Miðvikudagur 15.03.2017 - 20:00 - Ummæli ()

,,Fólk er hrætt“ – Ofsóknaræði og ótti í Hvíta húsi Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Er andrúmsloftið í Hvíta húsinu og efstu lögum bandarísks stjórnkerfis gegnsýrt af ofsóknarbrjálæði og ótta? Þetta fullyrða fjöldamargir heimildarmenn, bæði í Hvíta húsinu og víðar í Washington D.C. Höfuðborgar Bandaríkjanna við blaðamenn bandaríska fréttamiðilsins Politico í nýrri grein og er óhætt að segja að umfjöllunin máli upp afar dökka mynd af ástandinu þar. Starfsfólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að öllum orðum þeirra verði lekið í fjölmiðla og geyma farsímana ofan í skúffu.

Politico ræddi við meira en tíu manns, aðstoðarmenn og starfsmenn opinberra stofnana um ástandið í Washington Trumps. Allir sem rætt var við óskuðu eftir nafnleynd.

Trump hefur sjálfur verið duglegur á að ala á ,,við gegn þeim“ hugsunarhætti, fyrst í kosningabaráttu sinni og síðan eftir að hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Það virðist hafa náð til starfsfólks hans.

Sumir sem Politico ræddi við óttast andstæðinga innan raða stuðningsmanna Trump og svo virðist sem mikil klíkumyndun sé meðal starfsliðsins. Aðrir óttast opinbera starfsmenn sem ekki eru pólitískt skipaðir og séu andsnúnir Trump. Þá saka þeir um að grafa undan forsetanum. Enn aðrir óttast svokallað ,,deep state“, meintan hóp fólks innan varnarmálaráðuneytisins, hersins og leyniþjónustunnar sem vilji losna við Trump með öllum tiltækum ráðum.

Ýmislegt gert til að forðast eftirlit

Aðstoðarfólk lýsir því hve langt það gengur til að fela slóð sína. Til að mynda slekkur það á snjallsímum sem starfsfólk fær úthlutað og setur þá ofan í skúffu til að koma í veg fyrir að njósnað sé með þeim. Sumir þora ekki að tjá sig á fundum af ótta við leka.

Sumir eru byrjaðir að nota dulkóðunarforrit og forrit sem eyða skilaboðum um leið og þau eru lesin sem minnir á margt um Mission Impossible myndirnar með stórleikaranum Tom Cruise.

Það er mat einhverra sem Politico ræddi við að þetta andrúmsloft sé að valda því að stjórnkerfið sé ekki að starfa sem skyldi. Æðstu ráðgjafar hugsa meira um að passa sitt en að koma einhverju í verk, lykilstöður eru ómannaðar af ótta við að ráða fólk sem eru ekki sannir fylgismenn Trumps. Forsetinn hefur verið yfirlýsingaglaður í gegnum tíðina um hvað hann muni gera þegar hann haldi um stjórnartaumana en meira púðri virðist eytt í algjörlega órökstuddar fullyrðingar um meintar hleranir Obama forvera hans.

Einn háttsettur aðstoðarmaður segir að andrúmsloftið sé eitrað og ekki sé hægt að halda svona áfram lengi og bætti við:

Fólk er hrætt.

Þessu hafna forsvarsmenn Trump sem Politico bar málið undir.

Trump hefur allan sinn ferill verið þekktur fyrir það að skapa undirmönnum sínum erfiðar starfsaðstæður. Hann hefur til að mynda lagt mikið upp úr því að fylgjast með fólki sem starfar fyrir hann og sumir sem störfuðu fyrir hann í kosningabaráttunni voru sannfærðir um að þeir væru hleraðir.

Eru njósnarar að grafa undan forsetanum?

Eftir uppljóstranir WikiLeaks í síðustu viku um hve þróaða tækni bandarískar leyniþjónustur búa yfir til að njósna um fólk hefur ofsóknaræðið aðeins aukist. Hér má lesa frétt Pressunar um WikiLeaks lekana. Hve mikið af viðkvæmum upplýsingum hefur lekið til fjölmiðla úr Hvíta húsi Trump þykir starfsfólki renna stöðum undir ótta sinn. Sumir eru sannfærðir um að leyniþjónustur landsins vinni að því myrkranna á milli að koma forsetanum úr embætti.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Útlendingastofnun endurskoðar ákvörðun sína – Ráðherra ánægður

Útlendingastofnun mun endurskoða ákvörðun sína um að synja fjárfestinum Bala Kamallakharaner um íslenskan ríkisborgararétt. Samkvæmt fréttatilkynningu vegna málsins er stofnunin nú að skoða hvort upplýsingar sem lögreglu um Bala séu réttar en hann sagði sjálfur á Fésbók að hann hafi verið sektaður fyrir hraðaakstur í febrúar og því hafi honum verið synjað um ríkisborgararétt þrátt […]

Hvalur hf. dæmdur til að greiða starfsmanni hálfa milljón

Rétt í þessu var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands í máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Hvali hf. Kröfuliðir stefnunnar voru í fjórum liðum og vannst aðalkröfuliðurinn en Hvalur var sýknaður af hinum þremur kröfuliðunum. Þetta kemur fram á vefsíðu VLFA. Krafan sem vannst og var aðalkrafa félagsins laut að sérstakri greiðslu sem getið er um […]

