Þriðjudagur 04.04.2017 - 18:03 - Ummæli ()

Sundurtætt lík sjálfsmorðssprengjumanns fundið í lestarvagni í St. Pétursborg

Mynd af sjálfsmorðssprengjumanninum tekin á lestarstöðinni í St. Pétursborg skömmu áður en hann fór um borð í lest og sprengdi sig í loft upp. Hann starfaði sem sushi-gerðarmaður og var fæddur 1995.

Sundurtætt lík hins tuttugu og tveggja ára gamla Akbarzhon Jalilov hefur fundist á vettvangi árásarinnar í St. Pétursborg í Rússlandi. Yfirvöld í Kreml hafa staðfest fundinn.

Talið er öruggt að Jalilov hafi sprengt sig í loft upp í lestinni klukkan 11:30 að íslenskum tíma í gær. Þá var klukkan 14:30 í St. Pétursborg og síðdegisumferðin að ná hámarki. Lestin var á fullri ferð milli tveggja lestarstöðva í borginni þegar sprenging varð í einum vagninum.

Ökumaður lestarinnar hefur í dag verið hylltur sem hetja því hann er talinn hafa brugðist rétt við. Í stað þess að stöðva lestina þegar sprengingin varð í neðanjarðargöngum milli stöðva hélt hann áfram og nam ekki staðar fyrr en hann kom á næstu lestarstöð. Þar með var hægt að rýma lestina af fólki, hjálparlið komst fljótt að slösuðu fólki sem margt hvert hlaut hroðalega áverka, og miklu auðveldara en ella varð að flytja fólk á sjúkrahús. Talið er að þetta hafi bjargað mörgum mannslífum.

Sært og látið fólk liggur á lestarstöðinni um hádegisbil að íslenskum tíma í gær. Sjá má hvernig hurðir lestarvagnsins hafa rifnað út við sprenginguna.

Nú er staðfest að 14 hafi látist og um 50 slasast. Þrír hinna látnu voru erlendir ríkisborgarar frá Hvíta Rússlandi, Kasakhstan og Úsbekistan.

Þá er talið að Jalilov eða vitorðsmenn hans hafi komið fyrir annarri sprengju í slökkvitæki í Vostannaja-lestarstöðinni en lögreglunni tókst að aftengja sprengjuna. Sú sprengja var að talið er, fimm sinnum öflugri en sprengjan sem Jalikov notaði til að fremja sjálfsmorðssprengjuárásina.

Rússnesk yfirvöld hafa sent frá sér myndir úr öryggismyndavélum þar sem Akbarzhon Jalilov sést ganga í gegnum lestarstöð. Á einni myndinni sést hann með kreppta hnefa en líkur eru taldar á að í höndunum hafi hann haft búnað til þess að virkja sprengjuna. Talið er að árásin tengist íslömskum öfgamönnum.

Í frétt Daily Mail um málið kemur fram að Jalilov hafi starfað sem sushi-kokkur í St. Pétursborg og segir fyrrum vinnufélagi að hann hafi ekki verið trúrækinn þegar þeir störfuðu saman í borginni árið 2013. Jalilov fæddist 1995 í bænum Osh í Kyrgystan-lýðveldinu í Mið-Asíu en var rússenskur ríkisborgari og hafði búið í St. Pétursborg í ríflega sex ár. Bærinn Osh er í Fergana-dalnum á landamærum Úsbekistan og Tadjikistan. Eftir fall Sovétríkjanna hefur Fergana-dalur verið alræmdur sem nýliðunarsvæði fyrir hryðjuverkasveitir íslamista.

Talið er að nálega 90 prósent íbúa í Kyrgystan séu múslimar. Um 500 einstaklingar þaðan eru taldir hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS það sem af er.

