Sunnudagur 02.04.2017 - 07:54 - Ummæli ()

Vegagjöld: Landsbyggðarskattur eða flýtileið framkvæmda – Fréttaskýring

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, velti því upp nýverið hvort rétt væri að leggja vegatolla á leiðir inn og út úr Reykjavík til að fjármagna nýframkvæmdir á vegum landsins. Allt að10 milljarða vanti upp á framlög til vegamála á þessu ári til að fjármagana framkvæmdir sem eru á samgönguáætlun og bregðast þurfi við því. Suðri kannaði viðhorf kjörinna fulltrúa við hugmyndinni og tók tali nokkra af þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi. Flestir taka illa eða fálega í þau áform og virðist hugmyndin eiga fáa formælendur, þó bent sé á að þau kunni að vera leið til að flýta brýnum framkvæmdum.

Á þessu ári renna um 70 milljarðar í formi skatta og gjalda af bifreiðum og umferð í ríkissjóð. Ef aðeins helmingur af þeirri upphæð rynni til framkvæmda í vegakerfinu, væru hugmyndir um gjaldöku ekki uppi á borðinu að mati Runólfs Ólafssonar, formanns Félags íslenskra  bifreiðaeigenda. Runólfur bendir á að nágrannaþjóðirnar séu í auknum mæli að horfa frá vegatollum. Frekar þurfi að auka hlutfall af landsframleiðslu til viðhalds og framkæmda á vegum.

Aðeins á sértækar framkvæmdir

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, segist í prinsippinu andvígur einkavæðingu, og gjaldtöku til þess að byggja upp vegakerfi landsins. „Það er mín skoðun að allir eigi að hafa jafnan rétt til að nýta vegakerfið óháð efnahag. Innheimta veggjalda almennt kemur að mínum dómi aðeins til álita, ef um er að ræða sértækar og sérstakar framkvæmdir. Ef það verður niðurstaðan að taka upp veggjöld út frá höfuðborgarsvæðinu, verður að taka slíkt upp um allt land. til þess að jafnræðis sé gætt. Eins finnst mér ótækt að leggja sérstaka skatta á þá sem búa í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en fjölmargir íbúar Árnessýslu sækja vinnu á Reykjarvíkursvæðið daglega og lenda óhjákvæmlega í þessari hugsanlegu gjaldtöku, ef þessar hugmyndir ráðherrans verða að veruleika.

Þá má ekki gleymast í þessari umræðu að almenningur greiðir nú þegar í gegnum skattkerfið mjög há gjöld fyrir afnot sín af samgöngukerfi landsins. Við verðum að nýta okkur betur þann aukna ferðamannastraum sem er til landsins til að standa undir framkvæmdum í samgöngukerfinu, það er stóra málið. Eitt af því er að endurskoða lög um gistináttaskatt, með því að hækka hann verður til tekjustofn  sem ætti að renna beint til samgöngubóta, og til sveitarfélaga til uppbyggingar innviða fyrir ferðaþjónustu,“ segir Eggert Valur í samtali við Suðra.

Ósanngjörn og undarleg leið

Ásta S. Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv. Árborgar, segir að mræða um veggjöld skjóti af og til upp kollinum, einkum þegar rætt er um nauðsynlegar endurbætur á Suðurlandsvegi frá höfuðborginni austur á Selfoss. Minna fari fyrir slíkri umræðu þegar ráðist er í vegbætur í öðrum landshlutum, s..s. gerð jarðganga.  „Það má heita undarlegt að ekki skuli vera unnt að byggja upp viðunandi samgöngukerfi á Suðurlandi fyrir skattfé, almannafé, líkt og gert er í öðrum landshlutum. Umferð er óvíða meiri á þjóðvegum landsins en á Suðurlandsvegi, umferðarmestu vegir landsins liggja allir út frá höfuðborginni og ekki hefur umferðin minnkað með auknum ferðamannastraumi, en langflestir ferðamenn ferðast um Suðurland. Illa hefur gengið að afla sérstakra tekna til uppbyggingar innviða af þeirri atvinnugrein sem ferðamennskan er. Ríkissjóður fær margskonar gjöld af bílaeign og umferð, s.s. tolla og virðisaukaskatt af innflutningi og sölu bíla, eldsneytisgjöld og bifreiðagjöld. Einungis hluti þeirra tekjustofna sem eyrnamerktir eru umferðarmálum renna til nauðsynlegrar uppbyggingar.

