Sunnudagur 02.04.2017 - 07:54 - Ummæli ()

Vegagjöld: Landsbyggðarskattur eða flýtileið framkvæmda – Fréttaskýring

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, velti því upp nýverið hvort rétt væri að leggja vegatolla á leiðir inn og út úr Reykjavík til að fjármagna nýframkvæmdir á vegum landsins. Allt að10 milljarða vanti upp á framlög til vegamála á þessu ári til að fjármagana framkvæmdir sem eru á samgönguáætlun og bregðast þurfi við því. Suðri kannaði viðhorf kjörinna fulltrúa við hugmyndinni og tók tali nokkra af þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi. Flestir taka illa eða fálega í þau áform og virðist hugmyndin eiga fáa formælendur, þó bent sé á að þau kunni að vera leið til að flýta brýnum framkvæmdum.

Á þessu ári renna um 70 milljarðar í formi skatta og gjalda af bifreiðum og umferð í ríkissjóð. Ef aðeins helmingur af þeirri upphæð rynni til framkvæmda í vegakerfinu, væru hugmyndir um gjaldöku ekki uppi á borðinu að mati Runólfs Ólafssonar, formanns Félags íslenskra  bifreiðaeigenda. Runólfur bendir á að nágrannaþjóðirnar séu í auknum mæli að horfa frá vegatollum. Frekar þurfi að auka hlutfall af landsframleiðslu til viðhalds og framkæmda á vegum.

Aðeins á sértækar framkvæmdir

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, segist í prinsippinu andvígur einkavæðingu, og gjaldtöku til þess að byggja upp vegakerfi landsins. „Það er mín skoðun að allir eigi að hafa jafnan rétt til að nýta vegakerfið óháð efnahag. Innheimta veggjalda almennt kemur að mínum dómi aðeins til álita, ef um er að ræða sértækar og sérstakar framkvæmdir. Ef það verður niðurstaðan að taka upp veggjöld út frá höfuðborgarsvæðinu, verður að taka slíkt upp um allt land. til þess að jafnræðis sé gætt. Eins finnst mér ótækt að leggja sérstaka skatta á þá sem búa í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en fjölmargir íbúar Árnessýslu sækja vinnu á Reykjarvíkursvæðið daglega og lenda óhjákvæmlega í þessari hugsanlegu gjaldtöku, ef þessar hugmyndir ráðherrans verða að veruleika.

Þá má ekki gleymast í þessari umræðu að almenningur greiðir nú þegar í gegnum skattkerfið mjög há gjöld fyrir afnot sín af samgöngukerfi landsins. Við verðum að nýta okkur betur þann aukna ferðamannastraum sem er til landsins til að standa undir framkvæmdum í samgöngukerfinu, það er stóra málið. Eitt af því er að endurskoða lög um gistináttaskatt, með því að hækka hann verður til tekjustofn  sem ætti að renna beint til samgöngubóta, og til sveitarfélaga til uppbyggingar innviða fyrir ferðaþjónustu,“ segir Eggert Valur í samtali við Suðra.

Ósanngjörn og undarleg leið

Ásta S. Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv. Árborgar, segir að mræða um veggjöld skjóti af og til upp kollinum, einkum þegar rætt er um nauðsynlegar endurbætur á Suðurlandsvegi frá höfuðborginni austur á Selfoss. Minna fari fyrir slíkri umræðu þegar ráðist er í vegbætur í öðrum landshlutum, s..s. gerð jarðganga.  „Það má heita undarlegt að ekki skuli vera unnt að byggja upp viðunandi samgöngukerfi á Suðurlandi fyrir skattfé, almannafé, líkt og gert er í öðrum landshlutum. Umferð er óvíða meiri á þjóðvegum landsins en á Suðurlandsvegi, umferðarmestu vegir landsins liggja allir út frá höfuðborginni og ekki hefur umferðin minnkað með auknum ferðamannastraumi, en langflestir ferðamenn ferðast um Suðurland. Illa hefur gengið að afla sérstakra tekna til uppbyggingar innviða af þeirri atvinnugrein sem ferðamennskan er. Ríkissjóður fær margskonar gjöld af bílaeign og umferð, s.s. tolla og virðisaukaskatt af innflutningi og sölu bíla, eldsneytisgjöld og bifreiðagjöld. Einungis hluti þeirra tekjustofna sem eyrnamerktir eru umferðarmálum renna til nauðsynlegrar uppbyggingar.

