar í Ármúla. Segir hann […]

„Óveðurský yfir Akranesi“

Í gærkvöldi hrönnuðust upp óveðurský yfir Akranesi sem endaði með gríðarlegum þrumum og eldingum sem lýsti upp allan bæinn. Nú skal ég fúslega viðurkenna að ég óttast innilega að það séu að hrannast upp óveðurský í atvinnumálum okkar Akurnesinga og núna er bara spurning hvort það endi með þrumum og eldingum, segir Vilhjálmur Birgisson formaður […]

Þórhildur mætti Arnþrúði og Pétri í beinni: „Þið stundið hér hatursáróður“

Harðorðar og fjörugar umræðu sköpuðust þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mætti Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Pétri Gunnlaugssyni dagskrárgerðarmanni í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu síðdegis í gær. Líkt og Eyjan greindi frá fyrr í vikunni hafa þingmaðurinn og aðstandendur Útvarp Sögu eldað grátt silfur, Þórhildur sagði á Alþingi að gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á […]

Þórarinn hækkaði laun starfsmanna um 30% og lækkaði þannig launakostnað um 20%

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, er andlit fyrirtækisins. Hann er einarður talsmaður lágs vöruverðs og hefur ákveðnar skoðanir á því hvers konar starfsmannastefna sé árangursríkust. Hann er í viðtali í DV sem kom út í dag. Þar fjallar hann einnig um tíma sinn á Dominos og hvernig hann lækkaði launakostnað með því að hækka laun starfsmanna. […]

Bjarni hafnar ásökunum úr netheimum: „Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnar því að hafa nokkurn tímann sagt að geðlyf virki ekki eða að hafa líkt lyfjagjöf við að vökva dáið blóm. Þetta sagði Bjarni í Twitter-færslu sem birtist um miðnætti. Málið má rekja til meints myndbands, sem nú hefur verið fjarlægt, þar sem Bjarni á að láta slík orð falla í stjórnmálafræðitíma […]

Bankaráð krafði Má um að láta af umræðu í fjölmiðlum eftir viðtal á Eyjunni

Bankaráð Seðlabanka Íslands krafðist þess að Már Guðmundsson seðlabankastjóri léti af umræðu um málarekstur bankans gegn Samherja. Bókunin var samþykkt í kjölfar umræðu á fyrri fundum bankaráðsins þar sem framganga Más í fjölmiðlum var til umræðu. Hafði Már lengi vel á undan rætt opinberlega um málareksturinn gegn Samherja. Morgunblaðið hefur bókunina undir höndum, þar segir: […]

Tiltrú á Ísland hefur stóraukist að mati seðlabankastjóra – Höftin ekki haft stórkostleg áhrif á gengi krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN í kvöld. Þar fóru þeir yfir efnahagsmálin sem ávallt eru á milli tannana á fólki, einkum og sér í lagi nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin. Már segir að viðbrögðin við þeim áfanga hafi verið góð og ,,ekki hafa haft stórkostleg áhrif […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is