Sunnudagur 02.04.2017 - 11:14 - Ummæli ()

„Farsælast að taka upp evru“

Bjarni Benediktsson afhendir Benedikt Jóhannessyni lyklana að fjármálaráðuneytinu.

Benedikt Jóhannesson leiddi Viðreisn til sigurs í síðustu kosningum og til ríkisstjórnarþátttöku í kjölfarið. Nú eru fyrstu mánuðir nýrrar ríkisstjórnar að baki og krefjandi verkefni kjörtímabilsins tekin við. Ritstjóri Suðra ræddi við Benedikt fjármálaráðherra um Viðreisn, ríkisstjórnina og framtíð peningamála á Íslandi.

Hvað stendur upp úr eftir fyrstu vikurnar á þingi og í ríkisstjórn?

Aðalverkefni mín hafa verið tvö: Í fyrsta lagi fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins. Með þeim er í raun markaður rammi um fjármál ríkisins allt kjörtímabilið. Í fjármálastefnunni var gerð sú breyting að afgangur af fjármálum ríkisins verður 1,5% af landsframleiðslu í stað 1,0% eins og áður var stefnt að. Ástæðan er hve mikil spenna er í efnahagslífinu. Ríkið hefur í raun fyrst og fremst tvær aðferðir til þess að sporna við. Annars vegar vaxtaákvarðanir Seðlabankans og hins vegar aðhald í ríkisfjármálum. Með því að ríkissjóður skili meiri afgangi skapast aðstæður fyrir Seðlabankann að lækka vexti.

Hitt stóra málið er afnám hafta. Flestir urðu ekki mikið varir við höftin, en þau höfðu neikvæð áhrif á utanríkisverslun og með afnámi þeirra skapast aukið traust á íslensku efnahagslífi. Lánshæfismatsfyrirtækin brugðust jákvætt við og eitt þeirra, Standard & Poor‘s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkisins. Það er meira en ég þorði að vona. Þetta bætir líka möguleika Íslands á að fá lán á góðum kjörum. Þannig að báðar þessar aðgerðir stuðla að því að búa til umhverfi fyrir lægri vexti en verið hafa.

Svo get ég líka nefnt mál sem sér dagsins ljós alveg á næstunni, en það er opið aðgengi að reikningum ríkisins. Það er mjög mikilvægt skref til opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu í anda Viðreisnar.“

Hvernig gengur samstarfið innan stjórnarinnar?

Það er auðvitað þannig að við erum svolítið að læra hvert á annað, bæði milli flokka og þeirra einstaklinga sem sitja á þingi og í ríkisstjórn. Við eigum ekki að gera allt of mikið úr því þó að stundum komi upp mál þar sem ekki eru allir sammála. Það eru margir flokkar á þingi vegna þess að áherslumálin eru misjöfn. Það á líka við um stjórnarflokkana.

Mér finnst samstarfið hafa gengið vel og það batnar ef eitthvað er. Mér fyndist gaman ef betra samband væri við minnihlutaflokkana. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að þeir séu á móti málum bara vegna þess að þau koma frá ríkisstjórninni. Ég get vel séð fyrir mér að þeir sem eru stjórnarandstöðu settu fram ákveðin mál sem þeir vildu ná breiðri samstöðu um. Við gætum þá unnið þau í sameiningu.“

Telurðu að stefnumál Viðreisnar eigi nokkra möguleika á því að ná fram innan stjórnarinnar þegar Sjálfstæðisflokkurinn er með 2/3 hluta þingmannanna í meirihlutanum?

Já ég er bjartsýnn á það. Af 11 málum sem við settum á oddinn fyrir kosningar náðum við átta fram beint í stjórnarsáttmálann og talsverðum árangri í hinum þremur. Viðreisn er með þrjú mjög mikilvæg ráðuneyti og þar vinnum við af okkar málum af krafti. Jafnréttismálin og umbætur í sjávarútvegi og landbúnaði eru á okkar forræði, auk þess sem við höfum þegar skipað nefnd um umbætur í peningamálum sem eiga að stuðla að stöðugra gengi.

Við ráðum auðvitað ekki öllu ein, en það er enginn vafi á því að við setjum mark okkar frjálslyndu stefnu á stjórnarsamstarfið.“

Hvernig sérðu fyrir þér að gengi krónunnar þróist á næstunni, rís hún áfram eða er von á kollsteypu?

Ég spurði fulltrúa Seðlabankans að því áður en höftin voru afnumin hvaða áhrif hann héldi að afnámið hefði. Hann svaraði því að gengið gæti lækkað, en svo væri ekki útilokað að það hækkaði eða jafnvel stæði í stað. Ætli ég geri ekki svar sérfræðingsins að mínu.“

Viðreisn lagði ríka áherslu á breytingar á fyrirkomulagi peninga- og gjaldmiðilsmála í aðdraganda kosninga, er mögulegt eða raunhæft að ná þeim fram í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi?