Færa má fyrir því rök að stór hluti tekna ríkissjóðs bæði af umferð og ferðamönnum eigi uppruna sinn á Suðurlandi og því eðlilegt að nota féð til afar brýnnar uppbyggingar vegakerfisins þar, án þess að leggja auka álögur á íbúa Suðurlands í formi veggjalda sem leiða munu til hækkunar á ferðakostnaði og flutningskostnaði vöru og skerða samkeppnishæfni landshlutans. Ekki er hægt að jafna álagningu veggjalda á Suðurlandsveg við veggjöld í Hvalfjarðargöngin, þar var um framkvæmd að ræða sem stytti vegalengdir milli staða verulega og þeir sem kjósa að greiða ekki veggjöldin eiga þess kost að aka Hvalfjörðinn. Ekki er um neitt slíkt að ræða í tilviki Suðurlandsvegar og Sunnlendinga,“ segir Ásta.

Gjaldtaka varhugaverð

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði segir að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hafi ekki rætt þessar hugmyndir og því liggi afstaða bæjarfulltrúa ekki fyrir. „Mín skoðun er sú að frumvarp sem heimilar gjaldtöku á vegum til að standa straum af uppbyggingu þeirra og rekstri geti reynst varhugavert en bæjarstjórn Hveragerðisbæjar beitti sér af krafti gegn slíkum hugmyndum þegar þær komu fram fyrir nokkrum árum.

Rétt er að minna á að þegar renna tugir milljarða í ríkissjóð í formi skatta af bílum og umferð.  Það væri fróðlegt að sjá samanburð á þeim tekjum og síðan þeim framlögum sem renna til vegbóta.  Ég er sannfærð um að ef til dæmis helmingur þeirrar upphæðar færi árlega til framkvæmda mættum við vel við una. Það má færa sannfærandi rök fyrir því að fólk af landsbyggðinni aki mun lengri vegalengdir heldur en höfuðborgarbúar og því greiðum við nú þegar meira til ríkissjóðs. Það er alvarlegt brot á jafnræði landsmanna ef að landsbyggðarfólk á að borga fyrir vegbætur en ekki höfuðborgarbúar. Slíkum tillögum munum við mótmæla af alefli,“ segir Aldís í samtali við blaðið.

Getur flýtt framkvæmdum

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir vert að hafa í huga að umræðan sé enn á byrjunarstigi og mikilvægt að skoða alla kosti vel. „Það er gleðilegt að dustað er rykið af framkomnum hugmyndum og leitað sé leiða til að flýta undirbúningi við þessa mikilvægu framkvæmd sem verður ein mesta uppbygging í samgöngumálum Íslendinga eftir að lokið var við hringveginn með þjóðargjöfinni 1974. Það er ljóst að með nýjum tekjustofnum má flýta þessum framkvæmdum jafnvel um áratugi. Með þeirri leið má segja að með nýjum fjármögnunarleiðum verður meira eftir af því fé sem Vegagerðin fær til viðhalds-, endurbóta og fjárfestinga í nýjum verkefnum á landsbyggðinni. Þannig er hugmyndin landsbyggðarvæn. Útfærslan á sjálfri gjaldtökunni getur verið á ýmsan máta og mikilvægt að skoða alla kosti þess að landsmenn njóti ákveðinna ívilnana, eins og það er mikilvægt að ferðamenn á eigin bílum greiði afgjald fyrir notkun á vegakerfinu eins og við gerum víðast erlendis þegar við erum þar á ferð,“ segir Ásmundur.

