Föstudagur 07.04.2017 - 13:41 - Ummæli ()

Meint hryðjuverk í miðborg Stokkhólms: Vörubíl ekið inn í mannfjölda – Fólk látið og slasað

Minnst þrír eru látnir og fjöldi fólks slasað eftir það sem sænsk yfirvöld líta nú á sem hryðjuverkaárás í miðborg Stokkhólms.

Mikill glundroði og ótti ríkir nú í miðborg Stokkhólms eftir að flutningabíl var ekið inn í verslunina Åhlens i Drottninggatan. Samfélagsmiðlar hafa sýnt myndir þar sem rýkur úr versluninni.

Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum að skothríð hefði heyrst. Norskir fjölmiðlar segja að skothríð hafi heyrst á fleiri en einum stöðum í Stokkhólmi.

Lögreglan hefur samkvæmt myndum fjölmiðla handtekið tvo menn í miðborginni. Nú hefur Stokkhólmslögreglan hins vegar greint frá því að enginn hafi verið handtekinn enn í tengslum við þetta mál.

Fjölmiðlar brugðust mjög hratt við þegar ljóst var að hryðjuverkaárás stæði sennilega yfir. Beinar útsendingar hófust á netinu og í útvarpi. Enn er margt á huldu og frekari fréttir berast stöðugt.

Ég sá minnst þrjá látna, en það eru sennilega fleiri. Hér ríkir algert öngþveiti,

sagði fréttamaður við útvarpsstöðina Ekot skömmu eftir atburðinn.

Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 14:53 að staðartíma. Nú hefur hún staðfest að minnst þrír séu látnir og átta slasaðir. Fjölmiðlar segja að fimm manns hafi týnt lífi.

Fréttamaður SVT sagði að lögreglubíll færi um miðborgina með kallbúnað þar sem varað var við því að hryðjuverkaárás stæði yfir. Fréttamaður Expressen sagði að lögreglan aðvaraði fólk á vettvangi og segði því að „sleppa öllu sem það hafi í höndum og forða sér á hlaupum.“

Við gengum eftir Kungsgatan að Drottninggatan og heyrðum í vörubíl. Við gengum fram að tveimur manneskjum sem lágu á götunni. Vörubíllinn hélt áfram niður Drottninggatan,

sagði vitni sem SVT ræddi við. SVT ræddi einnig við starfsmann Åhlens i Drottninggatan. Hann sagði að vörubíll heði ekið gegnum glugga verslunarinnar eftir að hafa keyrt niður umferðarljós. Nú er staðfest að bílinn var stolinn. Svo virðist sem um sé að ræða bjórflutningabíl sem búið var að leggja fyrir utan veitingahús í Drottninggatan. Hann var tekinn traustataki, fólk á götunni keyrt niður áður en ferðinni lauk inni í Åhlens-versluninni.

Lögreglan hefur rannsakað bílinn til að ganga úr skugga um hvort búið væri að koma fyrir sprengiefnum í honum. Svo reyndist ekki vera.

Expressen haefur rætt við fleiri vitni sem segja að nokkrar lífvana manneskjur liggi á götunni.

Stefan Löfven forsætisráðherra segir nú í viðtali við fjölmiðla að allt bendi til að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Verið er að loka götum inn í miðborgina. Fólki er ráðlagt að halda sig heima og reyna hvorki að fara í miðborgina né í gamla borgarhluta Stokkhólms (Gamla Stan). Þinghúsinu Riksdagen var lokað og ráðherrar fluttir á brott. Einhverjar aðrar opinberar byggingar munu einnig hafa verið rýmdar. Einnig var aðaljárnbrautastöðin í Stokkhólmi rýmd af fólki og neðanjarðarlestakerfinu lokað. Þungvopnaðir lögreglumenn eru á lestarstöðinni. Síðustu fréttir herma að sérsveitir lögreglunnar séu nú að á leið inn í járnbrautastöðina en ekki er vitað hvert verkefni þeirra er.

Í Noregi er öryggislögreglan þar í landi í viðbragðsstöðu.

Smellið hér til að sjá beina útsendingu Expressen á netinu.

Fréttin verður uppfærð.

Sjá einnig umfjöllun á Pressunni.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Marine Le Pen segir af sér formennsku

Marine Le Pen hefur sagt af sér sem formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, Front National. Franskir fjölmiðlar greindu frá þessu á áttunda tímanum í kvöld. Le Pen mætir Emmanuel Macron í seinni hluta frönsku forsetakosninganna eftir rúmar tvær vikur en hún hlaut næst flest atkvæði í fyrri hluta kosninganna í gær. Le Pen sagði við fjölmiðla í […]

Á að segja það með blómum?

