Þriðjudagur 04.04.2017 - 18:03 - Ummæli ()

Sundurtætt lík sjálfsmorðssprengjumanns fundið í lestarvagni í St. Pétursborg

Mynd af sjálfsmorðssprengjumanninum tekin á lestarstöðinni í St. Pétursborg skömmu áður en hann fór um borð í lest og sprengdi sig í loft upp. Hann starfaði sem sushi-gerðarmaður og var fæddur 1995.

Sundurtætt lík hins tuttugu og tveggja ára gamla Akbarzhon Jalilov hefur fundist á vettvangi árásarinnar í St. Pétursborg í Rússlandi. Yfirvöld í Kreml hafa staðfest fundinn.

Talið er öruggt að Jalilov hafi sprengt sig í loft upp í lestinni klukkan 11:30 að íslenskum tíma í gær. Þá var klukkan 14:30 í St. Pétursborg og síðdegisumferðin að ná hámarki. Lestin var á fullri ferð milli tveggja lestarstöðva í borginni þegar sprenging varð í einum vagninum.

Ökumaður lestarinnar hefur í dag verið hylltur sem hetja því hann er talinn hafa brugðist rétt við. Í stað þess að stöðva lestina þegar sprengingin varð í neðanjarðargöngum milli stöðva hélt hann áfram og nam ekki staðar fyrr en hann kom á næstu lestarstöð. Þar með var hægt að rýma lestina af fólki, hjálparlið komst fljótt að slösuðu fólki sem margt hvert hlaut hroðalega áverka, og miklu auðveldara en ella varð að flytja fólk á sjúkrahús. Talið er að þetta hafi bjargað mörgum mannslífum.

Sært og látið fólk liggur á lestarstöðinni um hádegisbil að íslenskum tíma í gær. Sjá má hvernig hurðir lestarvagnsins hafa rifnað út við sprenginguna.

Nú er staðfest að 14 hafi látist og um 50 slasast. Þrír hinna látnu voru erlendir ríkisborgarar frá Hvíta Rússlandi, Kasakhstan og Úsbekistan.

Þá er talið að Jalilov eða vitorðsmenn hans hafi komið fyrir annarri sprengju í slökkvitæki í Vostannaja-lestarstöðinni en lögreglunni tókst að aftengja sprengjuna. Sú sprengja var að talið er, fimm sinnum öflugri en sprengjan sem Jalikov notaði til að fremja sjálfsmorðssprengjuárásina.

Rússnesk yfirvöld hafa sent frá sér myndir úr öryggismyndavélum þar sem Akbarzhon Jalilov sést ganga í gegnum lestarstöð. Á einni myndinni sést hann með kreppta hnefa en líkur eru taldar á að í höndunum hafi hann haft búnað til þess að virkja sprengjuna. Talið er að árásin tengist íslömskum öfgamönnum.

Í frétt Daily Mail um málið kemur fram að Jalilov hafi starfað sem sushi-kokkur í St. Pétursborg og segir fyrrum vinnufélagi að hann hafi ekki verið trúrækinn þegar þeir störfuðu saman í borginni árið 2013. Jalilov fæddist 1995 í bænum Osh í Kyrgystan-lýðveldinu í Mið-Asíu en var rússenskur ríkisborgari og hafði búið í St. Pétursborg í ríflega sex ár. Bærinn Osh er í Fergana-dalnum á landamærum Úsbekistan og Tadjikistan. Eftir fall Sovétríkjanna hefur Fergana-dalur verið alræmdur sem nýliðunarsvæði fyrir hryðjuverkasveitir íslamista.

Talið er að nálega 90 prósent íbúa í Kyrgystan séu múslimar. Um 500 einstaklingar þaðan eru taldir hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS það sem af er.

 

Árásin kom ekki á óvart

Rússneska dagblaðið Kommersant sem telst nokkuð áreiðanlegur miðill skrifar í dag að rússneska lögreglan hafi búist við hryðjuverkaárás í St. Pétursborg. Búið hafi verið að handsama vígamann sem var nýkominn til Rússlands frá Sýrlandi þar sem hann barðist með sveitum ISIS. Þessi maður hafði í fórum sínum símanúmer manna sem rússneska lögreglan telur nú að hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásina í gær.

Slökkvitækið sem búið var að breyta í sprengju sem var margfalt öflugri en sú sem sprakk. Pokar með stálkúlum voru í sprengjunni. Þær áttu að dreifast í allar áttir við sprenginguna og þannig tæta í sundur allt mannlegt hold sem fyrir þeim varð. Þessa vítisvél tókst að aftengja.