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Eftir Björn Bjarnason: Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn. Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á vírusnum Petja, […]

Ómar Ragnarsson: Við getum lært af Las Vegas

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður segir að Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta geti lært af bandarísku borginni Las Vegas. Las Vegas er heimsþekktur áfangastaður ferðamanna og vinsæll staður til að halda ráðstefnur, þá sér í lagi fyrir lögleg fjárhættuspil, skemmtikrafta og aðra afþreyingu, fyrir utan ljósadýrðina: Ekki verður um það deilt að borgin Las Vegas í Nevada í […]

Fjárfesti synjað um ríkisborgararétt vegna einnar hraðasektar – Hefur búið á Íslandi í 11 ár

Fjárfestirinn Bala Kamallakharan fær ekki íslenskan ríkisborgararétt og verður vísað úr landi eftir að hafa búið á Íslandi í 11 ár. Ástæðan er hraðasekt sem hann fékk í febrúar þegar hann keyrði á milli Selfoss og Reykjavíkur. Bala er upprunalega frá Indlandi, hann hefur mikið látið til sín taka í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug, þar […]

Í kröppum krónudansi

Björgvin G. Sigurðsson skrifar: Mikil og hröð styrking krónunnar hefur grafið undan útflutningsgreinum okkar og skyndilega eru blikur á lofti í ferðaþjónustunni. Gengisbreytingarnar koma harkalega niður á greininni sem á sama tíma hefur verið í fordæmislausum uppbyggingarfasa, til að mæta auknum gestakomum til landsins. Hæstu vextir í heimi og ófyrirsjáanlegar sveiflur örmynntarinnar herða að helstu […]

Mismunun dáinna

Sr. Magnús Erlingsson skrifar:  Á Íslandi er í gildi jafnræðisregla og er hún tryggð í stjórnarskránni. Reglan kveður á um að allir skuli jafnir fyrir lögum og allir skuli njóta mannréttinda. Þetta er ein af grundvallarreglum í vestrænum lýðræðissamfélögum. Kannski mætta túlka þessa reglu, útvíkka hana svolítið og segja að í henni felist það að […]

Nýr framkvæmdastjóri iðnrekenda: „Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi“

Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.  Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Samtök iðnaðarins eru regnhlíf sex samtaka sem sameinuðust á sínum tíma, en það voru Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Meistara- og verktakasamband byggingamanna, Verktakasamband Íslands, Félag íslenska prentiðnaðarins og Samband málm- og skipasmiðja. Sigurður […]

Vilhjálmur og Ragnar: Óhjákvæmilegt að segja upp kjarasamningum – Takk fyrir að slátra SALEK

„Það er morgunljóst að fjölmargir af okkar félagsmönnum eru agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra undir kjararáð um allt að 300 þúsund á mánuði með afturvirkni sem nær í sumum tilfellum allt að eitt og hálft ár aftur í tímann.“ Þetta segir í pistli […]

Sturgeon frestar annarri þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Nicola Sturgeon ráðherra skosku heimastjórnarinnar segir að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verði frestað þangað til að Bretland er búið að segja sig úr Evrópusambandinu. Sturgeon stefndi á að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2018 eða vorið 2019, þess í stað ætlar hún og heimstjórnin að einbeita sér að því að tryggja „mjúkt Brexit“ og hagsmuni […]

May sökuð um að múta DUP til að halda forsætisráðherrastólnum

Theresa May forsætisráðherra Bretlands er harðlega gagnrýnd fyrir samkomulag sitt við norður-írska DUP flokkinn, í skiptum fyrir að verja minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fær heimstjórn Norður-Írlands einn milljarð punda í aukaframlag á næstu tveimur árum. Íhaldsflokknum vantar einungis níu þingmenn til að ná meirihluta á breska þinginu, með samkomulaginu fær Íhaldsflokkurinn stuðning þeirra tíu þingmanna sem DUP […]

Börn í nýju Vogabyggðinni þurfa að fara langar leiðir og yfir stofnbrautir til að komast á íþróttasvæði

Börn sem munu eiga heima í Vogabyggð sem fyrirhugað er að byggja munu þurfa að ferðast nokkra kílómetra til að komast á nálægasta íþróttasvæði. Í óformlegri mælingu Stefáns Pálssonar sagnfræðings kemur í ljós að börn sem kæmu til með að búa í nýja hverfinu munu þurfa að ferðast rúmlega fjóra til fimm kílómetra til að […]

„Það hlýtur að vera gaman að fá eingreiðslu upp á 4,7 milljónir“

Ríkisendurskoðandi fær rúmar 4,7 milljónir í eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launa, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær að sama skapi rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í úrskurði Kjararáðs frá því í síðustu viku, RÚV greindi frá útreikningum BSRB sem sýna jafnframt að forsetaritari fær rúmar 1,8 milljón króna í eingreiðslu, Hagstofustjóri fær rúma 1,2 milljón króna […]

Hörður: Markaðssetningin á lambakjöti hefur brugðist

„Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið.“ Þetta segir Hörður Jónasson áhugamaður um íslenska matvöruframleiðslu í grein sem hann skrifar í Bændablaðið. Hörður starfar í ferðaþjónustu og býr á hótelum víða […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is