Föstudagur 07.04.2017 - 08:28 - Ummæli ()

Hvernig er hægt að leysa vandann sem Norður-Kórea er? Hernaður er varla valkostur – Eða hvað?

Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu. Mynd/EPA

Forseti Kína, Xi Jinping, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og fundar með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um ýmis mál. Eitt af þeim málum sem Trump hyggst ræða við hann varðar Norður-Kóreu og sífelldar tilraunir ríkisins með eldflaugaskot og kjarnorkuvopn. Trump sagði nýleg að ef Kínverjar vilji ekki taka þátt í að leysa vandann sem Norður-Kórea er þá muni Bandaríkin gera það ein.

Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu meiri þrýstingi til að láta af vopnaskaki sínu. Á sama tíma vill hann gera breytingar á viðskiptum á alþjóðavettvangi í þá veru að Bandaríkin standi betur en Kína gefi eftir. Það er því spurning af hverju Kínverjar eigi að leggja Bandaríkjamönnum lið við að reyna að hemja stjórnvöld í Norður-Kóreu í vopnaskaki sínu án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð.

Norska ríkisútvarpið fjallaði nýlega um málið. Í þeirri umfjöllun var bent á að Trump vilji herða refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu enn frekar, eða allt þar til þarlend stjórnvöld neyðast til að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum eða þar til einræðisstjórnin hrekst frá völdum.

Xi Jinping hefur aðra sýn á málið. Hann vill frekar að viðræður Kína, Bandaríkjanna, Rússlands, Suður-Kóreu og Japan um málefni Norður-Kóreu verði teknar upp á nýjan leik. Norður-Kórea tók þátt í þessum viðræðum en hætti þátttöku 2009. Kínversk stjórnvöld lögðu nýlega til málamiðlun sem gengur út á að Norður-Kórea hætti öllum kjarnorkutilraunum gegn því að Bandaríkin hætti árlegum heræfingum með Suður-Kóreu. Það eru litlar líkur á að það gerist.

Ekki langt í að Norður-Kórea eigi langdrægar eldflaugar

Bandarískar leyniþjónustur telja að Norður-Kórea muni búa yfir nothæfum langdrægum eldflaugum, sem geta borið kjarnorkuvopn, innan 18 til 24 mánaða. Þegar sú staða kemur upp getur einræðisstjórnin ógnað Bandaríkjunum með kjarnorkuárásum á Los Angeles eða Hawaii og auðvitað á herstöðvar Bandaríkjanna í Kyrrahafi.

Þetta vill Trump ekki að gerist. Kínverjar telja á hinn bóginn að þeim stafi ekki sérstaklega mikil hætta af einræðisstjórninni í Norður-Kóreu eða eldflaugum þeirra. Það sem Kínverjar óttast hins vegar er að einræðisstjórnin hrekjist frá völdum. Það gæti leitt til mikils flóttamannastraums yfir til Kína og í framhaldinu gætu Kóreuríkin sameinast. Það myndi þýða að Kína væri skyndilega komið með landamæri að ríki sem er náið bandalagsríki Bandaríkjanna. Auk þess eru um 30.000 bandarískir hermenn í Suður-Kóreu og þeir myndu líklega vera áfram til staðar í sameinuðu ríki.

Er hernaður raunhæfur valkostur?

Bill Clinton íhugaði af alvöru að grípa til hernaðaraðgerða gegn Norður-Kóreu 1994 en féll frá því. Ástæðan er að fórnarkostnaðurinn við slíka árás er alltof hár til að hægt sé að réttlæta hernað.

Í fjöllunum nærri hlutlausa svæðinu á milli Kóreuríkjanna hafa Norður-Kóreumenn komið fyrir gríðarlegum fjölda af stórskotaliðsvopnum. Þessi vopn geta lagt bæði Seoul, höfðuborg Suður-Kóreu, og Tókýó, höfuðborg Japans, í rúst á skömmum tíma eftir því sem segir í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins. Seoul er í aðeins 40 km fjarlægð, í beinni loftlínu, frá landamærunum. Engin eldflaugavarnarkerfi geta varið borgina gegn skothríð frá stórskotaliðinu í fjöllunum. Reikna má með að mannfall meðal óbreyttra borgara hlaupi á milljónum ef til átaka kemur.