Færa má fyrir því rök að stór hluti tekna ríkissjóðs bæði af umferð og ferðamönnum eigi uppruna sinn á Suðurlandi og því eðlilegt að nota féð til afar brýnnar uppbyggingar vegakerfisins þar, án þess að leggja auka álögur á íbúa Suðurlands í formi veggjalda sem leiða munu til hækkunar á ferðakostnaði og flutningskostnaði vöru og skerða samkeppnishæfni landshlutans. Ekki er hægt að jafna álagningu veggjalda á Suðurlandsveg við veggjöld í Hvalfjarðargöngin, þar var um framkvæmd að ræða sem stytti vegalengdir milli staða verulega og þeir sem kjósa að greiða ekki veggjöldin eiga þess kost að aka Hvalfjörðinn. Ekki er um neitt slíkt að ræða í tilviki Suðurlandsvegar og Sunnlendinga,“ segir Ásta.

Gjaldtaka varhugaverð

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði segir að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hafi ekki rætt þessar hugmyndir og því liggi afstaða bæjarfulltrúa ekki fyrir. „Mín skoðun er sú að frumvarp sem heimilar gjaldtöku á vegum til að standa straum af uppbyggingu þeirra og rekstri geti reynst varhugavert en bæjarstjórn Hveragerðisbæjar beitti sér af krafti gegn slíkum hugmyndum þegar þær komu fram fyrir nokkrum árum.

Rétt er að minna á að þegar renna tugir milljarða í ríkissjóð í formi skatta af bílum og umferð.  Það væri fróðlegt að sjá samanburð á þeim tekjum og síðan þeim framlögum sem renna til vegbóta.  Ég er sannfærð um að ef til dæmis helmingur þeirrar upphæðar færi árlega til framkvæmda mættum við vel við una. Það má færa sannfærandi rök fyrir því að fólk af landsbyggðinni aki mun lengri vegalengdir heldur en höfuðborgarbúar og því greiðum við nú þegar meira til ríkissjóðs. Það er alvarlegt brot á jafnræði landsmanna ef að landsbyggðarfólk á að borga fyrir vegbætur en ekki höfuðborgarbúar. Slíkum tillögum munum við mótmæla af alefli,“ segir Aldís í samtali við blaðið.

Getur flýtt framkvæmdum

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir vert að hafa í huga að umræðan sé enn á byrjunarstigi og mikilvægt að skoða alla kosti vel. „Það er gleðilegt að dustað er rykið af framkomnum hugmyndum og leitað sé leiða til að flýta undirbúningi við þessa mikilvægu framkvæmd sem verður ein mesta uppbygging í samgöngumálum Íslendinga eftir að lokið var við hringveginn með þjóðargjöfinni 1974. Það er ljóst að með nýjum tekjustofnum má flýta þessum framkvæmdum jafnvel um áratugi. Með þeirri leið má segja að með nýjum fjármögnunarleiðum verður meira eftir af því fé sem Vegagerðin fær til viðhalds-, endurbóta og fjárfestinga í nýjum verkefnum á landsbyggðinni. Þannig er hugmyndin landsbyggðarvæn. Útfærslan á sjálfri gjaldtökunni getur verið á ýmsan máta og mikilvægt að skoða alla kosti þess að landsmenn njóti ákveðinna ívilnana, eins og það er mikilvægt að ferðamenn á eigin bílum greiði afgjald fyrir notkun á vegakerfinu eins og við gerum víðast erlendis þegar við erum þar á ferð,“ segir Ásmundur.

Komugjald  betri leið

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins tekur ekki vel í hugmyndir um veggjöld og segir komugjöld á ferðamenn vænlegri leið. Hann segist skilja vanda samgönguráðherra, sem vilji gjarnan hefja sem flestar framkvæmdir og auka viðhald veg, en þá setji ný ríkisstjórn á sama tíma fram fjármálastefnu/áætlun um aukinn afgang ríkisfjármála.