Já, ég er bjartsýnn á það. Við vorum að skipa nefnd um umgjörð peningastefnunnar. Hún mun vinna með sérfræðingum innanlands og utan að því yfirlýsta markmiði að finna leið til þess að auka gengisstöðugleika. Ef þetta er mögulegt þá finnur þessi hópur leið.“

Eru kostirnir ekki einungis tveir þegar upp er staðið; núverandi fyrikomulag eða aðild að evrusvæðinu, er nokkur þriðja leið?

Já, það er auðvitað hægt að hugsa sér tengingu krónunnar við ákveðna mynt eða myntkörfu. Við í Viðreisn bentum á myntráð, sem er ákveðin aðferð til þess að fastbinda gengið. Á árunum 1993 til 1999 var hér stöðugt gengi og því fylgdi líka lítil verðbólga. Vandinn er alltaf úthaldið. Danir hafa fest gengi dönsku krónunnar við evru alla þessa öld.

Það hefur aftur á móti ekki verið neinn vafi í mínum huga að farsælast væri fyrir okkur Íslendinga að taka upp evru. Ég hef bent vinum mínum í sjávarútvegi og landbúnaði að ef við hefðum skipt um mynt þegar evra var á milli 130 og 140 krónur væri staða greinanna mun betri en raun ber vitni. Við hefðum betur snúið bökum saman í Evrópusambandsviðræðunum í stað þess að berjast við einhverja ímyndaða drauga.“

Telur þú að það komi til kasta þingsins á næstunni að afgreiða tillögu um framhald eða lúkningu viðræðna við ESB og þá hvenær?

Já ég reikna með því að það gerist undir lok kjörtímabilsins að lögð verði fram tillaga í þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort teknar verði upp viðræður um aðild. Miðað við það sem flokkarnir sögðu fyrir kosningar er líklegt að slík tillaga yrði samþykkt. Þó veit maður auðvitað aldrei. Ef þjóðin vill fara í viðræður þá yrði endanlegur samningur borinn undir þjóðina. Ég var þeirrar á sínum tíma að farsælt væri að vísa þessu máli til þjóðarinnar og hef ekki breytt um skoðun í því máli. Það gefur samninganefnd sterkt umboð til þess að ljúka málinu. Mér finnst líka líklegt að óstöðugleiki krónunnar og mikil styrking verði til þess að forystumenn í sjávarútvegi og landbúnaði væru jákvæðari fyrir aðild en síðast.“

Myndi stjórnarsamstarfið lifa það af ef að meirihluti þings samþykkti að halda viðræðum áfram eða kalla til þjóðaratkvæðis um hvort það skuli gera, í andstöðu við gervallan Sjálfstæðisflokkinn, eða svo gott sem?

,,Já, við skuldbundum okkar, allir flokkarnir, til þess að hafa þennan háttinn á og verðum þá að una niðurstöðunni, hver sem hún verður. Svo geta aðstæður hafa breyst með þeim hætti að sjálfstæðismenn telji aðild skynsamlega þegar þar að kemur. Formaður flokksins hefur sagt að menn verði að meta aðstæður á hverjum tíma, afstaðan sé ekki trúaratriði.“

Viðreisn og Björt framtíð unnu þétt saman eftir kosningar, sérðu framahald á slíku samfloti, eða jafnvel sameiningu flokkanna fyrir næstu kosningar?

Okkur hefur gengið afar vel að vinna með Bjartri framtíð, en flokkarnir eru engu að síður með ólíkan bakgrunn þó að áherslur séu í mörgum atriðum líkar. Ég á samt von á að flokkarnir þróist áfram hvor með sínu lagi.“

Ætlar Viðreisn að bjóða fram lista í öllum stærri sveitarfélögum fyrir næstu kosningar til þeirra?

Já, ég reikna með því.“

Hvaða kerfisbreytingar sérðu fyrir þér í landbúnaði, en nú féll það ráðuneyti í ykkar hlut?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað endurskoðunarnefnd um búvörusamninga upp á nýtt. Fjölgun ferðamanna og eftirspurn eftir landbúnaðarvörum sem þeim fylgir hefur líka breytt sviðsmyndinni frá því sem áður var.

Mér finnst ekki ólíklegt að frá bændum sjálfum komi frumkvæði um breytingar. Svo má minna á að innflutningsheimildir á landbúnaðarvörum verða stórauknar nú í sumar og jafnframt er ekki ósennilegt að Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að leyfa skuli innflutning á hráu kjöti. Allt kallar þetta á að við skoðum málin upp á nýtt.

