Miðvikudagur 15.03.2017 - 08:14 - Ummæli ()

Ingólfur geðlæknir: „Þjóðarsjúkrahúsið mætti eins kalla þjóðarsjúklinginn“

Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir. Samsett mynd.

„Allar ríkisstjórnir síðustu 30 ár hafa unnið að því að þvinga heilbrigðisþjónustuna inn í kommúnískt ríkisrekstrarkerfi miðstýringar og ofstjórnar,“ segir Ingólfur S. Sveinsson læknir. Hann segir í grein sem birtist í Morgunblaðinu að margir kunni að taka undir orð Ólafs Ólafssonar fyrrverandi landlæknis sem sagði nýverið í Læknablaðinu að „opinber rekstur tryggi gæði og jöfnuð í heilbrigðiskerfinu.“ Ingólfur segir aðra efast og að barnatrú á sósíalisma sé fögur í fjarlægð:

Við eigum nýja reynslu af ríkissósíalisma í framkvæmd og eigum hins vegar fyrirmyndir úr okkar eigin sögu. Fyrir utan að eiga gott starfsfólk eru Sjúkratryggingarnar, skyldutryggingar í okkar eigu – ekki ríkisins – það dýrmætasta í heilbrigðisþjónustunni. Ríkisrekstur heilbrigðisstofnana býður upp á vanrækslu. Ég tek því undir orð Ólafs, fv. landlæknis, með fyrirvara. Opinber rekstur tryggir gæði og jöfnuð í heilbrigðiskerfinu – að því gefnu að neytendur kerfisins, sjúklingarnir, hafi valfrelsi um þjónustuna og að kerfið – þjónustukerfið sjálft, njóti þess öryggis og aðhalds að hafa virka samkeppni utan frá.

Þjóðin vill geta treyst á spítalann en hefur stöðugar áhyggjur

Landspítalinn, oft nefndur „þjóðarsjúkrahúsið“ mætti eins kallast þjóðarsjúklingurinn. Þjóðin vill geta treyst á hann en hefur stöðugar áhyggjur. Margt er þar gert vel einkum það sem hvergi er unnt að gera annars staðar, s.s. hjarta- og lungnaaðgerðir. En spítalinn er eina bráðasjúkrahúsið á höfuðborgarsvæðinu síðustu 15 árin. Áður skiptust á þrjú sjúkrahús með vaktir. Spítalinn á alltaf að vera viðbúinn, eiga auð rúm, nokkur einbýli. En daglega berast fréttir af yfirfullum spítala, langt yfir 100% nýtingu rúma í venjulegum flensufaraldri. (Stórslys – nei takk.) Slíkt ástand er fráleit meðferð á sjúklingum og starfsfólki. Yfirálag, fráflæðivandi, fælingarvandi. Fólk fer. Starfsfólksskortur þýðir meira álag á þá sem áfram starfa og allir vita að síþreyta, streita, fjölgar fjarvistum. Biðlistarnir eru varanlegt ástand,

segir Ingólfur og bætir við:

„Margir þakka fyrir frábæra þjónustu starfsfólks. Aðrir kvarta sáran um að fá enga eða ófullnægjandi þjónustu. Komast ekki að. Vanrækslan á viðhaldi spítalans þýðir milljarða viðgerðarkostnað og spítalinn skuldar margra ára húsaleigu fyrir hjúkrunarpláss. Vanræktur eða bara venjulegur ríkisrekstur á kafi í verkefnum.“

Gömul saga skýrir afstöðu Páls

Skjáskot af viðtali fréttastofu Stöðvar 2 við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans.