Kommersant skrifar að rússneska lögreglan telji nú að minnst tveir menn hafi verið að verki við sprengjutilræðin. Maður sem kom slökkvitækissprengjunni fyrir á Vostannaja-stöðinni fylltist hræðslu og flúði af vettvangi þegar hann uppgötvaði að búið var að loka fyrir notkun á farsímanum sem hann ætlaði að nota til að tendra sprengjuna. Líklegt má telja að þar hafi rússneska lögreglan verið að verki. Hinn sprengjumaðurinn sem var Jalilov sprengdi sig hins vegar sjálfur í loft upp.

Talið er að þessi hryðjuverkaárás í St. Pétursborg í gær sé slæmar fréttir fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og sérstaklega ef í ljós kemur að hún sé hefndarárás sem tengist hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi. Þar hafa Rússar tekið þátt í loftárásum á hersveitir og vígi íslamista. Þessar árásir hafa þó líka bitnað á óbreyttum borgurum og vakið reiði og heift gegn Rússum.

Norska Dagbladet skrifar að vart sé að undra að böndin berist að Mið-Asíulýðveldum fyrrum Sovétríkjanna þar sem íslam hefur sterka stöðu. Milljónir verkamanna frá þessum svæðum búa nú í Rússlandi. Í St. Pétursborg munu þeir skipta hundruðum þúsunda. Þetta fólk fær oftast vinnu í lægst launuðu störfunum á vinnumarkaði. Það verður oft utanveltu í samfélaginu og móttækilegt fyrir áróðri og innrætingu öfga-íslamista.

 

Gamlar hatursglæður gætu blossað upp á ný

Einnig er rifjað upp að stríðin í Téténíu og öðrum múslimskum lýðveldum í Kákasus við lok síðustu aldar og um aldamótin hafi kveikt mikið hatur og komið af stað hryðjuverkabylgju í Rússlandi sem varði allt fram að Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014. Ekkert land hefur orðið fyrir jafn miklum hryðjuverkum af hálfu íslamista og Rússland. Talið er að um 2.600 manns hafi látið lífið í slíkum árásum á þessu tímabili.

Útlit var fyrir að rússneskum yfirvöldum hefði tekist að vinna bug á slíkum hryðjuverkum. Nú gæti hins vegar verið að koma á daginn að afskiptin af stríðinu í Sýrlandi hafi kveikt nýja elda úr glóðum haturs meðal múslima í Mið-Asíu sem margir vonuðu að væru kulnaðar.

Hryðjuverkaárásin gegn St. Petersburg gæti þýtt að ný kynslóð hryðjuverkamanna sé nú orðin virk í Rússlandi. Þeirra barátta snýst um Sýrland og hún er slæmar fréttir fyrir Pútín,

skrifar Morten Strand fréttaritari Dagbladet í Rússlandi í pistli í dag. Strand er einn af fremstu sérfræðingum um Rússland í stétt norskra blaðamanna. Hann leiðir líkum að því að erfiðir tímar með aukinni hryðjuverkaógn í Rússlandi geti verið framundan og bendir á að á næsta ári eigi að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu þar í landi. Það er þekktara en frá þarf að segja í sögunni að slíkir viðburðir freisti þeirra sem hafa misjafnt í hyggju.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Kolbrún: Barátta Viðreisnar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Ekki verður annað séð en að ráðherrar Viðreisnar séu í baráttuhug og ætli ekki að sitja lengur þegjandi undir ásökunum um að vera taglhnýtingar Sjálfstæðisflokksins. Um leið er eins og Björt framtíð sé orðin hálflömuð af meðvirkni í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið ráðandi afl. Hið kæfandi faðmlag íhaldsins er að […]

Dagur B. áhorfandi að mengunarhneyksli

Björn Bjarnason skrifar: Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins. Nú er ljóst að ekkert var ofsagt hér á þessum stað um fúskið sem einkenndi viðbrögð Veitna, heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og yfirstjórnar borgarinnar vegna mengunarhneykslisins sem fréttastofa ríkisútvarpsins skýrði fyrst frá 5. júlí 2017. Ætlun allra […]

Lilja Alfreðsdóttir gagnrýnir fjármálaráðherra: Þjóðin á betri vinnubrögð skilið

Það vakti nokkra athygli í gær þegar grein eftir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undir yfirskriftinni „Má fjármálaráðherra hafna krónunni“ birtist í Fréttablaðinu. Sitt sýnist hverjum um skrif ráðherrans og í svargrein sagði Björn Bjarnason Benedikt „fjármálaráðherra á evru-villigötum“. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir fyrrum utanríkisráðherra og þingkona Framsóknarflokks svarað Benedikt í grein í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni „Leiksýning […]

Þóttist japanska forsætisráðherrafrúin ekki kunna ensku til að þurfa ekki að tala við Trump?