 

Árásin kom ekki á óvart

Rússneska dagblaðið Kommersant sem telst nokkuð áreiðanlegur miðill skrifar í dag að rússneska lögreglan hafi búist við hryðjuverkaárás í St. Pétursborg. Búið hafi verið að handsama vígamann sem var nýkominn til Rússlands frá Sýrlandi þar sem hann barðist með sveitum ISIS. Þessi maður hafði í fórum sínum símanúmer manna sem rússneska lögreglan telur nú að hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásina í gær.

Slökkvitækið sem búið var að breyta í sprengju sem var margfalt öflugri en sú sem sprakk. Pokar með stálkúlum voru í sprengjunni. Þær áttu að dreifast í allar áttir við sprenginguna og þannig tæta í sundur allt mannlegt hold sem fyrir þeim varð. Þessa vítisvél tókst að aftengja.

Kommersant skrifar að rússneska lögreglan telji nú að minnst tveir menn hafi verið að verki við sprengjutilræðin. Maður sem kom slökkvitækissprengjunni fyrir á Vostannaja-stöðinni fylltist hræðslu og flúði af vettvangi þegar hann uppgötvaði að búið var að loka fyrir notkun á farsímanum sem hann ætlaði að nota til að tendra sprengjuna. Líklegt má telja að þar hafi rússneska lögreglan verið að verki. Hinn sprengjumaðurinn sem var Jalilov sprengdi sig hins vegar sjálfur í loft upp.

Talið er að þessi hryðjuverkaárás í St. Pétursborg í gær sé slæmar fréttir fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og sérstaklega ef í ljós kemur að hún sé hefndarárás sem tengist hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi. Þar hafa Rússar tekið þátt í loftárásum á hersveitir og vígi íslamista. Þessar árásir hafa þó líka bitnað á óbreyttum borgurum og vakið reiði og heift gegn Rússum.

Norska Dagbladet skrifar að vart sé að undra að böndin berist að Mið-Asíulýðveldum fyrrum Sovétríkjanna þar sem íslam hefur sterka stöðu. Milljónir verkamanna frá þessum svæðum búa nú í Rússlandi. Í St. Pétursborg munu þeir skipta hundruðum þúsunda. Þetta fólk fær oftast vinnu í lægst launuðu störfunum á vinnumarkaði. Það verður oft utanveltu í samfélaginu og móttækilegt fyrir áróðri og innrætingu öfga-íslamista.

 

Gamlar hatursglæður gætu blossað upp á ný

Einnig er rifjað upp að stríðin í Téténíu og öðrum múslimskum lýðveldum í Kákasus við lok síðustu aldar og um aldamótin hafi kveikt mikið hatur og komið af stað hryðjuverkabylgju í Rússlandi sem varði allt fram að Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014. Ekkert land hefur orðið fyrir jafn miklum hryðjuverkum af hálfu íslamista og Rússland. Talið er að um 2.600 manns hafi látið lífið í slíkum árásum á þessu tímabili.

Útlit var fyrir að rússneskum yfirvöldum hefði tekist að vinna bug á slíkum hryðjuverkum. Nú gæti hins vegar verið að koma á daginn að afskiptin af stríðinu í Sýrlandi hafi kveikt nýja elda úr glóðum haturs meðal múslima í Mið-Asíu sem margir vonuðu að væru kulnaðar.

Hryðjuverkaárásin gegn St. Petersburg gæti þýtt að ný kynslóð hryðjuverkamanna sé nú orðin virk í Rússlandi. Þeirra barátta snýst um Sýrland og hún er slæmar fréttir fyrir Pútín,

skrifar Morten Strand fréttaritari Dagbladet í Rússlandi í pistli í dag. Strand er einn af fremstu sérfræðingum um Rússland í stétt norskra blaðamanna. Hann leiðir líkum að því að erfiðir tímar með aukinni hryðjuverkaógn í Rússlandi geti verið framundan og bendir á að á næsta ári eigi að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu þar í landi. Það er þekktara en frá þarf að segja í sögunni að slíkir viðburðir freisti þeirra sem hafa misjafnt í hyggju.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is