Fimmtudagur 06.04.2017 - 11:47 - Ummæli ()

Framsóknarmenn vilja að Sigmundur Davíð stofni nýjan flokk

Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug eiginkona hans þegar úrslit formannskjörs á flokksþingi voru ljós. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Væringar og óróleiki virðist innan raða Framsóknarflokksins ef marka má viðtal í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var rætt við Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðing og félaga í Framsóknarflokknum. Hann sagðist einn þeirra sem vilja nú eindregið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum formaður og forsætisráðherra yfirgefi Framsóknarflokkinn og stofni nýjan flokk. Gunnar sagðist hafa ljáð máls á þessari hugmynd eftir að hann sat síðasta flokksþing Framsóknar. Þar var Sigmundur felldur úr sæti formanns en við tók Sigurður Ingi Jóhannsson sem áður hafði tekið sæti forsætisráðherra eftir Sigmund.

Það er ekki eins og ég sé rödd hrópandi í eyðimörk hvað þetta varðar heldur erum við fjölmargir,

sagði Gunnar Kristinn í þættinum. Hann bætti svo við:

Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur og félagi í Framsóknarflokknum.

Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt. Margt hefur komið í ljós síðan þá og öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá, það er flokkseigendafélagið, það er klíkan. Ef við setjum það í samhengi og kontrat við það sem að rannsóknarnefnd Alþingis kom fram með um einkavæðingu Búnaðarbankans, þá sjáum við þetta í ákveðnu samhengi við flokkseigendafélagið sem að stóð að baki einkavæðingunni. Það var búið aðsigla flokknum í strand áður en Sigmundur kom til skjalanna og reisti flokkinn við. Og það kemur svo aftur upp og fellir hann á flokksþingi með undarlegum brögðum og síðan stefnir hraðbyri í það að þeir eru að fara að sigla flokknum í strand aftur.

Spurður að því hvað hann ætti við með því að tala um flokkseigendafélag svaraði Guðmundur:

Það eru svona þessi klíka…Þið sjáið hvernig þetta var, umfjöllunin um einkavæðingu Búnaðarbankans, að þar kemur kaupfélagsstjórinn Þórólfur og Valgerður og Finnur og einstaklingar, persónur og leikendur og fleiri náttúrulega sem tilheyra þessu flokkseigendafélagi sem var náttúrulega ekkert alltof hrifið af því að Sigmundur varð formaður sem kom svona nánast af götunni og bjó til þennan trúverðugleika að hann varði íslenska hagsmuni gagnvart erlendum fjármálaöflum. Við sjáum það núna líka hvernig þetta fór allt saman með Búnaðarbankann að Framsóknarmenn held ég munu ekkert sætta sig við það. Að það sé hægt að halda þeim trúverðugleika áfram með það óútkljáð.

Gunnar sagði að Sigmundur Davíð hafi gríðarlegt persónufylgi.

Við sáum það í kosningunum að það fylgi fór til Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur sótt svolítið frá hægri, hægra megin við miðju, og hann er náttúrulega – persónufylgi hans er ennþá innan Framsóknar og sækir hægra megin í stjórnmálin. Ég er alveg viss um það að hann á mjög mikið fylgi ef hann ákveður að kljúfa sig frá flokknum. Ég vil þó taka það fram að þetta er ekki ákall um það að koma samvinnuhugsjóninni fyrir kattarnef, heldur þveröfugt, að bjarga henni.

Að þessu sögðu sagði Gunnar ákveðið að Sigmundur væri ótvíræður leiðtogi.

Gunnar Kristinn segir að Sigmundur Davíð sé sá sem leiði stjórnarandstöðuna á þingi nú um stundir.

Það er hann sem er að leiða stjórnarandstöðuna. Þið takið eftir því að það er hann sem að leiða gagnrýni á meirihlutann og ríkisstjórnina og við heyrum ekki múkk í formanninum [Sigurði Inga Jóhannssyni]. Hann er bara að fletta blöðum einhvers staðar. Þannig að það er bara hann [Sigmundur Davíð] sem er leiðtogi í stjórnmálunum sem veldur því að það heyrist svona mikið í honum. Og það er líka það náttúrulega að þetta var hans stefna og hún var að spara þjóðarbúinu tugi milljarða ef ekki hundraði. Menn sjá það líka núna að það sem hann er að leggja til skiptir ótvíræðu máli varðandi efnahagslega þróun á landinu og möguleika okkar til að koma á velferðakerfi, byggja spítala og svo framvegis.