Eini möguleikinn er því að ráðast á Norður-Kóreu með mjög markvissum og skjótum hætti þannig að allir helstu leiðtogar landsins verði „gerðir óvirkir“ á sama tíma þannig að þeir nái ekki að fyrirskipa viðbrögð við árásinni. En slík aðgerð væri sannkallað hættuspil og óvíst hvernig færi.

Ekki má gleyma að einræðisstjórninni í Norður-Kóreu virðist vera slétt sama um almenning í landinu og virðist ekki hafa áhyggjur af þótt mikill fjöldi óbreyttrar borgara gæti látið lífið í átökum. Að minnsta kosti hafa milljónir landsmanna soltið í hel í gegnum árin án þess að dregið væri úr útgjöldum til hers landsins.

Hernaður gegn Norður-Kóreu er því ekki spennandi kostur og gæti einnig haft í för með sér bein átök á milli Kína og Bandaríkjanna ef allt færi á versta veg.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afglapavæðing Alþingis

Víni skal til Haga haldið. Herðir Bakkus ógnarvaldið. Útúrdrukkinn eymdarlýður eftir borgarstrætum skríður. Nú er „brennivín í búðir“ gengið aftur á Alþingi og berst ógæfudaunninn af því um allt land. Óumdeilt er að áfengisneysla er langmesta þjóðarböl okkar Íslendinga. Svo stiklað sé á stóru eru afleiðingar hennar mikill hluti umferðarslysa og líftjóna á þeim vígvelli, […]

Glæpum hælisleitenda í Þýskalandi fjölgar um meira en 50%

Nýjar tölur sem birtar voru fyrir skömmu varpa ljósi á gríðarlega aukningu glæpa sem hælisleitendur fremja í Þýskalandi. Margir óttast að þessar tölur verði nýttar af hægriöflum í Þýskalandi í aðdraganda þingkosninga sem fram fara í landinu í september. Samkvæmt innanríkisráðuneytinu sem tók saman tölurnar fjölgaði tilkynningum um glæpi sem talið er að hælisleitendur hafi […]

Fimmta fórnarlamb hryðjuverksins í Stokkhólmi er látið: Hafði áður sloppið frá hnífaárás í sænskum skóla

Á föstudag lést sænska kennslukonan Maria Kide af meiðslum sem hún hlaut þegar íslamistinn Rakhmat Akilov ók flutningabíl á gangandi vegfarendur á Drottningar-göngugötunni í miðborg Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar. Árásin var gerð föstudaginn fyrir páska. Maria Kide er fimmta manneskjan sem týnir lífi eftir þetta mannskæðasta hryðjuverk í sögu Svíþjóðar. Þetta var í annað sinn á lífsleiðinni […]

Ögurstund Í Reykhólahreppi

  Stefán Skafti Steinólfsson skrifar: Nú hefur Skipulagsstofnun skilað af sér áliti vegna vegagerðar frá Bjarkarlundi til Skálaness. Sveitarstjórn Reykhólahrepps stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun hvort hún á að gefa framkvæmdaleyfi fyrir leið Þ-H eða horfa til framtíðar og velja leið D2.  Það má telja stórundarleg vinnubrögð vegagerðar ríkisins að gefa út sitt álit einungis […]

Unga fólkið kaus Marine Le Pen

Marine Le Pen frambjóðandi þjóðernissinna í forsetakosningunum í Frakkandi var vinsælust meðal yngri frambjóðenda í fyrstu umferð kosninganna sem fram fór um síðustu helgi. Könnun gerð meðal rúmlega níu þúsund kjósenda sýnir að Le Pen fékk flest atvæði meðal kjósenda bæði í aldurshópunum 18 til 34 ára, og 35 til 49 ára. Le Pen var aðeins […]