„Með öðrum orðum, hver áætlunin stangast á. Öll vitum við að það þarf aukið fé í samgöngur en sú útfærsla sem ráðherrann hefur kynnt um vegatolla á leiðir til og frá Reykjavík er ómöguleg af ýmsum sökum. Hún hljómar sem aukaskattlagning á þá sem þurfa að sækja vinnu/þjónustu til höfuðborgarinnar nema tilkomi einhverjar flóknar undanþágur. Hingað til hafa eingöngu verið settir vegtollar þar sem fólk getur valið um leiðir þar sem íþað minnsta er ein leið án tolla samanber Hvalfjörður. Skynsamlegra væri, til að auka tekjur ríkisins, að leggja á einskonar komugjald í ferðaþjónustunni og eyrnamerkja fé til samgangna. Nú eða hækka/breyta skattkerfinu  t.a.m. viðbótarþrep í fjármagnsskatti sem gæti skilað nokkrum milljörðum þó hóflegt væri. Enda greiða þeir sem eingöngu sýsla með fé engan tekjuskatt eða útsvar bara fjármagnsskatt. Öll erum við hinsvegar sammála ráðherranum um nauðsyn meiri framkvæmda í samgöngum,“ segir Sigurður Ingi.

Fráleitar hugmyndir

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Oddný G. Harðardóttir, er fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis. Hún segir fram komnar hugmyndir samgönguráðherra um veggjöld fráleitar. „Mér finnst það fráleit hugmynd á setja á veggjöld á þjóðveg 1, inn og út úr Reykjavík. Það er ekki hægt að bera slíka gjaldtöku saman við gjaldið í Hvalfjarðargöngin eða Vaðlaheiðargöng. Í þeim tilfellum báðum geta vegfarendur valið aðra leið en gjaldtaka inn og út úr höfuðborginni er ekkert annað en sérstakur skattur á flesta landsmenn. Á sama tíma og samgönguráðherrann boðar slíka gjaldtöku er ferðamönnum gefinn sérstakur afsláttur af neyslusköttum. Ef sá afsláttur yrði tekinn af gæfi það a.m.k. 10 milljarða króna á ári sem nota mætti til að bæta vegakerfið. Það er reyndar háttur hægristjórna að hækka gjöld eða bæta við nýjum eins og nú er lagt til, í stað þess að treysta réttlátt skattkerfi. Ég mun berjast gegn áformum um sérstakan skatt á fólk sem á  erindi til og frá höfuðborginni,“ segir Oddný.

Birtist fyrst í Suðra.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afglapavæðing Alþingis

Víni skal til Haga haldið. Herðir Bakkus ógnarvaldið. Útúrdrukkinn eymdarlýður eftir borgarstrætum skríður. Nú er „brennivín í búðir“ gengið aftur á Alþingi og berst ógæfudaunninn af því um allt land. Óumdeilt er að áfengisneysla er langmesta þjóðarböl okkar Íslendinga. Svo stiklað sé á stóru eru afleiðingar hennar mikill hluti umferðarslysa og líftjóna á þeim vígvelli, […]

Glæpum hælisleitenda í Þýskalandi fjölgar um meira en 50%

Nýjar tölur sem birtar voru fyrir skömmu varpa ljósi á gríðarlega aukningu glæpa sem hælisleitendur fremja í Þýskalandi. Margir óttast að þessar tölur verði nýttar af hægriöflum í Þýskalandi í aðdraganda þingkosninga sem fram fara í landinu í september. Samkvæmt innanríkisráðuneytinu sem tók saman tölurnar fjölgaði tilkynningum um glæpi sem talið er að hælisleitendur hafi […]

Fimmta fórnarlamb hryðjuverksins í Stokkhólmi er látið: Hafði áður sloppið frá hnífaárás í sænskum skóla

Á föstudag lést sænska kennslukonan Maria Kide af meiðslum sem hún hlaut þegar íslamistinn Rakhmat Akilov ók flutningabíl á gangandi vegfarendur á Drottningar-göngugötunni í miðborg Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar. Árásin var gerð föstudaginn fyrir páska. Maria Kide er fimmta manneskjan sem týnir lífi eftir þetta mannskæðasta hryðjuverk í sögu Svíþjóðar. Þetta var í annað sinn á lífsleiðinni […]

Ögurstund Í Reykhólahreppi

  Stefán Skafti Steinólfsson skrifar: Nú hefur Skipulagsstofnun skilað af sér áliti vegna vegagerðar frá Bjarkarlundi til Skálaness. Sveitarstjórn Reykhólahrepps stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun hvort hún á að gefa framkvæmdaleyfi fyrir leið Þ-H eða horfa til framtíðar og velja leið D2.  Það má telja stórundarleg vinnubrögð vegagerðar ríkisins að gefa út sitt álit einungis […]