Þorgerður hefur líka lagt fram til kynningar frumvarp um breytingar á fyrirkomulagi mjólkursölu, breytingar sem eru neytendum og nýjum framleiðendum hagfelldar.“

En í sjávarútvegi, á til dæmis að bjóða út aflaheimildir og eða hækka veiðigjöldin?

Einmitt þessa dagana er Þorgerður að skipa nefnd um sáttaleið í sjávarútvegi. Þar tel ég góðar líkur á að samkomulag náist um markaðsleið. Útvegsmenn finna sjálfir að það er þeim ekki í hag að veiðigjöldin séu ekki í takt við aðstæður á hverjum tíma. Nú sjáum við til dæmis fram á hækkun veiðigjalda næsta haust, þrátt fyrir að hækkandi gengi krónunnar þrengi að útgerðinni. Það er auðvitað ekki gott kerfi.“

Hvernig sérðu fyrir þér að umhverfi ferðaþjónustunnar verði á næstunni, þarf að innleiða komugjöld eða aðgangseyri inn á fjölsótta ferðamannastaði?

Já við erum í ríkisstjórninni búin að samþykkja frumvarp um bílastæðagjöld. Komugjöld eru ekki eins þjál í meðförum.“

Hvert telur þú vera þakið á fjölda ferðamanna?

Ég skal ekki fullyrða um þak, en ég held að flestir séu sammála um að við þurfum að hægja á aukningunni. Tugprósentavöxtur ár eftir ár leiðir okkur í ógöngur.“

Þarf að breyta skattkerfinu, og þá hvernig?

Já, ég tel að við ættum að stefna að einfaldara skattkerfi. Þar má nefna fækkun á undanþágum í virðisaukaskattskerfinu og að minnka bilið milli skattþrepanna. Eins get ég nefnt hugmyndir sem komu fram á samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Þar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur fari stiglækkandi eftir tekjum. Með því móti lækka skattar þeirra sem minnst hafa launin en hækka á þeim sem eru með meira en meðaltekjur.

Ég held að við ættum að einfalda skattkerfið og fækka sköttum sem gefa tiltölulega litlar tekur.“

Nú komst þú nýr inn í stjórnmálin fyrir einungis ári síðan, gætir þú hugsað þér að taka þátt í þeim til lengri tíma?

Ég hef sagt að gamni mínu að ég ætlaði mér að eiga 30 ára feril í stjórnmálum eftir 30 ár í viðskiptalífinu og 25 ár þar á undan í skólakerfinu. En stjórnmál eru ekki tryggur vettvangur og maður ræður ekki sínum næturstað. Mér finnst gaman að eiga samskipti við kjósendur og vissulega er verðmætt að hafa tækifæri til þess að geta haft áhrif til góðs. Mér finnst við í Viðreisn hafa byrjað vel. En það er hvorki líklegt né skynsamlegt að þjóðfélagið breytist á einni nóttu. Þess vegna höfum við sagt: Kerfisbreytingar en enga kollsteypu.“

Annað sem þú vilt koma að?

Ég vona að á kjörtímabilinu takist okkur að breyta Íslandi til hins betra, búa til samfélag þar sem tortryggni er minni en núna og virðing eykst fyrir stofnunum ríkisins. Eina leiðin til þess að ná þessu marki er að við stöndum okkur vel, vinnum heiðarlega og markvisst að því að búa til betra samfélag. Góðæri er besti tíminn til þess að gera breytingar, en hættan er sú að þá verðum við of værukær. Við Íslendingar eigum ekki að vera hrædd við að hugsa málin upp á nýtt. Þó að okkur kunni að greina á í stjórnmálaskoðunum þá eigum við þetta land saman og verðum að nýta öll þau tækifæri sem það býður upp á. Skilum því betra til komandi kynslóða en við tókum við því.“

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Kolbrún: Barátta Viðreisnar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Ekki verður annað séð en að ráðherrar Viðreisnar séu í baráttuhug og ætli ekki að sitja lengur þegjandi undir ásökunum um að vera taglhnýtingar Sjálfstæðisflokksins. Um leið er eins og Björt framtíð sé orðin hálflömuð af meðvirkni í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið ráðandi afl. Hið kæfandi faðmlag íhaldsins er að […]

Dagur B. áhorfandi að mengunarhneyksli

Björn Bjarnason skrifar: Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins. Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins sem fréttastofa ríkisútvarpsins skýrði fyrst frá 5. júlí 2017. Ætlun allra […]

Lilja Alfreðsdóttir gagnrýnir fjármálaráðherra: Þjóðin á betri vinnubrögð skilið

Það vakti nokkra athygli í gær þegar grein eftir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undir yfirskriftinni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni“ birtist í Fréttablaðinu. Sitt sýnist hverjum um skrif ráðherrans og í svargrein sagði Björn Bjarnason Benedikt „fjármálaráðherra á evru-villigötum“. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir fyrrum utanríkisráðherra og þingkona Framsóknarflokks svarað Benedikt í grein í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Leiksýning […]

Þóttist japanska forsætisráðherrafrúin ekki kunna ensku til að þurfa ekki að tala við Trump?