Fuglavernd leggst gegn vegi um Teigsskóg

Fuglavernd leggst eindregið gegn þeirri veglínu, sem Vegagerðin vill fylgja í Gufudalssveit. Í ályktun félagsin segir að ákvörðun Vegagerðarinnar brjóti í bága við fjölmörg lög, bæði lög um náttúruvernd sem og lög um verndun Breiðafjarðar, alþjóðlega samninga eins og Bernar- og Ramsar-sáttmálana, auk þess að snúa á Hæstaréttardóm með málamyndabreytingum á þeirri veglínu sem þeir […]

Deutsche Bank gæti lagt niður 4.000 störf í Bretlandi vegna Brexit

Deutsche Bank gæti flutt allt að 4.000 störf frá Bretlandi vegna Brexit. Þetta hefur Frankfurter Allgemeine Zeitung eftir Sylvie Matherat, yfirregluverði bankans. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettur starfsmaður bankans nefnir einhverja tölu um áhrif Brexit á starfsmannafjöldan hjá bankanum í Lundúnum. Matherat sagði þetta á ráðstefnu í Frankfurt á miðvikudaginn. Hún sagði að […]

Michelle Obama segist hafa barist við að halda aftur af tárunum

Ljósmyndir af Michelle Obama fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna þungbúinni á svip daginn þegar Donald Trump var settur í embætti forseta 20. janúar sl. vöktu mikla athygli á sínum tíma. Svo virtist sem Michelle Obama væri afar óánægð með stöðu mála og ætti erfitt með að leyna tilfinningum sem væru einhvers konar blanda af fyrirlitningu og jafnvel […]

Grátur og gnístran tanna

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, sagði á dögunum að fjölgun ferðamanna væri á mörkum þess sem hægt væri að ráða við og bætti við að samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu væri það síðasta sem hann hefði áhyggjur af. Þarna er auðvelt að vera sammála forsætisráðherra. Það myndi ekki saka ef erlendir ferðamenn væru nokkuð færri, þótt […]

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Einar K. Guðfinnsson skrifar: Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á […]

Vildu ekki fiskvinnslu Finnbjarnar ÍS

Hreppsnefnd Súðavíkur vildi ekki úthluta útgerð Finnbjarnar ÍS 68 auknum byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári. Fyrirtækið Lífsbjörg ehf sem á og rekur bátinn áformaði að setja upp fiskvinnslu í Súðavík og voru að sögn Halldórs Magnússonar, útgerðarmanns  aðilar sem hefðu lagt fyrirtækinu lið við þá uppbyggingu. Finnbjörn ÍS 68 veiddi um 1200 tonn á fiskveiðiárinu, einkum […]

Þingflokksformaður Viðreisnar: Framkoma Sjálfstæðisflokks „þreytandi“

Brestir eru komnir í samstarf stjórnarflokkanna. Einkum eru það þingmenn Viðreisnar sem óánægðir eru með framgöngu sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks. Þetta kemur fram í helgarblaði DV og herma heimildir blaðsins að „verulegs pirrings sé farið að gæta“. Það er þó ekki einungis í garð þessara ákveðnu þingmanna heldur einnig að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. Bjarni hefur […]

Forseti Austurríkis veldur uppnámi: Segir að allar konur verði að bera höfuðslæður að hætti múslima í framtíðinni

Alexander Van der Bellen nýkjörinn forseti Austurríkis vekur nú mikla athygli og umræður í heimalandi sínu eftir að fjölmiðlar þar í landi greindu frá ummælum hans um höfuðslæður múslimskra kvenna sem hann lét falla á fundi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 24. mars síðastliðinn. Það var þó ekki fyrr en austurríska sjónvarpsstöðin ORF sendi út upptöku með ræðu […]

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu. Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is