Gunnar sagðist ekki vera einn á báti í því að hvetja til þess að Sigmundur stofnaði nýjan flokk. Hann ætti sér skoðanabræður.

Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi formaður Framsóknarflokksins.

Ég er nú ekki að tala fyrir þá en við komum saman og drekkum kaffi og tölum saman um þetta. Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem að var á flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund jafnvel. Flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð. Mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til þess að taka ákvarðanir til þess að bjarga samvinnuhugsjóninni.

Nú væri komið að vatnaskilum.

Ég myndi vilja sjá Sigmund stofna flokk á fæðingarstað samvinnuhugsjónarinnar á Seyðisfirði, bara á vormánuðum og skera á hnútinn. Það vita það allir sem eru að starfa að félagsstarfi í Framsóknarflokknum að þetta gengur ekki lengur. Það verður eitthvað að gerast. Ef ekkert verður gert þá fer Framsóknarflokkurinn sömu leið og Samfylkingin. Ég er alveg viss um það.

Með því að smella hér má heyra viðtalið við Gunnar Kristinn Þórðarson á Bylgjunni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Kitti í Selinu og upphafið að Sjálfstæðu fólki

Einar Kárason rithöfundur skrifar: Það var fyrir meira en tuttugu árum að við aldavinur minn, Tómas R. Einarsson bassaleikari, tónskáld og bókmenntaþýðandi, vorum saman á ferðalagi með okkar fólki, en þá gengum við Tómas alllangan spöl út með Kvígindisfirði við norðanverðan Breiðafjörð til þess að skoða rústir lítils kots sem kom við sögu Halldórs Laxness […]

Vigdís: Íslenskan gæti endað í ruslinu – Svandís: Ef við bíðum verður það of seint

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að íslenska tungumálið eigi undir högg að sækja og ef ekkert verði gert þá muni tungumálið enda í ruslinu með latínunni. Segir hún í samtali við AP-fréttaveituna að tungumál Íslendinga sé hætt komið vegna áhrifa enskunnar, það sé tungumál ferðamanna og raftækja. Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan […]

Sif: Má ég þá biðja um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“

Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur Fréttablaðsins kemur Björt Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra til varnar í helgarblaði Fréttablaðsins í dag og biður hún um fleiri kunnáttulausa ráðherra sem „finnst“. Tekur hún nýlegt dæmi frá Bretlandi þar sem Sadiq Khan borgarstjóri Lundúna lýsti því yfir í byrjun mánaðarins að hann hygðist grípa til aðgerða til að minnka loftmengun í […]

Dr. Ólafur Ísleifsson: Líkir sölu Vífilsstaðalandsins við gjöf Reykjavíkurborgar á moskulóðinni í Sogamýri

Dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður og lögmaður ræddu meðal annars um sölu ríkisins á Vífilsstaðalandinu svokallaða til Garðabæjar, í upphafi reglulegs föstudagssíðdegisþáttar þeirra á Útvarpi Sögu í gær. Eins og greint var frá á Eyjunni á fimmtudag, þá skrifuðu Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra og Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar undir samning á sölu Vífilsstaðalandsins frá ríkinu til […]

Stórhættuleg stóriðja

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það er ekkert einkennilegt við það að umhverfisráðherra sé andstæðingur stóriðju. Mun einkennilegra væri ef hann skilgreindi sig sem sérstakan talsmann hennar og reyndar teldist það saga til næsta bæjar. Það er auðvelt að hafa skilning á því að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hafi lýst því yfir að loka ætti kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík […]

Ofsóknir gegn samkynhneigðum í Rússlandi – Beita sömu aðferðum og gegn hryðjuverkamönnum

Fórnarlömb ofsókna í Téteníu stíga nú fram og draga upp dökka mynd af ástandinu í þessu litla sjálfstjórnarlýðveldi í Kákasusfjöllunum. Nýlega var greint frá því að samkynhneigðum karlmönnum í rússneska lýðveldinu Téteníu væri varpað í fangabúðir. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og hafa Sameinuðu Þjóðirnar og fleiri samtök lýst yfir þungum áhyggjum […]