Fyrr í þessum mánuði hittust leiðtogar G-20 ríkjanna, tuttugu stærstu iðnríkja heims, á fundi í Hamborg í Þýskalandi. Eftir ráðstefnuna var haldin vegleg veisla þar sem valdamesta fólk heims snæddi saman kvöldverð. Sætaröðunin var á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti sat hliðina á Akie Abe, eiginkonu Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, einnar helstu bandalagsþjóðar Bandaríkjana. […]

Fjármálaráðherra á evru-villigötum

Björn Bjarnason skrifar: Röksemdafærsla fjármálaráðherra Íslands með vísan til fjármálaráðherra í nítján Evrópulöndum er reist á sandi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hætti að boða seðlalaus viðskipti eftir að ljóst var að þau áttu hvergi hljómgrunn nema í nefnd sem skilaði honum áliti þar sem afnám seðla með hátt gildi var talið sporna gegn skattsvikum. Í grein […]

Þorbjörn: Sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð

Fjárfestingarleiðin svokallaða er mikið í umræðunni þessa dagana og sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðgerðar, þar sem Seðlabanki Íslands gerði ríkum Íslendingum kleift að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa íslenskar krónur með miklum afslætti. Þorbjörn Þórðarson gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í leiðara Fréttablaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Tvær þjóðir“. Þorbjörn segir […]

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjólar í Kára og Gunnar Smára: Hugsa um rassgatið á sjálfum sér

Börkur Gunnarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðar- og innkauparáði Reykjavíkurborgar lét þá Gunnar Smára Egilsson fyrrum ritstjóra Fréttatímans og Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar heyra það á Facebook síðu sinni í gær. Tilefnið var frétt Eyjunnar um stórviðskipti Kára í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en þar kom fram að fyrirtæki græddi þrjá milljarða króna […]

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi

Dr. Kári Stefánsson hefur sent Eyjunni svofellt skeyti í tilefni af frétt fyrr í kvöld um viðskipti Íslenskrar erfðagreiningar gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans: Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi — Svar við fésbókarfærslu Sigmundar Davíðs Bjartur í Sumarhúsum brást ókvæða við þegar kvenfélagið færði honum kú til þess að börn hans fengju mjólk í […]

Kári stórtækastur í fjárfestingaleiðinni: Gengishagnaður yfir þremur milljörðum króna

Kári Stefánsson er sá íslenski athafnamaður sem flutti mest af evrum inn til landsins með afslætti gegnum svonefnda fjárfestingaleið Seðlabankans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra bendir á að Kári hafi síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir. Í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, birtist í morgun úttekt á […]

Eymdin í byggðarkvótanum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Starfshópur um byggðakvóta kynnti tillögur sínar á fundi á Þingeyri fyrr í vikunni. Breytingum voru settar þröngar skorður, í grautarpottinum er sama súpugutlið og áður og engu kjarngóðu má bæta við það. Aðeins á að hræra aftur og aftur með sömu sleifinni. Nefndarmenn eru ekki öfundsverðir við það starf að finna […]

Kjalvegur í fúlustu alvöru

Eftir Guðna Ágústsson: Ég skrapp á sunnudaginn í fallegu veðri norður Kjöl inn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ég var farþegi í lítilli rútu með skemmtilegu fólki, við lögðum snemma upp og ekki vantaði að ferðamennirnir væru komnir á fætur — allt troðfullt á Geysi og við Gullfoss. Við okkur blasti hin mikla fjallafegurð Bláfellið […]

Fjárfestingaleiðin: Ólafur og Hjörleifur gætu innleyst ríflegan gengishagnað

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðar Fréttablaðsins, en blaðið skýrir frá þessu í dag í úttekt á fjárfestingaleiðinni. Fjármunir Ólafs […]

Afkoma sveitarfélaga með besta móti

Árið 2016 var gott hjá flestum sveitarfélögum landsins og var afkoma margra mun betri en spáð hafði verið. Af 74 sveitarfélögum landsins hafa 63 skilað ársreikningum en í þeim sveitarfélögum sem skilað hafa ársreikningum búa um 99% þjóðarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Orðið hefur tæplega 24 milljarða króna […]

Mafían mokgræðir á flóttafólki

Ítölsk stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljón evra í móttöku flóttafólks sem kemur til landsins sjóleiðina frá Afríku en engu að síður eru aðstæður þess oft bágbornar. Nú hefur yfirgripsmikil lögreglurannsókn leitt í ljós að ítalska mafían hefur fengið í sinn hlut milljónatugi frá ríkinu, fjármagn sem átti að fara til að veita flóttafólki sæmilegan mat […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is