Segir Ingólfur það koma á óvart að Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sé á móti því að SÍ gangi til samninga við Klíníkina:

„Yrði ógn við spítalann fremur en aðstoð. Gömul saga frá Kína gæti skýrt málið. Keisarinn mátti aldrei tapa landskika í hendur óvinaþjóða. Refsing hans var óvirðuleg útför. Þessu má snúa við: Forstjóri sem létti verkefnum af ofhlaðinni stofnun yfir til vel vinnandi nágranna hlyti virðingu af. Vandi heilbrigðisráðherra er nokkur. Hann tekur við stóru, vanræktu búi. Kveðst hafa sótt eftir þessu embætti til að gera gagn í þessari ríkisstjórn. Er það virðingarvert. Einnig sagt að hann ,,fari ekki í stórkostlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu“ En breytinga er þörf. Og umræðu þarf.“

„Sá sem ekki er sósíalisti um tvítugt er hjartalaus – Sé hann það enn um fertugt er hann heilalaus“

Hann segir staðreyndina að fjármagnseigendur eigi hlut í húsnæði Klíkíkurinnar vekja ugg hjá sumum, ofnæmi hjá öðrum , en það sé hægt að samning þannig að hagnaður eigenda, ef verður, renni að mestu til að styrkja reksturinn. Það sé gamalgróin andstaða við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu hér á landi, segir Ingólfur, en þangað hafi fólk sótt þjónustu að eigin vali, og greitt með tryggingum sínum og eigin fé í gengum tíðina:

Staðnaðir sósíalistar og aðrir ofstjórnarsinnar amast við flestu sem ekki er ríkisrekið og hafa talað um „tvöfalda heilbrigðisþjónustu“ eins og sjálfstæður rekstur eigi ekki tilverurétt. BSRB hefur sent frá sér ótrúlega ályktun varðandi Klínikina. Telja frekari einkavæðingu í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Telja það ranga leið að reyna að stytta biðlista með því að greiða fyrirtækjum reknum í hagnaðarskyni. Sjúklingar skulu bíða. Hér má minnast orða Willy Brandts: „Sá sem ekki er sósíalisti um tvítugt er hjartalaus. Sé hann það enn um fertugt er hann heilalaus.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Tiltrú á Ísland hefur stóraukist að mati seðlabankastjóra – Höftin ekki haft stórkostleg áhrif á gengi krónunnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á ÍNN í kvöld. Þar fóru þeir yfir efnahagsmálin sem ávallt eru á milli tannana á fólki, einkum og sér í lagi nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin. Már segir að viðbrögðin við þeim áfanga hafi verið góð og ,,ekki hafa haft stórkostleg áhrif […]

Bryndís: Mamma vann aldrei úti

Mamma vann aldrei úti – Mamma sagði ósjaldan: Æ, ég var aldrei mikið fyrir börn! Samt eignaðist hún sjö krakka og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði á okkur, prjónaði á okkur, fór í ber á hverju ári, sultaði, tók slátur, bakaði reglulega og eldaði mat upp úr danskri kokkabók, sem lá alltaf á eldhúsborðinu. […]

„Körlum er óskað atvinnumissi. Konum? Að þeim sé nauðgað eða að þær missi börnin sín“

„Þrjátíu og sjö ára gamall þingmaður heldur jómfrúarræðu. Hann talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar frá. Tuttugu og sjö ára gömul þingkona heldur jómfrúarræðu. Hún talar um að á Íslandi sé umfang hins opinbera stórt ef litið er til heildarútgjalda og lífeyrisgreiðslur dregnar […]

Birgitta: Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu – Viðreisn og Björt framtíð umboðslausir

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninni og á þingi á meðan Viðreisn og Björt framtíð eru nánast umboðslausir. Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Ræddi hún nýjustu skoðanakönnunina þar sem kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi frá kosningum en bæði Björt framtíð og Viðreisn myndu ekki […]

„Íslenska með hreim er líka íslenska“ – Til skammar að nota frávik á viðurkenndu máli til að gera lítið úr fólki

„Íslenska með hreim er líka íslenska. Íslenska með beygingarvillum er líka íslenska. Íslenska með rangri orðaröð er líka íslenska;“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Hann deilir frétt Eyjunnar um svívirðingar sem Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í […]

„Alþingi á ekki að vera með starfmenn sem tala ekki Íslennsku“ – Ráðherra og þingmenn koma Nichole til varnar

Svívirðingar hafa fallið um Nichole Leigh Mosty þingmann Bjartrar framtíðar á samskiptamiðlum undanfarna daga og hefur fólk sagt að hún eigi að læra íslensku áður en hún taki sæti á þingi. Nichole hefur mátt þola mikla gagnrýni í vikunni, eða allt frá því að hún tjáði sig um ummæli Mikaels Torfasonar um fátækt á Íslandi. […]