Fyrr í þessum mánuði hittust leiðtogar G-20 ríkjanna, tuttugu stærstu iðnríkja heims, á fundi í Hamborg í Þýskalandi. Eftir ráðstefnuna var haldin vegleg veisla þar sem valdamesta fólk heims snæddi saman kvöldverð. Sætaröðunin var á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti sat hliðina á Akie Abe, eiginkonu Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, einnar helstu bandalagsþjóðar Bandaríkjana. […]

Fjármálaráðherra á evru-villigötum

Björn Bjarnason skrifar: Röksemdafærsla fjármálaráðherra Íslands með vísan til fjármálaráðherra í nítján Evrópulöndum er reist á sandi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hætti að boða seðlalaus viðskipti eftir að ljóst var að þau áttu hvergi hljómgrunn nema í nefnd sem skilaði honum áliti þar sem afnám seðla með hátt gildi var talið sporna gegn skattsvikum. Í grein […]

Þorbjörn: Sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð

Fjárfestingarleiðin svokallaða er mikið í umræðunni þessa dagana og sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðgerðar, þar sem Seðlabanki Íslands gerði ríkum Íslendingum kleift að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa íslenskar krónur með miklum afslætti. Þorbjörn Þórðarson gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í leiðara Fréttablaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Tvær þjóðir“. Þorbjörn segir […]

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjólar í Kára og Gunnar Smára: Hugsa um rassgatið á sjálfum sér

Börkur Gunnarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðar- og innkauparáði Reykjavíkurborgar lét þá Gunnar Smára Egilsson fyrrum ritstjóra Fréttatímans og Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar heyra það á Facebook síðu sinni í gær. Tilefnið var frétt Eyjunnar um stórviðskipti Kára í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en þar kom fram að fyrirtæki græddi þrjá milljarða króna […]

Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi

Dr. Kári Stefánsson hefur sent Eyjunni svofellt skeyti í tilefni af frétt fyrr í kvöld um viðskipti Íslenskrar erfðagreiningar gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans: Kannski hann ætti að skipta út bjórnum fyrir þorskalýsi — Svar við fésbókarfærslu Sigmundar Davíðs Bjartur í Sumarhúsum brást ókvæða við þegar kvenfélagið færði honum kú til þess að börn hans fengju mjólk í […]

Kári stórtækastur í fjárfestingaleiðinni: Gengishagnaður yfir þremur milljörðum króna

Kári Stefánsson er sá íslenski athafnamaður sem flutti mest af evrum inn til landsins með afslætti gegnum svonefnda fjárfestingaleið Seðlabankans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra bendir á að Kári hafi síðan verið flestum duglegri við að fordæma alla aðra fyrir að vera ekki nógu samfélagslega sinnaðir. Í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, birtist í morgun úttekt á […]

Eymdin í byggðarkvótanum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Starfshópur um byggðakvóta kynnti tillögur sínar á fundi á Þingeyri fyrr í vikunni. Breytingum voru settar þröngar skorður, í grautarpottinum er sama súpugutlið og áður og engu kjarngóðu má bæta við það. Aðeins á að hræra aftur og aftur með sömu sleifinni. Nefndarmenn eru ekki öfundsverðir við það starf að finna […]

Kjalvegur í fúlustu alvöru

Eftir Guðna Ágústsson: Ég skrapp á sunnudaginn í fallegu veðri norður Kjöl inn í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ég var farþegi í lítilli rútu með skemmtilegu fólki, við lögðum snemma upp og ekki vantaði að ferðamennirnir væru komnir á fætur — allt troðfullt á Geysi og við Gullfoss. Við okkur blasti hin mikla fjallafegurð Bláfellið […]

Fjárfestingaleiðin: Ólafur og Hjörleifur gætu innleyst ríflegan gengishagnað

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðar Fréttablaðsins, en blaðið skýrir frá þessu í dag í úttekt á fjárfestingaleiðinni. Fjármunir Ólafs […]

Afkoma sveitarfélaga með besta móti

Árið 2016 var gott hjá flestum sveitarfélögum landsins og var afkoma margra mun betri en spáð hafði verið. Af 74 sveitarfélögum landsins hafa 63 skilað ársreikningum en í þeim sveitarfélögum sem skilað hafa ársreikningum búa um 99% þjóðarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Orðið hefur tæplega 24 milljarða króna […]

Mafían mokgræðir á flóttafólki

Ítölsk stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljón evra í móttöku flóttafólks sem kemur til landsins sjóleiðina frá Afríku en engu að síður eru aðstæður þess oft bágbornar. Nú hefur yfirgripsmikil lögreglurannsókn leitt í ljós að ítalska mafían hefur fengið í sinn hlut milljónatugi frá ríkinu, fjármagn sem átti að fara til að veita flóttafólki sæmilegan mat […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is