Miðvikudagur 05.04.2017 - 11:58 - Ummæli ()

Kári vill að Bjarni kveði niður kjaftasögurnar: „Þú verður að taka þig saman í andlitinu“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

„Þér virðist standa of mikið á sama, í það minnsta í samanburði við frelsishetjurnar sem við viljum bera forsætisráðherra okkar saman við.“ Þetta segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar í opnu bréfi til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar greinir Kári frá fjórum gróusögum sem eiga það sameiginlegt að tengjast Bjarna og biðlar til hans að útskýra málið.

Íslendingar standa á öndinni

Kári segir að þögn Bjarna um mikilvæg mál og yfirlýstur vilji hans til að gleyma þeim bjóði þeim misskilningi heim.
„Þú verður að taka þig saman í andlitinu og leiðrétta þetta vegna þess að þú ert í hjarta þínu hlýr maður og vilt ekki að þjóðin þín sé þjökuð af áhyggjum og angist sem á rætur sínar í misskilningi.“

Kári tekur sem dæmi að nú standi Íslendingar á öndinni yfir því hvernig S-hópurinn plataði Búnaðarbankann út úr þjóðinni og fylgdi honum síðan inn í Kaupþing og notaði aðstöðu sína þar til þess að fylla vasa sína fé, meðal annars með því að blekkja heiminn til þess að trúa því að bankinn stæði betur en raun bar vitni, ef marka má Hæstarétt Íslands.

Einhvern veginn finnst þjóðinni eins og þú látir þér þessa sögu í léttu rúmi liggja og hafir ekki séð ástæðu til þess að fordæma verknaðinn af þeim krafti sem leiðtogi þjóðarinnar ætti að gera.

Þá segir Kári:

„Þegar ég hef spurt þá sem gerst þykjast vita hvernig standi á þessum áhugaskorti þínum fæ ég bara eitt svar sem er að fjölskylda þín hafi verið á bólakafi í bankaskítnum og ef það yrði farið að moka þann flór, þá myndu ýmsir úr henni enda í fjóshaugnum.“

Grunsamlegt fálæti

Kári bendir jafnframt á að nú sé búið að selja drjúgan hluta Arion banka nokkrum vogunarsjóðum og Goldman Sachs „sem eru að öllum líkindum að kaupa fyrir aðra ónefnda.“

Kári segir að ef raunverulegir eigendur séu vogunarsjóðirnir og Goldman Sachs þá sé bankinn að færast í hendur þeirra sem vinna fyrir saltinu í grautinn sinn með því að taka þá tegund áhættu sem kom samfélaginu á hausinn árið 2008, ef ekki þá er verið að leyna eignarhaldi.

 Það er ljóst, Bjarni, að samfélaginu finnst ekki að þú gangir vasklega fram í að upplýsa þetta mál og sýnir því grunsamlegt fálæti. Það eru meira að segja þeir sem halda því fram að það sé vegna þess að fjölskylda þín sé að undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Þetta verðurðu að kveða í kútinn sem fyrst.

Gullmoli fjölskyldunnar

Að lokum fjallar Kári um gróusögu í tengslum við rútufyrirtækis sem er í eigu fjölskyldu Bjarna.

Sagan er að enginn einn aðili sem hafi notið meira undanþágu frá fullum virðisaukaskatti sem hlotnaðist rútufyrirtækjum heldur en einmitt þessi gullmoli fjölskyldu þinnar. Ein aðalástæða þess er að þetta fyrirtæki hefur einkaleyfi á því að flytja farþega til og frá flugstöðinni í Keflavík. Einkaleyfið á, samkvæmt sögunni, að hafa fengist hjá ISAVIA þar sem Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður.

Kári segir að Ingimundur sé náin vinur fjölskyldu Bjarna. Það hafi valdið titringi sem Bjarni kæri sig ekkert um að sinna. Kári segir svo að lokum:

„Bjarni, ég hef ekki rakið þessar sögur vegna þess að ég telji að það sé líklegt að þær séu sannar heldur vegna þess að það hittast varla svo tveir eða fleiri Íslendingar í dag án þess að þær séu sagðar.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is