Geta greitt sér 70 milljarða í arð úr Arion banka

Með því að endurskipuleggja fjármagnsskipan Arion banka, geta eigendur hans greitt sér allt að 70 milljarða króna arð. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk um þessar mundir, nam ríflega 211 milljörðum um áramótin. Eiginfjárhlutfallið stóð í 27% en eiginfjárkröfurnar sem ríkið krefst nemur 20,7%. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Bankanum er einnig heimilt […]

Fylgishrun hjá Bjartri framtíð og Viðreisn

Fylgishrun blasir við stjórnarflokkunum Viðreisn og Bjartri framtíð, myndi hvorugur flokkurinn ná manni inn á þing ef kosið væri í dag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag myndi Viðreisn fá 3,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 3,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst og myndi hann fá 32 prósent atkvæða og verða stærsti flokkurinn á þingi. Vinstri grænir […]

Kosningabaráttan í Frakklandi er hafin fyrir alvöru – Hnífjafnt samkvæmt könnunum

Mikil spenna í loftinu í Frakklandi þessa dagana en fram undan eru forsetakosningar þar. Fyrsta umferð þeirra fer fram þann 23. apríl næstkomandi og er óhætt að segja að ráðamenn í Evrópu, sérstaklega í Brussel, haldi niðri í sér andanum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar nýtur mikils fylgis ef marka má skoðanakannanir og allt bendir […]

Útvarp Saga segir þingmann Pírata ráðast á sig

Útvarp Saga segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi ráðist á sig úr ræðustól Alþingis í gær, en Þórhildur sagði gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, ECRI, vera ómaklega. Í byrjun mánaðarins kom út skýrsla nefndarinnar í kjölfar reglubundinnar eftirlitsferðar hingað til lands, þar var greint frá áhyggjum af því […]

Páll uppljóstrar óknyttasögum – Ekki æskilegt viðkvæmum sálum

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur deilt myndbandi þar sem hann segir sögur af vafasamri fortíð sinni sem ungur maður í Vestmannaeyjum. Vinur Páls stalst til að ná sögunum á myndband þar sem Páll rifjaði þær upp í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum nýverið: Ég sagði þarna nokkrar óknyttasögur úr æsku minni og vina minna undir fyrirsögninni Miðbæjarvillingarnir, […]

Erdogan hótar Evrópubúum

Tayyp Erdogan forseti Tyrklands gaf í dag út aðvörun til íbúa Evrópu. Það gerði hann á fundi með tyrkneskum blaðamönnum í höfuðborginni Ankara. Orð hans féllu vegna deilna tyrkneska stjórnvalda við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi um það hvort háttsettir tyrkneskir stjórnmálamenn megi halda kosningafundi fyrir tyrkneska íbúa í þessum löndum. Í næsta mánuði fer […]

Ruglingur um árásarmanninn í London

Mikil ringulreið er í bresku pressunni í kvöld vegna árásarinnar á breska þinghúsið í dag. Fullyrt var að Abu Izzadeen múslimaklerkur og talsmaður Al Ghurabaa-samtakanna hafi verið maðurinn sem var skotinn til bana af lögreglu fyrir utan breska þinghúsið í Lundúnum í dag en samkvæmt BBC er hann enn í fangelsi. Al Ghurabaa-samtökin eru bönnuð […]

Árni Páll: Eru 6% eðlileg fyrir framsækna vinstrið?

Kosningarnar í Hollandi voru léttir þar sem hægrisinnaðir útlendingahatandi popúlistar náðu ekki þeim árangi sem þeim hafði verið spáð. Það var líka gott að sjá góða kosningaþáttöku, sem sneri dæminu við. En hræðileg niðurstaða Verkamannaflokksins, PvdA, dregur enn og aftur upp þá mynd að það er rótgróinn jafnaðarmannaflokkur sem geldur fyrir vonbrigði og tilfinningar valdleysis […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is