Komugjald  betri leið

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins tekur ekki vel í hugmyndir um veggjöld og segir komugjöld á ferðamenn vænlegri leið. Hann segist skilja vanda samgönguráðherra, sem vilji gjarnan hefja sem flestar framkvæmdir og auka viðhald veg, en þá setji ný ríkisstjórn á sama tíma fram fjármálastefnu/áætlun um aukinn afgang ríkisfjármála.

„Með öðrum orðum, hver áætlunin stangast á. Öll vitum við að það þarf aukið fé í samgöngur en sú útfærsla sem ráðherrann hefur kynnt um vegatolla á leiðir til og frá Reykjavík er ómöguleg af ýmsum sökum. Hún hljómar sem aukaskattlagning á þá sem þurfa að sækja vinnu/þjónustu til höfuðborgarinnar nema tilkomi einhverjar flóknar undanþágur. Hingað til hafa eingöngu verið settir vegtollar þar sem fólk getur valið um leiðir þar sem íþað minnsta er ein leið án tolla samanber Hvalfjörður. Skynsamlegra væri, til að auka tekjur ríkisins, að leggja á einskonar komugjald í ferðaþjónustunni og eyrnamerkja fé til samgangna. Nú eða hækka/breyta skattkerfinu  t.a.m. viðbótarþrep í fjármagnsskatti sem gæti skilað nokkrum milljörðum þó hóflegt væri. Enda greiða þeir sem eingöngu sýsla með fé engan tekjuskatt eða útsvar bara fjármagnsskatt. Öll erum við hinsvegar sammála ráðherranum um nauðsyn meiri framkvæmda í samgöngum,“ segir Sigurður Ingi.

Fráleitar hugmyndir

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Oddný G. Harðardóttir, er fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis. Hún segir fram komnar hugmyndir samgönguráðherra um veggjöld fráleitar. „Mér finnst það fráleit hugmynd á setja á veggjöld á þjóðveg 1, inn og út úr Reykjavík. Það er ekki hægt að bera slíka gjaldtöku saman við gjaldið í Hvalfjarðargöngin eða Vaðlaheiðargöng. Í þeim tilfellum báðum geta vegfarendur valið aðra leið en gjaldtaka inn og út úr höfuðborginni er ekkert annað en sérstakur skattur á flesta landsmenn. Á sama tíma og samgönguráðherrann boðar slíka gjaldtöku er ferðamönnum gefinn sérstakur afsláttur af neyslusköttum. Ef sá afsláttur yrði tekinn af gæfi það a.m.k. 10 milljarða króna á ári sem nota mætti til að bæta vegakerfið. Það er reyndar háttur hægristjórna að hækka gjöld eða bæta við nýjum eins og nú er lagt til, í stað þess að treysta réttlátt skattkerfi. Ég mun berjast gegn áformum um sérstakan skatt á fólk sem á  erindi til og frá höfuðborginni,“ segir Oddný.

Birtist fyrst í Suðra.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Reitir og Reykjavíkurborg munu vinna saman að nýju rammaskipulagi fyrir svæðið og breyta gildandi skipulagsáætlunum. Miðað er við að […]

Björn Valur: „Árni Páll til liðs við stjórnina?“

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni hvort að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, sé ekki vel til þess fallinn að liðsinna ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum ESB og Brexit.   Björn Valur dáðist að framgöngu Árna Páls í Silfrinu um helgina, hvar hann ræddi Brexit af […]

Reykjavíkurborg fær falleinkunn í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn í nýrri þjónustukönnun Gallup, þegar þjónusta borgarinnar við leik- og grunnskóla, eldri borgara og fatlaða er borin saman við önnur sveitafélög. Þetta kemur fram á Kjarnanum.   Mælist Reykjavíkurborg einnig neðst í heildaránægju íbúa af sveitafélagi sínu. Hún mælist þó ekki neðst í öllum flokkum, þó litlu muni. Garðabær mælist efstur […]

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is