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson:  Verða það örlög rokkarans ljúflynda, sem lentur er á stóli heilbrigðisráðherra, að einkavæðing heilbrigðiskerfisins gerist hægt og hljótt inn um bakdyrnar hjá honum? Landlæknir – sem hefur vakið þjóðarathygli fyrir skörungsskap – segir skýrt og skorinort, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að óbreyttum lögum, að fjárfestar í heilsuleysi geti farið […]

Bjarni er sá yngsti sem sest hefur á þing

Bjarni Halldór Janusson verður í dag sá yngsti í sögunni til að taka sæti á Alþingi, hann tekur sæti í dag í fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Bjarni skipaði 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi og er því annar varamaður. Bjarni er fæddur 4. desember árið 1995 og er því 21 árs, 4 mánaða og […]

Heilsugæslan ekki fyrsti viðkomustaður – Fjárframlög aukin um 3% þegar íbúum fjölgar um 11%

Stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hefur orsakað það að heilsugæslan er ekki fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu lík og segir í markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar juk­ust framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um 3% að raun­virði á tíma­bilinu 2007–16  þótt íbúum svæðisins fjölg­aði um 11%. Á sama tíma jukust út­gjöld vegna sér­greina­lækn­inga um […]

Jón Valur Jensson: „Nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru“

Í dag sýknaði Héraðsdómur Jón Val Jensson guðfræðing af ákæru um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Jón Valur tjáir sig um niðurstöðuna á síðu sinni og segist „hæstánægður með þennan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur“. Í ákærunni á hendur Jóni Vali kom fram að ummæli hans fælu í sér að mati ákæruvaldsins […]

Framsókn: Gunnar var ekki rekinn úr flokknum

Gunnar Kristinn Þórðarsson er enn í Framsóknarflokknum og fréttir af brottrekstri hans úr flokknum séu á misskilningi byggðar, þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Eyjan greindi frá því í morgun að Gunnar Kristinn hefði sagt að hann hefði verið rekinn úr flokknum, aftur, eftir að hafa skorað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson þingmann flokksins að […]

Gunnar: Ég var rekinn úr Framsóknarflokknum – Aftur

„Mér hefur verið tjáð að ástæðan fyrir því að ég fæ ekki lengur fréttabréf Framsóknarflokksins sé sú að mér hafi verið sparkað úr flokknum. Er það í annað skiptið sem það gerist, og gerðist það í fyrra skiptið eftir flokksþingið þegar ég skoraði á Sigmund Davíð að fara í sérframboð. Nú þegar ég hef ítrekað […]

Illugi verði stjórnarformaður Byggðastofnunar

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, verður á morgun gerður að stjórnarformanni Byggðstofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn verður í Skagafirði. Þetta fullyrðir Fréttablaðið í dag. Segir blaðið að Jón Gunnarsson samgönguráðherra vilji skipta út Herdísi Á. Sæmundsdóttur núverandi stjórnarformanni fyrir Illuga. Herdís var skipuð í apríl árið 2015 af Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins, […]

Þáttaskil í frönskum stjórnmálum

Emmanuel Macron og Marine Le Pen komust áfram í síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi en fyrri umferðin fór fram í gær. Úrslitin marka ákveðin þáttaskil í frönskum stjórnmálum og sýna það mikla vantraust sem kjósendur bera til hins hefðbundna pólitíska kerfis í landinu og hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka. Í fyrsta sinn í sögu fimmta lýðveldisins eiga […]

Forsetakosningarnar í Frakklandi: Macron nær forystunni með stórborgaratkvæðum

Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er nú með forystu þegar búið er að telja meira en 40 milljón atkvæði í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, alls eru 46,7 milljón Frakkar á kjörskrá. Marine Le Pen, frambjóðandi þjóðernissinna, var með forystu en er nú komin rúmu prósentustigi á eftir Macron nú þegar atkvæðin streyma inn úr stórborgum Frakklands, en […]

Forsetakosningarnar í Frakklandi: Marine Le Pen leiðir þegar 28 milljónir atkvæða hafa verið talin

Reuters-fréttastofan greinir frá því að Marine Le Pen hafi nú yfirhöndina yfir Emmanuel Macron í talningu atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Tölur frá franska innanríkisráðuneytinu sýni að þegar búið er að telja 28 milljónir atkvæða þá sé Marine Le Pen með 23,6 prósent. Emmanuel Macron er með 22,78 prósent. François Fillon frambjóðandi íhaldsins fær […]

Forsetakosningar í Frakklandi: Le Pen og Macron eru sigurvegarar fyrstu umferðar

Fyrstu útgönguspár í forsetakosningunum í Frakklandi í dag benda til að Marine Le Pen og Emannuel Macron hafi hlotið flest atkvæði kjósenda. Le Pen er fulltrúi hægri þjóðernissinna en Macron er frambjóðandi miðjuaflanna. Kantar Sofres-fyrirtækið hefur gert útgönguspá fyrir TF1-fjölmiðalfyrirtækið. Þar eru bæði með 23 prósent atkvæða. Vinstrimaðurinn Jean Luc Mélenchon og íhaldsmaðurinn Francois Fillon […]

Formaður Framsóknar krefst umræðu um sölu Vífilsstaðalands við fjármálaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra hefur óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, þingmann og formann Viðreisnar. Tilefnið er sala ríkisins (fjármálaráðherra) á Vífilsstaðalandinu svokallaða til Garðabæjar. Sigurður Ingi tilkynnir þetta á Fésbókarsíðu sinni í dag. Þar vísar hann til gamallar fréttar frá því í desember 2002 […]

Norður-Kórea bítur í skjaldarrendur: Hótar að sökkva flugmóðurskipi USA og gera kjarnorkuárás á Ástralíu

Engan bilbug virðist að finna á ráðamönnum í Norður-Kóreu. Nú lýsa þeir því yfir að herafli landsins sé reiðubúinn að sökkva bandaríska flugmóðurskipinu Carl Vinson. Það mun nú samkvæmt fréttum nálgast Kóreuskagann í fylgd bandarískra og japanskra tundurspilla. Að auki hóta Norður-Kóreumenn að gera kjarnorkuárás á Ástralíu haldi landið áfram að „fylgja stefnu Bandaríkjanna í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is