Samkynheigð lögregluhetja féll í París

Franski lögreglumaðurinn sem féll í árás hryðjuverkamanns á Champs-Élysées breiðstrætinu í París í gærkvöldi hét Xavier Jugelé. Hann hefði orðið 38 ára gamall í byrjun maí. Jugelé var þekktur fyrir hugrekki sitt og bjó yfir mikilli reynslu. Franska Le Parisien skrifar að hann hafi verið í hópi þeirra lögreglumanna sem komu fyrstir á vettvang í […]

Vilja borgarbúa út að týna rusl

Reykjavíkurborg, borgarbúar, fyrirtæki, stofnanir og skólar taka þátt í Evrópskri hreinsunarviku þessa dagana, segir í fréttatilkyningu frá Reykjavíkurborg að þann dag sé gert ráð fyrir að íbúar tíni saman rusl á götum og í hverfum borgarinnar, og  getur hver og einn getur valið sér svæði til að hreinsa rusl. Eru borgarbúar eru hvattir til að […]

Embætti ríkislögreglustjóra tekur gagnrýni yfirlögregluþjóns illa: Togstreita almennrar lögreglu og sérsveitarinnar

Í vikunni var skýrt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra væri að fá fjóra sérútbúna bíla til notkunar. Bílarnir eru af gerðinni Ford Police Interceptor og eru mjög kraftmiklir og vel búnir tækjum. Hver þeirra kostar 15 milljónir. Þessu til viðbótar er sérsveitin að taka nýjan einkennisfatnað í notkun. Morgunblaðið skýrði frá þessu. Í framhaldi af […]

Byssumaðurinn í París var undir eftirliti – ISIS lýsir yfir ábyrgð

Maðurinn sem myrti lögreglumann í París í gærkvöldi og særði tvo aðra var 39 ára með franskt ríkisfang og var undir eftirliti lögreglunnar vegna mögulegra tenginga við hryðjuverkahópa og var talið að hann væri róttækur íslamisti. Frönsk yfirvöld segja að um hryðjuverk hafi verið að ræða og hafa hryðjuverkasamtökin ISIS sagt að maður úr sínum […]

Guðlaugur við Telegraph: „Það verða engir sigurvegarar ef við setjum upp tollamúra“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það hag bæði Evrópusambandsins og Bretlands ef fríverslun héldi áfram í núverandi ástandi. Guðlaugur Þór hefur verið á ferðalangi um Evrópu undanfarið, hefur hann meðal annars heimsótt Brussel og Berlín, sem og að funda með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands. Sagði Guðlaugur Þór í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að […]

Lögreglumaður skotinn til bana í París í gærkvöldi og tveir særðir: Gæti haft áhrif á forsetakosningarnar á sunnudaginn

Lögreglumaður var skotinn til bana í París í gærkvöldi og tveir til viðbótar særðir eftir að karlmaður skaut á þá. Lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana. Þetta átti sér stað á Champs-Elysees sem er eitt af vinsælustu svæðunum í París. Frönsk yfirvöld segja að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Árásin gæti haft áhrif á val […]

„Enginn stjórnmálamaður vogar sér að selja ungu fólki ábyrgðarhugtakið“

„Stjórnmálamenn reyna að selja ungu fólki endalaust af nýjum réttindum. Ekki má lengur tala um bætur því öll erum við búin að vinna okkur inn fyrir borgaralaunum. Án þess að svo mikið sem búa um rúmin okkar. Málfrelsið er úrelt afsprengi feðraveldis. Við afnemum það fyrir fólk sem við höfum ákveðið að þarfnist sérstakrar verndar. […]

Sigmundur Davíð: „Kerfisræði 2 – Lýðræði 0“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir aðkallandi að huga að framtíðaruppbyggingu á Landspítala við Vífilstaði og að ríkið eigi að taka afstöðu til málsins fljótlega. Í Fésbókarfærslu við frétt Eyjunnar frá því í morgun um sölu ríkisins á landinu við Vífilstaði til Garðabæjar segir Sigmundur ákveðið mynstur koma í ljós þar sem ríkið tók landið […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is