Unga fólkið kaus Marine Le Pen

Marine Le Pen frambjóðandi þjóðernissinna í forsetakosningunum í Frakkandi var vinsælust meðal yngri frambjóðenda í fyrstu umferð kosninganna sem fram fór um síðustu helgi. Könnun gerð meðal rúmlega níu þúsund kjósenda sýnir að Le Pen fékk flest atvæði meðal kjósenda bæði í aldurshópunum 18 til 34 ára, og 35 til 49 ára. Le Pen var aðeins […]

Fuglavernd leggst gegn vegi um Teigsskóg

Fuglavernd leggst eindregið gegn þeirri veglínu, sem Vegagerðin vill fylgja í Gufudalssveit. Í ályktun félagsin segir að ákvörðun Vegagerðarinnar brjóti í bága við fjölmörg lög, bæði lög um náttúruvernd sem og lög um verndun Breiðafjarðar, alþjóðlega samninga eins og Bernar- og Ramsar-sáttmálana, auk þess að snúa á Hæstaréttardóm með málamyndabreytingum á þeirri veglínu sem þeir […]

Deutsche Bank gæti lagt niður 4.000 störf í Bretlandi vegna Brexit

Deutsche Bank gæti flutt allt að 4.000 störf frá Bretlandi vegna Brexit. Þetta hefur Frankfurter Allgemeine Zeitung eftir Sylvie Matherat, yfirregluverði bankans. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettur starfsmaður bankans nefnir einhverja tölu um áhrif Brexit á starfsmannafjöldan hjá bankanum í Lundúnum. Matherat sagði þetta á ráðstefnu í Frankfurt á miðvikudaginn. Hún sagði að […]

Michelle Obama segist hafa barist við að halda aftur af tárunum

Ljósmyndir af Michelle Obama fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna þungbúinni á svip daginn þegar Donald Trump var settur í embætti forseta 20. janúar sl. vöktu mikla athygli á sínum tíma. Svo virtist sem Michelle Obama væri afar óánægð með stöðu mála og ætti erfitt með að leyna tilfinningum sem væru einhvers konar blanda af fyrirlitningu og jafnvel […]

Grátur og gnístran tanna

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, sagði á dögunum að fjölgun ferðamanna væri á mörkum þess sem hægt væri að ráða við og bætti við að samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu væri það síðasta sem hann hefði áhyggjur af. Þarna er auðvelt að vera sammála forsætisráðherra. Það myndi ekki saka ef erlendir ferðamenn væru nokkuð færri, þótt […]

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Einar K. Guðfinnsson skrifar: Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á […]

Vildu ekki fiskvinnslu Finnbjarnar ÍS

Hreppsnefnd Súðavíkur vildi ekki úthluta útgerð Finnbjarnar ÍS 68 auknum byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári. Fyrirtækið Lífsbjörg ehf sem á og rekur bátinn áformaði að setja upp fiskvinnslu í Súðavík og voru að sögn Halldórs Magnússonar, útgerðarmanns  aðilar sem hefðu lagt fyrirtækinu lið við þá uppbyggingu. Finnbjörn ÍS 68 veiddi um 1200 tonn á fiskveiðiárinu, einkum […]

Þingflokksformaður Viðreisnar: Framkoma Sjálfstæðisflokks „þreytandi“

Brestir eru komnir í samstarf stjórnarflokkanna. Einkum eru það þingmenn Viðreisnar sem óánægðir eru með framgöngu sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks. Þetta kemur fram í helgarblaði DV og herma heimildir blaðsins að „verulegs pirrings sé farið að gæta“. Það er þó ekki einungis í garð þessara ákveðnu þingmanna heldur einnig að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. Bjarni hefur […]

Forseti Austurríkis veldur uppnámi: Segir að allar konur verði að bera höfuðslæður að hætti múslima í framtíðinni

Alexander Van der Bellen nýkjörinn forseti Austurríkis vekur nú mikla athygli og umræður í heimalandi sínu eftir að fjölmiðlar þar í landi greindu frá ummælum hans um höfuðslæður múslimskra kvenna sem hann lét falla á fundi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 24. mars síðastliðinn. Það var þó ekki fyrr en austurríska sjónvarpsstöðin ORF sendi út upptöku með ræðu […]

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu. Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is